Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Litið yfir farinn veg með fyrrverandi borgarstiórum
Reykjavík hefur í gegnum árin haft ellefu borgarstjórum á að skipa, eða frá því Páll Einarsson tók fyrstur við embættinu árið 1908 og fram til Davíðs Oddssonar, núverandi borgarstjóra. Páll gegndi embættinu til ársins 1914, en þá tók Knud Ziemsen við um 18 ára skeið. 1931 tók Jón Þorláksson við embættinu oggegndi því til ársins 1935, er Pétur Halldórsson kom til starfa og var borgarsljóri til 1940. Því næst gegndi Bjarni Benediktsson embættinu í 7 ár, en 1947 tók Gunnar Thoroddsen við og var borgarsljóri til 1960. Síðasta ár sitt í embætti var Gunnar í leyfi og voru þau Auður Auðuns og Geir Hall- grímsson settir borgarstjórar 19. nóvember 1959 og fram til 6. október
Birgir
ísleifur
Gunnarsson
Borgarstjóri 1972-1978
Ég átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur
árin 1962—1982 eða í 20 ár. Störfin að
borgarmálum voru því snar þáttur í lífi
mínu þessi árin og tóku reyndar hug minn
allan þau tæp 6 ár, sem ég starfaði sem
borgarstjóri 1972—78.
Frá þeim áram er auðvitað margs að
minnast og ekki hægt að telja nema fátt
eitt í stuttri frásögn eins og þessari. Ég tók
við starfi borgarstjóra þ. 1. desember 1972.
Fyrsta bréfið sem ég lét'frá mér fara var
til garðyrkjustjóra boi-garinnar, þar sem ég
óskaði eftir úttekt á öllum auðum og opnum
svæðum í borginni og tillögum um skipulag
þeirra og nýtingu. Upp úr því hófst vinna
við umfangsmikla áætlun um umhveifi og
útivist í Reykjavík. Áætlun þessi var í dag-
legu tali nefnd „gi'æna byltingin". Þessi
áætlun var eitt aðal umræðuefnið í borgar-
stjórnarkosningunum 1974. Áætlunin tók
til allra útivistai'svæða innan borgarmark-
anna og hvernig þau ætti að nýta. Þar var
og fjallað um göngu- og hjólreiðastígakerfi
innan borgarinnar. Borgai-stjórn samþykkti
síðan þessa áætlun og þótt ýmislegt hafi
breyst í framkvæmd hennar í tímans rás
hygg ég að þetta skipulega átak hafi átt
verulegan þátt í að gera borgina vinalegri
og manneskjulegri. Mér fannst það mjög
áhugavert verkefni.
Einn þátturinn í þessu starfi var að
gera Austurstræti að göngugötu. Tillögur
um það mættu strax mikilli tortryggni kaup-
manna og ýmissa hagsmunaaðila við
götuna, sem óttuðust mikla röskun á sínum
viðskiptum. Fyrstu hugmyndir voru að gera
Austurstræti allt að göngugötu. Samkomu-
lag náðist fyrst um tilraunatímabil og síðar
um að takmarka framkvæmdir fyrst í stað
við Lækjartorg og Austurstræti að Póst-
hússtræti. Þannig hefur gatan verið í 12
ár og ég hygg að enginn vilji nú breyta
aftur til fyrra hoi-fs. Nú er aftur á móti
vakning hafin um að auka lífið í miðborginni.
Margs er að minnast, sem tengist marg-
víslegum framkvæmdum á vegum borgar-
innar þessi árin. T.d. var ánægjulegt að
eiga þátt í tveimur menningarstofnunum,
þ.e. að opna Kjarvalsstaði og taka fyrstu
skóflustungu Borgarleikhúss með vélskóflu.
Þegar minnst er starfsemi borgarstjói-nar
fyir á árum finnst mér nauðsynlegt að geta
um mál af öðrum toga, en það er hið mikla
starf borgarinnar að félagsmálum. Félags-
málastofnun borgarinnar, sem sett var á fót
í tíð fyrirrennara míns í borgarstjórastarfí,
var algjör nýjung hér á landi. Þar voru sam-
einuð í einni stofnun margir málaflokkar,
sem áðui- voru dreifðir og allt félagsmála-
starf geit miklu markvissara. Framfærslu-
mál, málefni aldraðra, bamavernd og
dagvistunarmál eru dæmi um slíka mála-
flokka. Önnur sveitarfélög fylgdu síðan
þessu fordæini. Þessa frumkvæðis sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn er vert að
minnast nú, þegar sá áróður er látinn dynja
í síbylju á landsmönnum að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé andvígur velferðarríki og
félagslegum aðgerðum til stuðnings þeim
sem minna mega sín.
Nú er stefnt að miklum hátíðarhöldum á
200 ára afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18.
ágúst. Þá er veit að minnast annarrar há-
tíðar, sem haldin var 1974 í minningu 1100
ára afmælis íslandsbyggðar og þar með
byggðar í Reykjavík. Reykjavíkurborg hélt
þá mikla hátíð í byijun ágúst, þar sem boð-
ið var fulltrúum frá höfuðborgum Norður-
landa og nokkrum öðrum borgum, sem
Reykjavík hafði haft haft samskipti við.
Borgarstjórar og foi-setar borgarstjórna
þessara borga heiðiuðu okkur þennan dag
með nærveru sinni. Meðal gesta okkar þá
var yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, Ur-
ban Hansen, mikill Islandsvinur, en því
minnist ég hans hér sérstaklega, að hann
lést fyrir stuttu. Sá hátíðisdagur í dýrðar-
veðri sem tugþúsundir Reykvíkinga tóku
þátt í, líður mér seint úr minni. Ég vonast
svo sannarlega til að hátíðin nú verði veður-
guðunum jafn þóknanleg.
