Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Fiðlarinn dansar á milli borða, og laðar fram hug- Ijúfa tóna. íslenskir blaðamenn spreyta sig í „rúllettu" spilavítisins. Þjónarnir á Grand Hótel Varna að eldsteikja gómsæta steik. Það er aðeins steinsnar niður að ströndinni, frá Grand Hótel Vama. Mikilvæg grein ferða- útvegs í Búlgaríu Heilsuhótel Búlgaríu: Grand Hotel Varna í Varna í Búlgaríu hefur undanfarin 9 ár státað af því að vera besta hótelið við S vartahaf sstrendur Búlgaríu. Ef marka má tveggja daga dvöl á þessu hóteli, er hér að öllum líkindum ekki um neinar ýkjur að ræða. Hótelið er skrásett sem fimm sljörnu hótel, samkvæmt alþjóðlegum stuðli og samkvæmt mínum hugmyndum um fimm síjörnu hótel, þá stendur Grand Hotel Varna undir hverri stjörnu. Búlgarir leggja ekki einungis áherslu á uppbyggingu sum- ardvalarstaða fyrii1 fjölskyldufólk við Svartahafið, heldur leggja þeir einnig mikið upp úr að geta boðið upp á sem víðtækasta þjónustu, hvers konar skemmtun, heilsurækt, heilsugæslustöðvar, sund, vatns- nuddmeðferðir, ýmisskonar stein- efnameðferðir og þar fram eftir Grein og myndir Agnes Bragadóttir götum, á stöðum eins og Grand Hotel Vama, enda býður mér í grun að meðalaldur þeirra sem gista hót- elið sé ekki mikið fyrir neðan sjötugt. Hótelstjórinn upplýsti íslenska blaðamenn um það á skoðunarferð um hótelið, að það ætti sér 9 ára sögu, en þótt saga þess væri ekki lengri en svo, hefðu fjölmargir gest- ir hótelsins nú þegar dvalist þar á milli 10 og 20 sinnum. Sænska fyr- irtækið ABV tók að sér allar verktakaframkvæmdir, og hótelið rauk upp með geysilegum hraða (rétt eins og Hótel Örk í Hvera- gerði). Hótelið er með sérmenntaða lækna í heilsugæslustöðinni, og þar geta viðskiptavinirnir leitað sér bóta meina sinna. Hótelstjórinn lagði þó áherslu á að það væri aðeins hluti gestanna sem það gerði, því herbergin væru 700, en þeir sem nýttu sér heilsu- gæsluþjónustuna, sjúkraþjálfarana og sérstakar lækningameðferðir, væru ekki nema 20 til 30% gesta hótelsins. 40 íslendingar á Grand Hót- el Varna sl. ár Hann upplýsti jafnframt að 40 íslendingar hefðu dvalið á Hótel Varna sl. ár, og var mjög ánægður með þá tölu. Hvers konar íþróttaaðstöðu er að finna við Grand Hotel Vama, svo sem knattspymuvöll, með 3.000 áhorfendastæðum og íþróttasal fyr- ir inniíþróttir, og sagði hann handknattleikinn mjög vinsælan þar. Tennisvellir eru við hótelið, ein innisundlaug (sem er notuð í tengsl- um við heilsugæslustöðina, þannig að það er í rauninni bannað að synda í henni) og 50 metra útilaug, auk barnalaugar. Ég má til með að greina frá því þegar ég prófaði innisundlaugina, sem er greinilega svo til eingöngu ætluð gömlu, las- burða eða fötluðu fólki, slíkt var hitastigið í henni (ábyggilega ekki undir 35 gráðum). Ég hóf þessa hrakför mína á því að stinga mér til sunds, um leið og ég kom upp úr kafi glumdi í eyrum mér slíkur hávaði flautu sundlaugarvarðarins að ég hafði það á tilfinningunni að ég fengi að sjá rauða spjaldið. Hann horfði á mig byrstur mjög, og upp- lýsti mig síðan um það, að það væri algjörlega bannað að stinga sér til sunds í þessari laug. Þegar ég ætlaði að heíja sundið, flautaði hann á nýjan leik, og alls ekki lægra, benti á kollinn á mér og skipaði mér