Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Röð af mistökum í trj á-
rækt hjá Háskóla Islands
Grenitré ultu niður af kanti við Hjónagarðana.
eftir Herdísi
Þorvaldsdóttur
Háskóli íslands á stórt svæði
héma í borginni fyrir sínar bygg-
ingar, og víða nokkuð rúmgott
svæði á milli, sem hefur yfirleitt
verið vel við haldið. Til dæmis hafa
tijágöngin frá Hringbraut að há-
skólanum vakið ánægju og aðdáun
og hvatt aðra til bjartsýni á að
hægt væri að rækta hér stór tré,
fegra og bæta umhverfið og ekki
síst skapa meira skjól í okkar vinda-
sömu borg. Hafi þeir þökk sem með
bjartsýni stóðu að þessum fram-
kvæmdum á sínum tíma. Nú hefur
því miður orðið breyting til hins
verra hjá þeim sem eru á launum
hjá Háskólanum að sjá um gróður-
inn. Hörmuleg mistök hafa átt sér
stað sem blasa við allra augum og
margir furðað sig á að horfa upp
á. Við Suðurgötu fyrir framan
gömlu loftskeytastöðina var
snemma í fyrra vor komið með 70,
ca. 1,5—2 metra falleg birkitré, þau
vom lögð á hliðina í hrúgu og
svolítil mold sett á rætumar. Marg-
ir eiga leið þarna framhjá og
glöddust í hjarta sér við tilhugsun-
ina um fallegan birkiskóg þarna á
berum melnum. En hvað gerðist?
Það leið vika eftir viku og trén fóru
að bruma og springa út en ekkert
var gert og mörgum þótti sárt að
horfa á þennan trassaskap. Loks í
júní þegar þau vom orðin allaufguð
var farið að rífa þau upp og setja
niður í öllum þurrkunum í fyrra-
sumar og aldrei vökvuð. Það gat
hver óviti séð að þetta var vita til-
gangslaus vinna, hvað þá heldur
lærður garðyrkjumaður (eða
hvað?), sem er á launum hjá háskól-
anum. Nú blasir árangurinn, við
6-7 tré eftir, hinum hefur öllum
verið fleygt á haugana. Hvert
1,5—2 metra tré kostar hjá ttjá-
ræktinni 12-1300 kr. svo þarna
fóm yfir 80.000 kr. fyrir utan vinn-
una við að setja þau niður í fyrra
og rífa þau upp núna og fara með
á haugana. Sömu aðilar settu 8
falleg álíka stór grenitré við Há-
skólabíó. Þau vom ekki fest með
neinu nema lausri mold ofan á rót-
unum. Þau ultu 4-5 sinnum á
hliðina við minnsta gust og vom
stundum reist við aftur eftir dúk
og disk en aldrei fest svo alltaf fór
í sama farið. Auðvitað þoldu þau
ekki þessa meðferð og nú em að-
eins 4 eftir illa farin. Við Hjóna-
garðinn við Suðurgötu er sömu sögu
að segja. Þar em 2-3 falleg greni-
tré eftir af 10 eða 12. Hin em oltin
-
niður af kantinum sem þama er.
Þar mátti sjá í vor dauð tré með
ræturnar upp í loftið liggjandi í
brekkunni vikum saman. Þar fóm
líka miklir fjármunir á haugana og
er sorglegt fyrir skattborgarana að
horfa upp á svona vinnubrögð af
mönnum sem þykjast kunna sitt
fag: Hvað veldur?
I vor er búið að setja mikinn og
fallegan tijágróður víða á vegum
borgarinnar, þcikk sé fyrir það.
Áhugafélagið Líf og land um innri
sem ytri ræktun og fegurra um-
hverfi, kom þeirri hugmynd á
framfæri að þeir sem vildu minnast
afmælis borgarinnar gæfu tré í af-
mælisgjöf. Margir bmgðust vel við.
Til dæmis gáfu allir hreppar á Aust-
urlandi tré úr Hallormstaðarskógi
og er það mjög skemmtilegt. Þessi
tré eins og annarra gefenda verða
merkt þeim og geta þeir fylgst með
þeim vaxa. Mörg önnur sveitarfé-
lög, bæir og fyrirtæki gáfu einnig
peninga fyrir tijám. Alis urðu það
á annað þúsund tré.
