Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Taylor ísvélar
fyrirliggjandi
Hagstætt verd.
Góð kjör.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
Torfæniaksturs-
keppni Stakks
hin árlega torfæruaksturskeppni björgun-
arsveitarinnar Stakks, Keflavík-Njarðvík,
verður haldin við Hagafell í Grindavík,
sunnudaginn 31. ágúst nk. Keppt verður
í tveimur flokkum, flokki götubíla og flokki
sérútbúinna jeppa.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig í
símum: 92-1102 (Þorsteinn), 92-3666
(Sævar).
Sjö ný lönd
í gagna-
netinu
Samband við Telenet í
Bandaríkjunum og Tymnet
bætist við innan skamms
NOTENDUR „gagnanets" Pósts
og síma geta nú róið á fleiri mið
en áður. Nýlega voru opnuð sam-
bönd við Finnland, Noreg,
Svíþjóð, Frakkland, Holland,
Vestur-Þýskaland og Telenet-
kerfið í Bandaríkjunum. Sam-
bönd við Danmörk og Bretland
voru þegfar opin. Að sögn Ragn-
ars Benediktssonar, deildar-
stjóra tæknideildar, eru þegar
um 60 fastir notendur tengdir
netinu. Auk þeirra eiga á annað
hundrað tölvueigendur aðgang
að því um sk. „upphringimótöld".
Unnið er að því að víkka notkun-
arsvið gagnanetsins, og í náinni
framtíð verður hægt að nota það
til að senda og taka við telex-
skeytum.
Eins og nafn þess gefur til kynna
er gagnanetið notað til að flytja
gögn frá einni tölvu tii annarrar.
Notandi á Íslandi byrjar á því að
hafa samband við íslenska gagna-
netið, sem er riðið í heila tölvu í
Múlastöð símans. Síðan velur hann
númer þess lands sem hann hyggst
hringja til. Einkennisnúmer Tele-
net-kerfisins í Bandaríkjunum er
t.d. 3110. Tölvan í Múla kallar þá
upp sambærilega vél vestan liafs,
og getur íslenski notandinn
„hringt" í hverja þá tölvu sem tepgd
er netinu.
Boðflutningurinn fer um „gagna-
línur" og er kostnaður við hverja
sendingu minni en ef hringt er beint
til útlanda. Auk þess eru sending-
arnar villuprófaðar, og getur
sendihraði verið allt að 16 sinnum
meiri en með venjulegu símasam-
bandi, eða 19.200 „baud“. Til
dæmis um verð, kostar hvert
„gagnasímtal" við Bandaríkin 27
aura, og hver byrjuð mínúta 3 krón-
ur. Einnig er greitt eftir magni.
Fyrir u.þ.b. 640 stafi (bókstafi, töl-
ur og tákn) borgar rrotandi 2
krónur. Sem dæmi má nefna að í
þessari frétt eru tæplega 3.000
stafir, og myndi því kosta 10 krón-
ur að senda hana yfír hafið. Við
þetta þarf að bæta tímagjaldi,
stofnkostnaði og ársfjórðungs-
gjaldi. Tveir síðastnefndu kostnað-
arliðimir eru óháðir notkun, en
miðast við hversu öflugum búnaði
notandinn beitir við gagnaflutning-
inn.
Ragnar sagði að til væra þijár
meginleiðir til að gerast aðili að
gagnanetinu. Notandi getur verið
með fasta símalínu og sent gögn
með tvennskonar liætti, sem meðal
sérfróðra gangast við nöfnunum
„X.25“ og „X.28“. Þriðji möguleik-
inn byggist á áðumefndum „upp-
hringimótöldum“ og lientar hann
þeim sem senda gögn af og til. Til
þess að notfæra sér netið á bennan
hátt þarf aðeins einkatölvu, venju-
legt samskiptaforrit, nótald og
síma. Stofngjald slíks notanda er
1.150 krónur og ársfjórðungsgjald-
ið 575 krónur.
Einkennisnúmer þeirra landa
sem nú er komin tenging fyrir era
þessi: Finnland og Noregur númer
2442, Svíþjóð númer 2402 og 2405,
Frakkland númer 2080, Holland
númer 2041, Vestur-Þýskaland
númer 2624. Hver upphringing
kostar 27 aura, hver byjjuð mínúta
1 krónu á Norðurlöndunum en 1,60
á meginlandinu. Magngjald fyrir
640 stafí er 1 króna. Telenet í
Bandaríkjunum er númer 3110,
hver mínúta kostar 3 krónur, magn-
gjaldið er 2 krónur. Upphringing
kostar það sama og annarstaðar.
Að sögn Ragnars verður „Tym-
net“-kerfíð í Bandaríkjunum opnað
okkur Islendingum innan skamms.
Reynt verður að ljúka upp „gagna-
gáttum" sem víðast og er takmarkið
að netið verði jafn þéttriðið og síma-
kerfið.