Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 29 Morgvnblaðid/Bðrkur HAGRÆÐING — Grétar Haraldsson markaðsstjóri Kreditkorta hf., Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., Kolbeinn Pálsson sölustjóri Flugleiða, Jón Karlsson framkvæmdastjóri Teppalands-Dúkalands hf., Grimur Laxdal framkvæmdastjóri Radíóbúðarinnar, Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar hf. og Sigtryggur Helgason framkvæmdastjóri Brimborgar hf. Afborganir greiddar með greiðslukorti HANDHAFAR Eurocard-krítarkorta geta nú greitt flugferðir, bíla, teppi, tölvur o.fl. á afborgunarskilmálum með því að fram- vísa kortinu. Hér er um að ræða jafnar mánaðarlegar greiðslur í fjóra til átta mánuði eða jafnvel lengur, eftir vöruflokkum og útborgun. Ætlunin er að þetta greiðslufyrirkomulag komi, að nokkru leyti, í stað almennra skuldabréfaviðskipta og eru vextir þeir sömu og gerast þar almennt. Þau fyrirtæki sem standa að samningum við Kreditkort hf eru Flugleiðir hf., Brimborg hf., Teppaland hf. og Radíóbúðin en í vor tókust svipaðir samningar við ýmsar innlendar ferðaskrif- stofur um að Kreditkort hf. annaðist innheimtu á eftirstöðv- um ferðakostnaðar. Að sögn aðila þessa greiðslu- fyrirkomulags, sem kallast „Euro-credit“, er hér um verulega hagræðingu að ræða, bæði fyrir ryrirtækin og viðskiptavini þeirra. Nú þurfi ekki lengur að leita til bankanna um lán, finna vitundar- votta eða sinna því umstangi sem fylgi skuldabréfaviðskiptum, ein- ungis leggja fram kortið og greiða giróseðilinn sem berst mánaðar- lega. Jafnframt flytjist ábyrgðin um greiðslu skuldarinnar frá kaupendum til Kreditkorta hf., sem vissulega yki öryggi í við- skiptum og gæfí þar með mögu- leika á rýmri kjörum. Einnig væri lánafyrirkomulagið ódýrara en almenn skuldabréfaviðskipti fyrir kaupendur þar sem ýmsar fastar greiðslur bankanna vegna inn- heimtunnar féllu niður og auð- veldara væri fyrir fóik að hafa yfírlit yfir greiðslur hvers mánað- ar. Að sögn Grétars Haraldssonar markaðsstjóra Kreditkorta hf. hafa hlutfallsleg vanskil minnkað verulega síðustu mánuðina og þakkaði hann það aukinni hag- sæld í landinu, auk þess sem tekist hefði að sía burt þá við- skiptavini sem ekki stæðu við sínar skuldbindingar. „Við treyst- um okkur til að tryggja það að handhafar okkar koita greiði sínar skuldir." Með haustinu mun Kreditkort hf. setja á markaðinn gullkort, eins og tíðkast erlendis. Það veit- ir handhöfum ýmis réttindi umfram venjuleg greiðslukort s.s. úttektarheimild sem getur numið allt að 5.000 Bandaríkjadölum. Verður þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem reynst hafa traustir viðskiptavinir gefínn kostur á að sækja um kort af þessu tagi og búast forráðamenn fyrirtækisins við að gefin verði út um 12.500 kort. Núna eru handhafar „Eurocard" um 25. 000. 40 ára afmæli Hveragerðishrepps: „Menn hafa verið í há- tíðarskapi þessa viku“ — segir oddviti, en afmælishátíðin stendur fram á sunnudag Þingvallakirkja: Lög frá endur- reisnartíma leikin á lútu GUÐSÞJÓNUSTA verður í Þing- vallakirkju sunnudaginn 17. ágúst ld. 14.00. Samvist þessi verður að því leyti nýstárleg, að í stað organleiks og safnaðar- söngs flytur Snorri Orn Snorra- son sjö smálög á lútu. Verkin eru frá endurreisnaröld. Þeirra á meðal eru Praeludium og Tocc- ata, svo og tónsmiðin Christ ist erstanden. Snorri Öm Snorrason er þjóð- kunnur fyrir lútuleik sinn. Undan- farin fímm ár hefur hann starfað í tónlistarhópnum Musica antiqua, sem kynnir íslendingum tónverk frá löngu liðnum öldum. Snorri hefur áður sillt strengina í Þingvalla- kirkju. Hógværir tónar lútunnar eiga einkar vel heima í smáhýsinu á bökkum Öxarár. Lútan er ævafornt hljóðfæri, sem barst frá fjarlægari Austurlöndum til Evrópu á 8. öld. Breiddist notkun hennar út á hámiðöldum. Lútan varð vinsæl og að lokum tízkuhljóð- færi í Mið- og Suður-Evrópu. Snorri Örn Snorrason mun sjálf- ur kynna þau verk er hann flytur við guðsþjónustuna í Þingvalla- kirkju á sunnudaginn kemur. Sóknarprestur fer með ritningar- lestra, bænir og predikun. Guðsþjónustur hafa farið fram í Þingvallakirkju alla helga daga það sem af er þessu sumri og raunar einnig við ýmis önnur tækifæri. Kirkjusókn hefur að jafnaði verið með ágætum. (Fróttatilkynningf) Sjónvarpi og mynd- bandi stolið MYNDBANDST ÆKI og sjón- varpstæki var stolið úr íbúð í Hólahverfi í sumar, og hefur ekkert til þýfisins spurst. Eigandinn var fjarverandi í viku frá 3. til 11. júlí í sumar. Þegar hann kom heim hafði verið farið inn í íbúðina og tækjunum stolið, og einnig þremur myndböndum með áteknum áramótaskaupum síðustu ára og fleira efni. Nemur tjónið allt að hundrað þúsund krónum ef eigandinn verður að kaupa önnur tæki. Þeir