Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 Suður-Afrika: Blökkumönnum leyft að kjósa til ráðgjafarþings? Durban, Suður-Afrku, og Washington, AP. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku hefur tilkynnt að hún kunni að leyfa blökkumönnum að taka þátt í almennum kosningum í landinu i fyrsta skipti, en þó að- eins til ráðgefandi þings. Engin breyting verður á þeirri stefnu að láta blökkumenn búa í sér- stökum hverfum og sækja sér- staka skóla. Tveggja daga ráðstefnu Þjóðar- flokksins, ríkisstjórnarflokksins í Suður-Afríku, er lokið, en ráðstefn- una sóttu 1.700 fulltrúar. Fyrir hana var lögð tillaga um að blökku- menn fengju að kjósa sérstakt ráðgefandi þing. Fleiri tillögur voru lagðar fyrir ráðstefnuna, en þær miða að því að koma í einhverju til móts við kröfur blökkumanna, án þess þó að stofna hagsmunum hvíta minnihlutans í hættu. P.F. Botha, forseti landsins, sagði í lok ráðstefnunnar að lög um aðskilnað kynþáttanna kynnu að leyfa einhverjar breytingar hvað snertir skóla og íbúðarhverfi, en þessi meginregla ætti fullan rétt á sér. Enginn þyrfti að biðjast afsök- unar á því að senda böm í skóla, þar sem hægt væri að mennta þau í samræmi við eigin menningu og trúarbrögð. Bandaríska öldungadeildin sam- þykkti í gær að bæta vefnaðarvöru á lista yfir þær vörur, sem bannað verður að flytja til Bandaríkjanna frá Suður-Afríku, en frumvarj) þar að lútandi er nú til meðferðar þings- Utanríkisráðherrafundi lokið: Brjálsemi yfirmannsins kostaði beinbrot Nokkrir slökkviliðsmenn í Chandigarh á Indlandi fótbrotnuðu þegar yfirmaður þeirra skipaði þeim í ölæði að stökkva af slökkviliðsbílnum á fullri ferð. Að sögn vitna var slökkviliðsstjór- inn viti sinu fjær af drykkju. Meðal annars beindi hann byssu að einum undirmanna sinna og skipaði honum að klifra upp á þak slökkvistöðvarinnar til að veiða flugu. Slökkviliðsstjórinn hefur verið leystur frá störfum. „Afstaða mín mótaðist af samþykkt Alþingis“ - sagði Matthías A. Mathiesen um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum HAUSTFUNDI utanríkisráð- herra Norðurlanda lauk í gær. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Kaupmannahöfn. Þar voru að venju einkum rædd þau mál, sem tekin verða til með- ferðar á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sem hefst i næsta mánuði. Tillaga danska þingsins um að skipuð verði sérstök embættismannanefnd til að fjalla um kjarnorku- vopnaiaust svæði á Norðurlönd- um náði ekki samþykki. Ákveðið var að fela forstöðu- mönnum stjórnmáladeilda utanríkisráðuneyta Norður- landanna að kanna hvort ástæða sé til að skipa slíka nefnd. ! samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum sagði Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, um umræðumar um kjarnorku- vopnalaust svæði: „Mín afstaða mótaðist af samþykkt Alþingis frá i fyrra, sem m.a. leggur áherslu á að hafa þurfi í huga mun stærra svæði en Norðurlöndin ein, þar á meðal svæði þar sem nú eru kjam- orkuvopn.