Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 7 Bandariskur veiðimaður í Grímsá fyrir skömmu, nánar tiltckið í Húsafljótsstreng. Gengur vel í Vatnsdalsá Veiðin gengur vel í Vatnsdalsá og hún hefur verið jöfn mikinn hluta veiðitímans, lítið um toppa og lægðir. Síðasta útlendingaholl- ið lauk viku sinni í gærdag og hélt heimleiðis með 120 laxa, en mest hefur veiðst 151 lax á einni viku. Alls eru komnir 750 laxar á land og eru silungsveiðisvæðið og „milli fossa-svæðið" ekki talin með, en alls gáfu öll svæðin 856 laxa síðasta sumar. Aðalsvæðið sem hér um ræðir gaf aðeins 712 laxa allt síðasta sumar, það er því þegar orðið betra en allt síðasta sumar og enn er tími til að bæta um betur, því veitt er til 15. september og mikill iax er sagður í ánni. Þess er að geta, að veitt er á 6 stangir á aðalsvæð- inu. Milli fossa, Stekkjarfoss og Dalsfoss, hefur veiðst svolítið, einnig á silungssvæðinu, en tölur liggja ekki fyrir. Þá hefúr silung- sveiðin á síðastnefnda svæðinu verið viðunandi, en það svæði nýtur vinsælda og því er fleygt að þar veiðist ævinlega meiri lax en gefið er upp. Mikið hefur veiðst af stórlaxi í Vatnsdalsá í sumar sem endra- nær, Kristján Þórðarson, einn af leigutökum árinnar, taldi að nærri 30 20-24 punda laxar hefðu veiðst í sumar, margir þeirra í svokölluð- um Áshyl, sem er miðsvæðis í ánni. Stærsti laxinn vó 24 pund og veiddist einmitt í Áshyl. í fyrradag veiddust tveir 23 punda laxar í ánni. Vatnsdalsá gefur því ekkert eftir í stórlaxaveiðinni. ís- lendingar hafa nú tekið við, en ekki er um stórmokstursholl að ræða, þijú næstu þriggja daga tímabil eru leigð hópum sem nota mest fluguna, maðkinn lítið en eitthvað þó í bland, það er því aldrei „togaraholl" eftir útlend- inga í Vatnsdalnum eins og sumir hafa kallað fyrirbærið. Úr Vatnsdal í Víðidal Nú eru komnir tæpir 900 laxar úr Víðidalsá og veiði er enn góð þótt síðsumar sé gengið í garð. 7 stangir eru leyfðar í ánni. Allt síðasta sumar veiddust 713 laxar í Víðidalsá og Fitjá, en þess má geta, að þessar ár voru í hópi sárafárra sem ekki sýndu veiði- bata síðasta sumar. Stórir laxar eru tíðir í ánni, sbr. stærstu laxa sumarsins, 30 og 28 punda dreka, sem áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu. Áf ram í nágrenninu Um 1200 laxar hafa veiðst í Miðfjarðará, þar af einn 24 punda og er langt síðan annar eins lax hefur veiðst á vatnasvæðinu. Mið- Qarðará gaf 1060 laxa síðasta sumar, áin er því mun betri nú en þá eins og nær allar ár lands- ins. Fyrsta hópi landsmanna sem kom í ána á eftir hinum erlendu veiðimönnum gekk afar vel, þeir veiddu 317 laxa, og var nær allur sá afli tekinn á maðk. Mikið var nýgenginn smálax, en vænni og legnir í bland. Enn er nóg af laxi í ánni og því spurning hversu góð veiðin verður í heild. Meira um stórlaxa Þau tíðindi hafa borist inn á borð hjá Morgunblaðinu, að 23 punda hængur hafi veiðst í Laxá á Ásum fyrir þremur dögum. Veiðimaður: Eyþór kokkur Sig- mundsson, þrautreyndur Ásamað- ur, og samkvæmt bestu hugsanlegu heimildum gein ferlíkið við Þingeyingi straum- flugu. Annars er veiði búin að vera afar góð í Laxá í sumar, síðast heyrðist talað um 1400 laxa, en líklega rétt að nefna eng- ar tölur, því í þessari á eru þær óðum orðnar úreltar. 