Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 AKUREYRI Eyjafjörður: Hólavatnskaffið a sunnudaginn A SUNNUDAGINN kemur, 17. ágúst, verður hin árlega kaffi- sala KFUM og K á Hólavatni í Eyjafirði. Þetta er í tuttugasta sinn sem kaffi verður selt á Hóla- vatni. Fyrir tuttugu árum var ákveðið að ljúka sumarstarfi KFUM og K með kaffisölu í húsi sumarbúðanna á Hólavatni. Upphaflega var til hennar stofnað til styrktar sumar- búðastarfmu og til þess að velunn- arar þess og aðrir bæjar- og héraðsbúar gætu komið saman yfir kaffibolla. Kaffisalan fékk góðar viðtökur í upphafi og hefur hún verið árviss viðburður síðan. Forráðamenn sumarbúðanna vonast eftir því að sem flestir láti sjá sig á Hólavatni á sunnudaginn milli kl. 14.30 og 18.00 til að fá sér kaffisopa. Kaupféiag Svalbarðseyrar; Stefnt að stofnun hlutafélags um rekstur kartöfluverksmiðjunnar Eru skuldir 100 milljónir umfram eignir? NÚ ER stefnt að því, að stofnað verði sérstakt félag um rekstur kartöfluverksmiðjunnar á Svalbarðseyri, sem verið hefur í eigu kaupfélagsins þar, en i leigu hjá KEA. Ætlunin er að KEA eigi 60% í félaginu, Ágæti i Reykjavík 20% og sérstakt félag kartöflubænda i Eyjafirði 20%, en það var stofnað í gær. Talið er að með því móti verði unnt að ná hallalausum rekstri kartöfluverksmiðjunnar, en litlar likur eru taldar á arðvænlegum rekstri annarra deilda Kaup- félags Svalbarðseyrar. Hins vegar er enn ekki ljóst hvort kröfuhafar sætta sig við það, að arðvænlegasti þáttur rekstrarins verði tekin með þessum hætti út úr fyrirtækinu og þeir sitji eftir með kröfur í eignum, sem erfitt getur orðið að selja eða koma í viðunandi verð. Vegna rekstrarerfiðleika Kaup- félags Svalbarðseyrar tók KEA reksturinn á leigu með þeim hætti, að lager var keyptur á ákveðnu verði og hugsanlegur hagnaður af rekstrinum til Kaupfélags Sval- barðseyrar, en KEA tæki á sig hugsanlegt tap. Þessi leigusarrtn- ingur hefur nú verið framlengdur til 1. nóvember næstkomandi. Við rekstur hins nýja kartöflufyr- irtækis á Svalbarðsströnd er reikn- að með því að Ágæti sjái um alla dreifmgu kartaflna frá Eyjafjarðar- svæðinu auk kartaflna frá öðrum framleiðendum. Miðað er við að verð til framleiðenda verði aldrei hærra en svo, að möguleikar séu á hailalausum rekstri. Með stofnun féiags kartöflubænda munu félags- menn væntanlega krefjast þess, að sitja fyrir hvað innlegg varðar. Greiðslustöðvun Kaupfélags Svalbarðseyrar rennur út þann 21. þessa mánaðar og í kjölfar þess mun skýrast hvort af þessum hug- myndum getur orðið. Fjárhagsleg staða kaupfélagsins er sögð mjög slæm og óstaðfestar fréttir herma að skuldir séu nálægt 100 milljón- um meiri en verðmæti eigna. Frá sjóstangaveiðimóti Akureyrar í fyrra. Sj óstangaveiðimót Akureyrar fer fram 5. og 6. september HIÐ ÁRLEGA sjóstangaveiði- mót Akureyrar verður haldið dagana 5. og 6. september nk. Róið verður frá Dalvík eins og undanfarin ár. Þátttöku skal tilkynna til Jóhanns Kristins- sonar, Akureyri, í síma 96- 21670 eða 96-23583. Ef að líkum lætur munu kepp- endur koma hvaðanæva af landinu og verður keppt um vegleg verð- laun að vanda. Mótið verður sett í Alþýðuhús- inu fímmtudaginn 4. september nk. kl. 20.30. Verðlaunaafliending og mótsslit fara fram á sama stað laugardagskvöldið 6. september. Frá hátfðarhöldum fjördaganna á sl. ári á Akureyri. Skátabandalag Akureyrar: Fjördagar um helgina SKÁTABANDALAG Akureyrar heldur hátíð um helgina á útihátíðarsvæðinu fyrir neðan samkomuhúsið og ber hún nafnið „Fjördagar“. Hátíðahöld standa yfir bæði á laugardag og sunnudag, en undanfarin tvö ár hafa slíkar hátíðir verið haldnar á vegum ýmissa aðila á Akureyri auk skátanna, en þó með misjöfnum árangri, að sögn Tryggva Marinóssonar, eins af skátaforingjum Skáta- bandalagsins. