Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 37 lund; ekki sem vestar myndir, en samt ekki andlit sem nein von væri til að gæti slegið í gegn í tískuheim- inum vestanhafs. Helvin sneri aftur til Englands heldur framlág og að því komin að láta hugfallast, þegar gæfan tók skyndilega að brosa við henni og andlit hennar að prýða forsíður allra helstu hátískutímarita Evrópu. Að- eins ári eftir að hún yfírgaf Ámeríku með sjálfstraustið í molum grát- bændu þarlendir ljósmyndarar Marie Helvin í gegnum glóandi símalínur að snúa sinni engilfríðu ásjónu aftur í vestur. Hvað hún og gerði, með góðum árangri fyrir bankainnstæð- una og væntanlega sjálfstraustið líka. Metnaður Margaret Thatcher beindist hins vegar í aðrar áttir. Þarf víst ekki að fjölyrða um það að hennar sjálfstraust bar ávöxt í fyllingu tímans og eflaust væri hún til í að taka undir með Marie Hel- vin, sem segir; „Þó einhver segi þér að þú sért ómöguleg, er ekki sjálf- gefið að hann hafi 'rétt fyrir sér.“ eldri töldu myndina beinlínis vera sýnikennslu í ofbeldisaðgerðum og uppreisn. Þessi mynd var bönnuð í Bretlandi þar til árið 1967. Árið 1956 var ungur þýskur leik- ari, Horst Bucholz, kynntur sem hinn nýi James Dean kvikmynd- anna. Hann var klæddur leðurjakka og það sem meira var buxumar vom úr samlitu leðri. Bítlamir bresku dvöldu um tíma í Hamborg þar sem þeir komu fram árið 1961 og úr þeirri ferð komu þeir gallaðir í leður frá hvirfli til ilja. En það var Bretinn Gene Vincent sem skapaði hinn dæmigerða leður- klædda rokkara í byijun sjöunda áratugarins. Sagt var að hann hefði tekið sér búning Sir Laurence Olivi- er, í leikritinu Ríkarður III (eftir Shakespeare) til fyrirmyndar, þ.e. leðuijakka, leðurbuxur og hanska á annarri hendi, allt í svörtu. Elvis Presley klæddist leðurfatn- aði þegar hann kom fram í sjón- varpsþætti, „svokölluðum endurkomuhljómleikum" árið 1968 og þá var reyndar sagt að hann hefði sagt skilið við „stáss-flau- els“-stfllinn í klæðaburði og með því tekið upp karlmannlegri fatnað. Síðan þá hefur leður og þá eink- anlega svart verið bendlað við pönk, þungarokk, afbrigðilegt kynlíf, klámiðnað, glæpi, uppreisnir og sjálfsagt margt fleira — en lifað þetta allt af og er enn eftirsótt í hátískuflíkur sem annað — ef marka má þá, sem mest og best fylgjast með tískustraumum. B.I. Margaret Thatcher fékk ekki Sem hú" 35 ,,m a* loknu — va"J þing- um að loknu tvígang hafnað mannsefni. námí og sem A1 Pacino sýnir af sér hvimleiða borðsiði Hjartaknúsarinn og stórleikar- inn A1 Pacino þótti sýna á sér skuggahliðina á veitingastað einum í New York á dögunum, er hann tók beiðni kvenkyns aðdáanda um eiginhandaráritun afar óstinnt upp, að ekki sé sterkara til orða tekið. Unglingsstúlka, er þjónaði stjöm- unni til borðs, gat nefnilega ekki á sér setið og falaðist eftir eigin- handaráritun kappans um leið og hún færði honum matinn. Þessu reiddist A1 svo illilega að hann skellti hurð í andlit stúlkunni og rauk þamæst í næsta tiltæka símtól, hringdi f lögregluna og krafðist þess að stúlkukindin yrði fjarlægð í skyndi. Staðurinn sem atburðurinn átti sér stað á mun vera skyndibitastaður í næsta ná- grenni við heimili leikarans og starfsfólkið því vant hröðum hand- tökum. Þama þótti þó víst flestum keyra um þverbak og mun niður- staðan hafa orðið sú að nú snæðir A1 Pacino skyndibitana sína annars staðar. Af afdrifum gengilbeinunn- ar segir hins vegar ekki, en hún hefur væntanlega orðið sér úti um annan uppáhaldsleikara í skyndi. COSPER - Ég fór að mála til þess að reyna að gleyma henni. Eftirlíkmgar og f ölsuð merki Texti: BERGLJÓT INGÓLFSDÓTTIR Það er ekki svo litils virði fyrir afkomu hverrar þjóðar að framleiða eitthvað það sem gjaldgengt er í milliríkjavið- skiptum. Samkeppni er þvi viða mikil á viðskiptasviðinu, framleiðsluleyndarmál