Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 H fícmMin Dag nokkurn varð það ljóst að þetta er flug- fiskur, ekki gullfiskur! HÖGNI HREKKVÍSI /, AUSAFÖe>RU HUeRJO/MUM SERLEfiUR. eRIMPREKJ OKKAR tiAFA SA/MBANP WpyKKUf?.* Mikið vantar þegar faðir- vorið er Huldukona segir menntun vera þjálfun og undirbúning fyrir kröfur nútímans. Menntun er meira en utanbókarlærdómur ekki lesið Ingimundur Sæmundsson skrifar: „Eg hlusta alltaf á morgun- bænina kl. 7 á morgnana og fínnst mér það mjög hressandi þegar vel er beðið fyrir deginum. Vil ég þakka prestunum vel fyrir það sem þeir gera. Ekki vil ég þó þakka þeim prestum sem ekki hafa farið með faðirvorið en það hafa þrír prestar ekki gert það sem af er þessu ári. Mér fínnst mikið vanta þegar bænin sem frelsarinn kenndi okkur er ekki lesin á eftir morgunorðun- um. Ef prestunum er ætlaður svona naumur tími við morgunbænina þá væri betra að stytta lestur á ritning- arorðunum svo að hægt verði að enda á faðirvorinu því að það hafa allir gott af því að heyra þá bæn lesna. Elías Bjarnason formaður Jötuns skrifar í Þjóðviljann föstudaginn 1. ágúst að þegar togbátar eru farnir að veiða svo nærri Iandi að maður heldur að þeir séu strandaðir þá sé þörf á þriggja sjómilna landhelgi umhverfís Vestmannaeyjar. Eg er alveg á sama máli og hann. Það væri ekki gott ef skipin strönd- uðu upp við eyjamar. Ráðamennirnir okkar ættu að taka þetta til athugunar þegar þing kemur saman í haust.“ Huldukona vill svara grein Egg- erts E. Laxdal sem birtist í Velvak- anda 6. ágúst sl. „Það kemur alltaf jafnmikið á óvart að heyra fólk andmæla frek- ari menntun, hvort sem um er að ræða stúdentsprófi eða háskóla- námi. Hve oft á að þurfa að minna fólk á að menntun er ekki aðeins utanbókarlærdómur og lykill að hærri launum, heldur fyrst og fremst þjálfun, þroski og undir- búningur fyrir kröfur nútímans. Það er staðreynd að skólagengið fólk öðlast ómetanlega reynslu og sjálfsaga, auk þess sem það kynnist hinum ólíku hliðum samfélagsins og lærir að hugsa skýrt. Ef þjóðfélög eiga að geta þróast í átt til framfara og aukinnar tækni verður maðurinn að vera fullkom- lega undir það búinn. Skólunin er fyrst og fremst til að þjálfa hugann og ætti því að vera auðvelt að skilja gildi stærð- fræðinnar svo og latínu og annarra námsgreina fyrir hvers konar störf. Einn ágætur kennari sagði eitt sinn að menntun væri það sem eft- ir situr þegar öllu er gleymt sem lært var.“ Grábröndóttur köttur týndist Silja hringdi: „Fyrir nokkru varð ég fyr- ir því óláni að týna kisunni minni ofarlega á Njálsgöt- unni. Þetta er grábröndótt læða með gula ól. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 38967 eða 15708.“ Víkverji skrifar au eru óþtjótandi útivistar- svæðin í og við Reykjavík og hefur Víkvetji notað sér það mikið í sumar. Þá ber fyrst að nefna Heiðmörk. Það er greinilegt að hana sækja margir, a.m.k. þegar sólin skín. Ekki verður fólk þó svo mikið vart hvort við annað, því Heiðmörkin virðist taka við óendanlega miirg- um, þrátt fyrir að allir séu nokkurn veginn út af fyrir sig. Það eru ein- ungis bifreiðirnar sem gefa til kynna að þarna er fólk á ferðinni. í öðru lagi er það Öskjuhlíðin. Það er alveg yndislegt að ganga eftir göngustígum, sem búið er að leggja eftir endilangri Öskjuhlíðinni fram og til baka. Þetta á ekki sízt við um börnin, þau njóta sín og eiga valkost hvaða leið á að fara, teymandi foreldrana eða ömmur og afa á eftir sér, og þá er ekkert auðveldara en