Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Fegurðardrottning Bret-
lands auglýsir Svala
Sól hf. stuðningsaðili keppninnar
SOL HF. hefur gert samning
við keppnina „Ungfrú Stóra-
Bretland" um að vera helsti
stuðningsaðili (sponsor) keppn-
innar gegn því að ávaxtadrykk-
urinn Svali njóti einkaréttar í
auglýsingum fyrir keppnina. í
samningnum felst meðal ann-
ars að orðið „Svali“ verður
letrað á borða sem sigurvegari
ber auk þess sem skilti með
nafni drykksins verður framan
við borð dómnefndar. Þá mun
„Ungfrú Stóra-Bretland" aug-
íýsa Svala í sjónvarpi og
blöðum og kynna drykkinn í
15 verslunum í Bretlandi. Sól
hf. hóf framleiðslu á Svala fyr-
ir markað í Bretlandi í júlí og
hefur nú selt þangað yfir millj-
ón fernur af drykknum.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
forstjóri fyrirtækisins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
samningurinn hljóðaði upp á 30
þúsund sterlingspund og þar af
mun Sól hf. greiða 20 þúsund
pund eða um 1,2 milljónir
íslenskra króna, en umboðsaðiii
Svala í Bretlandi, „Peabody",
greiðir 10 þusund pund. „Þessi
upphæð er langt fyrir neðan það
sem upphaflega var ætlað varð-
andi keppnina, en það var 120
þúsund pund,“ sagði Davíð. „Fyr-
irtækið sem hafði tryggt sér
réttinn varð hins vegar að hætta
við þátttöku á síðustu stundu og
vegna sambanda Baldvins Jóns-
sonar umboðsmanns „Miss
World“-keppninnar komumst við
inn í þessa samninga, en sömu
aðilar standa aðhvorri tveggja
keppni, „Miss World" og „Miss
UK“. Hlutimir gengu hins vegar
ótrúlega hratt fyrir sig og áður
en varði höfðum við náð þessu
niður í þessa upphæð," sagði
Davíð.
Auk einkaréttar á auglýsingum
í sjálfri keppninni mun Sól hf.
eiga fulltrúa í dómnefndinni, sem
verður Árni G. Ferdinandsson, og
ennfremur mun markaðsráðgjafi
fyrirtækisins í Bretlandi, Bjöm
Westergren, krýna fegurðar-
drottninguna. Sól hf. hafði áður
gert samning við fegurðardrottn-
ingu heims, Hólmfríði Karlsdótt-
ur, um auglýsingar á Norðurlönd-
um og í Bretlandi og mun
Hólmfríður einnig eiga sæti í dóm-
nefnd keppninnar um „Ungfrú
Stóra-Bretland“. Þá hefur fyrir-
tækið „Henson“ hafið framleiðslu
á íþróttafatnaði fyrir Sól hf. sem
þátttakendur í keppninni munu
klæðast á blaðamannafundi næst-
komandi mánudag.
Keppnin um titilinn „Ungfrú
Stóra-Bretland“ verður haldin í
London næstkomandi miðvikudag
og er talið að um 10 til 12 milljón-
ir manna muni fyigjast með
keppninni í beinni sjónvaipsút-
sendingu. Þá hefur keppnin ávallt
vakið mikla athygli í breskum
blöðum enda mun sigurvegarinn
taka þátt í „Miss World-keppn-
inni“ sem fram fer í London 13.
nóvember næstkomandi.
„Ég hef mikla trú á að þetta
skili sér því það er ekki svo lítils
virði að komast með þessum hætti
inn á annað hvert heimili í Bret-
landi," sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Svali í umbúðum fyrir breska markaðinn, en yfir milljón fernur
hafa nú verið seldar i Bretlandi á einum mánuði.
Tilraunaveiðar í gulllaxi lofa góðu;
Morgunblaðid/Júlíus
Goðinn dregur Víking til Akraness í gær.
Víkingur AK dreginn til heimahafnar;
Bilaði á leið-
inni úr slipp
LOÐNUSKIPIÐ Víkingur AK
100 var dregið til Akraness í
gær, en þegar það var að koma
úr árlegri slippferð sinni 23.
júlí sl. kom í ljós bilun i skrúfu-
öxli skipsins. Víkingur hefur
síðan legið í Reykjavíkurhöfn
„B^agðgóður ófrýnilegur skratti“
— segir skipstjórinn á Hilmi SU, sem stundað hefur veiðarnar í sumar
„GULLLAXINN er eins og hum-
ar á bragðið en það má eiginlega
alis ekki láta neytandann sjá fisk-
'nn áður en hann er borðaður —
hetta er neldur ófrýnilegur
skratti," sagði Lárus Grímsson,
skipstjóri á Hilmi SU, sem stund-
að hefur tilraunaveiðar á gulllaxi
síðan í lok júní. Árdegis í dag á
að landa úr Hilmi 17 tonnum, sem
fengust í fjórðu og síðustu veiði-
ferðinni á sumar.
Ekki hafa fyrr verið gerðar til-
raunir til að veiða gulllax hér við
land en talsvert inun vera af hon-
um, einkum á vorin þegar hann er
talinn ganga á grunnsævi. Þessi
sautján tonn fengust í Skeijadýpi
út af Reykjanesi í bland við karfa
en í sumar hefúr Hilmir SU verið
notaður til leitar allt frá Homafírði
vestur á Breiðaíjörð.
Upphaflega var ætlunin að gull-
laxinn yrði flakaður og settur í
maming um borð í skipinu en þeg-
ar til kom reyndust síldarflökunar-
vélar, sem settar voru um borð í
þeim tilgangi, ekki henta fyrir svo
stóran fisk — gulllax er almennt
40-60 cm langur. „Nú fömm við á
loðnu en byijum aftur að leita að
gulllaxi í mars og þá verðum við
búnir að fá heppilegri vélar fyrir
þetta,“ sagði Láms Grímsson.
