Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 35 Minning: Þóroddur Odds- sont yfirkennari Fæddur31.desember 1914 Dáinn 8. ágiist 1986 Haustið 1939 hljóp ungur Hafn- arstúdent í skarðið, þegar Steinþór Sigurðsson lét af störfum við Menntaskólann í Reykjavík. Sá var Þóroddur Oddsson, yfirkennari við Menntaskólann, sem nú er kvaddur eftir langa og dygga þjónustu við skólann og minnzt sem farsæls og vel liðins kennara og óvenjulega skemmtilegs og hlýs félaga. Þóroddur fæddist í Hrísey á gamlaársdag 1914, sonur Odds Sig- urðssonar, skipstjóra þar, og Sigrúnar Jömndsdóttur, bónda í Syðstabæ, Hákarla-Jörundar. Hann varð stærðfræðideildarstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1937 og sigldi um haustið til náms við Háskólann í Kaupmannahöfn. Eftir tveggja ára nám í Höfn leysti hann vandræði Menntaskólans í Reykjavík, eins og áður segir, en komst síðan ekki utan aftur vegna hernáms Danmerkur, svo að starfs- ár hans við kennslu urðu allmiklu fleiri en upphaflega stóð til. Hann kenndi stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði við Menntaskólann í 43 ár, til vors 1982, en er hann hafði hætt kennslu, tók hann að sér eftir- litsstörf í bókasafni skólans og prófdómarastörf allt til síðasta vors, svo að störf hans í þágu skólans spönnuðu 47 ár, sem er einhver lengsti starfsaldur nokkurs manns við stofnunina. Auk kennslu sinnar við Menntaskólann kenndi Þórodd- ur um tíma einnig við Kvennaskól- ann í Reykjavík og Gagnfræðaskól- ann við Vonarstræti og sá um algebrukennslu Bréfaskóla SIS frá 1950 og hefur sjálfsagt verið ein- hver elzti starfsmaður þeirrar stofnunar. Þá er þess að geta, að um skeið starfaði Þóroddur á sumr- in, og einnig með kennslunni í Ríkisbókhaldinu. Þóroddur kvæntist Margréti Þorgrímsdóttur árið 1951, og eign- uðust þau tvær dætur, Guðrúnu og Sigrúnu, og íjórar dætradætur. Þóroddur var einstaklega hlýleg- ur maður í öllu viðmóti og mikill húmoristi. Hann lagði sig sérstak- lega fram um að taka vel á móti nýliðum í kennarastarfi og gerði ævinlega sitt til, að mönnum liði vel á kennarastofunni. Ég held, að ég hafi tæpast kynnst manni, sem var svo eðlilega Ijúfur í viðmóti sem Þóroddur. Það var helzt, að hann skipti skapi, ef ég gerði einhverja afglapaskyssuna við bridgeborðið, en þá lét hann þó venjulega nægja að hæðast að mér. Persónulega á ég eftir að sakna Þórodds mikið, en svo margt fyndið sagði hann í langri viðkynningu, að minningin um hann á eftir að kalla fram mörg bros og jafnvel hlátra. Fyi'ir hönd skólans vil ég þakka langa og dygga þjónustu og ekki sízt fúsleika hans til að taka að sér hvaða starf sem var er rekt- or bað hann um. Margréti, dætrun- um, tengdasonum og dætradætrum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, en huggun má þeim verða í því, að góðra manna er gott að minnast. Guðni Guðmundsson. Senn er nú liðin hálf öld síðan vegir okkar Þórodds heitins Odds- sonat' lágu fyrst sman, haustið 1939. Hann var þá nýráðinn stærð- fræðikonnari við Menntaskólann í Reykjavík, en ég utanskólanemandi að búa mig undir gagnfræðapróf næsta vor ásamt féhiga mínum og síðar samkennara, Ólafi M. Ólafs- syni. Var okkur þá ráðið að leita til hins unga kennara um aðstoð í þeirri námsgrein, sem mér a.m.k. hafði jafnan fundizt cinna óárenni- legust. En jafnframt sjrnrði ég þau tíðindi, sem mér þóttu betri en ekki, að maðurinn væri