Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 5

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 5
MORGUÍ'ÍBLAÐÍÐ.í SONliJUÖÁáUR 'W/'AÖÖS'HSáfe ft b STOFNBRAUT MÖGULEG STOFNBRAUT TENGIBRAUT MÖGULEG TENGIBRAUT HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞRÓUN SAMGANGNA OG BYGGÐAR TIL 2005 NÚVERANDI BYGGÐASVÆÐI | .] FYRIRHUGUÐ BYGGÐASVÆÐI | 1 1 MÖGULEG BYGGÐASVÆÐI | Heimild: SKIPULAGSSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS, ágúst 1986. 5 Ólafsson, forstöðumaður Skipulagsstofa höfuð- borgarsvæðisins, en á vegum hennar hefur verið kannað hvemig megi stuðla að bættum almenn- ingssamgöngum um svæðið. Nú er einnig starfandi nefnd á vegum samgöngumálaráðuneytisins um skipulag almenningssamgangna á höfuðborgar- svseðinu og eiga sæti í henni þeir Sveinn Bjömsson, forstjóri SVR, Gestur Ólafsson og Halldór Jónsson, verkfræðingur og er stefnt að því að nefndin skili tillögum að framtíðarskipulagi almenningssam- gangna í október nk. n Sem dæmi um vemieg vandkvæði þar á segir Jón Ólafsson, oddviti í Kjalameshreppi, þar sem búa rúmlega 390 manns, að helsta vandamál for- eldra þar sé að senda böm sín í framhaldsskóla til Reykjavíkur, því að illa hafí gengið að koma á reglu- legum samgöngum sem í mörgum tilvikum þýði að bömin þurfí að búa í Reykjavík. Af öðmm málum þar sem hugmyndir em uppi um aukna samnýtingu má nefna sameiginlega sor- peyðingu fyrir allt svæðið. Þá em á vegum ríkisins ráðgerðar breytingar á löggæslu þannig að henni verði yfirstjómað frá einum stað fýrir allt svæðið og fleira mætti telja. Þá er rétt að geta þeirrar umfangsmiklu samvinnu sem sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðmu hafa, ásamt sveitarfélögum á Suðurnesjum um rekstur Bláfjaliafólkvangs og Reykjanessfólkvangs. Þá er samvinna í bmnavöm- um, þannig að Slökkvilið Reykjavíkur þjónar Reylgavík, Seltgamamesi, Kópavogi og Mosfells- sveit, en Slökkvilið Hafnarijarðar þjónar Hafnar- fírði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Þá sér Vatnsveita Reykjavíkur einnig Seitjamamesi og Kópavogi fyrir vatni, Vatnsveita Garðabæjar sér einnig Bessastaðahrepp fyrir vatni, en Mosfells- hreppur og Hafnarfjörður em með sínar eigin vatnsveitur. Þá em einnig staðbundnar vatnsveitur í Kjalameshreppi og Kjósarhreppi. Sjálfsagt einhver hagræðing í allsherjarsameiningu en ... Þrátt fyrir það samstarf sem nú þegar er fyrir hendi og almennan vilja manna um aukið samstarf sveitarfélaganna á þeim sviðum sem hagræðing er talin vera fyrir íbúana, er þó langt því frá að menn auðkenni sig sem „höfuðborgarsvæðisbúa". Um hugmyndir sem heyrst hafa af og til í gegnum árin varðandi allsheijar sameiningu höfuðborgar- svæðisins segir Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi m.a.: „Sjálfsagt væri einhver hagræðing í því að sameina höfuðborgarsvæðið í einu og öllu. En það er til tvenns konar hagræðing, annars veg- ar sú peningalega og hins vegar sú sem lýtur að vellíðan fólksins og hún vegur þyngra." Grátið að Hafnfirðingar fæðist í Reykjavík Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafn- arfírði tekur í sama streng og leggur áherslu á mikilvægi bæjarvitundar: „Hafnfírðingar, þá sér- staklega innfaeddir hafa mikla bæjarvitund, jafnvel svo að maður heyrir þá gráta það að Hafnfirðingar skuli ekki lengur fæðast í Hafnarfírði heldur á Landspítalanum í Reykjavík." Reyndar er þar um að ræða það bæjarfélag se«i byggir á hvað elstum grunni á höfuðborgarsvæðinu, að afmæiisbammu undanskildu, en rúm 75 ár eru frá því að Hafnar- ijörður hlaut kaupstaðarréttindi. Guðmundur Ámi segir ljóst að forverar sínir í starfí hafí allir haft það markmið að viðhalda sjálf- stæði bæjarins í hvívetna. Bendir hann á fram- haldsskóla, sjúkrahús, fiskvinnsluskóla, toiivöm- geymslu og fleira máli sínu til stuðnings. En hvað um smærri bæjarfélög sem liggja enn nær borg- inni, hvemig hefur þar gengið að viðhalda bæjarvit- und. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamar- nesi hefur orðið: Bæjarvitund að aukast „Bæjarvitundin er sem betur fer að aukast, en ég get ekki sagt að það hafa farið að bera verulega á henni fyrr en um 1971. Þá var byggt hér félags- heimili og með því tóku til starfa ótal félög og klúbbar. Félagsheimilið varð verulegur aflgjafi í þessum efnum, sem og sú þétting byggðar sem orðið hefur á undanfömum árum. Eins má nefna íþróttafélagið, sundlaugina og heitu pottana, bygg- ingu kirkju, það er auðfínnanlegt að allt þetta hjálpar mjög til að efla bæjarvitund Seltiminga. Síðast en ekki síst er það svo nýi miðbærinn sem er stærsta framkvæmd bæjarins til þessa. Bæði eflast atvinnutækifæri innan bæjarfélagsins með tilkomu hans og svo er alltaf mikið mál að bær eigi sér miðbæ.“ Til að gefa dæmi um samvinnu borgar og ná- grannarsveitarfélags er Seltjamames glöggt dæmi. Þar búa nú á milli 3.800-3.900 íbúar á rúmlega 160 hektara landsvæði, þannig að fyrirséð er að fjölgun í bæjarfélaginu fari ekki yfír um 6.000 íbúa. I næsta nágrenni er svo Reykjavík með alla sína íbúa. „Samvinna okkar við borgina hefur verið mjög góð í gegnum árin og báðir aðilar notið góðs af. r Sökum þess hve fá við erum til samanburðar við Reykjavík höfum við kosið að samnýta suma hhiti og hremlega leigja aðra í stað þess að standa í framkvæmdum sjálfir. Þannig ganga strætisvagn- ar Reykjavrkur út á Seltjamames og við rekum þá í sameiningu, en tökum þátt í rekstri Slökkviliðs Reykjavíkur og borgum leigu af stofnkostnaði frek- ar en að koma upp eigin slökkviliði. Það er enginn vafí á hagræðingu fyrir íbúa Seltjamamess af ná- lægðinni við Reykjavík, þeir hafa aðgang af mun meiri þjónustu en ef bæjarfélagið væri staðsett úti á landi, en vissulega hefur að sama skapi veric erfitt að byggja upp suma þjónustu hér einmitt vegna nálægðarinnar og samkeppninnar. Svo ég i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.