Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
31
smáauglýsingar
smáauglýsingar
— smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bækurtil sölu
Kjósarmenn, ættarskrá,
Kennslubók i bókbandi og
smiðum, Á fslendingaslóöum í
Kaupmannahöfn, fslenskar bók-
menntir i fornöld, Rauðir pennar
1.-4., Pétur Gautur eftir Ibsen,
Veröld sem var eftir Stephan
Sweig o.m.fl. nýkomið. Kaupi
einnig bækur.
Bókavaröan,
gamlar bækur og nýjar,
Hverfisgata 46,
Reykjavik, simi 29720.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Bókhaldsþjónusta
Hagbót s. 622788 og 77166.
Gamla þjóðleiðin
yfir Hellisheiði
til Reykjavíkur:
Laugardagur 16. ágúst:
Kl. 09.00 Reykjakot (f Ölfusi) -
Hellisheiði - Kolviðarhóll -
Lækjarbotnar. Gengiö með
gömlu vörðuðu leiðinni yfir Hell-
isheiði. Áð við Hellukofann. Verð
400 kr. Möguleiki að fara með
rútunni frá Kolviðarhóli kl. 13.30
í bæinn, annars halda áfram í
Lækjarbotna. Fararstj. Einar
Egilsson.
Kl. 13.00 Kolviðarhóll - Lækj-
arbotnar. Gengið með vörðum
milli þessara gömlu áningar-
staða. Verð 300 kr. Fararstj.
Þorleifur Guömundsson.
Sunnudagur 17. ágúst:
Kl. 10.30 Lækjarbotnar — Ártún
- Elliðaárdalur - Grófin.
Gamla þjóðleiðin lá um Reið-
skarð hjá Ártúni. Hægt að stytta
til 13.30 viö Elliðaárstöðina, en
þá fer rúta þaðan. Verð 200 kr.
Fararstj. Nanna Kaaber.
Kl. 13.00 Gamla þjóðleiðin um
Reykjavík. Gengið frá Elliðaán-
um neðan Ártúns um Bústaða-
holt, Öskjuhlíö, Skólavörðuholt
og Arnarhól í Grófina. Verð 100
kr. fritt f. börn m. fullorönum.
Fararstj. Kristján M. Baldursson.
Brottför frá BSl, bensínsölu.
Brottför 10 mfnútum fyrir aug-
lýstan tfma úr Grófinni (Grófar-
torgi). Gangið með Útivist um
elstu þjóðleið landsins f tilefni
200 ára afmælis Reykjavikur-
borgar. Allir geta verið með.
Sjáumst!
Hljómleikar á Akureyri
verða í kvöld kl. 20.30 i Dyn-
heimum.
NSB-hljómsveitin frá Hjálpræð-
ishernum í Noregi sér um söng
og tónlist og kapteinn Danfel
Óskarsson stjórnar. Aðgangur
kr. 300, börn kr. 150.
Söng- og hljómleikasamkoma
verður á sama stað einnig laug-
ardag kl. 17.30. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
UTIVISTARFERÐIR
UTIVISTARFERÐIR
Sumarleyfisferðir
21.-24. ágúst
1. Lakagígar — Leiðólfsfell —
Holtsdalur — Eldgjá. Brottför
fimmtud. kl. 8.00. Óvenjufjöl-
breytt ferð m.a. utan þekktra
ferðamannaleiöa. Gist við Blágil
og Eldgjá. Ekið heim um Fjalla-
baksleið nyrðri. Uppl. og farm.
á skrifst., Gróflnnl 1, sfmar
14606 og 23732. Sjáumst!
Útivist.
Helgaferðir
15.-17. ágúst
1. Þórsmörk — Goðaland. Upp-
selt i báða Útivistarskálana nú
um helgina. Ágæt tjaldstæði.
Fararstjórar: Egill og Friða. Við
minnum á sumardvöl i Básum
t.d. frá sunnudegi til miðviku-
dags eða frá miðvikudegi 20.
ágúst.
2. Skógar — Fimmvörðuháls —
Básar á laugardagsmorguninn.
Fararstjóri: Páll Ólafsson. Gist i
Básum.
Einsdagsferð í Þórsmörk á
sunnudag 17. ágúst kl. 8.00.
Verð 800 kr. Stansað 3-4 klst. i
Mörkinni. Uppl. og farm. á
skrifst., Grófinni 1, simar 14606
og 23732. Ath. Núpsstaöar-
skógarferðin verður 12. sept.
Sjáumst!
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 15.-17. ágúst
1) Álftavatn — Laufafell —
Skaftártungur. Gist í sæluhúsi
F.l. við Álftavatn. Gengið á
Laufafell. Ekin er Fjallabaksleið
syöri aö Álftavatni og síðan til
baka um Skaftártungur.
2) Landmannalaugar — Eldgjá.
Ekið um Jökuldali i Eldgjá og geng-
ið að Ófærufossi. Gist i sæluhúsi
F.í. í Laugum.
3) Þórsmörk. Gist i Skagfjörös-
skála. Fólk sem á eftir sumarleyfi
ætti aö athuga dvöl i Þórsmörk.
4) Hveravellir - Þjófadallr -
Hvftámes. Gist i sæluhúsi F.l. á
Hveravöllum. Heitur pollur til baða
og afar góö aðstaða.
Farmiðasala og upplýsingar á skrif-
stofunni, Öidugötu 3.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir sunnu-
daginn 17. ágúst:
1) Kl. 08.00 Þórsmörk — verð á
dagsferð kr. 800. Möguleikar á
mismunandi langri dvöl. Ferða-
menn kunna að meta aöstööuna
i Skagfjörðsskála.
2) Kl. 10.00 Frá Hjarðarholti f
Kjós á Skálatind að Mógilsá.