dóttursonur hins sögufræga Hákarla-Jörundar, út- gerðarmanns í Hn'sey og þraut- reynds fonnanns við einhvetjar allra harðsóttustu veiðar, sem íslenzkir sægatpar hafa nokkru sinni stundað. Og þótt órökvíslegt kunni að virðast, varð þetta til þess, að ég tók nú að bera meiri virðingu en áður fýrir hinni göfugu íþrótt, stærðfræðinni. Er ekki að orðlengja það, að ágæt tilsögn kennarans nægði til þess, þótt stutt væri, að fleyta okkur áfallalaust yfir allar torfærur, brim og boða prófsins að vori. Gátum við síðan ótrauðir hald- ið á brattann til stúdentsprófs máladeildar, — lausir við stærð- fræði. En þrátt fyrir góð kynni okkar Þórodds þegar í upjjhafi bauð mér þá sízt í grun, að það ætti fyrir okkur að liggja að feta saman ævi- skeiðið í áratuga-kennslustarfi í Menntaskólanum í Reykjavík. Sú samvinna hófst í ársbytjun 1943, og fór þegar hið bezta á með okk- ur. Leiddi það m.a. til þess nokkrum árum síðar, að við ákváðum ásamt öðrum að ráðast saman í húsbygg- ingu, er hefur síðan hýst fjölskyldur okkar. Svo segir í fornu spakmæli, að vík skuli milli vina, ef vel eigi að fara. Ekki sannast þetta þó ávallt fremur en ýmsar aðrar slfkar fult- yrðingar. Enga víkina höfðum við — né þurftum — til þess að eiga jafnan með okkur snuðrulaus sam- skipti og varðvcita trausta vináttu. Aldrei urðu þó kynni þessi nán- ari en er við dvöldumst um skeið nokkur sumur með fjíilskyldur okk- ar austur í Ölfusi í seli Menntaskól- ans, meðan börn okkar voru enn á ungum aldri. Minnumst við hjónin og börn okkar þeirra daga með gleði, margra ánægjustunda og ógleymanlegra gönguferða, er for- eldrar og börn áttu saman um hið fagra og fjölbreytta fjallalandslag þar í grennd, sem og annarra lengri ferðalaga bæði fytr og síðar. Ekki er það ætlunin með þessum fáu kveðjuorðum að fara að hlaða lofi á látinn vin, enda var hann sjálf- ur frábitinn slíku, jafn-yfirlætislaus maður og hann var alla tíð. En — „eg veit einn, er aldrei deyr: dómur um dauðan hvern“. Hver maður skal njóta sannmælis. Og um Þór- odd Oddsson er það skemmst að segja, að þar dó góður drengur fyr- ir aldur fram. Hann var að vísu dulur maður og all-innhverfur, ekki margmáll að jafnaði og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Hann var ekki skælbrosandi framan í hvern mann, — vissi sem var, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. En þeim mun mcira var trygglyndi hans og ein- lægni, þegar hann fann slíkt hjá öðrum, og á góðum stundum gat hann verið manna glaðastur, orð- hep[)inn og léttur í máli. Störf sín í þágu skóla síns rækti hann af samvizkusemi og stundvísi, en lét af kennslu fyrir íjói-um árum, er aldur færðist yfir og heilsan ekki jafnsterk sem fyrr. Lauk þar sam- felldu 43 ára kennslustarfi. Ekki voru þeir þó skildir að skiptum, kcnnari og skóli, sem betur fór, því að síðustu fjögur árin sá Þóroddur ásamt öðrum um eftirlit í lestrarsal bókasafns skólans, íþöku. Fór vel á því, jafnmikill og áhugasamur bóklesandi og hann hafði jafnan verið í tómstundum sínum á góðu og næðissömu heimili. Nú að leiðarlokum, er hann hefur safnazt til hraustra feðra sinna, minnumst við hans með hlýhug og eftirsjá. Margréti, konu hans, dætr- unum Guðrúnu og Sigrúnu, mönnum þeirra og litlu telpunum fjórum, sem hafa nú misst góðan afa, sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Jón S. Guðtnundsson I dag fer fram útför Þórodds Oddssonar