Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 45 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /ur i/wwi Þessir hringdu Gleymdist að lækka verðið á 98 oktana bensíni? Aðalsteinn hringdi: „Það er ekki laust við að mér hafi brugðið þegar ég ætlaði full- ur ánægju að fylla bílinn minn af ódýru bensíni um daginn þegar fréttir bárust af þeirri rausnarlegu ákvörðun að lækka verðið á bensíni um eina krónu. Sú gleði var nú samt fljót að hverfa út í veður og vind þegar ég uppgötvaði hvernig í pottinn var búið. í öllum hamaganginum hefur nefnilega „gleymst" að lækka 98 oktana bensínið til jafns við gamla sullið. Fyrir verðbreytinguna var munurinn 2.50 kr. á hvetjum lítra af venjulegu bensíni og 98 oktana bensíni en nú er hann orðinn 3.50 kr. Þama er verið að mismuna mönnum eftir því hvort bensínið þeir velja og það er stór hópur sem notar eingöngu 98 oktana bensín.“ Hvar er hægt að læra grísku? Hinrik hringdi og vildi grennsl- ast fyrir um hvar hægt væri að læra grísku. Hann hefði hvergi rekist á neinn sem tæki grísku- kennslu að sér en langaði mikið Ítil að læra grísku. Líta blaðamenn niður á f isk- vinnsluna? Starfsmaður í fiskiðnaði hringdi: „Eg var að lesa í Morgunblað- inu þriðjudaginn 18. ágúst viðtal við Vilberg Viggósson píanóleik- ara og rakst þar á atriði sem fór ákaflega í taugamar á mér. Það var þegar blaðamaðurinn spurði Vilberg: „Ertu hræddur um að þurfa að fara að vinna í t.d. fiski þegar þú lýkur námi?“ Þetta fínnst mér vera gott dæmi um að litið er niður á fisk- vinnsluna í landinu og fiskvinnslu- fólk um leið. Ég hef oft orðið var við þetta í dagblöðunum og fer það mjög í taugamar á mér. Það Árný Anna Sverrisdóttir hringdi. „Eg auglýsti í Velvakanda laugardaginn 16. þessa mánaðar eftir nokkmm hlutum sem ég hafði týnt á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum um verslunar- mannahelgina. Maður nokkur hringdi og sagðist hafa fundið þessa hluti og sagði hann að hann myndi koma hlutunum niður á lögreglustöð. Ég hef hringt á lög- reglustöðina í Eyjum og þeir kannast ekki við þetta. Vil ég því biðja manninn um að hringja aft- ur í síma 74388.“ Hefur einhver rekist á gull- hring? Ragnheiður Ágústsdóttir hringdi: „Síðastliðið laugardagskvöld fór ég á dansleik á Hótel Borg. Þar inni eða á ieiðinni þangað frá Tómasarhaga týndi ég gullhring sem ég var með á litlafingri. Þetta er mjög verðmætur gullhringur með litlum táknum á. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 42669.“ Brids skilíð útundan 1798-7178 hringdi: „Fyrr í sumar var haldið brids- mót á Norðurlöndunum. Ekki fór nú mikið fyrir fréttum af því í útvarpinu og sjónvarpinu. Hins vegar fékk skákmót sem fram fór á sama tíma rækilega umfjöllun. Það er kannski álitamál hvort telja á brids íþrótt en það er greinilegt að skák er talin það. Ég spila ekki brids sjálfur en ég veit að mörgum bridsmönnum sámaði þetta.“ Hringdu aftur er eins og sumir blaðamenn telji það að vinna í fiski eitthvert neyð- arúrræði. Allir vita að mikið af launum þeirra sem vinna í fiski fer í að framfleyta listamönnum og öðrum slíkum og er í sjálfu sér ekki beint hægt að setja út á það en það er nú samt hart að þurfa horfa upp á hofmóðinn í þeim sem ekki vinna í fiski gagnvart þeim sem gera það.“ Athugasemd frá fyrr- verandi starfsmönn- um Hótels Bifrastar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: Laugardaginn 9. ágúst sl. birtist frétt í Morgunblaðinu um uppsagn- ir 12 starfsmanna á Hótel Bifröst í Borgarfirði. Þar er m.a. rætt við Hildi Jónsdóttur, deildarstjóra inn- anlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar. Hún segir m.a: „Okkar tillögur voru að reynt yrði að kom- ast fyrir samskiptaörðugleikana. Við báðum starfsmennina um að ræða opinskátt um einstök vanda- mál svo hægt væri að leysa þau og halda starfinu áfram í sátt og samlyndi. Þau féllust ekki á það, þannig að svona fór.“ Hildur fer hér með rangt mál. Hið rétta er að uppsagnir starfs- manna voru afhentar fimmtudaginn 24. júlí á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar í Reykjavík. Engar viðræður fóru fram við starfsfólkið af hálfu ferðaskrifstof- unnar fyrr en laugardaginn 2. ágúst. Þá kom Hildur Jónsdóttir að Bifröst og hélt fund með starfs- fólkinu. Einnig var mættur Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Á þessum fundi gerði starfsfólkið rækilega gi-ein fyrir ástæðum upp- sagnar. Hildur kom hins vegar aðeins með eina tillögu, þá að hún ræddi við stjórnendur hótelsins, þá Jón Sigurðsson, hótelstjóra og Karl Ómar Jónsson, matráðsmann, og starfsfólkið yrði út starfstímabilið. Staiísmenn samþykktu að taka sér umhugsunarfrest til 5. ágúst. Lok málsins eru kunn. Við hættum öll 12 að tölu þann 7. ágúst eftir lög- legan uppsagnarfrest. Greinilegt er að Hildur Jónsdóttir vill gera lítið úr þeim samstarfsörð- ugleikum stjórnenda og starfsfólks sem verið hafa í sumar. Allir geta sagt sér það sjálfir að ekki er gripið til svona aðgerða af tómri léttúð þar sem um verulegt fjárhagstjón er að ræða, sérstak- lega fyrir skólafólkið í hópnum. Ennfremur má geta þess að starfsfólkið er á aldrinum 20 til 40 ára, flestir með mikla reynslu af störfum við hótel og veitingahús og hluti þess hefur unnið á staðnum í 10 ár. Sú spurning hlýtur að vakna hver sé afstaða stjórnar Samvinnu- ferða-Landsýnar, sem m.a. er skipuð fulltrúum Samvinnuhreyf- ingarinnar og Verkalýðshreyfingar- innar til þessa máls. f.h. starfsfólks, Björg Einarsdóttir, Hulda Björg Baldvinsdóttir. j j Taylor ísvélar fyrirliggjanda Hagstætt verð. Góð ikjör Eiríkur Ketilsson Heildverslun, Vatnsstíg 3. Símar: 23472, 25234, 19155. Bladburðarfólk óskast! ÚTHVERFI KÓPAVOGUR Melbær Ármúli Skólagerði Kársnesbraut 2-56 Hvassaleiti AUSTURBÆR Grettisgata 37-63 Grettisgata 64- VESTURBÆR Ásvallargata Öldugata 2-34 Holtsgata ■<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.