Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 SPORTVORUUTSALA SPÖRTU Laugavegi 49 Útsalan okkar er enn í fullum gangi 4 STÓRKOSTLEGUR AFSLÁTTUR Don Cano gallar frá 1990.- Adidas gallar frá 599.- Mikið úrval af öðrum göllum. íþróttaskór — íþróttatöskur. Leikfimifatnaður í barna- og dömustærðum. íþróttabolir o.fl. o.fl. Og nú dúndur sértilboð á Adidas Hamburg íþróttaskóm Þetta eru sterkir og þægilegir skór úr rúskinni með mjúkum sóla. Bláir að lit í númerum 39— 46. Tilvaldir á götuna eða í leikfimina. Já, aðeins kr. 995.- Við rúllum boltanum til ykkar. Nú er tækifæriö til þess að gera góð kaup. Pósts&ndum. SPORTVÖRUVERSLUNIN ÚÚlLttVOj Laufvogur 49, s*mi 23410. IngótfMtravti I, simi 12024 FJALLA-EYVIND- UR í AMERÍKU eftirÁsgeir Jakobsson Ég hafði haft, eins og fleiri ís- lendingar, hið mesta dálæti á Fjalla-Eyvindi, fyrir fræknleik og annað atgervi, eins og hann kom fyrir í þjóðsögunni. Það varð svo fyrir mér að ég tók að rekja sögu Eyvindar í Lesbók Morgunblaðsins og eftir því sem ég gluggaði meir í heimildir minnkaði Eyvindur karl- inn. Það þurfti ekki nema manninn til að binda hann og hann var ekki bænarbókarfær, hafði lært að stauta meðan hann var í byggð en týnt því niður í útilegunni. Aldrei hef ég borið augum Þor- stein Gíslason, útilegumann í Ameríku, fremur en Eyvind, en fyr- ir mér var þessi útilegumaður orðinn þjóðsagnapersóna, sagður fjallstór vexti og þungur sem Göngu-Hrólfur, enginn hestur fengi borið hann; þá var hann og sagður svo vopnaður til munnsins að engin var sú kempa hérlend sem fengi staðizt hann, ef hann hvessti tungu sína. Svo verður það einn daginn í Morgunblaðinu að berserkur þessi heilsar upp á Tuma þumal nokkurn úti á íslandi. Tumi, lítill sem hann er, leit niður og spurði hissa: „Ekki ert þú berserkurinn?" Ójú, hann var nú þarna kominn. Maður skyldi aldrei trúa á þjóð- sagnapersónur. Skáldsagnapersón- ur eins og Egill okkar Skallagríms- son eru meiri veruleiki. Sú er alltaf hættan á með þjóðsagnapersónur síðari alda að maður standi allt í einu frammi fyrir því að vita hvað rétt er um atgervi þeirra og missa þær þá — og fækkast þannig fyrir manni hetjurnar. ★ í nýlegum greinaflokki í Morgun- blaðinu fjallaði ég um frystivinnsl- una í landinu og þann þjóðarvanda, að frystihús okkar gætu ekki greitt markaðsverð fýrir fisk, ekki skikk- anlegt kaup við vinnslu hans, ekki keppt um fiskkaupin við ferskfisk- markaði, ekki við frystitogara og ekki við frystihús í næstu löndum. Megin spurning mín var: Hvað er að? Hvar er að leita orsakanna? Ég taldi höfuðorsökina þá, að frystivinnslan væri læst í úrelt og staðnað kerfi og rakti það í sundur í eina átta liði. í umfjöllun minni barst náttúrulega leikurinn að aðal- frystimarkaðnum, bandaríska markaðnum, og þar voru spurning- araar: var sölukostnaður á þann markað of mikill? og einnig: var fjárfesting í vinnslunni fyrir þann markað of dýr og mikil? Ég bað um uppgjör á þessum aðalmarkaði í þessu efni hvoru tveggja, þar sem við ættum nú völ fleiri markaða og yrðum að fá bandaríska markaðinn gerðan upp til samanburðar. Við gætum ekki