Nýstáríeg gönguferð yfir Esju.
Verð kr. 500.
3) Kl. 10.00 Reykjavfk og ná-
grenni — söguferð f tilefni 200
ára afmælis Reykjavíkurborgar.
Fararstjóri: Páll Lfndal. Verö kr.
250. ATH.: Breyttan brottfar-
artfma, engin ferð kl. 13.00.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Fritt fyrir böm i fylgd fullorö-
inna.
Feröafélag islands.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Laus staða
Frá
Bændaskólanum
á Hvanneyri
Við mötuneyti skólans er laus til umsóknar
staða bryta. Umóknir óskast sendar til:
Bændaskólans á Hvanneyri, 311 Borgarnes.
Nánari upplýsingar í síma 93-7500 á skrif-
stofutíma.
Kennara
vantar að Varmalandsskóla Mýrasýslu. Gott
húsnæði, frír hiti. Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í síma 54979 15. ágúst kl. 18.00-20.00,
16. og 17 ágúst kl. 13.00-15.00 en eftir 19.
ágúst í símum 93-5302 og 93-5300.
Tískuverslun
óskar eftir að ráða starfskraft í heilsdags-
starf. Umsækjandi þarf að vera á aldrinum
18-35 ára og geta hafið störf mjög fljótlega.
Skriflegar umsóknir með uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf sendist augldeild
Mbl. fyrir 21. ágúst merktar:
„Ö — 293“. Öllum umsóknum verður svarað.
Frystihús
Starfsmann vantar að litlu frystihúsi á
Reykjavíkursvæðinu, með reynslu og mats-
reftindi.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer
ásamt uppl. um fyrri störf á augld. Mbl.
merkt: „F — 0295“ fyrir 19. ágúst.
Frá Skólaskrifstofu Kópavogs
Ritari
Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir rit-
ara. Verkefni ritarans eru að tölvufæra gögn
skólans og annast almenn skrifstofustörf.
Umsóknarfrestur er til 22. ágúst nk.
Frerkari upplýsingar í skólanum í símum
43861 og 46865.
Kennari
Kennara vantar við Þinghólsskóla. Kennslu-
greinar eðlisfræði og líffræði.
Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 41132
og 42530.
Skólafulltrúi.
Umsóknarfrestur um áður auglýst starf sér-
kennara (2/3 stöðu) sem ætlað er að starfa
með forstöðumanni lesvers við Æfinga og
tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands er hér
með framlengdur til 22. ágúst nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um
námsferil og störf sendist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Menntamáiaráöuneytiö,
14. ágúst 1986.
Verkamenn óskast
Menn vanir byggingarvinnu óskast til starfa
í Reykjavík strax.
Upplýsingar í síma 51207.
Kennarar
Kennara vantar að Héraðsskólanum að
Reykjum. Æskilegar kennslugreinar íþróttir
og tungumál.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 95-1000
og 95-1001.
Arneshreppur:
Fiðluleikur við messu
í fyrsta sinn í 40 ár
Árnesi.
VEÐRÁTTA hefur lengst af verið stirð fram að þessu, en nú blása
suðlægir vindar, svo bændur hafa þurrkað nokkur hey að undan-
förnu, og heyskapur er langt kominn. Spretta hefur þó verið ærið
misjöfn og tún kalið víða, en slíkt telst vart til tíðinda hér í sveit.
Um verslunarmannahelgina,
þann 3. ágúst, var guðsþjónusta í
Ámeskirkju, og önnuðust tónlistar-
flutning þau Guðný Guðmunds-
dóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran,
sellóleikari, auk Guðmundar Haf-
liða Guðjónssonar frá Kjörvogi, sem
nú er organisti í Vestmannaeyjum.
Var þar um að ræða einleik svo og
samleik. Húsfyllir var og gerðu
menn góðan róm að þessari óvæntu
nýbreytni, enda ekki á hveijum
degi að slíkir listamenn láti í sér
heyra hér norður við ysta haf. Láta
mun nærri að 40 ár séu síðan síðast
heyrðist í fiðlu í Ámeskirkju, og
selló hefur verið framandi gripur
hér á norðurslóðum allt til þessa.
Að hinu leytinu var listafólkið
mjög hrifið af því að leika í þessari
öldnu kirkju sem nú er 136 ára
gömul og er í hópi tíu merkustu
timburkirkna á íslandi. Kirkjan hef-
ur liðið mjög vegna viðhaldsleysis
síðustu áratuga, en vonir standa til
að úr rætist á næstunni. Skylt er
einnig að geta þess að ný kirkju-
bygging hefur verið samþykkt af
söfnuðinum.
Af framkvæmdum kann ég fátt
að nefna, utan hvað sláturhúsið
nýja tekur óðum á sig endanlegan
svip, en hér í sveit er slátrað um
3.500 dilkum árlega. Eitthvað hefur
borist á land af fiski til saltverkun-
ar, en grásleppuvertíðin brást með
öllu. Menn saga hér rekavið niður
í girðingarstaura að vanda, en
markaður gerist nú tregur fyrir þá
vöm, verðið hefur haldist nær
óbreytt síðustu þijú árin. Mættu
þau kaupfélög sem hafa innflutta
staura á boðstólum athuga sinn
gang, ef þau vilja standa undir
nafni og vera útverðir byggðastefnu
á íslandi. - Einar
ii
1
Sr. Einar Jónsson, Guðmundur Hafliði Guðjónsson, Védis Guðmunds-
dóttir, Dagný Pétursdóttir, kona Guðmundar, Guðný Guðmundsdóttir
og Gunnar Kvaran fyrir kirkjudyrum á Ámeskirkju, sem er farin
að láta á sjá, en hún er 134 ára gömul.