Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 36
36 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Hvað segir landsbyggðarfólk um höfuðborgina?
■
Morgunblaðið/Úlfar
Guðmunda Sigurðardóttir
Guðmunda Sigurðar-
dóttir, Kirkjubóli í
Langadal:
Fallegust ogalveg
passlega stór
„Reykjavík er alveg stórkostleg
borg. Hún er falleg og alveg pass-
lega stór,“ sagði Guðmunda Sigurð-
ardóttir húsfreyja á Kirkjubóli í
Langadal við ísafjarðardjúp.
Guðmunda var ásamt manni
sínum, Kristjáni Steindórssyni, úti
í flekk að raka, þegar fréttamann
Morgunblaðsins bar að garði.
Glaðasólskin var og brakandi þerr-
ir, en Guðmunda gaf sér samt tíma
til að ganga með gestum til stofu
og á örfáum mínútum var hún búin
að töfra fram hlaðið vcisluborð.
„Ég er kannski ekki alveg óhlut-
dræg í þessum málum, því ég er
fædd og uppalin í Reykjavík, og
verð aldrei annað en Reykvíkingur
hversu lengi sem ég bý hérna vest-
ur í sveitinni eða einhversstaðar
annars staðar.
Ég er búin að ferðast víða en
mér finnst Reykjavík alltaf falleg-
asta borgin. Hún er svo hlýleg ekki
með stórborgarsniði, en þó með allt,
sem góð borg þarf að hafa.
Breytingamar sem hafa orðið
síðan ég var stelpa í Hlíðunum eru
alveg stórkostlegar. Þá voru
Hlíðarnar í úthverfunum, bóndabæ-
ir og kartöflugarðar allt í kring.
Ég er mjög hrifín af framtakinu
við að vernda gamla miðbæinn. Þó
aldrei megi ganga of langt í að
geyma það gamla hefur tekist alveg
stórkostlega vel að viðhalda gamla
svipnum þama. Það sem kernur
verst við mig er að Reykvíkingum
og dreifbýlisfólki skuli sífellt vera
att saman vegna
hagsmunaárekstra.
I Reykjavík er alltaf verið að
tala um okkur skollans bændafólkið
sem framleiðum okkar vörur alltof
dýrt. Mér fínnst að það þurfi að
leggja meiri áherslu á að útskýra
hvemig kostnaðurinn við milliliðina
í bænum hækkar verðið. Mér sám-
ar það að geta ekki talað um
eitthvað skemmtilegra við fólkið
mitt fyrir sunnan. Ég vil tala um
eitthvað uppbyggilegra, eitthvað
sem tengir okkur saman og gerir
mannlífið bjartara.
Þótt við búum norður við Djúp,
em samgöngumar orðnar þannig
núna, að það munar sára litlu fyrir
okkur hjónin hvort við notum versl-
unarþjónustu í Reykjavík eða á
ísafírði. Vegirnir í Djúpinu em oft-
ast mjög slæmir, en vegimir suður
batna með hveiju árinu. Því er það
orðið þannig hjá okkur að við sækj-
um bankaþjónustu og annað
smálegt til Hólmavíkur, en allt
meiriháttar sækjum við til Reykja-
víkur. Þar er vöruúrvalið auðvitað
mest og verðið hagstæðast. Nú, svo
á ég allt mitt skyldulið í Reykjavík
og get þá heimsótt það um leið.
Eg vil senda Reykvíkingum ham-
ingjuóskir á 200 ára afmælisdegin-
um og óska borginni minni
velfarnaðar á komandi ámm.“
Morgunblaöið/Guðl.Sig.
Richard Sighvatsson
Richard Sighvatsson,
Vestmannaeyjum:
Slæmt að vera á
V-númeri
„REYKJAVÍK, er það bara ekki
mjög góður staður sem gaman er
að heimsækja? Ég gæti vel hugsað
mér að búa þar og hefi raunar verið
á leiðinni þangað í ein 10 ár en er
þó ekki kominn lengra,“ sagði Ric-
hard Sighvatsson, verkstjóri við
togaralandanir í Vestmannaeyjum.
„Það skemmtilegasta sem ég geri
þegar ég heimsæki Reykjavík er
að ganga um hafnarsvæðið og fýlgj-
ast með athafnalífinu þar. Það
versta við borgina er umferðaröng-
þveitið á föstudögum, þá er slæmt
að vera á V-númeri.
Reykvíkingar njóta vissulega sér-
réttinda umfram okkur utanbæjar-
fólkið, hafa alla æðri skólana,
leikhúsin, menninguna og íþrótta-
viðburðina. Þeir hafa úr meim að
velja og geta notið þess á mun ódýr-
ari hátt en okkur býðst.
Gagnvart okkur í Vestmannaeyj-
um er það alltof dýrt að ferðast til
Reykjavíkur, annars fæmm við
þangað mun oftar að heimsækja
ættingja og vini.