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að Skátabandalagið taki hátíðahöldin alfarið í sínar hendur og hefur undirbúningsvinna að mestu verið í höndum krakkanna sjálfra í skátahreyfingunni. Fjördagar heíjast kl. 14.00 á afmæli höfuðborgarinnar á Ak- laugardag með því að karamell- um rignir yfír hátíðarsvæðið. Frá 14.00 til 18.00 verður eins- konar tívolí í gangi með hinum ýmsu atriðum eins og tíðkast í skátastarfí. Um kvöldið kl. 20.30 hefst hljómsveitakeppni, sem veitt verða verðlaun fyrir, og á meðan á keppninni stendur verður bæjarbúum boðið í grill- veislu og jafnframt fer fram flugeldasýning. Kl. 11.00 álaug- ardagskvöld hefst síðan dans- leikur í Dynheimum. Á sunnudag verður tívolíinu fram haldið milli kl. 14.00 og 17.00. Tryggvi sagði að i upphafí skipulagningar mótsins hefði verið fyrirhugað að halda upp á ureyri og gera þar með Akur- eyringum kleift að halda upp á afmæli höfuðborgarinnar í sinni eigin heimabyggð þar sem Reykjavík væri höfuðborg allra landsmanna, en hinsvegar væru helstu skemmtikraftar landsins uppteknir fyrir sunnan svo að horfið hefði verið frá þeirri hug- mynd. „Þessi hátíðahöld nú eru fyrst og fremst ljáröflun hjá skátum á Akureyri enda brýn þörf á fjár- magni. Breytingar og endur- bætur á skátaheimilinu standa fyrir dyrum og eins hafa skipu- lagsbreytingar á skátamálum í bænum verið þó nokkrar og eru dýrar í framkvæmd. Þá hefur verið ráðinn fastur starfsmaður til Skátabandalagsins, Ragn- hildur Jónsdóttir." Á Akureyri eru starfrækt tvö skátafélög, Skátafélag Akur- eyrar og Kvenskátafélagið Valkyrjan, en fyrir ári var kosin sameiginleg stjóm beggja félag- anna til reynslu og stendur til að sameina félögin verði jákvæð- ur afrakstur af samstarfinu. Fimm deildir starfa innan Skáta- bandalagsins og er meiningin að virkja hveija deild fyrir sig meira en orðið er á viðkomandi svæðum, að sögn Tryggva. „En, ijármagnið vantar og eiga þessi krakkafélög mjög undir högg að sækja hvað varðar fjáröflun með tilkomu ýmissa fullorðins- félaga og því verðum við að finna nýjar fjáröflunarleiðir." Tryggvi sagði að bærinn styrkti skátahreyfinguna lítillega en það tæki tvöfaldan styrk bæjar- félagsins að reka skátaheimilið Hvamm eitt og sér. „Við teljum að skátahreyfíngin sé svo mikill hluti af æskulýðsstarfsemi þannig að eðlilegt væri að bæjar- félögin myndu styrkja hana myndarlega." Norðurland: Aætlanir fræðsluráðs um sérkennslu skornar niður Menntamálaráðuneytið hefur samkvæmt áætlunum sínum skorið niður rúmlega helming- þeirra nemenda sem þurfa á sérkennslu í skólum að halda í Norðurlandsum- dæmi eystra. Samkvæmt áætlanagerð fræðsluráðs umdæmisins, sem send var ráðuneytinu, var reiknað með 100 nemendum sem ættu rétt á 850 vikustunda sérkennslu. Nú hefur ráðuneytið hinsvegar gert tillögu til hagsýslu um 44 nemendur og 200 vikustunda sérkennslu. Sturla Kristjánsson, fræðslu- stjóri Norðurlands eystra, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á Akureyri í gær að varla væri að vænta aukningar fjármagns í meðförum fjármálaafla úr því sem komið væri. „Við sem störfum að þessum málum erum að gera okk- ur vonir um að þessi niðurstaða ráðuneytisins sé aðeins mistök, sem bætt verði úr. Þá erum við að vonast til að sjálfur mennta- málaráðherra viti sem minnst um málið, þetta hafí verið hver önnur skrifstofuvinna, sem ráðherra leiðréttir þegar hann fær allan sannleikann." Sturla sagði að slíkur niður- skurður úti á landi skapaði auðvitað samkeppni á milli sveit- arfélaga og þeim gert erfíðara fyrir þar sem það væri ríkissjóðs að standa undir fjárútlátum menntamála. „Yfírvöld geta ekki litið fram hjá þessu vandamáli — það virðist sem litið sé á þetta sem hvert annað spamaðarmál. Það er ekki hægt að taka svona á þessu því sérkennslan getur oft á tíðum ráðið örlögum fólks.“ Þráinn Þórisson, skólastjóri á Skútustöðum í Mývatnssveit, sagðist hafa ieitað til sveitar- stjórnar Skútustaðahrepps þegar þessi niðurskurður lá fyrir og hef- ur stjórnin samþykkt af mannúð- arsjónarmiðum að hlaupa í skarðið með fjármagn fyrst um sinn með það fyrir augum að ríkissjóður greiði það sem honum ber eftir að fjárlög hafa verið afgreidd. Þá kom fram á fundinum að flestir skólana hefðu nú þegar ráðið kennara með tilliti til áætl- ana fræðsluráðs og yrði nú að segja þeim upp aftur ef ekkert yrði að gert, t.d. sagðist skóla- stjóri Lundaskóla á Akureyri, Jóhann Sigvaldason, þurfa að segja 2 til 4 kennurum sínum upp ef ástandið yrði óbreytt. Sturla sagði að gífurleg mismunum væri í afgreiðslu ráðuneytisins á milli landshluta, t.d. fengi sérkennsla í Reykjavík það sem fræðsluráð þar hefði óskað eftir. í Norðurlandsumdæmi vestra gerir áætlun fræðslustjóra ráð fyrir stuðnings- eða sérkennslu við rúmlega 300 nemendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.