stinga sér í indíána- leik inn á milli ttjánna, ef hugurinn stefnir í þá áttina! Það er reyndar einn ókostur við Öskjuhlíðina og harin er sá, að mjög erfítt er fyrir gangandi fólk að kom- ast yfir Skógarhlíðina vegna bíla- umferðar. Engar gangbrautir eru nema neðst á Skógarhlíðinni á móts við hús Krabbameinsfélagsins, en að öðru leyti verður maður að sæta lagi og stökkva út á götuna þegar bil myndast á bílalestinni. Það eru að sjálfsögðu engir sem stöðva bifreiðirnar til að hleypa fólki yfír, því þetta er á miðri hrað- braut. Víkvetji leggur til að göngubraut verði lögð á móts við Þóroddsstaði, þar er líka strætis- vagnabiðstöð, sem erfítt er að komast að. Efst uppi á hæðinni við Háuhlíð mætti líka koma göngu- braut eða jafnvel gönguljós, því það er mjög algengt að fólk noti stokk- ana sem göngubraut, gangi frá Öskjuhlíðinni og eftir stokkunum hinum megin við Skógarhlíðina. Víkveiji sá reyndar um síðustu helgi að búið var að bijóta niður stokk- ana, og harmar það mjög. Vonandi verða byggðir aði-ir stokkar ef að- eins er verið að endurnýja lagnirnar. Laugardalurinn er enn ein paradísin. Þar er bæði um að velja grasflatir og bekki öði-um megin í garðinum, og svo hinum megin, í Grasagarðinum, er hægt að skoða ótrúlegan fjölda plantna og blóma. Þar hefur líka verið útbúið mjög skemmtilegt svæði með litlum fossi, stígurh upi> og niður hóla, þar sem blóm og lágvaxin tré eru gróður- sett inn á milli. Og svo er það Tívolí í Hvera- gerði. Víkveiji var að koma þar í fyrsta skipti í sumar og varð mjög hrifinn. Eigendur Tívolís hafa nefni- lega hugsað um fleira en að hafa bara tæki til skemmtunar, þeir hafa markað gönguleiðir og afgirt borð og bekki. Þótt Tívolí Edenborg sé smátt í smíðum ennþá, þá er gaman að ganga þarna um, láta sig dreyma nokkur ár fram í tímann þegar gróður verður farinn að mynda skjólbelti utan um svæðið. Þótt við eigum langt í land að eignast Tívolí eins og er í Kaupmannahöfn, þá byrjaði það einnig smátt í smíðum miðað við núverandi stærð. Og flestir Islendingar vita hversu Ijúft er að ganga þar um. Víkverji heyrði einn morguninn auglýsingar frá tveimur bönk- um, þar sem þeir voru að tíunda ágæti sitt og varð Víkveija hugsað áratug til baka þegar hann var að festa kaup á íbúð. Víkveiji hafði átt bankabók í þessum banka í a.m.k. 10—15 ár og þegar íbúðar- kaupin stóðu yfir átti m.a. að borga fasta mánaðargreiðslu í 13 mánuði. Víkveiji gerði sér ferð í þennan banka fyrsta dag hvers mánaðar og lagði inn ákveðna upphæð, sem síðan var tekin út 20. hvers mánað- ar. En Víkverji hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar hann færi að biðja um víxillán að þessum greiðsl- um loknum. Nú, svo þegar að því kom og komið var inn til banka- stjóra og beðið var um ákveðna upphæð var svarið: Nei, því miður, þú getur aðeins- fengið helminginn af þessari upphæð (sem þó var ekki há). Víkveija þótti skorta eitthvað á dómgreind þessa bankastjóra og sagðist hafa beðið um þessa upp- hæð vegna þess að hann vantaði einmitt 'hana en ekki helminginn, og útskýrði hvernig hann hafði tek- ið út af launareikning sínum og gert sér ferð tvisvar í mánuði til þess að fá þetta lán. Nei, banka- stjórinn sá ekki þetta sjónarmið og Víkveiji gekk út með helminginn af upphæðinni og sárt ennið — og hefur ekki átt viðskipti við þennan banka síðan. En vonandi hefur samke|>pni bankanna orðið til þess að svipuð staða komi ekki upp á teninginn í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.