Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 13 1960. Frá 1960 var Geir Hallgrímsson borg’arstjóri til 1972, en þá tók Birgir Isleifur Gunnarsson við og gegndi embættinu til 1978, þegar Egill Skúli Ingibergsson varð borgarstjóri. Egill Skúli gegndi embættinu til 1982 þegar Davíð Oddsson tók við. I tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar voru fyrrverandi borgar- stjórarnir Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Egill Skúli Ingibergsson beðnir um að hugleiða bæði það hvað þeim væri minnisstæðast úr starfi borgarstjóra, sem og hvaða augum þau, sem Reykvíkingar, litu borgarstjóraembættið. -VE Geir Hallgrímsson Borgarstjóri 1959-1972 Margt er mér vissulega minnisstætt úr starfi mínu sem borgarstjóri um 13 ára skeið og erfitt að greina eitt umfram annað þegar svo margt á dagana dreif. Mér eru í raun minnisstæðust þau verk- efni, sem ég ásamt frábærum samstarfs- mönnum mínum, vann að í samvinnu við borgarbúa. Meira en tveir þriðju gatna borgarlands- ins voi-u malargötur og því fullnaðarfrá- gangur gatna ofarlega á dagskrá. Meira en helmingur bæjarbúa naut ekki hagkvæmni og gæða Hitaveitunnar og því var hitaveita til allra borgarbúa biýn nauðsyn. Aðalskipu- lag borgarinnar var orðið meira en þriggja áratuga gamalt og því var gerð nýs aðal- skipulags forsenda skynsamlegrar upp- byggingar í borginni í framtíðinni. Eg minnist þess, að þessi þijú verkefni voru á kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- manna í fyrstu borgarstjórnarkosningunum sem ég var borgarstjóri, árið 1962. And- stæðingarnir töldu kosningastefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna skýjaborgir, sem ekkeit væri að marka, en sem betur fór urðu skýjaborgirnar að veruleika, kosninga- loforðin voru efnd og stóðust eins og stafur á bók. Astæða er einnig til að minnast á, að á þessum árum var Framfærsluskrifstofa Reykjavíkur og fátækraframfæri lagt niður en Félagsmálastofnun Reykjavíkur hóf störf með nútímalegum sjónarmiðum að leiðar- ljósi til að efla þá, sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni, til sjálfsbjargar. Eitt það ánægjulegasta í starfi borgar- stjóra er að fá hugmyndir eða fylgjast með frá því að hugmyndir verða til og taka þátt í áætlanagerð og hönnun þeirra, og síðan framkvæmdum þangað til hugmyndirnar eru orðnar að vei-uleika og geta síðan tekið þátt í að móta, hvernig hið innra starf kem- ur borgarbúum best að notum. Það er áreiðanlega í fáum öðrum störfum sem menn geta sjálfir séð árangur starfs síns og samverkamanna sinna eins vel og í borg- arstjórn. Eg minnist þess þegar vel hafði gengið að Ijúka mannvirkjum eða áfanga þeirra, eins og þegar fyrsta deild Borgarspítalans var tekin í notkun, slökkvistöðin, nýjar skólabyggingar, barnaheimili og íþrótta- mannvirki, þá gagnrýndu pólitískir and- stæðingar „vígsluglaða borgarstjórann“ og hafa þeir sennilega oft verið ósanngjamari í minn garð en þá. Samskipti við pólitíska andstæðinga í borgarstjóm voru alla tíð ánægjuleg og eftirminnileg, þótt málefna- ágreiningur væri auðvitað til staðar. En það allra ánægjulegasta frá borgar- stjóraárunum eru þó þau nánu persónulegu samskipti sem tókust við fólk úr öllum stétt- um og félagasamtökum, sem ræddu áhugamál og vandamál sín við borgarstjóra. En borgarstjóri ber líka áhugamál borgar og borgarbúa fram við aðra og ekki