Borgarstjóraembættinu fylgja mikil per-
sónuleg samskipti við borgarbúa í gegnum
viðtalstíma, fundir með borgarbúum og
heimsóknir til stofnana og félaga af ýmsu
tilefni. Þeirra persónulegu kynna minnist
ég með miklum hlýhug sem og samstarfsins
við hið góða fólk, sem skipar starfslið borg-
arinnar.
Borgarstjóracmbættið er einstakt í sinni
röð hér á landi. Ábyrgð þess er tvíþætt.
Annars vegar pólitísk ábyrgð og hins vegar
embættisleg. I hinni pólitísku ábyrgð felst
að borgarstjóri er beint ábyrgur gagnvart
borgarbúum. Hann er þjónn lxirgarbúa en
jafnframt leiðtogi þeirra. í hinni embættis-
legu ábyrgð felst að hann er æðsti embættis-
maður borgarinnar, þar er hann fremstur
meðal jafningja og þarf að hafa auga jafnt
með smáu sem stóru.
Á árinu 1978 var gerð tilraun til að
breyta þessu. Hin póiitíska ábyrgð var tekin
út úr embættinu og ágætlega hæfur maður
ráðinn í hið nýja embætti. Það kerfi gafst
ekki vel. Það sýndi sig að embætti borgar-
stjóra mátti ekki vængstífa eins og geit
var. Reyndin varð og sú að borgarbúar sner-
ust gegn þessari tilraun og hafa ekki viljað
enduitaka hana aftur.
Ég óska Reykjavíkurborg og borgarbúum
allra heilla á 200 ára afmælinu.
Egill
Skúli
Ingibergsson
Borgarstjóri 1978-1982
Þegar athugað er hvað hveijum einum
er minnisstæðast frá ákveðnu tímabili
ævinnar er nauðsynlegt að það sé sett í
samband við aðstæður viðkomandi fyrir
þann tíma.
Áður en éggerðist borgarstjóri árið 1978
starfaði ég sem verkfræðingur að stjórnun-
arstörfum. Þau störf einkenndust af því að
vinna með heilum hópum fólks að lausn
verkefna í jákvæðri samvinnu. Á fundum
voru ræddar ýmsar leiðir og möguleikar.
Þar er deilt um gildi og mat á einstökum
atriðum, misskilningur skýrður og mismæli
leiðrétt.
Að lokum var komist að sameiginlegri
niðurstöðu sem síðan var hægt að setja fram
með nauðsynlegum fyrirvörum.
Borgarstjóri hefur yfir að ráða um-
fangsmiklu embættiskerfi þar sem fastir
starfsmenn ganga í hvert atriði verkefnisins
til lausnar ekki ósvipað því sem áður er lýst.
En þegar borgarstjóri kynnir niðurstöður
er hver tillaga og hvert atriði tilefni fyrir
fjölmiðla og aðra aðila að velta vöngum út
frá hinum ólíkustu sjónarmiðum. Þessi sjón-
armið eru oft einstaklingsbundin og koma
ekki fram í því ákvarðanaferli sem átt hef-
ur sér stað.
Mörg þessara viðhorfa voru merk, en
önnur einungis til þess fram sett að þyrla
upp ryki og skapa óvissu hjá þeim sem
ekki þekktu málið til hlítar. Þetta var stund-
um einsog skylmingaleikur til skemmtunar
almenningi en framkvæmdamönnum til
hugarangurs. Þetta var mikil breyting.
í þessu samhengi var einkennilegt hve
minnsta mismæli gat orðið mikilvægt þegar
það var tekið eitt sér, svo að á stundum
virtist málið, sem menn mismæltu sig í,
verða léttvægt — en mismælin þung.
Af hugstæðum atburðum frá árunum
’78—’82 ætla ég að fyrir mig standi nokkuð
útúr þegar hinn stóri hópur hjólastólafólks
kom að Kjarvalsstöðum til að minna á sig.
Upphaflega var gert ráð fyrir að um gæti
verið að ræða allt að 100 manna hópi eða
jafnvel 150 — en niðurstaðan varð mörg
hundruð manns. Hygg ég að fleirum en
mér hafi orðið minnisstætt þegar gangan
kom og fyllti húsið. Jafnframt held ég að
þá hafi verið stigið stórt spor í þá átt að
skýrgreina hversu stór vandi þessa fólks er,
og að mikið hafi á vantað til þess dags að
almenningur og stjómvöld áttuðu sig á
hversu fjölmennur hópurinn væri, því þetta
fólk ber almennt ekki mál sín eða vanda á
torg heldur ber hlutskipti sitt kannske um
of í þögn og þolinmæði.
I mati á því fyrir hvað þetta embætti
standi hef ég auðvitað vissa sérstöðu miðað
við aðra borgarstjóra, þar sem ég var ráðinn
framkvæmdastjóri til að fylgja eftir og sjá
um framkvæmd samþykkta sem gerðar
voru af borgarstjórn.
Aðrir borgarstjórar hafa aftur á móti
verið og eru jafnframt leiðtogar stærsta
stjómmálaflokks borgarinnar.
Að mínu mati er hvort starf fyrir sig
fullt starf fýrir einn mann. Embættið stend-
ur í mínum augum fyrir virka stjórnun og
ábyrga og ákveðna kynningu og forsvar á
afmörkuðum vettvangi á málefnum borgar-
innar.