menntaskólakennara. Hann lézt á Landakotsspítala föstu- daginn 8. þ.m. eftir tveggja mánaða baráttu við sjúkdóminn skæða, sem flesta leggur að velli, sem hann nær tökum á. Þóroddur fæddist á gaml- ársdag 1914 í Hrísey, sonur hjónanna Odds Sigurðssonar og Sigrúnar Jörundsdóttur. Móðurfað- ir Þórodds var og sjósóknari, þjóðkunnur og mikill stólpi í sínu byggðarlagi. Enginn gleymir hinum mikilúðlega manni, sein skoðar vel btjóstmynd þá, sem Jörundi Jóns- syni hefur verið rcist í Hrísey. Ljósmynd á ég af Þóroddi, þar sem hann stendur við höggmynd afa síns, og sér á vanga beggja. Fer þar ekki milli mála, hverrar ættar Þóroddur var. Hann var næstyngst- ur átta systkina, sem nú eru öll látin. Hinn 14. júní 1951 kvæntist Þóroddur Margréti Þorgrímsdóttur skipstjóra í Reykjavík. Þeim varð tveggja dætra auðið. Guðrún, sem ber nafn ömmu sinnar í móðurætt, er meinatæknir. Hún er gift Birni H. Jónassyni kennara. En Sigrún er hjúkrunarfræðingur, heitin eftir föðurmóður sinni. Maður hennar er Árni Þ. Bjömsson læknir. Hin ungu hjón eiga tvær dætur hvor, og verð- ur því ekki með orðum lýst, hvílíkir sólargeislar hnáturnar litlu hafa verið afa sínum og ömmu. Sjálfar eru þær Sigrún og Guðrún fríðleiks- og manndómskonur og bera óvenju- lega heilbrigðu uppeldi vitni. Vorið 1937 útskrifaðist Þóroddur Oddsson frá Menntaskólanum á Akureyri. Um haustið sama ár hvarf hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í háskólann þar. í tvö ár las Þóroddur stærðfræði, en þá fóru að sjást blikur á lofti, og fyrr en varði brauzt út síðari heimsstyij- öld. Þóroddur varð ekki innlyksa ytra, en réðst nú til kennslu við Mcnntaskólann í Reykjavík. Fram- an af kenndi hann auk stærðfræði eðlis- og efnafræði, en lengst af man ég eftir Þóroddi sem stærð- fræðikennara eingöngu. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1983. Þó hvarf Þóroddur aldrei alveg frá skólanum, því að hin síðustu ár hafði hann á hendi gæzlu í lestrar- sal Iþöku. Að auki var Þóroddur um lengrleða skemmri tíma stunda- kennari við ýmsa aðra skóla. Nærri má geta, að ekki er sárs- aukalaust að vera hrakinn frá námi í miðjum klíðum, og hefur slíkt orð- ið mörgum góðum drengnum fjötur um fót. En Þóroddur bar harm sinn beiskjulaust, enda sannaðist á hon- um, að lærdóms má afla utan skóla. Þótt eigi sé ég stærðfræðingur, leyfi ég mér að efast um, að Þóroddur Oddsson hefði nýtzt sinni þjóð betur en raun ber vitni, þótt setið hefði lengur á skólabekk. Fyrstu kynni mín af Þóroddi voru þau, að hann kenndi mér stærð- fræði í undirbúningsdeild Mennta- skólans undir gagnfræðapróf vormisserið 1940. Þetta var síðari hluti fyrsta skólaárs á kennsluferli Þórodds. Þótt kynnin hefðu aldrei orðið meiri, hefði mér seint liðið úr minni hinn hávaxni, granni og karl- mannlegi kennari, sem birtan geislaði af, enda miðlaði hann fræð- um sínum af mikilli kunnáttu. En leiðir áttu eftir að liggja saman síðar og það lengi og rækilega. Haustið 1951, einmitt þegar Þór- oddur var nýkvæntur, réðst ég til Menntaskólans í Reykjavík sem einn af kennurum hans. Ekki vant- aði alúðlegar viðtökur á því heimili, en þannig æxlaðist, að við Þóroddur sátum á kennarastofunni í áratugi hlið við hlið í hléum 'milli kennslu- stunda og á öllum fundum. Þóroddi var gefin sú gáfa að mæla þarft eða þegja. Hvílík náð að vera í návist við slíkan mann þeim, sem liflr á því að láta móðan mása! Og ekki