vel varðveitt, vörumerki og einkaleyfi skráð og yfirleitt viðurkennd. En þvi er ekki að leyna að þrátt fyrir það er ekki óalgengt að hugmyndum sé stolið og jafnvel gerðar nákvæmar eftirlíkingar af hlutum sem fram- leiðendur eru skráðir fyrir. Það gefur augaleið að slíku framferði er ekki vel tekið ef sökudólgar finnast enda oft mikið í húfi þegar búið er að eyða fé og fyrirhöfn i að koma hlutunum á markað. En það er ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem menn hafa áhyggjur af, lif og limir manna geta oft verið í hættu vegna falsaðra vélahluta í farartækjum og þegar fölsuð lyf, eftirlík- ingar af þekktri framleiðslu, komast á markað. Svissnesk úr og hljómplötur Samband svissneskra úra- framleiðenda telur að ekki færri en 10 milljón fölsuð úr, með þeirra merki, komist í umferð árlega. Það er því greinilega betra að gæta sín á ísmeygilegum götusölum erlendis sem bjóða „ekta svissnesk úr“ á spottprís. Það hefur reynst erfítt að koma í veg fyrir fölsuð mynd- og hljómbönd eins og kunnugt er. Á síðasta ári þegar safnað var fé um allan heim handa svelt- andi fólki i Afríku og gefín út hljómplatan; „We are the world" er talið að ekki færri en 25 ólög- legir aðilar í Bandaríkjunum einum hafi gefið út þá plötu samtímis. Þær plötur voru aðal- lega seldar í Asíu og í Mið- Austurlöndum og ágóðinn rann að sjálfsögðu ekki til þurfandi fólks heldur mökuðu óvandir menn þar krókinn. Til eru alþjóðleg samtök, „The Intemational Anticounterfeiting Coalition“, sem reyna að spoma við fölsun á vömm og stuldi á hugmyndum. Vfða erlendis em neytendur hvattir til að halda vöku sinni, skoða vel frágang á tilbúnum hlutum, beina viðskipt- um sínum að viðurkenndum verslunum og fleira í þeim dúr svo ekki sé keyptur kötturinn í sekknum. Slíkar leiðbeiningar eiga fyrst og fremst við meðal stórþjóða en þar sem vitað er að landsmenn era á sífelldu flakki út um öll lönd er ekki úr vegi að birta nokkur vamaðarorð sem vert er að hafa í huga á ferðalög- um: Varast ber aila götusala, markaði hverskonar, úti og inni, verslanir sem sífellt em með út- sölu og eins þær sem auglýsa rýmingarsölu vegna þess að hætta á rekstri. Á fyrmefndum stöðum er hætt við að seldar séu eftirlíkingar af ýmsum hlutum, ekki síst á það við um fatnað, og þá selt á hærra verði en til- efni gefur. Við ramman er reip að draga að hafa upp á fölsuðum vömm áður en þær komast í umferð, en stundum komast menn óvænt á sporið eins og nýlega var sagt frá í skrifum um neytendamál í Bandaríkjunum. Gmnur lék á að á markað hefðu komið sumar- jakkar (blaser) ranglega merktir tískufyrirtækinu Gloria Vander- bilt. Eftirlitsmaður var sendur út af örkinni til klæðaverksmiðju á Long Island, sem gmnur lék á að hefði getað framleitt jakkana, og að sjálfsögðu þóttist hann vera væntanlegur kaupandi. Manninum vom sýndir sumar- jakkar af öllum stærðum og gerðum en hvergi sá hann neina merkta Gloria Vanderbilt né nöfnum annarra þekktra hönn- uða. En í þann mun sem eftirlits- maðurinn ætlaði að kveðja, eftir að gefa í skyn pöntun seinna, sagði afgreiðslumaðurinn; „Hvaða merki viltu fá á pöntun- ina?“ En það er víðar en í verksmiðj- um í úthverfum sem boðinn er ólöglegur vamingur. Það bar við á sjálfri Fimmtu tröð í New York fyrir skömmu, að kaupahéðinn nokkur hafði komið sér fyrir með vagn sinn innan um allar fínu og dým verslanimar. Vamingur- inn var peysur, allar eins, með V-hálsmáli, en merktar hver sínum tískuhönnuði. Viðskipta vinur væntanlegur skoðaði Calvin Klein-peysu, Ralph Laur- en-peysu og Lacoste-merkið, grænan krókódflinn, á bijósti einnar en segir svo: „Æ, áttu enga Giorgio Armani-peysu?“ „Það er ekkert mál,“ svaraði sölumaðurinn, „ég skal hafa hana til á morgun." Texti: B.I. \lO D ^cos^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.