Því verður ekki á móti mælt að
höfuðborgin sogar til sín Ijármagn
af landsbyggðinni og það heldur
ótæpilega. Við fáum ekki til baka
út á land það sem okkur ber af
útflutningstekjunum, sem verða til
fyrir tilstilli fólks á stöðum sem
V estmannaeyj u m. “
— hkj.
Guðrún Valdimars-
dóttir og Sólrún
Tómasdóttir, Hellu:
Allir að f lýta
sér alltof mikið
ÞÆR stöllur Guðrún Valdimars-
dóttir og Sólrún Tómasdóttir, báðar
15 ára, sátu og röbbuðu saman í
Grillskálanum á Hellu, er blaðamað-
ur átti leið þar um þeirra erinda
að leita álits utanbæjarfólks á höf-
uðborginni. Þær vom sammála um
að það væri ágætt að koma til
Reykjavíkur, aðallega til að versla
og skemmta sér, en að búa þar
vom þær sammála um að kæmi
alls ekki til greina. Heima á Hellu
væri best og rólegast.
Af hveiju ekki að búa í
Reykjavík, fyrst svo gott er að fara
þangað? Svarið var einfalt: Alltof
mikið stress á öllum. „Allir alltaf
að flýta sér alltof mikið," eins og
önnur þeirra orðaði það.
Þær kváðust líta á Reykjavík eins
og aðra bæi eða borgir. „Svona eins
og Selfoss, bara að hún er stærri,“
sagði Sólrún. - Af hveiju að fara
alla leið til Reykjavíkur að versla?
„Jú, það er flottast þar og úrvalið
meira," sagði Guðrún. Þær stöllur
sögðust einnig hafa sótt til
Reykjavíkur til að láta klippa sig,
en nú væri það að breytast, - hægt
væri að fá „smart“ klippingu á
Hellu.
- Unglingar í Reykjavík. Eru
þeir „meira smart“ en úti á landi.
- Eða em þeir bara „púkó“?
„Osköp svipaðir og úti á landi,“
var svarið. Þegar gengið var á þær
vinkonurnar kom í ljós að strákarn-
ir, þ.e. reykvískir gæjar, líta fremur
stórt á sig, að þeirra mati, - finnst
þeir vera meiri karlar en jafnaldrar
þeiira úti á landi.
Stöllurnar vom að lokum spurð-
ur, hvað þær myndu veíja í
afmælisgjöf handa borginni, ef þær
væru spurðar ráða: „Fleiri ungl-
ingastaði, góðan skemmtistað fyrir
krakka yngri en 16 ára,“ svaraði
Guðrún að bragði og Sólrún sagðist
algjörlega sammála henni um það
val.
Morgunblaðið/Jóhanna
Guðríður Vigfúsdóttir
„Mér fínnst alltaf gott að koma
til Reykjavíkur enda hef ég búið
þar af og til í gegnum árin,“ sagði
Guðríður Vigfúsdóttir, starfsstúlka
á Hótel KEA.
„Ég held að Reykvíkingar og
aðrir gestir fínni fyrir svolitlum
hrepparíg þegar komið er til Akur-
eyrar og jafnvel á öðmm stöðum
líka, en þegar utanbæjarfólk kemur
til Reykjavíkur held ég að hreppa-
pólitík sé ekki til þar.“
Guðríður sagðist ekki geta gert
upp á milli þess hvort betra væri
að búa í Reykjavík eða á Akureyri
þar sem hún hefði búið svo víða
erlendis. „Hver staður hefur sinn
„sjarma" og manni getur líkað vel
alls staðar ef hugarfarið er rétt.
Það er alveg ljóst að fjármagnið
er í Reykjavík. Ef við á Akueryri
og úti á landi fáum 30.000 krónur
fá Reykvíkingar helmingi meira.
Það virðist enginn heilsteyptur vilji
fyrir því að breyta þessu. Vilji lands-
manna á að ráða og ef hann er sá
að allir búi á Suðurlandi, í kringum
fjármagnið, þá verður það svo og
hitt leggst í eyði. Komið hafa upp
hugmyndir af og til um að færa til
stofnanir, en ég er svo hrædd um
að viljinn sé ekki nægur. Ráðamenn
hljóta því að vera ánægðir með
núverandi ástand. Það er til bóta
að fá hingað norður háskóladeildir
þó gagnrýnin sé töluverð, en það
vom líka flestir vissir um að
menntaskólinn hér á Akureyri yrði
lélegasti skóli landsins þegar honum
var komið af stað, en raunin hefur
orðið önnur,“ sagði Guðríður.
Morgu nblaðið/FP
Sólrún Tómasdóttir til vinstri og Guðrún Valdi-
marsdóttir til hægri fyrir framan Grillskálann á
Hellu.
