Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Hátíðarsvæðið ímiðborg Reykjavíkur 1. Upplýsingagarður kl.13.30—17.30. Veittar allar almennar upplýsingar um dagskrá, tímasetningu og skipulag há- tíðahaldanna. 2. Afmælisterta kl. 14.30—17.00 3. Hljómgarður 14.30—16.30 Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika létta tónlist. 4. Taflmót kl. 14.00-16.00 Flestir okkar sterkustu og efnilegustu skákmanna taka þátt í afmælismótinu og keppa um veglegan bikar sem Reylq'avíkurborg gefur. 5. DjassogDjúsgarður kl. 14.00—17.30 Hinn óviðjafnanlegi Djúsbar heldur uppi djúsbars-stemmningu og fær marga okkar færustu djassleikara til liðs við sig. 6. Sögugarður kl. 14.00—16.30 Sýning á myndum, líkönum og öðru slíku er grunnskólanemar hafa unnið á vegum 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. 7. Tæknigarður kl. 14.00—16.30 Sýning og rallýkeppni Qarstýrðra bíla á vegum áhugahóps sem jafnframt sýn- ir fjarstýrða báta á Tjöminni. Far- stöðvaeigendur kynna starfsemi sína og bjóða gestum að tala í talstöðvar. Einnig verður bömum boðið að aka litl- um tívolíbílum. 8. Hafnargarður kl. 14.00—17.00 Fjölskyldum og öðrum áhugasömum boðið að fara í róðrarferðir á Reykjavík- urtjöm. 9. Bifhjólagarður 14.00—17.00 Sniglamir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, sýna marga af sínum fráustu fákum. 10. Málaragarður kl. 14.00—16.00 Fóstmr aðstoða böm við andlitsmálun og gefa öllum kost á að taka þátt í málun Afmælismálverksins. 11. Föndurgarður kl. 14.00—16.00 Fóstrur aðstoða böm við að útbúa sér afmælisgrímur og hatta. 12. FornbQaklúbburinn 14.00—18.00 Félagar úr Fombílaklúbbnum sýna nokkra af sínum fegurstu bílum og kynna starfsemi sína. 13. Rokkgarður kl. 14.30-17.00 Únglingarokkhljómsveitir spila Mið- bæjarrokk af kraftmestu gerð. 14. Tóngarður kl. 15.00—16.00 Félag harmonikkuunnenda og Harmo- nikkufélag Reykjavíkur leika harmo- nikkutónlist af ýmsu tagi. 15. Brúðugarður kl. 14.00—17.30 Brúðubíllinn sýnir leikþátt sem sérstak- lega er saminn vegna afmælis Afmælisdagskrá Reykja víkurborgar Morgunblaðið/Börkur Unnið er dag og nótt að fegrun borgarinnar fyrir afmælið. Hér eru tveir starfsmenn borgarinnar að setja upp Ijós í blómabeðum á Austurvelli. HÁTÍÐARDAGSKRÁ á 200 ára afmæli Reykjavíkur, sem hefst 16. ágúst og stendur til 20. ágúst. 16. ÁGÚST Kl. 18:00 Opnun sýningarinnar „Reykjavík í 200 ár“ — svipmyndir mannlífs og byggðar. Stór og fjölbreytt sýning á Kjar- valsstöðum þar sem gott tækifæri gefst til að bera saman Reykjavík í fortíð og nútíð. Hvemig breyttist hún úr kaupstað í borg? Hvemig var mannlíf og bæjarbragur fyrr á ámm? Hvað er framundan? Ljós- myndir, líkön, m.a. af Gijótaþorpi fyrir 100 ámm, haganlega gerð eftirlíking af krambúð, fomleg tæki, starfsfólk í viðeigandi búning- um og líflegar frásagnir. Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir full- orðna. Böm yngri en 12 ára og ellilífeyrisþegar fá frítt inn. Sýning- arskrá kostar kr. 100. Sýningin stendur til 28. september og er opin kl. 14.00—22.00 alla daga. 17. ÁGÚST Kl. 9:00 í Viðey Menntamálaráðherra afhendir afmælisgjöf ríkisins til Reykvík- inga, mannvirki ríkisins í Viðey ásamt landi. Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónustur í öllum kirkjum og messustöðum borgar- innar. Borgarfulltrúar og varaborg- arfulltrúar taka þátt í messugjörð. Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkj- unni. Kl. 17:00 Tæknisýning opnuð í nýju Borg- arleikhúsi. Hér er um að ræða mjög viðamikla sýningu sem gefur með myndrænum hætti yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar, auk Landsvirkjunar, SKÝRR og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Áhersla er lögð á verklegar fram- kvæmdir og tækninýjungar. Sýn- ingin er bæði lífleg og fræðandi og höfðar jafnt til allra aldurshópa. Spennandi tæki og óvæntar upplýs- ingar, nýstárleg vélmenni og risa- stórt líkan af suðurhluta landsins. Hér gefst líka tækifæri til að skoða Borgarleikhúsið í fyrsta sinn þó ófullgert sé. Veitingasala og ókeypis bama- gæsla er á staðnum. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 100 fyrir böm yngri en 12 ára. Sýningarskrá er innifalin í að- gangseyri. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin frá kl. 10:00—22:00 alla daga. 18. ÁGÚST Afmælisdagurinn Kl. 10:00 Opinber heimsókn forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur. Borgarstjóri tekur á móti forset- anum á borgarmörkunum og hestamenn úr Fáki ríða fyrir bíla- lestinni fyrsta spölinn inn í borgina. Forsetinn situr síðan hátíðarfund borgarstjómar og heimsækir borg- arstofnanir, vistheimili aldraðra í Seljahlíð og Árbæjarsafn. Þá kemur forsetinn á íjölskyldu- skemmtunina í miðborginni, verður viðstaddur hátíðardagskrána á Am- arhóli um kvöldið og flytur þar ávarp. Kl. 13:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hallgríms- kirkju. Skátar, lúðrasveitir og leikhópur- inn „Veit mamma hvað ég vil?“ leiða göngumar. Fjölskylduskemmtun Kl. 14:00-18:00 í Lækjargötu, Hljómskálagarði og Kvosinni. Það em skátar og ýmis félaga- samtök sem skipuleggja skemmtun- ina. Á íjölmörgum stöðum verður eitthvað spennandi um að vera og víða er miðað við beina þátttöku yngstu veislugestanna í leikjum og keppni. Sem dæmi má nefna tafl- mót á Hallærisplani, rokkgarð við Miðbæjarskólann, föndurgarð í Vonarstræti, dýragarð, skemmti- garð, þrautagarð og dansgarð í Hljómskálagarðinum og þar verður líka 25 metra langt útigrill. í Lækjargötu verður mikið um dýrðir. Þar verður boðið upp á 200 metra langa afmælistertu sem fé- lagar úr Bakarmeistarafélagi Reykjavíkur hafa bakað. Lions- menn þjóna gestum og sérstakur hátíðardrykkur verður á boðstólum. Nánari upplýsingar um „garðana góðu“ er að finna á korti annars staðar í bæklingnum. Það sama gildir um þessa fjöl- skylduskemmtun og annað sem tengist afmælinu að gott hátíðar- skap og góð umgengni gefur henni þann skemmtilega svip sem tilefn- inu hæfir. Hátíðardagskrá við Amarhól Kl. 20:15 „Gleðigöngur" leggja upp frá þremur stöðum í borgínni, Landa- kotstúni, Skólavörðuholti og Háskólatröppum. Útskriftamemar úr framhalds- skólum og leikflokkurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ annast þenn- an lið. Tónlist og uppákomur. Kl. 20:40 Hátíðargestir koma á Amarhól. Kl. 20:45 Forseti íslands gengur til sætis. Kl. 20:50 „Gleðigöngur“ koma að Amar- hóli og syngja Reykjavíkurlagið, úr samkeppni Reykjavíkurborgar og sjónvarpsins. Kl. 21:00 Forseti borgarstjómar, Magnús L. Sveinsson, setur hátíðina. „Minni íslands", hátíðarverk eftir Jón Þórarinsson. Tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar við ljóð Matt- híasar Jochumssonar. Sinfóníu- hljómsveit íslands flytur ásamt blönduðum kór, Páll P. Pálsson stjómar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, býður forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, velkomna. Ávarp forseta íslands. „Skúli fógeti og upphaf Reykja- víkur“. Leikverk eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Útlit: Höfundur og leik- hópurinn. Leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur. Kl. 22:05 „Reykjavíkurflugur". Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar flytur gömul og ný lög, tengd höfuðstaðnum, ásamt landsliði íslenskra dægur- lagasöngvara. Hljómsveitin leikur fyrir dansi fram undir miðnætti. Inn á milli laga, ogjafnvel oftar, munu Karl Ágúst og Laddi láta Ijós sitt skína. Kl. 23:50 Davíð Oddsson borgarstjóri ávarpar hátíðargesti. Kl. 24:00 Flugeldasýning, undir stjóm Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Tónlist verður síðan leikin fram undir 1:30. Kynnir kvöldsins: Jón Sigur- björnsson Svið og útlit: Gylfi Gíslason Lýsing og tæknistjórn: David Walter og Richard Dale Hljóð: Gunnar Smári Helgason og Julian Beach Aðstoð á sviði: Hjálparsveit skáta í ReykjavQc. Dagskrárgerð: Kjartan Ragnars- son og Hrafn Gunnlaugsson Stjóm dagskrár: Kjartan Ragn- arsson. 19. ÁGÚST Kl. 14:30 Reykjavíkurkvikmynd fmmsýnd í Háskólabíói. Þetta er 90 mínútna löng kvikmynd sem Reykjavíkurborg lét gera í tilefni Á MEÐAN fjölskylduhátíðin 18. ágúst stendur yfir verður Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík með bíla á svæðinu til að veita aðstoð ef óhöpp eða slys koma fyrir. Staðsetning þeirra er sýnd á kortinu með H við Hringbraut og Dómkirkjuna, en um kvöldið verða bílarnir staðsettir við Þjóð- leikhúsið og Tryggvagötu. Sérstök gæsla verður frá kl. 14.00—17.30 í Tjarnarborg fyrir böm sem hafa týnt foreldrum sínum og er fólki bent á að hjáipa krökk- um þangað ef þörf er á. Þar má svo vitja bamanna (sjá merkingu B.) Lögreglan er með aðsetur í mið- bæjarstöð við Tryggvagötu (merkt L). Auk almenningssalerna I Bankastræti, Hljómskálagarði og Tjarnargötu 11 verða snyrtingar í Miðbæjarskólanum og Ingólfsstræti (merkt S). afmælisins. Hún lýsir mannlífinu í Reykjavík nútímans og er víða kom- ið við. Hrafn Gunnlaugsson er höfundur og leikstjóri en kvik- myndatökumaður er Tony Forsberg frá Svíþjóð. Myndin verður síðan sýnd almenningi þann dag kl. 17:00, 19:00 og 21:00 og kl. 17:00 næstu daga. Kl. 19:00 Rokkhátíð á Arnarhóli þar sem fram koma flestar vin- sælustu hljómsveitir landsins, — og stefnt er að ósvikinni tónlistarveislu fyrir unga fólkið. Akstur vagna SVR 18. ágúst: Vagnarnir aka eftir tímaáætlun virkra daga fram til kl. 13.00, en síðan eftir áætlun helgidaga. Auka- vagnar verða til taks eftir þörfum til að flytja þátttakendur í hátíða- höldunum að og frá miðborginni. Athygli er vakin á að víkja verð- ur frá venjulegum akstursleiðum. Frá kl. 13 til kl. 19 aka vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5 Skúlagötu og Tryggvagötu í vesturátt, með viðkomu við Tollstöðina. Leiðir 15A og 17 verða með endastöð á Hverfisgötu gegnt Þjóð- leikhúsi til kl. 01. Ekið verður á hálftíma fresti á leið 15A frá kl. 13—01 þennan dag. Leiðir 6, 7, 13 og 14 aka Aðal- stræti, Hafnarstræti og verða með endastöð við Tollstöðina. Frá kl. 19 verður breyting á akstri vagnanna frá því sem var um miðbik dagsins. Hljómsveitir sem fram koma: Bylur, Rauðir fletir, Prófessor X, Tik Tak, Vunderfoolz, Greifamir, MX 21, Stuðmenn. 20. ÁGÚST Kl. 21:00 Jasstónleikar á Arnarhóli. Jassvakning hefur umsjón með tónleikunum þar sem koma fram allir helstu jasstónlistarmenn lands- ins og skapa eftirminnilega kvöld- sveiflu. Leiðir 2, 3, 4 og 5 aka Lauga- veg, Ingólfsstræti og Hverfisgötu og verður endastöð á austurleið við Hverfísgötu austan Ingólfsstrætis (gegnt Safna- og Þjóðleikhúsi). Vagnar á leið 2, 3 og 4 á vestur- leið fá endastöð við Tollstöð. Vagnar á leiðum 5, 6, 7, 13 og 14 aka eftir kl. 19 um Fríkirkju- veg, Vonarstræti og Suðurgötu og verður endastöð þeirra í Vonar- stræti. Athygli er vakin á að eftir kl. 19 rofnar akstur vagna á leiðum 2, 3, 4 og 5 þannig, að vagnar á austurleið verða með endastöð á Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsi, en á vesturleið við Tollstöð, nema leið 5 sem verður með endastöð í Vonar- stræti á leið sinni í Skeijafjörð. Ókeypis verður í vagnana all- an daginn. Aðstoð og þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.