Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 27 Tjörnin Tjömin sjálf er kannski ekki beinlínis útivistarreitur, og þó, það er umhverfi hennar með hana sjálfa sem miðpunkt sem getur talist það. Svæði þetta tengist Hljómskálagarðinum, sem umlykur hluta Tjarnarinnar. Tjörnin myndaðist í upphafi sem lón innan við malar- kambinn þar sem miðbærinn reis. Hún liggur milli hæðanna tveggja sem kenndar eru við Landakot og Skólavörðuna og suður í Vatnsmýri. Tjömin hefur mikið gildi fyrir borgarbúa vegna þess að þar getur að líta fjölmargar fuglategundir, svo margar að annað eins sést varla í höfuðborgum annarra landa þótt víðar væri leitað. 5 andartegund- ir verpa að staðaldri við Tjömina, stokkönd, duggönd, skúfönd, æðarfugl og gargönd, álft einnig stöku sinnum. Þá má ekki gleyma kríunni og hettumáfnum, auk þess sem segja má að alls sjáist 40—50 tegundir af fuglum á Tjöminni eða við hana ár hvert. Þegar allir flækingar og þess konar fyrirbæri em talin með, nær talan 80 tegund- um. Á vorin og framan af sumri er skemmtilegt að fylgjast með heimilishögum íbúa Tjamarinnar, en litlir andarhnoðrar skondra og þjóta um allt og úti í hólmunum sér á kollana á kríuungunum og gargið í foreldrum þeirra blandast við rabbið í öndunum og um- ferðargnýinn. Gömul saga segir að einu sinni hafí verið dijúggóð lax- og silungs- veiði í Tjöminni og bræður tveir hafí átt þar allan veiðirétt. Þeir fóm auðvitað að deila um veiðina og endaði það karp með heitingum sem urðu til þess að veiði þvarr í Tjöminni. Hyað svo sem þessari sögu líður, þá er mikið af homsílum í Tjöminni og þar var áður nokkuð af ál, en hann er talinn horfínn. Hljómskálagarðurinn Hljómskálagarðurinn var fyrsta svæðið í Reykjavík sem var skipulagt frá upphafi sem útivistarsvæði og lystigarður, en það var árið 1909, en tijárækt hófst austan Bjarkargötu árið 1913. Nú em í Hljómskála- garðinum fallegir skógarlundir og gróður þrífst þar sérstaklega vel. Umlykur garðurinn Mið- og vestasta hluta Tjarnarinnar, en afmarkast annars í vestri af Vatnsmýrinni. Heitir garðurinn eftir Hljómskáianum sem var reistur árið 1922, en þar hefúr Lúðrasveit Reykjavíkur aðstöðu sína, auk þess sem Tónlistar- skóli Reykjavíkur var stofnsettur í skálanum árið 1932. Gróðurreiturinn sem Hljómskálagarðurinn vissulega er, er sumarfagur og má segja að kjami hans sé Reykjavíkurtjörn sem býður borgarbúum upp á að fylgjast með sérlega fjölbreytilegu fuglalífí. Þar verpa ýmsar tegundir fugla, m.a. æðarfugl og kría, en Reykjavík er talin eina höfuðborg í heimi sem hefur kríu- varp innan marka sinna. Er svæði þetta afar vinsælt og fjölsótt sem útivistarsvæði aðallega á sumrin þegar sólin yljar borgarbúum. Miklatúnið Miklatúnið er einn helsti almenningsgarður Reykjavíkur og skemmtilegt útivistarsvæði. Svæðið takmarkast af Flóka- götu, Lönguhlíð, Miklubraut og Rauðarárstíg. Borgin eignaðist svæðið árið 1946 og upp úr 1965 var ákveðið að þaraa skyldi géi-ður skemmtigarður fyrir borgarbúa. Síðar vom Kjarvalsstaðir reistir á svæðinu og prýða það mjög. Öskjuhlíðin Öskjuhlíðin er grágrýtishæð sem rís austur af Vatnsmýr- inni og er í 61 metra hæð yfir sjó. Er hlíðin gömul eyja í hafí sem umlukti hana fyrir 10.000 ámm. Má sjá íjöru- mörk og lágbarið gtjót í allt að 45 metra hæð. í Öskjuhlíð kennir ýmissa grasa, þaðan var tekið gijót til hafnargerðar í Reykjavíkurhöfn og flutt burt með eim- reið, þar er mesti kirkjugarður landsins og heitavatns- geymar hafa löngum sett svip sinn á hlíðina. En í henni sunnanverðri hefúr verið sett niður töluvert af tijáplöntum. Hafa þær náð nokkmm þroska„ þannig að þarna er nú hið ákjósanlegasta útivistarsvæði fyrir boi-gárbúa og veður- sæld er þar oft mikil í skjóli ttjánna þótt næði að norðan í sólskininu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.