Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 speki Umsjón: Gunniaugur Guömundsson „Kæri umsjónarmaður. Eg hef skrifað þér áður og óskað eftir upplýsingum um mitt stjömumerki en hef ekki fengið svar. Viltu vera svo vænn að svara núna. Ég er fædd 29.01. 1960 rétt um 6 að morgni í Reykjavík. Ég verð þá vonandi fróðari um kosti mína og galla. Með fyrir- fram þökk.“ Svan Þú hefur Sól, Tungl og Merk- úr í Vatnsbera, Venus, Mars og Satúmus í Steingeit, Rfsandi og Júpíter í Bogmanni og Sporðdreka og Neptúnus á Miðhimni. 4 höfuðþœttir í korti þínu em §órir þættir helst áberandi, eða Vatnsberi, Steingeit, Bogmaður og Nept- únus. Vatnsberinn Aðalmerki þitt er Vatnsberi. Það táknar að innst inni ert þú sjálfstæð, hugmyndarík og föst fyrir. Þú vilt fara þínar eigin leiðir og móta þér sjálf- stæðan og persónulegan stíl. Úranus er á móti Tunglinu og táknar það að í þér býr visst eirðarleysi og óþol gagn- vart tilfinningalegum höml- um. Daglegur lífsstfll þinn og tilfinningalíf þarf því að vera óvenjulegur og persónulegur. Einkenni Vatnsberans er að láta hugsun stjóma tilfinning- um. Bogmaðurinn Rísandi Bogmaður táknar að framkoma þín er opin og ftjálsleg og að þú hefur gam- an af því a_ð byrja á nýjum verkefnum. í þér er visst eirð- arieysi og þörf fyrir fjölbreyti- leika. Ferðalög eiga t.d. vel við þig. Steingeitin Mars og Venus í Steingeit tákna í fyrsta lagi að þú ert dugleg og skipulögð í vinnu og í öðm lagi að þú þarft á ákveðnu öryggi aið halda í ástamálum. Þessi hlið er jarð- bundin og hagsýn og m.a. gefur hún þér góða skipulags- hæfileika. Neptúnus Neptúnus á Miðhimni í Sporð- dreka táknar að þú ert líkast til heldur óviss um framtíð þína og lífsstefnu. Ástæðan fyrir því er sú að þú hefur sterkt ímyndunarafl og sérð marga möguleika, en skortir kannski metnað og vilt ekki fara hefðbundnar leiðir. Helst er hægt að fá útrás fyrir Neptúnus í listum eða mann- úðarmálum. Samtenging Ef við reynum að tengja þessa þætti saman sjáum við að þú ert sjálfstæð, eirðarlaus, skipulögð með sterkt ímynd- unarafl. Hætta sem þú þarft að varast er sú að sterkt ímyndunarafl þarf að nota eins og annað. Ef því er ekki beint í ákveðinn farveg, safn- ast það upp og leitar útrásar eftir öðmm leiðum. I slíkum tilvikum getur það táknað að þú verður utan við þig og lætur þig dreyma í stað þess að framkvæma. Ef þú beitir þér á listrænum sviðum, t.d. málar, teiknar eða tekur ljós- myndir þó ekki væri nema í tómstundum færð þú jákvæða útrás fyrir þessa orku. Fjölbreytileiki Ef við reynum að draga kort þitt saman má segja að best sé fyrir þig að vinna t.d. að listrænum eða mannúðarleg- um skipulagsstörfum sem fela í sér hreyfingu og fjölbreyti- leika. GRETTIR TOMMI OG JENNI UÓSKA SMAFOLK Ég kann vel við nýja tagl- ið þitt, herra ... Þakka þér fyrir, Magga IN FACT, IT'5 L00KIN6 BETTEK BVTHE MINUTE. Satt að segja lítur það betur út þegar fram í sækir____ Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svíning er ekki bara svíning. Til em svo djúphugsaðar svíningar að þær ættu með réttu að kallast djúpsvíningar, ef það nafn væri ekki upptekið undir annað. Hér er spil þar sem djúp- svíning kemur við sögu. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 84 ♦ ÁD3 ♦ KD105 ♦ G874 Vestur ♦ G10752 ♦ G98 ♦ G843 ♦ 5 Austur ♦ ÁKD963 ▼ K1076 ♦ 96 ♦ 6 Suður ♦ - ♦ 542 ♦ Á72 ♦ ÁKD10932 Vestur Norður Austur Suður — — 1 spaði 2 lauf 2 spaðar 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Vestur spilar út spaðagosa. Hvemig á sagnhafi að tryggja samninginn? Það er svo sem einfalt að svína fyrir tígulgosann þegar maður sér allar hendur, en get- urðu fundið gilda ástæðu til að svína tíunni? Ástæðan er þessi: Suður trompar útspilið, fer inn á blind- an á tromp og trompar seinni spaða blinds. Spilar svo tígul- kóng, tígli heim á ás og meiri tígli á tíuna. Nú skiptir nákvæm- lega engu máli hver á tígul- gosann. Ef austur hefur byijað með hann þriðja fær hann slag- inn, en verður að gefa slag til baka með því að spila upp í hjartagaffalinn eða spaða út í tvöfalda eyðu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Tallin í Eistlandi í vet- ur, kom þessi staða upp í skák sovézku meistaranna Voorema og Malanjuk, sem hafði svart og átti leik. 25 ... Hxc3! og hvítur gafst upp, því eftir 26. Rxc3 - Bb4, 27. Bb3 — d4, vinnur svartur auðveldlega á liðsmuninum. 69-11-00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.