unað lengur lágu fiskverði til út- gerðar og sjómanna og lágu kaupi fiskvinnslufólks, þegar völ væri á mörkuðum, sem gætu greitt meira verð fyrir fisk eða að minnsta kosti jafnhátt en með miklu minni til- kostnaði fyrir okkur en næmi vinnslukostnaði á bandaríska mark- aðinn. í þessum vangaveltum mínum um bandaríska markaðinn, hafði ég óbeint höggvið til hins fræga útilegumanns og þjóðsagnaper- sónu, Þorsteins Gíslasonar, fyrrum forstjóra Coldwaters í rúma tvo áratugi. Nú má því segja, að Þor- steinn sé genginn aftur, líkt og oft vill verða, að menn fínna ekki frið í öðru lífi vegna mistaka sinna í þessu sem hér er lifað. Þorsteinn lætur málið til sín taka í Morgunblaðinu 8. ágúst, eflaust af því, að hann fínnur hjá sér sök- ina á þeim endaskiptum sem urðu á meginsjónarmiðinu með stofnun og rekstri Coldwater. Það hafði verið ætlun að reka Coldwater fyrir frystihúsin hérlendis, en undir stjórn Þorsteins snerist þetta við, frystihúsin voru rekin fyrir Cold- water. Eini fengurinn að grein Þorsteins er sá, að hann játar þetta skýrum orðum, trúlega ekki viljandi, en játningin er ekki verri fyrir það, þótt hún sé óviljaverk. Þorsteinn segir í sambandi við skiptingu þess verðs, sem Coldwater borgar hing- að heim milli veiða og vinnslu hérlendis: „Skipting á því verði milli íslenskra aðila er svo annað mál og sé hún ekki rétt, þá dugar ekki að draga neinn rekstur erlendis inní það atriði." (Leturbr. mín). Það Ásgeir Jakobsson. „Það er ljóst af grein Þorsteins Gíslasonar, að hann gerir sér ekki Ijóst að við stöndum andspænis uppgjöri milli markaða, erum ekki lengrir rígbundnir við þann bandaríska í líkingu við það, sem við höfum verið til þessa og þurfum í raun ekki að vinna á hann nema það borgi sig ...“ mátti ekki blanda því í hinn „er- lenda rekstur" að endar náðu ekki saman hér heima og það verð, sem Coldwater borgaði, dugði ekki sjáv- arútveginum. Þorsteinn rak Cold- water fyrir Coldwater. Hans mál var að Coldwater fengi nógan fisk og góðan físk. Hvað það kostaði hérlendis að uppfyila þær kröfur kom ekki Þorsteini við. Hann kapp- kostaði að gera hlut hins bandaríska fyrirtækis sem mestan. Ég tel það ekki efamál, að það hafí að veru- legu leyti verið sök Þorsteins, ráðríkis hans, hversu lítið hefur verið unnið að því áratugum saman að ná meiri fullvinnslu hingað heim. Eðlilegt er því, að maðurinn gengi aftur einmitt, þegar þetta mál kem- ur upp. SH-menn voru á tíma Þorsteins nær alfarið undir Cold- water. Ágæti þess fyrirtækis var óumdeilanlegt í ræðum og blaða- skrifum SH-manna. „Styrkjum og eflum Coldwater, vort líf er Cold- water“ er inntakið úr ræðum SH-manna um tíðina. Það var af lestri gamalla aðalfundarræðna SH-manna, að ég valdi 6. grein minni fyrirsögnina: Guðinn Cold- water. Þá var og Coldwater huldu- fyrirtæki á dögum Þorsteins. Mönnum hér átti að duga lofíð í blöðum, glansmyndirnar og heim- boðin. ★ Þorsteinn Gíslason er ekki lengur sá sem spyija þarf um Coldwater, enda er skemmst af því að segja, að ég hafði ekki fyrr sett enda- punktinn við greinar en mér voru boðnar allar upplýsingar, sem ég