Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 © 1986 Universal Press Syndicate Jf ja/í miður, ...skyndtmynd cpJ' þé.r \j\8 j( Gullfoss nxg'\rddc\ szm pcnsónuétdlriVi " .. .eins og himnaríki ájörð TM Reg. U.S. Pat Ofl.-all rlghts reserved e 1986 Los Angeles Times Syndicate Ég verð að nota kontakt- linsur, útigangsmenn með gleraugu þykja ekki traustvekjandi. HÖGNIHREKKVÍSI -mnTV Hvalveiðar: AH/!>tNK) £C?yVteB> 4F5L/XTTAP2iV1lE>ANA AF KAT TAM ATN U/V\. " Bandaríkjamenn og íslend- ingar mætast á miðri leið Sigurður G. Haraldsson skrif- ar „Bandaríkin eru óneitanlega merk þjóð með merka sögu. Eftir að Bandaríkjamenn slitu sig úr tengslum við Englendinga og stofn- uðu sjálfstætt ríki 1776 og Testríðið svonefnda hófst með því að ungir menn íklæddir indíánabúningum vörpuðu teförmum úr enskum skip- um í sjóinn vegna deilna um skatt sem lagður var á teið tók við tíma- bil landnáms og uppbyggingar. Eftir að George Washington sem síðar varð fyrsti forseti Banda- ríkjanna gerðist yfirhershöfðingi uppreisnarmanna tók baráttan síðan að ganga betur uns henni lauk með fullum sigri og uppgjöf Englendinga 1783. Því er þetta rifjað hér upp að þjóð sem gengið hefur í gegnum ýmis skeið á ferli sínum kann að líta evrópsk málefni nokkuð öðrum augum en Evrópuþjóðum kann að þykja eðlilegast. Minnt skal á að Bandaríkin standa undir mestum hluta þeirra útgjalda sem Atlants- hafsbandalagið þarf á að halda til starfsemi sinnar. Evrópuríkjum kann sjálfsagt að finnast að Bandaríkin taki ekki allt- af nægilegt tillit til þeirra. Eitthvað kann hugsanlega að vera til í þessu þó ekkert skuli um það hér fullyrt. Bandaríkin hafa verið okkar besti og tryggasti bandamaður árum og áratugum saman, tóku við hervemd landsins af Bretum 1941 og urðu fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálf- stæði okkar við lýðveldisstofnun 17. júní 1944. Því er þetta allt nefnt hér að ekki skal því að óreyndu trúað að ágreiningur um hvalveiðar sé látinn spilla góðri sambúð tveggja vina- þjóða. Það er gamalkunn regla að Sigurður segir að Bandaríkjamenn kunni að líta evrópsk málefni öðrum augum en Evrópuþjóðum þykir eðlilegast. minni hagsmunum þarf oft að fóma fyrir meiri hagsmuni. Ekki skal efað að Bandaríkjamönnum sé ekki ljóst mikilvægi sjávarútvegs okkar. Bestu fiskmarkaðir okkar eru í Bandaríkjunum. Þessar tvær vinaþjóðir, íslend- ingar og Bandaríkjamenn, hljóta að geta mæst á miðri leið og fund- ið lausn á þessu máli þannig að báðir aðilar geti vel við unað. Er þá vel.“ Víkverji skrifar Nýlega var sagt frá því í útvarp- inu, að mikil aðsókn væri að heimavistarskólanum á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. í samtalinu kom fram, að meðal þess, sem staðurinn hefði að bjóða, væri góð aðstaða til að iðka íþróttir. Þá binda heima- menn einnig vonir við að geta sérhæft sig í kennslu í fiskirækt. Þegar Víkvetji var þar á ferð í sum- ar, kom það fram í samtali við hótelhaldarann, að gestir hans væm fleiri en hann hefði átt von á. Þama voru til dæmis menn að þjálfa sig í köfun á Reykjanesi undir stjóm Elíasar Jónssonar. Sögðu þeir, að á þessum slóðum væri einstaklega gott að leggja stund á köfun bæði vegna sundlaugarinnar á Reykja- nesi og eins vegna aðstæðna í sjónum. Þar væri heill undraheimur undir yfirborðinu. Heita vatnið sprettur alls staðar upp úr jörðinni á Reykjanesi. Til dæmis lentu Víkveiji og ferðafélag- ar hans í þvf að gista í herbergjum, þar sem hver var undir, svo að hit- inn var meiri um nóttina en góðu hófí gegndi. 