Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 11 Morgunblaðið/Kári Ragnhildur Óskarsdóttir, talsímavörður við gamla simaborðið, sem brátt heyrir sögiumi til. Skagafjörður: Síðustu notendumir fá sjálfvirkan síma Sauðárkróld. Um síðustu mánaðamót urðu merk tímamót í símamálum Skagfirðinga. Þá voru 74 not- endur í Rípur-, Viðvíkur- og Hólahreppi, sem haft hafa handvirkan síma, tengdir sjálf- virka simakerfinu. Er þá sjálf- virkur sími kominn á alla bæi I héraðinu. Símstöðvarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð eru nú á sama gjald- svæði. Á Sauðárkróki hefur verið sett upp ný 1280 númera stafræn símstöð, sem leysir af hólmi Flakk- arann svonefnda, sem einnig er stafræn símstöð, en þeim kostum búin, að hana má flytja milli staða eftir þörfum. Flakkarinn er kominn til Húsavíkur til að þjóna Þingey- ingum og reynist hann þeim jafnvel og okkur, sem ekki er að efa, mega þeir vel við una. Kári Nýju búningsklefarnir við Gvendarlaug hins góða, hjá Klúkuskóla, I byggingu. 1943, að hafið er samstarf um byggingu íþrótta- og menningar- mannvirkja á eignaijörð Kaldrana: neshrepps, Klúku í Bjamarfirði. í þeim samningi eru tekin fram eftir- talin atriði: 1. Viðleguskáli 12x7 metrar. 2. Sundlaug 25x8 metrar. 3. Heimavistarbamaskóli. 4. íþróttahús. Síðasta grettistakið var svo kall- að er Félagsheimilið að Laugarhóli og íþróttahúsið þar voru byggð og vígð, 13. ágúst 1972. En þegar nú er verið að byggja nýja búningsað- stöðu við sjálfa sundlaugina, má segja að verið sé að setja punktinn yfir i-ið. f nefnd til að standa að Qáröflun til þess og hrinda framkvæmdum í gang, áttu sæti: Ingimundur Ingi- mundarson, Hóli, Ríkharður Másson, sýslumaður Hólmavík og Sigurður H. Þorsteinsson, skóla- stjóri Laugarhóli. Fréttaritari ; * V estur-ísafjarðarsýsla: Sýslunefnd vill skjótar umbætur í byggðamálum Á aðalfundi sýslunefndar Vestur-Isafjarðarsýslu á ísafirði 17. tíl 19 júlí sl. var ályktað um mörg hagsmunamál. Sérstaklega var fjallað um atvinnu- sam- göngu- og menntamál. Þá var skorað á stjórnvöld að endur- bæta nýju sveitarstjóraarlög- gjöfina. Sýslunefndin taldi að stjómvöld þurfí nú að ákveða hvort stefnt skuli að frekari byggðaröskun en orðið er eða hvort skuli stefnt að markvissri uppbyggingu byggðar á Vestfjörðum. Til þess þarf að leysa vanda hefðbundinna atvinnugreina landbúnaðar og sjávarútvegs, og telur sýslunefnd þær lausnir þegar liggja fyrir. Sýslunefnd taldi það óbætanleg- an skaða fyrir íslenskt þjófélag ef fískvinnsla og landbúnaður á Vest- fjörðum leggst af. Möguleikar séu fyrir hendi, ekki síst í ferðamálum, fískirækt og lífefnaiðnaði tengdum fiskveiðum. Þá hafí vestfírskt hug- vit sannað gildi sitt, en stöðugt fólks- og íjárstreymi úr héraðinu sé vandi sem verði að yfírvinna. I samgöngumálum lagði sýslu- nefíid áherslu á að gerð verði langtímaáætlum um jarðgangna- gerð í sýslunni og að íslendingar sæki verkkunnáttu til Færeyinga í jarðgangnagerð. Þá hvatti hún ein- dregið til þess að lækkun á olíuvör- um verði notuð til að flýta varanlegri gatnagerð. Sýslunefnd harmaði hvemig komið er í málum Núpsskóla og Norræna húsið: hvatti til endurreisnar hans, bæði með viðgerð húsa og uppbyggingu innra starfs í samráði við nýjanw skólastjóra. Þá lýsti sýslunefndin áhyggjum vegna áhrifa nýju sveitarstjómar- laganna á samstarfsmál sveitarfé- laga. Ákvæði um héraðsnefndir voru talin skaðlega óljós og var skorað á Alþingi að gera þar brag- arbót. Þá var skorað á hreppsnefnd- ir í sýslunni að efla með sér samstarf svo að héraðsnefndimar væntanlegu geti náð tilgangi sinum þegar þar að kemur. Hare Krisna: Suhotra Svami í heimsókn NÚ UM helgina kemur í heim- sókn hingað til lands, lærimeist- arinn Suhotra Svami, en hann mun m.a. kynna leyndardóma inversku Veda-ritanna. Einnig verður kynnt hugleiðslutónlist með Gauranga Bhajam-sveitinni. Suhotra Svami verður á tveimur samkomum í Tryggvagötu 18, sú fyrri verður í kvöld, laugardags- kvöld, kl. 19:00 og hin síðari á morgun, sunnudag, kl.16:00. Öllum viðstöddum verður boðið upp á ind- verska veislumálíð og sýnd verður kvikmynd um Hare Krisna. Að- gangur er ókeypis. Fyrirlestur um þjóðfræði JUHA Pentikainen, prófessor í trúarbragðafræði og þjóðfræði við Helsinki-háskóla, heldur fyr- irlestur í Norræna húsinu á morgun kl. 17:00, og nefnir: „Var ligger det Norra Landet eller Terra Feminarum.1* Juha Pentikainen er staddur hér á landi í boði Norræna hússins, í tilefni af þingi norrænna þjóðfræð- inga, sem haldið verður í Reykjavík dagana 11.—16. ágúst, og mun hann einnig. halda fyrirlestur á þinginu. Pentikainen hefur áður komið hingað og haldið fyrirlestra. Árið 1983 kom hann í boði Norræna hússins og talaði um heimsmynd Kalevala og bergristur í Finnlandi og 1985 hélt hann fyrirlestur á vegum Háskóla íslands. Juha Pentikainen hefur árum saman unnið að rannsóknum á Kalevala-þjóðkvasðunum og vinnur nú að miklu riti um Kalevala, bygg- ingu þess og heimsmynd, og byggir þar á nýjustu rannsóknum á Kalev- ala og fínnskum þjóðkvæðum. Auk þess hefur hann skrifað fjölda greina um þjóðfræði, þjóðsagna- frasði, trúarbragðafræði og fleira. Afmælissýningn Stein- gríms að ljúka í Eden Afmælissýningn Stein- gríms Sigurðssonar í Eden, Hveragerði, lýkur annað- kvöld,, sunnudagskvöld, kl. 23:30.. Þetta er sextugasta einkasýn- ing málarans, heima og erlendis, og er hún tileinkuð 20 ára at- vinnumennsku hans í málaralist. Alls sýnir hann 67 verk og af þeim eru 58 ný af nálinni. Hátt á þriðja tug mynda hafa selst á þessari sýningu. Steingrímur St. Th. Sigurðsson, listmálari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.