Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Nýr rækjubátur til ísafjarðar: Siglt heim án haffærn- isskírteinis Lögreglan tók á móti skipinu að beiðni Siglingamálastofnunar NÝLEGUR tæplega 150 lesta rækjuveiðibátur, Sigrún ÍS 900, kom til ísafjarðar i gær. Að kröfu Siglingamálastofnunar ríkisins voru eigendur skipsins yfirheyrðir þegar það kom til hafnar þar sem það hafði ekki fengið haffæmisskírteini áður en því var siglt frá Dan- mörku til íslands. Páll Guðmundsson, yfirmaður skipaeftirlits Siglingamálastofnun- ar, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gærkvöld að eftirlitsmenn stofnunarinnar hefðu skoðað bátinn í Finnlandi, þar sem hann var smíðaður, „þegar þetta var lítið ann- að en fullbúinn skrokkur með vél,“ eins og hann orðaði það. Þá vantaði í bátinn björgunarbáta, talstöðvar og fleira og varð úr, að leyfi var veitt til að sigla Sigrúnu til Dan- merkur, þar sem setja átti þennan búnað um borð áður en siglt yrði til íslands. „Við ætluðum svo að taka bátinn endanlega út í Danmörku en heyrð- um aldrei neitt meira frá útgerðinni fyrr en skipið kom heim,“ sagði Páll Guðmundsson. „Þess vegna var það, með tilvísun til nýlegra laga og að ósk Siglingamálastofnunar- innar, að sýslumaðurinn á ísafirði lét fara fram lögreglurannsókn á því hvemig stóð á að bátnum var siglt heim án þess að hafa haffæmisskír- teini. Þetta kemur í stað sjóprófa en ég veit ekkert hvað verður síðan um málið — hvort því lýkur með þessu eða hvort framhald verður á því. Ég held nú reyndar að megnið af þeim búnaði, sem vantaði, hafí verið sett í bátinn í Danmörku." Sigrún ÍS var upphaflega smíðuð í Finnlandi 1979 en ekki notuð þar nema í eitt ár. Eigandi bátsins er hlutafélagið Ásrún. Sigrún er búin 1000 hestafla Wááerthela-aðalvél og er ganghraði um 11 sjómílur. Aðal- eigendur útgerðarfélagsins Ásrúnar eru hjónin Aðalheiður Steinsdóttir og Svavar Pétursson og er hún fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins en hann verður skipstjóri. Stjómarfor- maður Ásrúnar hf. er Theódór Nordquist, framkvæmdastjóri O.N. Olsen hf., sem einnig á í útgerðarfé- laginu. Theódór sagði í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins á Isafírði að mikill sigur væri unninn á harðsnúnu kerfí við komu skipsins. Þó kvaðst hann vera mjög óánægður með að þurfa að úrelda tvö skip í staðinn. Hann sagðist einnig vera mjög ósátt- ur við að Fiskveiðisjóður skuli hafa neitað um lán til kaupanna, þar sem skipið er eldra en fjögurra ára, þótt það hafí aðeins verið notað í eitt ár. Sigrún ÍS fer nú til breytinga hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Ákranesi og er gert ráð fyrir að að báturinn hefji rækjuveiðar síðar á þessu ári. — Úlfar. „Teljum okkur bundna af samning-um vestanhafs‘‘ - segir Gísli Konráðsson framkvæmdastjóri UA „ÞAÐ hefur engin alvarleg til- færsla orðið hjá okkur ennþá, fyrst og fremst vegna þess að við teljum okkur bundna af samning- um sem Sölumiðstöðin hefur gert við okkar stærstu viðskiptavini vestanhafs," sagði Gísli Konráðs- son framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Akureyringa aðspurður um hvort fyrirtækið hefði aukið framleiðslu á Evrópumarkað á kostnað Bandarikjamarkaðarins eins og sum frystihúsin hafa gert. Gísli sagði að vegna þessara samninga hefði