Guðríður Vigfúsdóttir,
Akureyrí:
Engin hreppa-
pólitíkí
Reykjavík
Úr annálum
Borg-arabréf og
borgaraeiðar
Sá, sem óskaði eftir því
að fá leyfi til að stunda verzl-
un eða iðnað, þurfti að fá
sérstakt leyfi bæjarstjórnar-
innar. Ef hann fullnægði
þeim skilyrðum, sem sett
vom og eftir að hann fékk
borgaraeið fékk hann borg-
arabréf, og naut eftir það
réttinda sem borgari.
Borgareiðar vom færðir í
borgarabókina, sem bæjar-
fógeti hélt. Þar vom og
færðar inn fundargerðir
borgarafunda .. .
Allt var skráð á dönsku;
enda borgaramir flestir
danskir eða þá mæltir á þá
tungu. Þeir vom flestir kaup-
menn eða verzlunarstjórar,
nokkrir vom iðnaðarmenn
og skipstjórar.
(Úr væntanlegri bók Páls
Líndals um sveitarstjóm í
Reykjavík að fornu og nýju.)
Minna frelsi í
Reykjavík?
Árið 1867 var lögð fyrir
Alþingi bænarskrá frá 11
Reykvíkingum ...
Bænarskrá þessi fól í sér
ósk um, að reglum um kosn-
ingarrétt og kjörgengi yrði
breytt... Aðgreiningin milli
tómthúsmanna og annarra
skyldi afnumin ...
Það kom fram hjá einum
þingmanni að ekki væri mik-
ið upp úr bænarskránni
leggjandi, að henni stæðu
aðeins tómthúsmenn. Það
kom hins vegar fram úr ann-
arri átt, að óeðlilegt væri,
að íbúar Reykjavíkur byggju
við minna frelsi en íbúar
Akureyrar og ísafjarðar,
sem nýlega höfðu endur-
heimt kaupstaðarréttindi sín.
Snautt fólk
Stjórn fátækramála var
með nokkuð sérstæðum
hætti í Reykjavík.
Sá háttur hafði verið á
hafður, að þessi mál vom enn
sameiginleg með kaupstaðn-
um og Seltjarnameshreppi
svo sem verið hafði fyrir
stofnun kaupstaðarins. Þau
rök vom uppi höfð þessu til
rökstuðnings, að eftir að
byggð tók að rísa í
Reykjavík, tók fólk að sækja
hingað í atvinnuleit fyrst hjá
Innréttingunum og síðar hjá
kaupmönnum.
Hér var oft um að ræða
snautt fólk, sem gat orðið
bjargþrota, þegar harðnaði í
ári. Sumt af þessu fólki bjó
í hinni eiginlegu Reykjavík,
en margt af því í kotunum
umhverfis byggðina utan
kaupstaðarmarka.
Þótti ekki eðlilegt eins og
á stóð, að Seltjarnarnes-
hreppur tæki að sér fram-
færslu slíks fólks, enda það
talið hreppnum ofviða fjár-
hagslega. Var því horfíð að
því að hafa hrepp og kaup-
stað eitt framfærsluhérað,
og hélzt sú skipan til ársloka
1856.
Prins Napoleon
í heimsókn
Á fundi, sem haldinn var
20. júní 1856 var lagt fram
bréf stiftamtmanns, þar sem
hann tilkynnir, „að hingað
sé von á prins Napoleon frá
Frakklandi“. Er þess óskað,
að bæjarstjórnin undirbúi
bæinn til að taíca á móti
honum.
Hér er átt við Jerome
Napoleon bróðurson Napo-
leons keisara, og þótt hann
ferðaðist að nafninu til undir
dulnefni, má telja þetta
fyrstu opinbem heimsókn-
ina, sem um getur í sögu
Reykjavíkur.
Bæjarstjórn brást vel við
óskum stiftamtmanns. í
fundargerðinni segir svo:
„í þessu tilefni var ákveð-
ið að ryðja göturnar hér í
bænum og einkum frá Si-
emsens-bryggju upp að
bakarabrúnni, sem þörf er á
hvort sem er, svo og að laga
þennan veg og bera sand og
smámöl ofan í hann.“
Siemsens-bryggja var nið-
ur af lóðinni nr. 23 við
Hafnarstræti, en bakarabrú-
in er brúin, sem lá yfir
lækinn, þar sem nú mætast
Austurstræti og Banka-
stræti. Farið var með prins-
inn í skoðunarferð um
Reykjavík. Mun þetta vera
fyrsta ferðin af því tagi sem
um getur, en ekki er vitað,
hvort bæjarstjórn hefur átt
nokkum hlut að henni.
Allt á dönsku
Framan af em fundar-
gerðir bæjarstjórnar skráðar
á dönsku.
Fyrsta fundargerðin á
íslenzku er frá 13. maí 1843,
og gegnir þá Kristján Krist-