kynni að óska um gang sölumál- anna í Bandaríkjunum og um rekstur Coldwater. Ég ætla ekki að gerast neinn rannsóknaraðili í þessum málum, þótt ég teldi mér skylt að benda á grundvallaratriði í frystivinnslunni af því að ég taldi mig hafa á þeim nokkra sögulega þekkingu. En mér skilst að erfítt sé að lækka sölukostnaðinn í Bandaríkjunum, hins vegar megi velta ýmsu fyrir sér um skiptingu vinnslunnar milli frystihúsanna hér- lendis og fískréttaverksmiðjanna í Bandaríkjunum, og ekki síður sé það hugleiðingarefni, hvort hag- ræða megi meira hérlendis í vinnsl- unni fyrir þennan markað, til dæmis með aukinni sérhæfingu. Það er ljóst af grein Þorsteins Gíslasonar, að hann gerir sér ekki ljóst að við stöndum nú andspænis uppgjöri milli markaða, erum ekki lengur rígbundnir við þann banda- ríska í líkingu við það, sem við höfum verið fram til þessa og þurf- um í raun ekki að vinna á hann nema það borgi sig, og frystihús, sem fyrir þann markað vinna, geti greitt markaðsverð fyrir fisk til útgerðar og sjomanna og fisk- vinnslufólki bærilegt kaup. Þor- steinn gat sent kröfur hingað heim: gerið þetta og gerið hitt, — og því var hlýtt. Sú tíð er liðin. Við höfum nú ráð á verðgóðum og staðgóðum ferskfískmörkuðum og eflaust góð- um og öruggum Evrópumarkaði fyrir frystan físk, en við viljum samt ekki sleppa bandaríska markaðn- um, nema engin leið reynist til að láta hann borga sig. Nú er það vandamál þeirra, sem teknir eru við stjórn Coldwater og SH að finna leiðir til að láta svo verða, að þessi markaður svari kostnaði. Þegar ég sá mynd af þeim sam- an, nývöldum forstjórum SH og Coldwaters, við að skera niður fisk fyrir Jón silfurlengju, þá varð ég skelkaður. Vorum við að fá yfír okkur tvo Þorsteina með augu í miðju enni, annan úti en hinn hér heima. Þessi skelkur er liðinn hjá. Forstjóri Hampiðjunnar hefur svo lengi búið með mennskum mönnum, að hann verður fjárann ekki að trölli, þó hann dvelji um tíma í landi hinna miklu trölla og forstjóri SH áttar sig, í félagsskap rólyndra manna og gætinna, á því, að það dugir ekki endalaust að færa vanda frystihúsanna á veiðarnar. Af því sem gerzt hefur í markaðsmálum síðastliðin tvö ár, er þjóðin búin að gera sér ljóst, að veiðamar eru arð- bærar, ef þær njóta markaðsverðs. Þessu er maður búinn að vera að tönnlast á í fjölda ára, að útgerð á íslandi, svo afkastamikil sem hún er, er stórgróðafyrirtæki bæði fyrir sjálfa sig og þjóðina, ef hún fær að njóta sín, en ekki haldið í viðjum óhagkvæmrar fískvinnslu, sem ekki getur greitt markaðsverð. Það geta SH-menn bókað, að snúi þeir ekki vandanum á eigin hendur, og taki til hendinni í eigin herbúðum, verður ekkert SH til eftir nokkur ár. Hættan, sem vofír yfír er annað tveggja, að einhver ríkisstjóm fari að grauta í frysti- vinnslukerfínu líkt og landbúnaðar- kerfínu og það má ekki verða, eða allt fari úr böndunum í fískútflutn- ingi. SH verður því að bregðast rétt við vandanum nú á þessum tímamótum í frystivinnslunni, en engan veginn með því að útiloka samkeppni, heldur standa sig í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.