Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 21 Pakistan: Átök á þjóð- hátíðardegi Lahore, Pakistan, AP. VÍÐA kom til átaka í Pakistan í gær er þess var minnst að 39 ár eru liðin siðan landið hlaut sjálfstæði frá Bretum. Yfirvöld höfðu bannað fundarhöld og að fólk safnaðist saman. Var fjöldi manna handtekinn fyrir að virða bannið að vettugi þ. á m. Benazir Bhutto, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Bhutto var handtekin á heimili Haq forseta. í Lahore var komið sínu í Karachi, eftir að hafa gengið í fararbroddi mótmælagöngu, er óeirðalögregla dreifði með táragasi. Hún hafði einnig flutt ræðu á 10.000 manna mótmælafundi, sem lögregla leitaðist við að leysa upp. Tveir menn létu þar lífið, er húsþak er þeir stóðu á féll saman. Stuðn- ingsmenn Bhuttos er voru vitni að því að lögreglan flutti hana í fang- elsi, hótuðu að efna til aðgerða um allt land til að fá hana látna lausa. Yfirvöld segja að Bhutto verði í haldi í 30 daga. í Karachi og Lahore réðst mann- fjöldi að lögreglu og hrópaði ókvæðisorð um pakistönsk stjóm- völd og Bandaríkjamenn vegna stuðnings þeirra við stjórn Zia U1 Suður-Kórea: Átök milli stúdenta o g lögreglu Seoul, AP. UM ÞÚSUND stúdentar við vopnaðir grjóti og eld- sprengjum lentu í átökum við lög^reglu við Hanyang- háskóla í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. Stúd- entarnir voru að mótmæla því að Bandaríkjamenn hafa þrýst á um að mark- aðurinn í Suður-Kóreu verði opnaður og Asíuleik- unum I haust. Mótmælin hófust á því að stúdentamir brenndu brúður af ríkisstjóm Suður-Kóreu og eft- irlíkingar af bandarískum vindlingaöskjum. Stjómin hefur leyft að erlendir vindlingar verði fluttir inn frá og með 1. september. Stjómarandstaðan, andófs- menn og tóbaksbændur hafa mótmælt því harðlega að bann- inu, sem sett var á innflutning á tóbaki fyrir 38 ámm, verði aflétt. Heimildarmenn segja að átök stúdenta og lögreglu hafí staðið í tvær klukkustundir þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt táragasi til að dreifa mannfjöldanum. upp vegatálmum, kveikt í bílum og ráðist með gijóti að verslunum og lögreglustöð. Lögreglan skaut í fyrstu táragasi að fólkinu, en síðan byssukúlum og særðust a.m.k. tveir. Allmargir leiðtogar stjómarand- stöðunnar, er ætluðu að flytja ræðu á mótmælafundum, voru meðal hinna handteknu í gær. Á miðviku- dag voru um 500 stjómarandstöðu- leiðtogar handteknir í tilraun yfírvalda til þess að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir á þjóðhátíð- ardaginn. Mohammad Khan Junejo, forsæt- isráðherra, er fer með stjóm landsins í fjarveru Zia, forseta, sem er í pílagrímsferð til Mekka, sagði í gær að aðgerðir stjórnvalda mið- uðu að því að treysta samstöðu þjóðarinnar og hvatti fólk til að stuðnings við þær. Samtök stjómarandstæðinga hafa krafíst þess að þingkosningar fari fram nk. haust og segja að kosningarnar, er fram fóru í febrú- ar 1985 og þau fengu ekki að bjóða fram í, hafí verið markleysa. AP/Símamynd Ungurnemur, gamall temur SEX ára gamall sonur Husseins konungs Jórdaníu er ekki alls óvanur vopnaburði ef marka má þessa mynd, sem tekin var í heimsókn George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til Jórd- aníu. Drengurinn er vopnaður skammbyssu og ber hana í belti sér. Móðir drengsins, Noor drottning, er fædd í Bandaríkjunum. Persaflói: Loftárás á olíuskip Manama, Bahrain, AP. ÍRAKAR gerðu loftárás á olíu- flutningaskip við Kharq-eyju í gær, að sögn íraska útvarpsins. Flugvélar þeirra komust klakk- laust til baka til íraks. írakar settu hafnbann á Kharq- eyju í í febrúar 1984 og hafa gert ítrekaðar árásir á olíuflutningaskip írana síðan þá. Markmiðið með hafnbanninu er að koma í veg fyrir olíuútflutning írana og neyða þá þannig til þess að fallast á friðar- samninga í ófriði þjóðanna. Mótmæli við múrinn: Fólk fór inn á austur- þýskt yfirráðasvæði Berlín, AP. TVEIR hópar reiðs fólks fóru inn á austur-þýskt yfirráðasvæði í Berlín til þess að mótmæla múrn- um, sem klýfur borgina, en sl. miðvikudag var aldarfjórðungur liðinn frá því hann var reistur. Fólkið fór ekki yfir múrinn og inn í Austur-Berlín, heldur var á mjórri landræmu sem tilheyrir Austur-Berlín, en er vestan múrsins. 