“ Hann sagðist einnig hafa ítrekað þá skoðun að hug- myndin um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd væri einungis raunhæf sem liður í mun víðtækara sam- komulagi um takmörkun vígbún- aðar. Rætt var um ástand mannrétt- indamála í Suður-Afríku á fundin- um. Samkomulag náðist um að ræða að nýju um viðskiptabann á Suður-Afríku ef öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna tekur ekki ákvörðun um slíkt bann. „Á fundinum skýrði ég frá því að viðskipti íslendinga og Suður- Afríku hefðu dregist mjög saman og að þau væru nú nánast engin,“ sagði Matthías Á. Mathiesen. Af öðrum málum sem rædd voru á fundinum nefndi Matthías alvar- legan fjárhagsvanda Sameinuðu þjóðanna og sagði að eilítið meiri bjartsýni gætti nú en áður um að takast mætti að greiða úr honum. Þá Qailaði fundurinn um þá óvissu sem nú ríkir í samskiptum risaveld- anna og lét í ljós vonir um að undirbúningur fyrir fund leiðtoga þeirra bæri árangur og mætti verða til að þoka áfram afvopnun- arviðræðunum í Genf. Þá lögðu fundarmenn áherslu á fækkun kjamorkueldflauga og nauðsyn þess að samkomulag náist um al- gjört bann við efnavopnum. Matthías Á. Mathiesen sagði fundarmenn hafa lýst yfir von- brigðum sínum varðandi framgang mannréttindamála í samræmi við ákvæði Helsinkisamþykktarinnar frá árinu 1975. Ákveðið hefur verið að næsti fundur utanríkisráðherranna fari fram í Reykjavík í lok marsmánað- ar. Grænland: Hásetar semja um hlutinn sinn Kaupmannaliöfn, frá Nils Jörpen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgnnblaðsins. SAMTÖK sjómanna og útgerðar- manna í Grænlandi hafa nú í fyrsta sinn gert með sér samn- inga um kaup og kjör. Taka þeir þó aðeins til háseta á rækjubát- um, þeim, sem flytja aflann til vinnslu í landi, en unnið er að samningum fyrir háseta á verk- smiðjuskipunum. í samningunum er kveðið á um, að hásetar fái í sinn hlut sem svar- ar 33% af aflaverðmæti og þar er einnig tekið fram, að útgerðarmenn megi aðeins ráða til sín menn, sem eru félagar í sjómannasamtökun- um. Þetta ákvæði á þó ekki við um eigendur og meðeigendur að út- gerðarfyrirtækjum og yfirmenn. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkjadollara var breytilegt á helstu gjaldeyris- mörkuðum heims í gær. Verð á gulli breyttist lítið. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4935 dollara (1,4865), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,0595 vestur þýsk mörk (2,0685); 1,6595 svissn- eskir frankar (1,6672); 6,7025 franskir frankar (6,7225); 2,3200 hollensk gyllini (2,3295); 1.417,75 ítalskar lírur (1.423,00); 1,3865 kanadískir dollarar (1,3892) og 153,65 jen. Frakkland: Chirac fer varlega í að selia ríkisfyrirtæki Parfs, AP. " NÚ ER að hefjast mesta uppboð á ríkisfyrírtækjum í sögu Frakklands. Menn eru á önd- verðum meiði um ágæti þessa uppboðs. Ýmsir telja að sala ríkisfyrirtækja muni efla efna- haginn, öðrum finnst að rétt eins mætti veðsetja skartgripi krúnunnar. í áætlun Jacques Chirac, for- sætisráðherra, kveður á um að hlutabréf í 65 ríkisfyrirtækjum verði seld. Þar eru hlutabréf í bönkum, fjölmiðlum og olíufyrir- tækjum. Hægri menn, sem settust við stjómvölinn í mars eftir að sósíal- istar höfðu verið við völd í nokkur ár, líta á sölu ríkisfyrirtækja sem leið til að hleypa lífí í franskt efna- hagslíf og auka samkeppnishæfni franskra fyrirtækja. Með því að selja hlutabréfín er ætlunin að auka eignarhlut al- mennings í fyrirtækjum og minnka fjárlagahalla, sem talið er að nemi 145 til 200 milljörðum franskra franka á næsta ári. Nýtt gildismat Nefnd, sem stjórnin skipar, ákveður verð hlutabréfanna. Starfsmönnum verður gefínn kostur á að kaupa ákveðið magn hlutabréfa í fyrirtækjum, sem þeir vinna hjá og erlendum aðilum verður aðeins leyft að eignast tuttugu prósent hlutabréfa í frönskum fyrirtækjum. „Áður en árið er liðið verður nýtt gildismat komið á í Frakk- landi,“ lofaði Chirac á fyrsta blaðamannafundi sínum í embætti forsætisráðherra fyrir mánuði. En álit almennings á