Garðyrkjufélag Reykjavíkur gaf
borginni fallegan ttjálund fyrir
framan bókhlöðuna við Hringbraut,
svo mikið verður borgin okkar hlý-
legri og fallegri með tímanum. Við
treystum því að betur takist til með
þessi tré hjá nýja áhugasama og
duglega garðyrkjustjóra borgarinn-
ar okkar, Jóhanni Pálssyni. Vonandi
þurfum við aldrei aftur að horfa
upp á svona vinnubrögð. I þeirri
von lýk ég þvi að fjalla um þetta
leiðindamál, sem ekki var hægt að
þegja yfir og hlakka ég til að sjá
falleg tré prýða þessa borg. Með
tímanum verður þetta e.t.v. stærsti
skógur landsins!
Höfundur er leikkona. Húntók
einnig myndirnar með greininni.
Við Háskólabíó voru grenitré ekki fest með neinu nema lausri mold á rótunum.
Tré við loftskeytastöðina gömlu á Melunum.
Friðið hvalina á friðarári
eftir Rósu B.
Blöndals
Ef ráðamenn vorir þekktu sinn
vitjunartíma, myndu þeir skilja að
ein besta fjárhagsráðstöfun sem
Bandaríkjamenn geta hjálpað Is-
landi með, er alheimshvalfriðun.
Spánveijar og Japanir eru meðal
harðskeyttustu hvalveiðiþjóða
heims. Það kemur því úr hörðustu
átt hjá Norðmönnum og íslending-
um að setja sér það mark að
eyðileggja alheimshvalfriðun í 5 ár,
friðun sem Bandaríkjamenn beijast
fyrir. Og þetta eru ekki sérlegir
hagsmunir Bandaríkjamanna.
Hvalfriðun er nauðsynleg.
Framkoma Spánveija við Jan
Mayen hefði átt að opna augu Norð-
manna og íslendinga í hvalamálinu,
þar höfðu þeir spegilmynd af sjálf-
um sér. íslenskir ráðamenn hafa
hingað til slegið því ryki í augun á
þjóðinni, að íslendingar mættu ekki
missa þann homstein þjóðfélagsins
sem hvalpeningar frá Hval hf. í
viðskiptum við Japani hafa verið.
En nú hafa ráðamennimir sjálfír
játað að það er ekki eingöngu og
ísland getur teknanna vegna hætt
hvalveiðum.
Ríkissjóður á að geta borgað
óþarfa hvalveiðar, sem enginn hefur
með að gjöra, ef Japanir ekki kaupa.
Það á sem sagt að leggja í það
glæfra fyrirtæki að veiða hval án
samninga við Japan um að kaupa.
Það var engin skömm fyrir íslend-
inga, þótt þeir segðu, eins og
milljóna þjóðin Japanir, við leggjum
ekki Bandaríkjamarkað í sölurnar
fyrir Hval hf. markaðinn.
Það er stórkostlegt tilboð hjá
Halldóri Ásgrímssyni að láta Hval
hf. halda áfram að drepa hvali, sem
Japanir kaupa ekki og engum er
til gagns. En íslenska ríkið á að
borga í stað þess að fá borgun.
Síðan á að fylla með niðurgreiddu
hvalkjöti yfirfullan kjötmarkað hér
innanlands. En hvað á að gjöra við
dilkakjötið í haust?
Og hvað á að gjöra við kálfa, sem
nú em aldir á þeirri mjólk sem ekki
selst? Ætli það sé ekki ódýrara að
friða hvalina en að halda hvalveið-
unum áfram? Sannleikurinn er sá,
að það hefur verið slík árgæska til
lands og sjávar, að Islendingar geta
ekki verið betur undir það búnir að
friða hvalastofna sína. íslendingar
hafa stundað hvalveiðar í a.m.k.
rúm fimmtíu ár og aldrei tapað á
útgerðinni.
Það er því hinn mesti smásálar-
skapur að vilja ekki friða hvala-
stofnana með öðrum þjóðum.
íslendingar ættu að muna að það
voru Bandaríkjamenn, sem veittu
þeim hjálp til þess að ná rétti sínum
með 200 mflna landhelgi. Það hefði
engin Evrópuþjóð stutt þessa fá-
mennu þjóð í því máli.
Hugsum okkur að Englendingar
hefðu haft hér herstöðina áfram,
þetta ættu íslendingar að athuga.