er síður eftirminnilegt að minnast samskipta við listamenn eins og Tómas Guðmundsson, Jóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson og Siguijón Olafsson, svo nokkrir séu nefndir af þeim sem gengnir eru. Spurt er líka hvernig borgarstjóraemb- ættið kemur mér, sem Reykvíkingi, fyrir sjónir. Ég hygg, að svarið felist að miklu leyti í því, sem ég hef þegar rifjað upp sem minni- stæðast úr mínu starfi sem borgarstjóra. En ég get bætt því við, að ég tel afar mikil- vægt að höfuðborg Islands eigi sér ákveðinn merkisbera, ekki eingöngu fyrir borgarbúa heldur og fyrir og gagnvart öðrum lands- mönnum og erlendum gestum. Slíkur merkisberi á ekki eingöngu að hafa tákn- ræna þýðingu heldur einnig að vera það frumkvæðisafl til framkvæmda, sem nauð- synlegt er lifandi mannlegu samfélagi í vexti og viðgangi. Borgai-stjórinn er borgarstjóri allra borgarbúa þótt hann sé kjörinn pólitískri kosningu, en einmitt vegna þess að hann er kjörinn pólitískri kosningu ber hann ábyrgð og verður að standa borgar- búum öllum reikningsskil gerða sinna, en getur ekki falið sig bak við, eða varpað ábyrgðinni á fjölskipað vald eins og borgar- stjórn, að ég tali ekki um, ef enginn einn flokkur hefur þar meirihluta. Auður Auðuns Borgarstjóri 1959-1960 í nóvember 1959, sama dag og viðreisnar- stjórnin var mynduð, tók borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, sæti í ríkis- stjórninni, en við Geir Hallgrímsson vorum sett til að gegna borgarstjóraembættinu. Ég hafði þá um haustið verið kosin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þegar spurt er nú hvað mér sé minnisstæðast frá þeim tíma er ég gegndi borgarstjóraembætt- inu kemur mér einna helst í hug það sem reyndar ekki gerðist á vegum bæjarstjómar eða borgarstjóraembættisins, en átti eftir að hafa víðtæk áhrif á allt þjóðlífið um langt skeið. í þingflokknum hafði ég fylgst með mót- un stjórnarstefnunnar, en þær róttæku ráðstafanir í efnahags- og félagsmálum sem ríkisstjómin beitti sér fyrir hlutu einnig að hafa sín áhrif á málefni Reykjavíkurborgar. I ágúst var fjárhagsáætlun fýrir árið 1960, sem hafði verið samþykkt fyrir ára- mót, tekin til meðferðar á ný vegna breyttra viðhorfa. Deilumálin á Alþingi endurómuðu í bæjarstjóminni eins og oft endranær. Ég minnist þess t.d. að harðar deilur urðu um tillöguflutning stjórnarandstöðuflokkanna varðandi landhelgisdeiluna við Breta. Nú, eftir aldarfjórðung, er margt af því gleymt, sem var manni hvað ríkast í huga meðan við það var fengist. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar em að jafnaði fluttar fjöl- margar ályktunartillögur sem gefa nokkra hugmynd um það sem helst er til umræðu á hveijum tíma. Þegar ég fór að rifja upp afgreiðslu fjár- Morgunblaðið/Bjami Eiriksson hagsáætlunar fyrir það tímabil, sem um er spurt, finnst mér sem þar hafi verið karpað um ýmsa gamla kunningja frá fyrri ámm, með smávegis breytingum, en hvað sé öðm fremur minnisstætt finnst mér varla taka að tíunda. Um borgarstjóraembættið væri hægt að skrifa langt mál um eðli starfsins. En ég skal vera stuttorð. í mínum huga og, að ég held, margra annarra Reykvíkinga, er embættið tákn leiðtogastarfs í málefnum borgarinnar, og byggist þá á því að að baki þeim sem embættinu gegnir standi ábyrgur og styrkur meirihluti í borgai-stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.