Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGUST 1986
B 31
Úr annálum
Tolla skyldi
óþarfa hunda
AFSTAÐA til hunda í þéttbýli á
Islandi er ólík því sem gerist í öðr-
um löndum, en hin íslenska andúð
á hundum á sér sögulega skýringu.
Þar sem sambýli sauðrjár, hunda
og manna var náið átti sullaveikis-
bandormurinn heima. Suilaveikin
var svo útbreidd hér á landi að
fjöldi fólks gekk með sulli. Arið
1864 gerði Harald Krabbe kunnar
rannsóknir sínar og Jóns Finsen á
sullaveiki á íslandi og sýndi fram
á samhengið milli hunda, sulla í
kindum og sulla í mönnum. Vísinda-
menn höfðu áður ráðið þessa gátu
að mestu, en eftir var að sannprófa
hana með tilraunum. Rannsókn
Krabbe leiddi í Ijós að 75% hunda
höfðu netjusullsbandorm, 18%
þeirra höfðu höfuðsóttarbandorm
og 28% ígulbandorm.
Stjómin lét prenta bækling eftir
Krabbe um sullaveikina og dreifa
um landið. Arið 1867 lagði hún svo
fyrir alþingi frumvarp um hunda-
hald á Islandi og var Krabbe með
í ráðum við samningu þess. Það
miðaði að fækkun hunda með þvl
að skattleggja alla hunda á landinu.
Jón Hjaltalín landlæknir kynnti
málið á alþingi með því að biðja
þingmenn að hafa það ekki í
„fíflskaparmálum". Ógn sullaveik-
innar var alþingismönnum ljós og
þeir sömdu nýtt frumvarp sem gerði
ráð fyrir læknun hunda með orma-
lyfjum. Þetta frumvarp gekk þó
styttra en frumvarp stjómarinnar
að því leyti að einungis átti að tolla
þá hunda sem töldust óþarfir.
Úr bókinni Sveitin við sundin eftir Þór-
unni Valdimarsdóttur.
Hollensk videómynd með íslenskum
fyrirsætum sýnd í versluninni.
SONJA
Laugavegi 81, sími 21444
---------------------------------
Vinsamlega sendið mér eintak af Bar-
bara Farber-, Pointer-kynningarbækl-
ingi sem tekinn var á islandi.
Heimilisfang
Nafn
Staður
POTTÞETT FRA
Pepperino
Full verslun af nýjum
vetrarvörum frá
Barbara Farber og Pointer.
. . Tómas Guðmundsson,
Þin er borgin björt af gleði./ Borgin heit af vori og sól./ Strætin syngja. Gatan glóir./ Grasið vex á Arnarhól. úr kvœðinu Hanna litla.