fyrirtækið einbeitt sér að framleiðsíu á Bandaríkja- markað og hefði því ekki mikinn samanburð við Evrópu. Sagðist hann þó telja að ekki væri verulegur mun- ur á arðsemi framleiðslunnar hvað Laganemar: Gera samning um rekstur Kremlar ORATOR, félag laganema, hefur gert samstarfssamning við veit- ingahúsið Kreml um rekstur staðarins næsta vetur. Frá 1. októ- ber leigja laganemar húsið og kynna dansleiki í sínu nafni Þessi samningur er svipaður og sá sem gilti milli Hótels Borgar og Orators sl. tvo vetur. Jónas Guð- mundsson, formaður, sagði að Kreml myndi óneitanlega breyta um svip því Orator ætlaði sér að höfða til þess hóps sem sótti „Borgina" á sínum tíma. Laganemar létu skrá sögu félags- ins sl. vetur, og verður hún gefín út í haust. Jónas sagði að ætlunin væri að fjármagna útgáfu bókarinnar með tekjum af Kreml. „Einnig ætlum við að efla Úlfljót og útgáfu annarra rita um lögfræðina,“ sagði Jónas. varðaði þorskinn. „Ég veit ekki hvort við skiptum um þó þessir samningar væru ekki fyrir hendi, því það eru til aðrir kaupendur í Bandaríkjun- um,“ sagði Gísli. Sagðist Gísli líta á brot sumra frystihúsamanna á þess- um samningum sem skort á þegn- skap. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands: „Frú Jacqueline verður seint fullþakkað fyrir þessa einstöku stórgjöf.“ „Jacqueline“, listaverkið sem Jacquel- ine Picasso gaf forsetanum. Viljið þér þiggja Jacqueline. Hún er yðar: Forseta gefið lista- verk eftir Picasso FRÚ Jacqueline Picasso, ekkja hins kunna listamanns, Pablos Picasso, hefur gefið Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands eitt af verkum Iista- mannsins er var hér á sýningu í sumar, það sem heitir „Jacqu- eline“. í síðustu viku barst Vigdísi Finnbogadóttur skeyti frá frú Pic- asso svohljóðandi: Viljið þér þiggja Jacqueline. Hún er yðar. Þökk og vinarkveðjur. Jacqueline Picasso." Þetta boð frú Picasso var síðan staðfest gegnum sendi- ráð íslands í París og jafnframt þáði forseti íslands gjöfina. Listaverkið „Jacqueline", sem hér um ræðir, var kynningartákn Listahátíðar í Reykjavík 1986, en í tengslum við hana kom frú Pic- asso til íslands með sýningu á verkum eiginmanns síns. Verkin sem sýnd voru á Kjarvalsstöðum voru öll einkaeign hennar. Picasso gerði „Jaequeline" árið 1962, í Mougins í Frakklandi, en þau hjón fluttust þangað 1961, þegar þau giftu sig. Þar stendur enn heimili frú Picasso. Verkið er skúlptúr úr málmi og málað með olíulitum, 49 sm að stærð. Vigdís Finnbogadóttir sagði m.a. á blaðamannafundi í gær að framkvæmdanefnd Listahátíðar ætti sérstakar þakkir skilið fyrir að hafa gengið í það að fá hingað til lands sýningu á verkum eins þekkts málara og Pieassos. Það var síðan listamaðurinn Erró sem færði það í tal við frú Picasso að hún kæmi með sýninguna hingað. Frú Picasso kom hingað til lands í fyrra til að kanna aðstæð- ur til sýningarhalds og leist henni vel á land og þjóð og varð þeim Vigdísi Finnbogadóttur strax vel til vina. Það varð svo úr að þessi sýning á verkum málarans fékkst hingað á Listahátíð í Reykjavík 1986. Myndin „Jacqueline" er að sjálfsögðu geysilega verðmæt, enda einstök meðal listaverka Pic- assos, sagði Vigdís. Einnig sagði hún að þessi gjöf væri einstakur atburður fyrir íslensku þjóðina og án efa mikil landkynning þar sem það vekti ævinlega heimsathygli þegar verk eftir svo þekktan mál- ara skipti um eigendur. