Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 fclk í fréttum vettlingi gátu valdið, lögðu leið sína til Los Angeles til að sam- gleðjast þeim. „Staðráðinn í að verða eilífð- ar-brúðgumi44 — segir leikarinn Telly Savalas, sem ný- lega gekk að eiga hina norsku Julie Hovland í þriðja sinn Pað er hvetjum manni nauð- synlegt að staldra stöku sinnum við á lífsleiðinni og ákvarða stöðu sína og stefnu, vilji maður ekki festast í neti hins gráa hversdagsleika, lifa tilbreyt- ingarlausu lífi. Að setja spuming- armerki við starfsval sitt og hjúskaparheit er fullkomlega eðli- legt, sé gengið út frá því að fóik þroskist frá ári til árs. Myndir þú t.d. giftast konunni þinni í dag, ef þú værir ekki kvæntur henni nú þegar? — Eða býrðu bara með henni af gömlum vana? Svörin við spurningum á borð við þessar eru afskaplega mikilvæg, segja mikið um hversu hamingjusamur þú raunverulega ert. Sé svar þitt neikvætt ertu vissulega kominn í svolitla klípu — en sé það jákvætt getur þú slappað af — þú þarft ekki frekari sannanna við — eða hvað? — Leikarinn Telly Savalas er einn þeirra heppnu, sem svarað getur þessum áleitnu spurningum með ákveðnu jáyrði, en það eitt „Ástin vex með hverri vígslu“, segja hjóna- kornin Julie og Telly Savalas. Fimmtán mánaða sonur þeirra, Cliristian, var skirður við síðustu atliöfnina, sem fram fór í Los Angeles. nægir honum þó engan veginn. Hann gengur bara lengra en flest- ir aðrir í þessum efnum, þrammar upp að altarinu á fimm ára fresti og rúmlega það með sömu konuna sér við hlið og segir ,já“ við hempuklædda menn út um allan heim. „Ef ég mætti ráða myndi ég ganga að eiga konuna mína, hina norsku Julie Hovland, ár- lega,“ segir hann. Það var árið 1978, sem þau gengu fyrst í hið heilaga hjónaband og fór athöfnin fram á einni hinna grísku eyja. Fáir voru viðstaddir þá friðsælu og rómantísku helgistund, svo nokkrum árum síðar ákváðu þau að endurtaka athöfnina, í Las Vegar. „Við gerðum það til að sanna hvort fyrir öðru að við elsk- uðumst enn,“ segja þau. „Og þá héldum við líka almennilega veislu, sem stóð yfir heila helgi.“ Ekki alls fyrir löngu gengu síðan hjónakornin upp að altarinu þriðja sinni og þá í Los Angeles. Sú hjónavígsla fór eiginlega að mestu fram til að gleðja mömmu Telly, sem vildi alltaf að þau giftu sig upp á gamla móðinn — með mik- illi viðhöfn og halelúja-kór. Ekki fer þó allt eins og ætlað er því gamla konan missti svo af öllu saman, eftir allt. Hún datt nefni- lega niður stiga nokkrum dögum áður en þau giftu sig og komst því ekki í kirkjuna, hvað þá held- ur veisluna. Savalas-hjónin slógu þó tvær flugur í einu höggi þann daginn, því fimmtán mánaða gamall sonur þeirra, Christian, var einnig vatni ausinn. Það var því tvöfalt tilefni til hátíðarhalda og veislan stóð fram á næsta dag. — En hvar ætla þau svo að gifta sig í fjórða sinn? „Trúlega í París," segir Julie. „Reyndar höfum við einnig talað um Aþenu og svo væri gaman að gifta sig í Rio de Janeiro. Við erum ákveðin í að gifta okkur í það minnsta á fimm ára fresti. Þannig staðfestum við ást okkar, svo mark sé á tak- andi,“ bætir hún við. „Það er svolítið skrítið," segir Telly, „að ég virðist verða ástfangnari með hverri vígslunni — veit eiginlega ekki hvar þetta cndar allt saman. Ég vildi helst alltaf vera í brúð- kaupsferð og er því staðráðinn í að láta hveitibrauðsdagana aldrei líða undir lok, vera eilífðar brúð- gumi — alltaf nýgiftui- og ást- fanginn upp fyrir haus,“ segir hann og brosir út að eyrum. fólk og flugrán Robert Redford vill ekki njóta neinna forréttinda — í það minnsta ekki á ferðalögum sínum. gangast að fólki sé hleypt í gegn án þess að farangurinn sé grand- skoðaður. Éggæti allt eins verið með töskuna fulla af morðvopn- um — og þið gerið ekki svo lítið sem að kíkja ofaní koffortið." — Viðstaddir litu vandræðalega hver á annan og vesalings öryggisvörðurinn stundi upp „Já, en hr. Redford, ég þekkti þig alveg.“ „Frægt fólk getur líka rænt flugvélum, skal ég þér segja.“ Þetta svar leikarans vakti mikinn fögnuð meðal sam- ferðamanna hans og lófatak mikið glumdi um flugstöðvar- bygginguna. Það er trúlega óþarft að taka það fram, að far- angur Redfords var vandlega yfírfarinn áður en lagt var loks af stað til Los Angeles. COSPER \////// 9332. n i r pib COSPER — Brosið bæði Frægt Lítillæti og hógværð eru kost- ir, sem sjaldgæft er að finna í fari hinna frægu og frama- gjörnu. Leikarinn góðkunni Robert Redford er þó einn þeirra, sem hafa þá til að bera í ríkum mæli. Hann hefur ávallt lagt á það áherslu að komið sé fram við hann eins og hvem annan meðal-Jón, segist hvorki vilja njóta né gjalda afreka sinna á hvíta tjaldinu. Og það sem meira er, manninum er fúlasta alvara. Nýjasta dæmið, þessu til sönn- unar, er atvik sem átti sér stað nýlega á Kennedy-flugvellinum í New York. Redford var á leið til Los Angeles og fór farangur hans, eins og lög gera ráð fyrir, í gegnum gegnumlýsingartæki. í einni handtösku sinni hafði hann myndbandaspólur, sem hann óttaðist að myndu jafnvel bíða skaða af geislunum. Því bað hann einn öryggisvörðinn um að fara sjálfur í gegnum innihald töskunnar, í stað þess að láta leitartækið um það. Öryggis- vörðurinn brosti sínu blíðasta, kinkaði kolli og sagði Redford að þess gerðist ekki þörf — hann mætti bara fara um borð í vél- ina. Öllum að óvörum brást leikarinn hins vegar hinn versti við boði þessu og kallaði á yfír- mann öryggisgæslunnar á vellin- um. „Þetta er algert hneyksli" hrópaði hann. „Við lifum á af- skaplega viðsjárverðum tímum, þar sem mannslífin eru einskis metin, glæpir og hryðjuverk eru daglegt brauð. Undanfarið hefur fjölda flugvéla verið rænt og hræðilegir atburðir gerst um borð í vélunum — og samt látið þið, öryggisverðirnir, það við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.