011 ferðaþreyta var fljót að líða úr okkur í lauginni, sem er rúmir 50 metrar á lengd. Handan við ísafiörðinn séð frá Reykjanesi er Nauteyri, þar sem starfrækt er seiðaeldis- og laxaræktarstöð íslax hf. Þar hittum við Engilbert Ingv- arsson, bónda á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, og Jón Gunnar Schram, stöðvarstjóra. Engilbert hefur haft forystu um smíði stöðv- arinnar á Nauteyri, sem er að hefja sölu á framleiðslu sinni, en starf- semin hófst í september 1985. Meðal þess, sem þeir sýndu okk- ur í stöðinni, var tölva frá Pólnum á ísafirði, sem á að sjá um allt það, er máli skiptir til að eldið gangi snurðulaust og gera viðvart, ef eitt- hvað fer úrskeiðis. Hátæknin ryður sér að sjálfsögðu rúms í þessum atvinnurekstri eins og annars stað- ar. Undir ágætri leiðsögn Engil- berts ókum við síðan út eftir ísafjarðardjúpi að norðanverðu, en Tyrðilmýri er ysti bærinn í þessum hluta landsins; fyrir utan hann taka síðan við Jökulfirðimir og Hom- strandir. Fyrir tilstilli Engilberts komumst við út í Æðey. Jónas Helgason, bóndi þar, sótti okkur á bát sínum. Heimafólk var við dún- tekju, þegar við gengum um eyjuna og nutum einstakrar náttúmfeg- urðar í veðurblíðunni. Jónas í Æðey leggur stund á flestar greinar búskapar, ef þannig má orða það. Hann rær til fiskjar, stundar æðarrækt og andarækt að auki, þá er hann með kvikfé og þar með svín. Æðarkollumar vom svo spakar á hreiðrum sínum, að við máttum gæta þess að stíga ekki ofan á þær. í steinvegg við íbúðar- húsið vom teistuhreiður í holum og steinsnar frá bænum gargaði krían yfir hreiðmm sínum. Eftir ógleymanlegan dag á Snæ- fjallaströnd og úti í Æðey ók Víkveiji síðan með ferðafélögum sínum sem leið lá yfir Steingríms- fjarðarheiði til Hólmavíkur. Vega- gerð yfir heiðina er ekki lokið. Deilt er um þessar framkvæmdir eins og flest annað í okkar ágæta landi. Þeir, sem búa vestur á flörðum, eins og þeir orða það þama, telja, að vegurinn yfir heiðina eigi eftir að draga úr ferðum fólks um sínar slóðir. Víkveiji ætlar ekki að blanda sér í þær umræður en fagnar þessari samgöngubót. Á ferð okkar frá ísafirði að Reykjanesi áðum við í Djúpmannabúð innst í Mjóafírði. Þar mættum við rútu Vestfjarða- leiðar, sem var að koma frá Reykjavík. Þá var klukkan fimm síðdegis, en rútan lagði af stað klukkan átta um morguninn. Hún hefur stutta viðdvöl í Borgamesi, Búðardal og Bjarkarlundi, fer síðan ÞorskaQarðar- og Steingrímsíjarð- arheiðar yfír í Isafjarðardjúp. Er áætlað að rútan s£ 10 tíma til ísa- fjarðar yfir Steingríms^arðarheiði en 12 tíma, ef hún fer vesturleiðina. Uppi á Steingrímsfjarðarheiði skiptast sem sé leiðir og liggur önnur niður í Þorskafjörð en hin yfir í Strandasýslu og er greiðfarið til Hólmavíkur. Vegvísar vom ekki áberandi á heiðinni, en við kom- umst rétta leið og heilu og höldnu heim úr ógleymanlegri ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.