Og einnig það að Alþingi sam-
þykkti með helmingi greiddra
Rósa B. Blöndals
„Ætli það sé ekki ódýr-
ara að friða hvalina en
að halda hvalveiðunum
áfram? Sannleikurinn
er sá, að það hefur ver-
ið slík árgæska til lands
og sjávar, að íslending-
ar geta ekki verið betur
undir það búnir að friða
hvalastofna sína. Is-
lendingar hafa stundað
hvalveiðar a.m.k. í rúm
f immtíu ár og- aldrei
tapað á útgerðinni.“
atkvæða og einu betur, að taka
þátt í alþjóða hvalfriðun.
Ég skora á það þingmenn sem
voru í alvöru samþykkir að þegja
ekki lengur, en standa við atkvæði
sitt.
Það er ófyrirgefanlegur smásál-
arskapur að tíma ekki að friða
hvalina í fimm ár með öðrum þjóð-
um. Það sér enginn maður hvað
hvalastofninum líður. Eitt er víst.
Alfriðun er öruggustu vísindin til
þess að auka hvalastofna. Það þóttu
ekki góðir bændur sem aldrei gátu
sett lífslömb á. Uppflosnun beið
þeirra. En þeim gat vcrið vorkunn
sem bjuggu á örreytis jörð.
íslendingar eru ekki á neinni ör-
reytis jörð hvað hafið snertir.
Ég skora á bændur að láta stjórn-
völd ekki bjóða sér það, að fara að
veiða hval án samninga við Japan.
Ég vil benda íslensku þjóðinni á
það að þetta mál varðar á engan
hátt sjálfstæði þjóðarinnar. Ásökun
á Bandaríkjastjórn um afskipti
íslenskra mála í þessu efni er
pólitískur tilbúningur og blekking
við kjósendur. Þetta mál varðar all-
ar hvajveiðiþjóðir. Það varðar
auðlind Islands í framtíð. Það varð-
ar heiður Alþingis að standa við
sína samþykkt. Ef þeir ráðamenn
sem fóru að semja um þetta mál
við Bandaríkjastjórn hefðu komið
til þess að semja um að láta herstöð-
ina kaupa landbúnaðarvörur hefðu
stjómvöld íslands metið hag
íslenskra bænda meira en Hval hf.,
eins og nú stendur. Þá gátu íslensk
stjórnaivöld gert það vinsamlega
tilboð að hætta hvalveiðum gegn
því að fá markað fyrir dilkakjöt og
mjólkurvönjr bænda hjá herstöð-
inni.
Hvalstöðin var búin að hafa þijú
ár til þess að undirbúa sig að hætta
hvalveiðum.
Það er allra bænda tap ef þessum
algjörlega óþörfu hvalveiðum er
haldið áfram.
Þeir ráðamenn vorir, sem fóru
tii Ameríku að ræða þessi mál,
hafa aldrei rætt neitt um þau annað
en að staglast alltaf á því sama,
um vísindalegar hvalveiðar. En tala
síðan um velvild og góð samskipti,
þau góðu samskipti af íslands hálfu
eru fyrst, svikin loforð, um hvalfrið-
un, en þar næst þrástagl á yfirskini
vísindaveiða af blygðunarlausri
þijósku, og síðan ásakanir í garð
Bandaríkjastjómar og talað um of-
beldi í þessu sambandi.
En þeir íslensku ráðamenn hafa
í þessu hvalfriðunardeilumáli gert
öllum heiminum það ljóst, að þeir
myndu hætta hvalveiðum ef þjóðin
væri beitt efnahagsþvingunum,
verði veiðunum ekki hætt.
En ef hin stóra þjóð lætur þessa
vora fámennu þjóð ekki ráða því
að fá að eyðileggja alfriðun hvala-
stofna vegna þess að þvingunarað-
gerðir við smáþjóð em ekki
Bandaríkjanna stefnuskrá.
Þá svarar smáþjóðin.
Jæja, allt í lagi, fyrst þið ætlið
að beita efnahagsþvingunum, þá
virðum við ekki ykkar tilmæli. Þetta
þýðir blátt áfram að Islendingar
styðja ofbeldið í heiminum. Þeir
hlusta ekki á hvalfriðunarmál þeirr-
ar þjóðar, sem ekki neytir aflsmun-
ar.
Skyldi ekki fjölmennasta sendi-
ráð á Íslandi hlæja?