Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 27 Frönsk listflug- sveit sýnir yfir Reykjavík í dag FRANSKA listflugsveitin Patrouille de France mun sýna list- flug yfir Reykjavík síðdegis í dag með tilheyrandi reykjar- strókum í frönsku fánalitunum. Samkvæmt flugáætlun sveitarinnar áætlar hún að vera yfir Reykjavík um kl. 18:30 og sýna listir sínar í 10 mínútur áður en hún lendir á Reykjavíkurflugvelli. Sýning sveitarinnar hér er liður í 50 ára afmælishátíð Flugmálafélags Islands. Að sjálfsögðu er listflug háð því að veður leyfi. Patrouille de France-sveitin milli- lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í sumar á leið sinni til Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún hefur ver- ið á sýningarferðalagi að undan- förnu. Er það í fyrsta sinn sem sveitin sýnir utan Evrópu. Nú er hún á leið heim. í henni eru 10 eða 12 herþotur af gerðinni Alpha Jet og eldsneytisbirgðaflugvél. Áhafn- armeðlimir eru 54 talsins. Ferðin yfir N-Atlantshafið var erfið enda hafa þotur þessar ekki mikið flugþol. Fyrir ferðina voru tekin af þeim öll vopn og í staðinn settir aukaeldsneytistankar. Franski flugherinn hefur á að skipa þremur listflugssveitum og er Patrouille de France ein þeirra. Það er mjög eftirsótt að komast í þessar sveitir og komast færri að en vilja, þrátt fyrir að þetta sé sjálf- boðavinna í 1-2 ár. Flugmennirnir eru allir orustuflugmenn í franska flughernum. Góðir f lugeiginleikar og ódýrar í rekstri Alpha Jet-þoturnar eru þýsk/ franskar og eru hannaðar og smíðaðar af þýsku Dornier- og frönsku Dassault-Breguet-flugvéla- smiðjunum. Þær eru léttar þjálfun- arþotur en sumar gerðir þeirra eru bunar sem léttar sprengivélar til orustu í nágvígi. Þotur þessar eru búnar tveimur hreyflum og eru með sæti fyrir tvo flugmenn. Einn helsti kostur þeirra, fyrir utan flugeigin- leikana, er hve ódýrar þær eru í rekstri miðað við ýmsar aðrar sam- bærilegar þotur. Hönnun þeirra hófst haustið 1973, að undirlagi þýsku og frönsku ríkisstjórnanna sem vantaði léttar og ódýrar æfingaþotur fyrir flug- heri sína. Fyrstu Alpha Jet-vélunum var flogið til reynslu árið 1973 en fyrstu fjöldaframleiddu vélunum íjórum árum síðar. Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér birtar örlitlar tæknilegar upplýsing- ar. Alpha Jet-þoturnar hafa um þriggja stunda flugþol og geta flog- ið 900 km vegalengd fullbúnar vopnum en 2.400 km í svokölluðu feijuflugi. Hreyflarnir eru tveir og getur hvor um sig framleitt tæplega 3 þúsund punda kný. Tóm vegur þotan 3,5 tonn og hámarksflugtaks- þyngd er 6,1 tonn en mögulegt er að hækka þá vigt um 1,1 tonn ef nauðsyn krefur t.d. í stríði. Flug- taksvegalengdin fer eftir því í hvers konar orustur þær eiga að fara og hvernig þær eru hlaðnar vopnum. Þær taka sig styst á loft á 400 metrum en þurfa allt upp í 1.150 metra ef þannig stendur á. Þær klifra mest 57 metra á sekúndu. Áætlað er að Patrouille de France, listflugsveit franska flughers- ins, verði yfir Reykjavík um kl. 18:30 i dag og sýni listflug í 10 mínútur ef veður leyfir. Á myndinni sést sveitin á flugi yfir mið- borg Parísar og ætti sjónarhornið að vera mörgum kunnugt því myndin er tekin úr Eiffel-turninum. » Afmælisterta Reykjavíkur: Marsipanið verður sérrí- inu sterkara Áhyggjur af sérríbragði af afmælistertu Reykjavíkurborgar hafa komið upp og meðal annars birtist í Morgunblaðinu í gær áskorun bakara frá móður á Akranesi um að sleppa