1400 gefur þó nokkra mynd af gangi mála, talan segir það sem segja þarf, það hefur verið mokveiði í ánni. Það segir líka nokkra sögu að veiðimaður einn við Laxá sagði í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að sér hefði ekki gengið sérlega vel og það væri að slakna á veiðinni. Þó var hann nýbúinn að landa þriðja laxinum á jafnmörgum klukkustundum. Með sama áframhaldi hefði hann náð 12 löx- um eftir daginn. Að slakna á veiðinni? Að gefnu tilefni Morgunblaðið birti í fyrradag (13. ágúst) frétt um aðalfund kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, er haldinn verður á Isafirði nk. laugardag, 16. ágúst. Þar verður skv. fréttinni tekin ákvörðun um, hvemig staðið verður að vali á frambjóðendum og röðun á lista fyrir næstu Alþingiskosning- ar. Aðspurður hvort tiilaga um prófkjör verði lögð fyrir fundinn svarar formaður kjördæmisráðsins, Engilbert Ingvarsson, því til, „að það hefði ekki verið ákveðið“. Stjórn ráðsins, er kemur saman á föstu- dagskvöldið, muni ákveða, hvaða tillögur hún leggur fyrir fundinn. Með tilliti til þess. sem á undan er gengið, er ástæða til að minna á, að fyrir síðustu Alþingiskosning- ar, 1983, var efnt til sérframboðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum vegna þess að ekki var viðhaft próf- kjör í kjördæminu - einu kjördæma á landinu. Þá gaf stjórn kjördæmis- ráðsins út opinbera yfirlýsingu þess efnis, að hún muni í samráði við frambjóðendur „gera allt sem í hennar valdi stendur til að efla samstöðu og beita sér fyrir því, að víðtækt prófkjör verði viðhaft þegar næst verður ákveðið fram- boð flokksins í kjördæminu". (Leturbr. mín.) Það ætti ekki að þurfa að benda á, að þessi ákveðna yfirlýsing stjórnar kjördæmisráðsins leggur henni ótvíræða skyldu á herðar að standa við hana undanbragðalaust. En undarlega óákveðin svör for- mannsins í áðumefndri frétt gefa tilefni til að minna á hana nú. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur REYKJAVIKUH FUJGUR HLIÐ 1 1. FORLEIKUR 200 Gunnar Þórðarson 2. AUSTURSTRÆTI339 Stgfus Halldórsson Tómas Guómiinrtss,,n Songur Jóhann Helgason 3. í REYKJAVÍKURB0RG3 3? Jóhann Helgason Songur Erna Gunnarsdófltr 4. BRAGGABLÚS 3« Magnus Etriksson Songur Bubbi Morlhens 5. HERRA REYKJAVÍK 305 Siguróur B|óla Valgeir Guó|ónsson Songur Rio Trio 6. FYRIR SUNNAN FRÍKIRKJUNA -oo Sigfus Halldórsson Tomas Guómiinrtsson Songur Rió T. io HLIÐ 3 1. HÚSIN í BÆNUM 333 Gunnar Þorðarson • Tómas Guómunrtsson Songur Egill Olafsson 2. VIÐSUNDIN BLÁ ,30 Gunnar Þoróarson 3. TILBRIGÐI UM FEGUf)Ð64s Gunnar Þoróarson 4. JÓLASTEMMNING 3« Gunnar Þoróarson HLIÐ 2 1. Ó BORG MÍN BORG 404 Haukur Morlftens Vilh|álmur fra Skaholti Songur Ellen Knstiansdótlir 2. FRÖKEN REYKJAVÍK 352 Jón Muli Arnason Jónas Arnason Songur RiO Trio 3. HAGAVAGNINN 320 JOnas Jonasson Ragnar Johannsson Songu' Johann Helgason 4. SÍÐASTI VAGNINN í SOGAMÝRI 339 E'lenl lag Textahofunrtur okunnur Songur Ragnar Biarnason 5. VERST AF ÖLLU240 Erlenl lag Jonas Fnðnk Songu' R10 Tno 6. VORKVÖLD I REYKJAVÍK 335 Erlenl lag Siguróur Þoiarinsson Songur Ragnar Biarnason Frna Gunnarsd HLIO 4 1. REYKJAVÍK soo Gunnar Þorðarson Einar Benertiktsson Songur Ragnhildur Gislartóttir 2. AÐFLUG 4 0. Gunnar Þóróarson 3. MYNDIR ÚR BORG 126 Gunnar Þorðarson 4. BLAÐBURÐARSÖNGUR 050 Gunnar Þorðarson Hrafn Gunnlaugsson Songur Pálin Dogy Helgadottu 5. FJALAKÖTTUR 235 Gunnar Þóróarson Hrafn Gunnlaugsson Songur Egtll Olafsson 6. KVEÐJUSTUND 104 Gunnar Þóróarson 111 namingju Keykjavik Við erum stoltir yfir að geta fært þér tvöfalda plöti með tónlist sem tileinkuð er þér. Hér koma ein göngu við sögu færustu listamenn á sínt sviði, með gömul og ný dægur Tyiv , lög, um okkar ástkæri '/{\f]frrj.hömb°ra I IV I Um útsetningar sá Gunnar Þórðarson, eins og honum er einum lagið. Á seinni plötunni eru lög úr kvikmyndinni „Reykjavík, Reykja- vík“ Hrafns Gunn- laugssonar og tónlistin er eftir Gunnar, sem sýnir á sér nýja hlið við gerð hennar. Verð 999.- Reykjavík FÁLKINN Laugavegi 24. S. 18670. 1786-1986 Reykjavik FALKINN Suðurlandsbraut 8. S. 84670. 1786-1986 FALKINN Póatfcrðfur. S. 685149.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.