að ná mér í sundhettu, hvað ég sneyptist til að gera. Hélt ég nú að raunum mínum væri lokið þegar ég kom hin rólegasta, gúmmí- klædd til höfuðsins, og fór hægt °g rólega niður í laugina á nýjan leik. Tók ég þá nokkur skriðsund- stök, en fékk að heyra flautið hræðilega einu sinni enn fyrir vikið. „Það má ekki synda í þessari laug,“ hrópaði vörðurinn, og var nú orðinn byrstur mjög. Þijár áminningar jafngilda á íþróttamáli brottvísun, svo ég forðaði mér út í útilaugina svölu, og synti að lyst. Sem sagt, maður verður að kunna leikreglurn- ar, áður en leikurinn er hafinn: Engar dýfingar, ekkert sund, og gúmmíhetta á kollinum! Matreiðslan á hótelinu er til stakrar fyrirmyndar. Ég hugsa að við höfum fengið besta matinn á þessu hóteli, í allri ferðinni. Þjónust- an í veitingasal er mjög fáguð og góð. Þjónarnir eldsteikja fyrir mat- argesti með ánægju, og hinn liprasti fiðluleikari gengur á milli borða og leikur huglúfa tónlist. I kjallara hótelsins er skemmtilegur keilusal- ur, og. við vægu verði er hægt að leika þar tímunum saman. Mig minnir að einn leikur (10 umferðir) fyrir þijá hafi kostað 6 leva, þann- ig að hver greiddi 2 leva, sem jafngildir um 40 krónum. Þá er hið ágætasta diskótek í hótelinu, svo og næturklúbbur, og það sem kem- ur væntanlega mest á óvart, spila- víti. Ég var nú reyndar hrifnust af því, og uppgötvaði mér til skelfing- ar hversu spilafíknin getur heltekið mann. Það þarf mikinn viljastyrk til að standa upp og skipta plast- peningunum í dollarabankanum, þegar maður er í einhvetjum gróða. Sandanski heilsuhöllin Frá Varna og lúxusnum á Grand Hotel Varna vík ég sögunni lítillega til annars heilsuhótels, sem Búlgar- ir nefna „Sandanski heilsuhöllina". Þetta er nýjasta hótelið í Búlgaríu, og kostaði það hvorki meira né minna en 27 milljónir dollara í upp- byggingu. Hótelið er staðsett í suðurhlíðum Pirinfjallanna, í sam- nefndri borg, sem er á báðum bökkum árinnar Bistritsa, um 180 kílómetrum frá höfuðborg Búlgaríu, Soffíu. Þetta svæði Búlgaríu, suð- vesturhlutinn, er einkum þekkt fyrir hlýtt loftslag og heilsuuppsprettur, sem margar hveijar eru sagðar hafa mikinn lækningamátt. Vegna þessara tveggja kosta hafa Búlgar- ir byggt upp mikla heilsumiðstöð, sem jafnframt er hótel, og þangað laða þeir tugþúsundir ferðamanna, sem vilja leita sér heilsubótar, hvíldar og endurhæfingar. Þessi samsteypa hefur nú nýverið hafið sitt þriðja starfsár, en hótelið var opnað 1983. Það var byggt af aust- uríska byggingafyrirtækinu Öster- reich Universale. Sandanski er skrásett sem fjögurra stjörnu hótel. Auk hvers konar íþrótta- heilsu- ræktar- og endurhæfingaraðstöðu sem hótelið býður úpp á, er mikið lagt upp úr ráðstefnuhaldi á San- danski. íbúar Sandanski státa sig af því að ofnæmis- og lungnasjúk- dómar eru svo til óþekkt fyrirþæri þar í borg. Þakka þeir loftslaginu þá náðargjöf. Það var augljóst af máli viðmæl- enda okkar, að Balkan Tourist væntir mikils af heilsuhótelum sínum, og ganga þeir ekki skemur en svo í lýsingum sínum á þeim, en að nefna Grand Varna Hotel og Sandanski heilsuhöllina, tvö bestu heilsuhótelin í Evrópu. Á það skal enginn dómur lagður hér, en vissu- lega hljóta þau bæði að teljast mjög góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.