sem upplýsingar geta gefíð um þetta mál geta haft sam- band við Rannsóknarlögregluna. Leiðrétting í FRÉTT viðskiptablaðsins i gær kom fram nokkur misskilningur um fækkun farþega hjá Flugleið- um og flogna farþegakílómetra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur farþegum félagsins í Evr- ópuflugi fjölgað um 11,9 sem er 18 milljón farþegakílómetra aukn- ing. Hins vegar fækkaði farþegum á flugleiðinni yfír Norður-Atlants- haf um 12,9% á sama tíma, sem er 103 milljón farþegakílómetra samdráttur. Markaðurinn Grófartorg Markaðurinn í Grófinni var formlega opnaður i gær og gefið nafnið Grófartorg. Þar verður opin markaður frá klukkan 14 í dag og framvegis á góðviðris- dögum. HÁTÍÐARHÖLD í tilefni 40 ára afmælis Hveragerðishrepps standa yfir helgina og lýkur á sunnudag. Hljómsveitin Greif- arnir leika á popptónleikum i Hótel Ljósbrá i kvöld, föstudags- kvöld, og er aðgangur ókeypis, Tivolíið verður opið ókeypis fyr- ir hádegi á laugardag og á sunnudag er skemmtun í íþrótta- húsinu í umsjá leikfélagsins, lúðrasveitarinnar og harmon- ikkufélagsins. Endapunktur hátíðarinnar verður flugeldasýn- ing við Tivolí og Eden klukkan tíu á sunnudagskvöld. „Afmælið hefur verið mjög vel heppnað," sagði Hafsteinn Kristins- son oddviti Hveragerðishrepps í samtali við Morgunblaðið í gær. „Síðastliðinn sunnudag söng Karla- kórinn Fóstbræður í kirkjunni hjá okkur og hafði orð á því að þar væri sérlega gott að syngja. Skálda- kvöld var haldið á Hótel Örk á miðvikudagskvöld og mættu þang- að um 200 manns sem var mun fleira en við bjuggumst við. Þar voru kynnt skáldin Gunnar Bene- diktsson, Kristmann Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Kristján Bend- er, Kristján frá Djúpalæk, sr. Helgi Sveinsson og Kári Tryggvason. Margir ættingja skáldana mættu og lásu upp úr verkum þeirra en Kári Tryggvason, 81 árs gamall, las sjálfur úr verkum sínum. Þetta kvöld var mjög ánægjulegt og gerð- ur að því góður rómur. Kirkjukórinn er svo með tónlist- arkvöld í kvöld, fimmtudag. Þar syngja einsöng Helga Baldursdótt- ir, kvartett og kirkjukór syngja og Róbert Darling leikur á trompet. Þá leika Grétar Einarsson og Einar Markússon einleik á píanó. Þá hafa sýningarnar verið opnar í íþróttahúsinu, málverkasýning, heimilislistasýning og blómasýning, og verið vel sóttar. Almennt hefur verið mikil aðsókn á hátíðardag- skrána, góð stemmning og menn verið í hátíðarskapi þessa viku.“ Fyrirlestrar í Odda um einkarekst- ur og tækni- breytingar í heilbrigð- iskerfinu STADDUR er nú hér á landi á vegum félagsvísindadeildar há- skólans og landlæknisembættis- ins bandaríski háskólaprófessor- inn Odin W. Anderson. Anderson mun halda tvo fyrirlestra um einkarekstur og tæknibreytingar í heilbrigðiskerfinu og fara báðir fyrirlestrarnir fram í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi háskól- ans. Fyrri fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 15. ágúst kl. 17 og fjallar um einkarekstur í heilbrigð- iskerfinu, ástæður hans og afleið- ingar. Síðari fyrirlesturinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 14 og Ijallar um tæknibyltinguna í heil- brigðiskerfinu og margvíslegar afleiðingar hennar fyrir heilbrigðis- þjónustuna. Fyrirlestrar-.ir eru öllum opnir. Njálssaga í Rauðhólum: Síðustu sýningar um helgina Söguleikhúsið sýnir Njálssögu í Rauðhólum á föstudag og laug- ardag klukkan 20.00 og eru þetla allra síðustu sýningar verksins. Þeir tólf leikarar sem (aka þátt í sýningunni halda að hessu [oknu hver í sína átt t.il að sinna vetrar- störfum. „Þetta ævintýri Iiefur gengið ágætlega," sagði Helgi Skúlason sem ásamt Helgu Bachman, gerði leikgerð og leikstýrði verkinu. „Við frumsýndum í lok júní og hefur veðrið leikið við okkur, en það er sá þáttur sem þetta útileikhús velt- ur hvað mest á.“ Miðar og upplýsingar fást hjá Söguleikháuinu, Ferðaskrifstofunni Faranda og hjá Kynnisferðum, Gimli. Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Flygenring í hlutverk- um Njálssona. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Þröstur er ofan við miðju Gausdal, Norcgi, frá Davíð Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÖSTUR Þórhallsson gerði jafntefli í gær við Barua frá Indlandi og hefur þá hlotið sex vinninga eftir tíu umferðir á heimsmeistaramóti unglinga í skák. Efstir og jafnir með sjö og hálf- an vinning eru fjórir skákmenn, þeir Zuniga frá Perú, Bareev frá Sovétríkjunum, Hellers frá Svíþjóð og Klinger frá Austurríki. Þröstur er ofan við miðju en erfitt er að segja nákvæmlega hvar hann er í röðinni vegna flölda biðskáka, sem átti að tefla í gær- kvöldi. Ellefta umferð verður tefld í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.