þessari stefnu er tvískipt og hefur hún leitt til fyrstu stjómarkreppunnar í því stjómarfyrirkomulagi, sem nú er í Frakklandi: ríkisstjóm hægri manna í samstarfi við for- seta úr röðum sósíalista. Stjóm Chiracs fékk því fram- gengt á þingi að stjómað yrði með tilskipunum til að unnt yrði að hrinda þeim markmiðum, sem hægri menn töldu mikilvægust, í framkvæmd sem fyrst. Þegar stjómin lagði úrskurð um sölu ríkisfyrirtækjanna fyrir Mitterrand neitaði hann að skrifa undir. Forsetinn sagði að hér væri svo mikilvægt mál á ferðinni að þingið yrði að flalla um það og bar því einnig við að hætta væri á að fyrirtækin kæmust í hendur erlendra aðilja. Chirac kom í veg fyrir uppgjör milli stjómar og forseta og féllst á kröfu Mitterrands. Þingið af- greiddi lögin 31. júlí og Mitterrand skrifaði undir. Þótt Chirac hafí kvartað undan því að Mitterrand tefði mikilvæg- ar endurbætur stjórnarinnar, fer hann að öllu með gát. Fréttaskýr- endur spá því að aðeins 25 ríkis- fyrirtæki verði seld á næstu fímm ámm. Stefna Chiracs að selja ríkis- fyrirtæki gengur þvert á aðgerðir fyrri stjómar sósíalista eins og önnur baráttumál hægri stjómar- innar. í forsætisráðherratíð sósíalistans Laurents Fabius voru ýmis stór iðnfyrirtæki þjóðnýtt árið 1982. Þessi stefna virðist ekki hafa fallið kjósendum í geð og í nýlegri skoðanakönnun kvaðst aðeins 21 prósent að- spurðra telja þjóðnýtinguna hafa borið árangur. En sala ríkisfyrir- tækja virðist ætla að reynast varasamt verk, bæði af pólitískum og hagnýtum ástæðum. Deilt um sölu sjónvarpsstöðvar Skoðanakannanir sýna að meirihluti Frakka er andvígur því að TFl, sjónvarpsstöð ríkisins, verði seld, þótt þeir séu einnig á móti því að þjóðnýta fyrirtæki. Francois Leotard, menningar- málaráðherra, ætlar þó að láta af því verða að selja TFl og seg- ir að franskar sjónvarpsstöðvar verði hæfari til samkeppni og sjálfstæðari fyrir vikið. Það hvetur stjómina til aðgátar hversu mörg fyrirtæki skuli seld og hver áhrif það getur haft á ljármál og markaðinn í Frakk- landi. Fyrsta verk stjómarinnar var að skipa nýja forstjóra tólf fyrir- tækja, sem selja á, 23. júlí. Síðan þá hefur stjómin reynt að ákveða hvaða fyrirtæki verði seld síðar á þessu ári. Búist er við að Edouard Balladur, við- skiptaráðherra, tilkynni í septem- ber að hafíst verði handa um að selja tvö eða þijú fyrirtæki. Fréttaskýrendur segja líklegast að þessi fyrirtæki verði valin úr tveimur bönkum, tveimur iðnfyr- irtækjum, tveimur tryggingafé- lögum og tveimur félögum um hlutabréfaeign í fyrirtækjum. Jean-Yves Anglade, sérfræð- ingur Sellier SA-fyrirtækisins í París um hlutabréf, segir að sala ríkisfyrirtækja eigi eftir að gera þau samkeppnishæfari. Þau verði Francois Mitterrand, forseti. Jacques Chirac, forsætisráð- herra. þá óháð duttlungum og höftum stjórnmálamanna. „Ákvarðanir um stjómun fyrir- tækjanna verður heldur ekki jafn pólitískt vegna þess að stjórnend- ur franskra ríkisfyrirtækja eiga bágj: með að reka starfsmenn vegna atvinnuleysisins og gildir þar einu þótt fækka þurfí starfs- liði,“ segir Anglade og bætir við: „Frönsk eignarhaldsfyrirtæki eru þegar farin leggja fyrir fé til að grípa gæsina þegar hún gefst. Aftur á móti gæti farið svo að grípa þyrfti til skattaívilnana og annarra slíkra aðgerða til að fá aðra aðilja til að festa fé í þessum ríkisfyrirtækjum. Og það er ógerningur að spá um það hvem- ig markaðurinn bregst við þegar ríkisfyrirtækin verða seld.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.