Góður markaður mun vera fyrir
gulllax í Noregi og fæst fyrir hann
ágætt verð, að því er Láms taldi.
þar til í gær að björgunarskip-
ið Goðinn dró það til lieima-
hafnar.
Bjöm Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Síldar- og físki-
mjölsverksmiðjunnar hf. á
Akranesi, útgerðarfélags skips-
ins, sagði í samtali við fréttarit-
ara Morgunblaðsins að verið
væri að kanna orsök bilunarinnar
og taldi hann að viðgerð myndi
Ijúka á 2-3 vikum. Hann sagði
að verið væri að bíða eftir vara-
hlutum og sérfróðum viðgerðar-
manni frá útlöndum og myndi
skipið fara í slipp á ný þegar sú
bið væri á enda.
Bjöm sagði að skipið hefði
verið flutt til Akraness svo að
heimamenn gætu sinnt undir-
búningi fyrir loðnuveiðar Vík-
ings, sem eiga að hefjast í byijun
október, svo og unnið að öðmm
viðhaldsverkefnum um borð.
-JG.
„Skiljum mjólk
einu sinni í viku“
- segja húsráðendur á Skarði í Landsveit,
sem eru sjálfum sér nógir um smjör
Selfossi.
„ÞAÐ ER óhætt að segja að við fáum helmingi ódýrara smjör
með þessu móti og erum sjálfum okkur nóg hvað það snertir,"
sagði Teodóra húsfreyja á Skarc
þar sem búa Guðni Kristinsson
dóttir og Kristinn Guðnason og
Teodóra sagði að vinnan við
smjörgerðina væri mikil en smjör-
ið væri mjög gott. Tilraunir til að
búa til skyr hefðu hins vegar ekki
tekist eins vel. „Þetta varð bölvað
graðhestaskyr, eins og það var
kallað í gamla daga,“ sagði Dóra
á Skarði. „Við komum sennilega
til með að skilja mjólk einu sini í
viku eftir 1. september þegar nýtt
verðlagsár byijar," sagði Fjóla
Runólfsdóttir. „Maður er orðinn
svo vanur að nota ijómann við
heimilishaldið."
Þessar ráðstafanir að Skarði til
búdrýginda á mjólkinni hófust 1.
ii í Landsveit. A Skarði er tvíbýli
og Sigríður Teodóra Sæmunds-
Fjóla Runólfsdóttir.
maí í vor þegar þau byijuðu að
gera allt til að spara kvótann.
Hann kláraðist 10. júlí og eftir
það hafa ekki fengist nema 4
krónur og 60 aurar fyrir lítrann
af mjólk í stað tæplega 23 króna
meðalverðs.
„Mér fínnst verst að sjá af þess-
ari mjólk í búið á svona lágu verði
og síðan eru framleiddar úr henni
vörur sem seldar eru á fullu verði
til neytenda eða hún seld beint,"
sagði Fjóla. Hún sagði erfítt að
horfa upp á kýmar rýma í holdum
þegar haldið væri í við þær með
fóðurbæti. Betri kýmar mjólkuðu
og mjólkuðu og gengju á eigin
hold, en annað væri ekki að gera
því það væri að fleygja peningum
að gefa meiri fóðurbæti.
Kristinn Guðnason bóndi sagði
það til í dæminu að menn næðu
ekki að fylla kvóta sinn og væru
tilbúnir að kaupa mjólk af öðmm
sem fyllt hafa kvótann. Þetta
væri ekki hægt, þrátt fyrir að
kvótinn væri eign bóndans væri
honum meinað að fara með þessa
eign sína að eigin vild. Þessu
væri alfarið neitað af hálfu Stétt-
arsambandsins. „Það eru allir sem
geta þetta nema við,“ sagði Krist-
inn og benti á fiskikvótann sem
hægt er að flytja milli báta. Þetta
væri jú mögulegt með því annað-
hvort að reka kýrnar milli bæja
og láta mjólka þær í fjósi þess sem
ekki næði að fylla kvótann eða
aka mjólkinni á milli bæja og
hella í tank hins en slíkt væri
skrípaleikur og verið að fara í
Morgunblaðið/Sigurður jónason
Fjóla Runólfsdóttir og Kristinn Guðnason í Skarði fyrir utan dyr
mjólkurhússins.
kringum hlutina. Ef sams konar
staða kæmi upp í sauðfjárbú-
skapnum væri ekkert auðveldara
en leggja dilkana inn á nafn þess
sem vantaði upp á kvóta sinn og
gera síðan upp á eftir. „Ástæðan
fyrir því að þetta má ekki er
kannski sú að þá fjölgar þeim
lítrum sem borga þarf fullt verð
fyrir," sagði Kristinn.
„Eg er viss um að margir þeirra
sem búnir eru með kvótann eru
tilbúnir að láta aðra fá mjólk og
þeir tilbúnir að kaupa mjólk til
að fylla örugglegqa sinn kvóta og
ná betri stöðu fyrir næsta verð-
lagsár til viðmiðunar," sagði
Fjóla. Hún benti á að ef flytja
mætti kvóta á milli gerði það fólki
í sömu sveit mögulegt að hjálpast
að. Kristinn gat þess að þeir
bændur sem verst ástatt væri fyr-
ir og væru komnir yfir gamla
búmarkið þyi-ftu að greiða kr 1,39
með hveijum lítra sem þeir sendu
til mjólkurbúsins, það er flutning-
inn. Þessir menn væru örugglega
tilbúnir til að selja þeim mjólk sem
ekki hafa náð að fylla sinn kvóta.
Sig Jóns.