Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 4
á_J£ MORGUNBLAÐIÐj SUNNUÐAGUR 'lff./.AGÚSTt'198fi Svonefnt„höfuðborgarsvæði" ermótað afníu sveitarfélögum, sem eiga með sérsamstarfí ýmsum málum. Hér er fjallað um svæðið og viðhorf manna til aukinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aðsameim eða sameina ekki Hvaða Stór-Reykjavíkursvæði? Það er líklega á þessa leið sem íbúar í nágrenni Reykjavíkur bregðast við þegar rætt er um Reykjavík og nágrannabyggðarfé- lögin og þau nefnd þessu nafni. Þeir búa EKKI á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, a.m.k. ekkiþeirsem mál þetta bar á góma við. Þeir búa hins vegar á /;höfuðborgar- svæðinu", ýmist í Kjósarhreppi, Kjalarneshreppi, Mosfellshreppi, Kópavogi, Garðabæ, Bessastaða- hreppi, Hafnarfirði eða á Seltjarn- arnesi, sveitarfélögunum átta sem auk Reykjavíkur mynda hið svokallaða höfuðborgarsvæði. Samahlagt nær höfuðborgarsvæðið yfir rúma 1.000 ferkílómetra, frá Hvalfirði í norðri og rétt suður fyrir Straumsvík við Hafnarfjörð í suðri. Það er innan tveggja sýslna Kjósarsýslu og Gullbringusýslu að hluta, sem og tveggja kjördæma, Reykjavíkur og hluta Reykjanesskjör- dæmis. Rúm 50% þjóðarinnar á 1% landsvæðis En þrátt fyrir að um 1% af íslandi sé að ræða hvað landsvæði varðar, þá búa á svæðinu um 54% þjóðarinnar og hefur það hlutfall lítið breyst sl. 15-20 ár. Um aldamótin síðustu leit dæmið þó út á allt annan veg, en þá bjuggu 10% landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Töldust þeir vera um 8.000 talsins en síðan hefur íbúatala svæðisins aukist að meðaltali um 1.500 manns á ári og teljast nú vera um 130.000 íbúar á svæðinu. Þeir og þeirra sveitar- félög eiga með sér samvinnu af ýmsum toga. Þá samvinnu má reyndar rekja til þróunar Reykjavík- ur, sem eins og kunnugt er fékk kaupstaðarréttindi skv. konungsúrskurði 18. ágúst 1786. Nágrannar Reykjavíkur lögðu til land Það var 1894 sem lög voru sett um að Seltjarnar- neshreppur legði jarðimar Laugarnes og Klepp undir lögsagnarumdæmið og bæjarfélag Reykjavík- ur og má segja að þar hafí samvinnan hafist. Enn jókst hún þegar Mosfellingar lögðu einnig til land undir Reykjavík 1929 með jörðunum Artúni og Árbæ. I millitíðinni hafði lögsagnarumdæmi Reykjavíkur stækkað sem nam jörðunum Breið- holti, Bústöðum og Eiði í Seltjamarneshreppi árið 1923. Þá um leið var íbúum Seltjarnarhrepps heim- ilt vatn og rafmagn frá vatns- og rafmagnsveitu Reykjavíkur, enda Elliðaámar þar með komnar í hendur Reykjavíkur. Sá samningur er í gildi enn í dag. Síðar átti lögsagnammdæmi Reykjavíkur eftir að stækka enn og fá til þess jarðir frá fyrmefndum nágrönnum sínum. Elsta byggðin á höfuðborgarsvæðinu er í „hafn- arbæjunum" Reykjavík og Hafnarfirði, en utan þessara tveggja staða tók þéttbýli að myndast um miðja öldina og þá fyrst í Kópavogi, Garðabæ og Seltjamamesi, en síðar í Mosfellssveit. Núorðið er nánast hægt að tala um samfellt þéttbýli frá Grafar- vogi í Reykjavík í norðri að Hvaleyrarholti í Hafnarfírði í suðri. Skipulögð samvinna sveitarfélaganna Samvinna sveitarfélaganna um skipulag höfuð- borgarsvæðisins hófst um 1960, þá í tengslum við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 1962-1983. í des- ember 1961 var stofnuð samvinnunefnd um skipulag Reykjavíkur og nágrennis og samþykkti hún 1965 „Fmmdrög að svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins". Samtök sveitarfélaga á höfuð- [borgarsvæðinu, SSH vom svo stofnuð 1976 og Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins tók til starfa 1980 og hefur á undanfömum ámm unnið að mörg- um sameiginlegum verkefnum þessara sveitarfé- tlaga. Þar er nú verið að ganga frá sameiginlegu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins allt til ársins 2005. Svæðið er að ýmsu leyti talin vera ein heild, t.a.m. er almennt litið á það sem eitt atvinnusvæði sbr. það að um 25% Hafnfirðinga sækja vinnu sína í nágrannasveitarfélögin og 54% atvinnutækifæra í Garðabæ em nýtt af íbúum utan bæjarins svo dæmi séu tekin. Þá er það eitt samgöngusvæði, þrátt fyrir að t.d. rekstur almenningssamgangna sé í höndum fjögurra aðila á svæðinu, en hugur er í mörgum um breytingar þar á. Mannréttindi að allir komist leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið „Nær þriðjungur íbúa á höfuðborgarsvæðinu getur ekki eða vill ekki fara leiðar sinn á eigin bíl og það em hrein mannréttindi að það fólk komist greiðlega leiðar sinnar um svæðið," segir Gestur Aldursdreifing íbúa höfuð- borgars væðisins. Þessi aldursskif a íbúa á höfuðborgar- svæðinu sýnir annars vegar aldurs- dreif inguna árið 1984 (ljósi skyggði f löturinn sem af markast af heilli linu), og hins vegar spá um aldursdreif inguna 50 árum seinna eða árið 2034 (af markast af brotinni línu). Dökki skyggði f lötur- inn sýnir hina miklu aukningu í aldursf lokkunum 40 ára og eldri. 21 ea

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.