13 manns voru teknir til yfirheyrslu, en sleppt eftir að þeir höfðu gert grein fyrir sér. Annar hópurinn, sem taldi um 300 manns, var við landamærastöð- ina Checkpoint Charlie. Grýtti fólkið bjórflöskum, kínveijum og öðru yfir á austur-þýska svæðið. Hinn hópurinn gekk með logandi kyndla eftir Bernauerstrasse, en sú gata varð fræg, er fjöldi manna flúði þar út um glugga húsa, skömmu eftir að múrinn var byggð- ur. Þessi hópur fór inn á yfírráða- svæði Austur-Þjóðverja. Sendiherra Sovétríkjanna í Vest- ur-Þýskalandi hélt í gær á skrif- stofu Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, til þess að mót- mæla átroðningi fólksins á austur- þýsku yfirráðasvæði, en formlega er Austur-Berlín sovéskt hemáms- svæði. Hitti hann þar fyrir háttsett- an embættismann, Eduard Ackermann, sem neitaði að veita mótmælunum viðtöku, og vísaði sendiherranum á utanríkisráðu- neytið. Varð sendiherrann frá að hverfa við svo búið, en ennþá hefur ekki spurst til þess að mótmælin hafí verið afhent í utanríkisráðu- neytinu. Nærbuxur með kælikerfi Los Angfelcs, AP. Karlmannsnærbuxur, sem auka fijósemina, hafa verið settar á markað í Bandaríkjunum. Nær- fatnaður þessi er búinn sjálfvirku kælikerfi og segja framleiðendur að lækning fáist við ófrjósemi með því einu að klæðast fatinu. Læknar segja aftur á móti að ekki hafi sönnur verið færðar á þessa fullyrðingu. Galdurinn er í því fólginn, segir Andrew Sealfon, einn framleiðenda, að sáðfrumum fjölgar í kynfærum karlmannsins þegar kælibuxurnar umlykja þau. Nærfatið lítur út eins og vasaútvarp, sem festar eru í teygj- ur. Lítil dæla, sem fest er um mittið, pumpar kælivökva í leiðslur í buxun- Hugmyndin að tækinu er reist á þeirri trú að sáðfrumum fækki við hita. Á þessari forsendu hefur verið haldið fram að nærbuxur, sem al- gengar eru í Bandaríkjunum og minna helst á lendaskýlur boxara, auki fijósemi vegna þess hversu víðar þær eru og loft leikur auðveldlega um manninn miðjan. „Fræðilega má vissulega rökstyðja þetta,“ segir dr. Ira Sharlit, fijósem- issérfræðingur í San Francisco, um kælibuxumar. „En ég vil ekkert segja um það hvort það skiptir sköpum að ganga í þeim.“ Sealfon segir að rúmlega fímm hundruð kælibuxur hafi þegar verið seldar. Hann heldur því einnig fram að það sé þessum nærbuxum að þakka að fjörutíu börnum fleira er á hnattkúlunni en ella. Yfírvöld leyfðu að kælibuxumar yrðu seldar á sið- asta ári. Sovéskum embættismanni stefnt: Neitaði að koma skila- boðum til Gorbachevs Moskvu, AP. SEX Sovétmenn, sem neitað hefur verið um leyfi til að flytj- ast til ættingja sinna utan Sovétríkjanna, hafa kært embættismenn fyrir að láta ekki kröfu þeirra um að hitta Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, ganga. Vladaimir Pimonov, sem hefur ekki fengið brottfararleyfi til að flytja til danskrar konu sinnar og dóttur, sagði vestrænum blaða- mönnum að sexmenningarnir hefðu farið á skrifstofu, þar sem leggja á fram óskir til embættis- manna, 7. ágúst. Þeir afhentu þar bænaskjal og óskuðu eftir fundi með Gorbachev til þess að hann gæti hjálpað þeim að hitta maka og börn erlendis, að því er Pimonov segir. Fyrir þremur dögum fékk hópurinn skriflega að ósk hans yrði ekki komið rétta boðleið til leiðtogans. Málið kemur fyrir rétt 4. septem- ber. Pimonov og fjórir aðrir úr hópn- um voru handteknir stutta stund 1. ágúst þann dag, sem ellefu ár voru liðin frá því Helsinki-sátt- málinn var undirritaður. Mennimir fímm ætluðu að mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar miðstjómar Kommúnistaflokksins í Moskvu. Nýbygging Alþingis Sýning á tillögum Sýning á tillögum í nýafstaðinni samkeppni um ný- byggingu Alþingis er í Listasafni Háskóla íslands, Odda. Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.