sérríinu, þar sem börnum þætti ekki gott vínbragð af tertum. Morgun- blaðið hafði samband við Svein bakara Kristdórsson sem á sæti í tertunefndinni og spurði hann um þetta. „Eg hef notað sérri í tertur í tugi ára og hef aldrei fengið kvört- un þess efnis að böm geti ekki borðað þær. Auk þess er þetta svo lítið magn að það verður rétt keim- ur og held ég að börnum eigi eftir að þykja það gott eins og okkur. Marsipanið á tertunni á líka eflaust eftir að verða sérríinu yfirsterkara og vinna vinsældir barnanna." Bakstur tertunnar miklu hefst á morgun. Hjálpast öll bakarí borgar- innar að og gera nokkra tugi metra hvert en tertan verður alls 200 metra löng. Botnarnir verða sem- sagt tilbúnir á morgun, fyllingin sett í á laugardag og marsipaninu bætt ofaná á mánudagsmorgun. Morgunblaðid/Ámi/Sæberg Tæknisýning vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur verður í nýja Borgarleikhúsinu við Kringluna. 200 ára afmæli Reykjavíkur: Tæknisýning í nýja Borgarleikhúsinu TÆKNISÝNING verður opnuð í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar í anddyri og kjallara nýja Borgar- leikhússins kl. 17:00 sunnudaginn 17. ágúst. Á sýningunni er kynnt starf- semi hinna ýmsu stofnana borgarinnar og er sýningin byggð upp á líkönum, teikning- um og ljósakössum með myndum frá starfsvettvangi þeirra. í and- dyri hússins hefur verið komið fyrir líkani sem starfsmenn byggingardeildar Reykjavíkur- borgar hafa unnið af landnámi Ingólfs Arnarsonar og á tjaldi yfir líkaninu verður biugðið upp svipmyndum af merkum stöðum í landi Ingólfs. Jarðgöng, foss og þverskurður af Búrfellsvirkjun ásamt mynd- um og lýsingum á öðrum virkjun- arframkvæmdum eru á sýningarsrði Landsvirkjunar. Rafmagnsveita Reykjavíkur sýn- ir spennistöð og stjórnstöð og lax í búri minnir sýningargesti á Elliðaárnar. Hitaveita Reykjavík- ur og Orkustofnun bregða upp myndum frá virkjunarsvæðum og þeirri vinnu sem þar fer fram. Skógræktarfélag Reykjavíkur sýnir með garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar og geta sýn- ingargestir leitað upplýsinga og ráðlegginga varðandi ræktun hjá starfsmönnum stofnananna á meðan á sýningunni stendur. I kjallara sýnir byggingardeild Reykjavíkurborgar hvernig standa ber að endurnýjun gam- alla húsa. Þar hefur gatna- og holræsadeild Reykajvíkur komið fýrir eftirlíkingu af malar- og gijótnámi og brugðið upp sýnis- hornum af framleiðslu á blóma- keijum, hellum og rörum. Vatnsveita Reykjavíkur sýnir þverskurð af dælustöð og vatns- geymum við Gvendarbrunna í Heiðmörk. Þá hefur verið gert líkan af Sundahöfn og Reykja- víkúrhöfn og gefst sýningargest- um tækifæri á að stjórna fjarstýrðum smábátum um Reykjavíkurhöfn. Leiksvæði fyrir börn með leiktækjum er einnig í kjallara og þar verða fóstrur sem skemmta börnunum með föndri og sögustund. í bás Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar eru tvö vélmenni, sem taka gesti tali. Sýningin stendur til 31. ágúst og er aðgangseyrir kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 100 fyrir börn yngri en 12 ára. Juvena snyrtivörukynningar ídagkl. 13.00-18.00 Libfa — Laugavegi 35 Hárprýöi — Háaleitisbraut 58-60 Juvena snyrtivörur - Svissnesk gæðavara unnin úr jurtum fyrirþá sem láta sérannt um velferð húðarinnar 0) JUVENA OF SWITZERLAND Munið Juvena getraunina ViKu ferð til Sviss ogJuvena vöruúttektir í verðlaun Sundaborg 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.