Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 48
SEGÐU RriARHÓLL ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833---1 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Ungfrú Bretland kynnir Svala Yfir millj. fernur seldar í Bretlandi á einum mánuði UNGFRÚ Bretland, sem verð- ur krýnd á miðvikudaginn í næstu viku, mun kynna svala- drykkinn Svala á markaði í heimalandi sínu eftir keppn- ina. Framleiðandinn , Sól hf., hefur gert samning við fyrir- tækið, sem stendur fyrir keppninni, um þátttöku í kostnaði gegn því að fá einka- rétt á auglýsingum á keppninni sjálfri og að nýta sér fegurðar- drottninguna til að auglýsa Svala eftir keppnina. Gert er ráð fyrir að 10-12 milljónir manna muni fylgjast með feg- urðarsamkeppninni í sjón- varpi. Sól hf. hóf framleiðslu á Svala fyrir markað í Bretlandi í júlí síðastliðnum og hefur á einum mánuði selt þangað yfír milljón femur af svaladrykknum. Sjá nánar frétt á bls. 4. Enn lækka kartöflumar KARTÖFLURNAR lækka í verði hjá Agæti í dag. Heildsöluverð á einu kílói af premíer-kartöflum lækkar úr 53 krónum í 47,30 eða um rúm 10% og verð á gullauga og rauðum úr 67 krónum í 61,50, eða um rúm 8%. Samkvæmt þessu má búast við að algengt útsöluverð á premíer verði 54-59 krónur kílóið og 70-77 krónur á gullauga og rauðum. Kartöflumar lækkuðu einnig um 10-20% fyrr í vikunni. Nýjar íslenskar gulrófur eru að koma á markaðinn þessa dagana. Heildsöluverð þeirra er nú í upphafi 75 krónur hjá Ágæti og má búast við að útsöluverðið sé á bilinu 86 til 93 krónur kílóið. Morgunbladið/JúlíUi Aðalhátíðahöldin verða að venju í elsta hluta Reykjavíkur, Kvosinni. Skemmtun verður á Arnarhóli og þar hefur verið byggt stórt svið. I Lækjargötu verður afmælistertan risastóra. Allt að verða tilbúið fyrir afmælið: Reikna með 40—60 þúsund gestum ef veður verður gott - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „EF VEÐUR verður eins og nú er spáð þá ímynda ég mér að gestir í miðborginni geti orðið á milli 40 og 60 þús- und,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, um fyrirhugaða afmælishátíð borgarinnar á mánudaginn. „Standist spáin þá trúi ég að hátíðin gæti orðið hin merk- asta samkoma og að menn upplifi ekki aftur annað eins.“ Davíð sagði að vissulega hefði veður þennan dag afskap- lega mikið að segja fyrir hvernig til tækist en nú væri útlitið gott. „Allur undirbúning- ur hefur miðast við að þátttak- endur í hátíðahöldunum þennan dag verði allt frá 20 þúsund og upp í 60 þúsund manns. Þegar maður skoðar dagskrána sýnist ljóst, að allir muni fá eitthvað við sitt hæfi, annaðhvort að deginum eða á skemmtuninni um kvöldið," sagði borgarstjóri. Sjá dagskrá afmælis- hátíðarinnar og kort á bls. 18 og 19 og fréttir á bls. 3, 10 og 27. Morgunbladið/Sig. Jóns. MJÓLKIN SKILIN „Fólk að skilja um allar sveitir,“ var baksíðufyrirsögn í síðustu viku og ráku þá margir upp stór augu. En það var ekki orðum aukið. Mjólkurkvótinn hcfur valdið því að í sveitum hefur fólk tekið fram gömlu skilvindurnar og skilið mjólkina og notað til smjörgerðar fremur en hella henni. Hér má sjá Dóru í Skarði í Landsveit við skilvinduna í mjólkur- húsinu þar á bænum. Viðtal við heimilisfólkið á Skarði er á bls. 4. Landspítalinn: Mjög góður árang- ur hjartaaðgerða Engin eftirköst, segir Grétar Ólafsson yfirlæknir NÍU hjartaaðgerðir hafa nú verið gerðar í Landspítalan- um og eru allir sjúklingarnir komnir heim. Grétar Ólafsson, yfírlæknir á Landspítalanum, sagði aðgerð- imar allar hafa tekist vel og nú væri búið að sanna að þessar aðgerðir væri hægt að gera hér á landi. „Allir sjúklingarnir eru brattir og hressir og það hefur aldrei komið upp ígerð eða önn- ur eftirköst eftir aðgerðir. Skurðaðgerðir og starfsemi á gjörgæsludeild hafa gengið eins og best verður á kosið,“ sagði Grétar. „Núna hafa þessar að- gerðir legið niðri um tíma vegna sumarleyfa, en við byijum aftur um miðjan september. Við reyn- um að gera að minnsta kosti tvær aðgerðir í viku, en vonandi getum við brátt fjölgað þeim í þijár, því full þörf virðist vera á því. Það er þó vissum vand- kvæðum bundið, því mikið álag er á skurðdeildinni, sem er að verða of lítil. Úr því rætist þó þegar K-bygging Landspítalans verður tekin í notkun, sem verð- ur reyndar ekki strax. Nú er verið að reisa þriðjung K-bygg- ingar, en skurðdeildin þar verður ekki tekin í notkun fyrr en öll byggingin er risin,“ sagði Gi'étar Ólafsson, yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.