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar listaverkinu verður valinn staður í framtíðinni, enda aðeins vika frá því forsetanum barst til- kynning um gjöfína. Verkinu var skilað til Frakklands ásamt öðrum þeim verkum sem voru á sýning- unni á Kjarvalsstöðum og ekki er enn ljóst hvenær það kemur aftur til landsins. í tilkynningu frá forsetaemb- ættinu segir m.a. „Það er forseta Islands mikil ánægja að taka á móti listaverkinu „Jacqueline" fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og verður frú Jacqueline seint fullþakkað fyrir þessa einstöku stórgjöf." Hóladómkirkja liggur undir skemmdum: Tryggja ber að elsta kírkja íslendinga eyðileggist ekki - segir Hjálmar Jónsson prófastur Skagfirðinga „ÞAÐ ER orðið tímabært að taka til hendinni á Hólum í kirkjulegu og sögulegu tiUiti. Kirkjan liggur undir skemmdum, gólf eru farin að síga, veggir sprungnir og múrhúð i lofti sömuleiðis. Á staðnum eru merkar fommenjar, sem þarf að varðveita og búa svo um að þær verði heimafólki og þeim sem sækja staðinn heim til ánægju og fróðleiks. Hóiar eru einn af þremur mestu sögustöðum landsins ásamt Skálholti og ÞingvöUum og það er ekki vansalaust að honum sé ekki sómi sýndur á borð við hina tvo,“ sagði séra Hjálmar Jóns- son prófastur Skagfirðinga á Sauðárkróki og formaður Hólanefndar í samtali við Morgunblaðið. Hjálmar sagði að að ekki yrði lengur komist hjá því að gera ákveðið átak um varðveislu og end- uruppbyggingu staðarins að þessu leyti. „Ég tel að best fari á því að farið verði eins að á Hólum og á Þingvöllum. Það er að segja að gerð verði framkvæmda- og Qár- hagsáætlun til margra ára og ekki linnt á sprettinum fyrr en búið er að tryggja að þessi elsta kirkja á landinu og eitt elsta steinhús lands- ins skemmist ekki og einstæðar sögulegar minjar glatist ekki. Það þarf að taka skipulega á málum," sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að þjóðminjavörð- ur hefði fullan hug á því að hefja skipulagsvinnu hið fyrsta og væri von á arkitekt Þjóðminjasafnsins, Þorsteini Gunnarssjmi, norður til Hóla í þessum mánuði. í ár eru nákvæmlega 100 ár síðan gagngerar endurbætur fóru fram á kirkjunni, að sögn Hjálmars. „Ekki svo áð skilja að ekkert hafí verið Hóladómkirkja. gert síðan," sagði hann. „Til dæmis lét ríkisisstjóm íslands setja kopar- þak á kirkjuna 1950 og 1958 ga ríkisstjómin pípuorgel í kirkjuna tilefni af 850 ára afmæli biskups stóls á Hólum. Þá var lögð hitaveit; í Hólakirkju fyrir nokkrum árum Og nú er verið að gera við 'altari stöfluna, sem sett var upp í kirkj unni af Jóni biskupi Arasyni, og ei stórmerkur gripur. Og fleira hefu: vissulega verið gert, en betur m; ef duga skal,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að mikil og lofs verð uppbygging hefði átt sér sta á Bændaskólanum á Hólum. „E okkar hlutur má ekki eftir liggj; Við prestar, og leikmenn, í Hóla stifti höfum flestir mikinn áhug fyrir eflingu Hóla og höfum há nokkra vamarbaráttu um skeið. Vi vonumst til að ákvörðun vígslubisk ups Hólastiftis, séra Sigurða Guðmundssonar, um að flytja heir að Hólum marki nokkur þáttask og staðurinn eflist að virðingu, sagði séra Hjálmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.