sj)illti hinn trausti og hlýi hug- ur, sem allir fundu, sem Þóroddi kynntust. Margréti, konu Þórodds, kynntist ég og kona mín fljótt á samkomum kennara í boði rektors. En Mar- gréti hafði ég reyndar séð áður, ef svo mætti um það að orði kveða, því að við vorum vetrarpart saman í bekk í unglingaskóla, þegar ég hafði vart enn öðlast kjark til þess að líta u[>p á fallegar stúlkur. Með fjölskyldum okkar Þórodds urðu smám saman náin kynni með gagn- kvæmum heimsóknum og ógleym- anlegum ferðalögum. Þau Margrét og Þóroddur hafa frá fyrstu kynn- um verið meðal okkar traustustu vina. Að lokum get ég ekki stillt mig um að geta eins þáttar í skiptum okkar Þórodds. Árum saman gekk hann á helgum eftir hitaveitu- stokknum frá Oskjuhlíð inn að Elliðaám og til baka. Setti hann stolt sitt í að fara, hvernig sem viðr- aði. Eftir að ég og mitt fólk flutt- umst í Fossvog, benti Þóroddur mér á, að nú væri stutt upp á stokkinn og skyldi ég ganga í veg fyrir sig og taka þátt í heilsubótargöngunni. Engum mótmælum varð við komið, og harma ég sízt festu Þórodds. En á hitaveitustokknum var ekki þagað, heldur lífsins gagn og nauð- synjar ræddar í þaula. Þá skildi ég og þreifaði á því hvað bezt, hversu reyndur og vitur maður Þóroddur var. Nú er hann Þóroddur allur og kveðjustundin runnin upp. Honum sé hjattans þökk fyrir allt og allt. Megi hann hvíla í friði. Margréti, dætrum hennar og ástvinum öllum vottum við Anna einlæga samúð. Ólafur M. Olafsson Föðurbróðir minn, Þóroddur Oddsson menntaskólakennari, er látinn. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um þennan frænda minn, sem var svo fáorður og hægur í fasi en svo hlýr og góður maður. Hann var sérstaklega barngóður og vildi öllum vel. Því naut ég góðs af sem barn og unglingur. Sjálf hafði ég misst föður minn tveggja ára gömul og eftir að við mæðgurnar fluttum frá Hrísey til Reykjavíkur var gott að eiga þar góða frændur. Einhvers staðar langt í minningunni - og heldur óljóst - átti ég þá mynd af ungum manni, sérstaklega hávöxnum og myndarlegum með húmor í augn- krókunum. Hann glensaði við okkur systurnar, þegar hann kom og dvaldist hjá okkur heima í Hrísey í sumarleyfum sínum. Það var gott að þekkja einhvern í þessari hræði- legu borg, þegar maður var fimm ára, drifinn þangað úr sælu litla sjávarþor[)sins. Á u[)pvaxtarárum mínum komst sú hefð á, að við mæðgurnar tókum alltaf þátt í jóla- boðum á heimili Þórodds, Margrétar og dætra þeirra. Þær stundir skilja eftir bjarta minningu um góða fjöl- skyldu og hlýtt heimili þar sem mér fannst ég alltaf vera sérstaklega velkomin - kannski ekki síst af því hvað mér þótti vænt um hlýjar móttökur og innilegt faðmlag frænda míns. Mér eru líka minnis- stæðar og ómetanlegar stundirnar á heimili Þórodds og Grétu þegar ég kom þar reglulega um langan tíma til þess að njóta handleiðslu og stuðnings Þórodds í stærðfræði- tímum. Mér hafði orðið hált á þcirri vísindagrein í landsprófi, þegar ég var 15 ára og flest undut' tilverunn- ar voru mér hugleiknari og verð- ugra verkefni en algebra. Þetta þótti frænda mínum, stærðfræði- kennaranum, heldur óskemmtilegt og það varð að samkomulagi milli hans og móður minnar, að hann reyndi að bæta hér úr. Fór svo að með góðri samvinnu okkar tókst að reka slyðruorðið af ijölskyldunni og ég stóð mig með ágætum í næstu atrennu - ekki síst fyrir til- stilli Þórodds. Ég held að honum hafi ekki þótt það neitt verra, að litla frænkan notaði þennan auka- vetur líka til þess að þroskast á öðrum sviðum og ná enn betri árangri í þeim greinum, sem lágu vel við og voru kærari. Mér fannst hann vera stoltur, þegar ég fékk viðurkenningu um vorið. Ég hef oft hugsað um það síðar, að líklega á ég þessari handleiðslu og aðhaldi frá Þóroddi að mörgu leyti að þakka, að ég hélt áfram menntaveginn og hann hafi þannig kennt mér, að sjálfsagi og þraut- seigja er stundum jafn mikilvæg og að fást við það, sem brosir við manni. Onnur minning kemur uppí hug- ann. Það voru jólakortin með sænskum seðli í, sem Gréta og Þóroddur sendu mér á námsárunum í Svíþjóð. Sá hlýhugur og um- hyggja sem því fylgdi gleymist seint. Þóroddur var viðkvæmur maður og ræddi ekki opið um tilfinningar sínar og líðan. Á efri árum var hann stundum þungur í sinni og það var mér sérstaklega ljúft, að ég gat þá orðið að örlitlu liði. Þeg- ar ég heimsótti frænda minn í sjúkrahúsið fyrir nokkrum vikum síðan, var mér ljóst að hann var orðinn þungt haldinn og það var dapurleiki yfir honum. Ég skildi það líka þá, að veikindi voru honum óbærileg raun - ekki síst andlega. Um leið og ég kveð kæran frænda með söknuði sendi ég og fjölskylda mír, Grétu og frænkum mínum, Guðrúnu og Sigrúnu, innilegar sam- úðarkveðjur. Það mildar söknuð okkar allra, að vita að það hefði ekki verið honum að skapi að lifa lengi við heilsubrest. Sigrún Júlíusdóttir Við lát Þórodds Oddssonar hvarflar hugurinn rúnia íjóra ára- tujfi aftur í tímann. Ilaustið 1945. Bókhlöðustígur 10. Matsala Guð- rúnar Karlsdóttur og Sesselju systur hennar. Margt manna borð- aði á þessum stað, flest skrifstofu- menn og þeir sem stunduðu svokölluð þrifaleg störf. Allmargt skólafólk var og þarna. í hópi þessa fólks hlaut ég að veita athygli há- vöxnum, ljóshærðum og hrokkin- hærðum manni um þrítugt. Hann þurfti ekki langt að fara í vinnuna af matsölustaðnum — sjálfan Mennt.askólann í Reykjavík. Þar hóf hann kennslustörf í stríðsbytjun, eftir að hafa stundað nám í stærð- fræði og skyldum greinum við Kaupmannahafnarháskóla. Og við hina gömlu og virðulcgu mennta- stofnun kenndi Þóroddur síðan stærðfræði og efnafræði allt til árs- ins 1983, eða talsvert á fimmta áratug. Hafði hann þá vafalaust kennt afar mörgum, sem minnast hans nú með virðingu og þökk. Ég var aldrei nemandi Þórodds í MR, en ég naut kennslu hans eigi að síður. Þegar mér datt í hug að þreyta stúdentspróf utan skóla við MR á árum fyrr — í máladeild — þurfti ég á nokkurri aðstoð að halda í stærðfræði. Þá var mér bent á Þórodd. Og hann gerði það ekki endasleppt við mig. Ég sótti tíma í greininni á heimili hans í Hlíðun- um. Og betri kennara í stærðfræði hef ég aldrei haft. Skýringar hans voru svo ljósar. Gengið var að verki án allra tnálalenginga. Þetta var svona og gat ekki öðru vísi verið. Mér varð þá margt Ijóst í stærð- fræði, sem alltaf hafði áður verið þoku hulið. Þóroddut' var fæddur kennari. Og miklu ævistarfi skilar hver sem slíkum hæfileikunt er gæddur og á því láni að fagna að eiga langa starfsævi. Þóroddur var Ijúfur maður í við- kynningu. Hann gerði sét' engan mannamun. Og enda þótt kynni okkar yrðu eigi mikil, kýs ég að minnast hans nú, þegar æviskeið hans er runnið. Hann geymist í huga ntínum sent öðlingur. Ættmennum hans votta ég sam- úð. Auðuiin Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.