Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 44

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 44
44 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Deilur um íátækramál urðu kveikjan að borgorstjóm - rætt við Pál Líndal um sögu borgarstjórnar Reykjavík- uren hún verður 150ára síðar á árinu Svo skemmtilega vill til, að á tveggja alda afmæli Reykjavíkur á borgarstjórn einnig stórafmæli, en 26. nóvember nk. eru 150 ár liðin frá því að fyrsti bæjar- stjórnarfundurinn var haldinn í Reykjavík. I tilefni af því og afmæli borgarinnar kemur út i haust bók um sögu borgarstjórnarinnar, sem Páll Líndai hefur skrifað. Er hér um mikið rit að ræða, á þriðja hundr- að blaðsiður. Morgunblaðið ræddi við Pál nýverið til að fræðast svoiitið um tilurð og fyrstu daga bæjar- stjórnar höfuðborgarinnar. Páll sagði, að kaupstaðarréttindi hefðu verið veitt nokkrum verslunarstöðum 18. ágúst 1786, en í tilskipun frá 17. nóvember sama ár hefði verið kveðið nánar á um kaupstaðarréttindin. Þá var geit ráð fyrir, að sýslumenn fæni með stjórn málefna þeirra. í Reykjavík var þó land- fógeta falin stjórnun, eða þar til bærinn hefði magnast svo að þörf væri á sérstöku staðaryfirvaldi að dómi yfir- valdanna. Samkvæmt þessu hefur Skúli Magnússon farið fyrstur með stjóm Reykjavíkur. Páli segist svo frá um aðdragandann að stofnun borgar- stjórnar: „Árið 1803 er skipaður fyrsti bæjarfógetinn í Reykjavík. Embætti bæjarfógeta spannaði á þessum tíma hlutverk sjö embætta í borginni í dag, m.a. embætti borg- arstjóra. Fyrsti íslenski bæjarfógetinn var Sigurður Thorgrímsson, frá 1813 til 1828. Á dögum Sigurðar Thorgrímssonar varð ágreiningur við borgarana, en borg- arar voru í þá tíð þeir sem höfðu leyfisbréf til iðnaðar eða verzlunar. Þetta gerist árið 1821 vegna kostnaðar við fátækramál. Þá voru, samkvæmt svonefndum Norsku lögum Kristjáns fjórða, kosnir sérstakir matsborgarar „taxerborgarar" til ráðuneytis um fjármál. Hins vegar voru kosnir kjörborgarar til ráðuneytis um aðra stjómun bæjarins. Tveir voru kjörnir í hvorn hóp. Heimildir eru um kosningu kjörborgara í fyrsta sinn árið 1828. Annar kjörborgarinn var tengdafaðir Jóns Sigurðssonar forseta, Einar Jónsson verzlunarstjóri. Hinn vár dansk/íslenskur, Th. Thomsen verslunarmaður og veitlngasali. Þrír húseigendur og einn tómthús- maður í bæjarstjórn 1836 í sambandi við endurskoðun á verslunarlögum árið 1836 voru kaupstaðarréttindi tekin af þeim verslunarstöð- um sem fengið höfðu þau á sama tíma og Reykjavík, það er að segja þeim sem ekki höfðu misst þau þá þeg- ar. Um leið var ákveðið að stofna bæjarstjórn í Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti í Reykjavík hafi átt hugmyndina að stofnun bæjarstjórnarinnar, en samkvæmt athugunum mínum hefur það líklega verið L.A. Krieger stiftamtmaður. Hann hlaut almannalof fyrir embættisstörf sín og virðist hafa verið fyrsti danski landsstjórnarmaðurinn, sem sýndi Reykjavík verulegan áhuga. 4. nóvember 1836 gaf hann út erindisbréf fyrir bæjarfulltrúa í Reykjavík. Það er dálítið undarlegt, að þá þegar hafði verið kosið i bæjar- stjórn, eða í október. I fyrstu bæjarstjóminni áttu sæti, samkvæmt úrskurði stiftamtmanns, kjörborgararnir tveir, án kosninga. Hins vegar skyldi kjósa tvo bæjarfulltrúa, annan úr hópi hús- eigenda, en hinn úr hópi tómthúsmanna. Fól stiftamt- maður bæjarfógeta að sjá um framkvæmd kosningarinn- ar, en tilnefndi sjálfur til framboðs þijá menn úr hvorum hópi. Bæjarfógeti lét síðan út ganga tilkynningu annars vegar til húseigenda og hins vegar til tómthúsmanna um það, hveijir væru í kjöri. Einnig var greint frá því, að kjósendur ættu fyrir ákveðinn tíma að skila innsigluðum atkvæðaseðlum sínum. Þar sem mælt var svo fyrir bend- ir það til, að kosning hafi átt að vera leynileg. Það verður þó varla talið, að svo hafí verið í raun, enda erfitt í slíku fámenni sem var í Reykjavík. Kjörseðlar voru taldir á fundi með kjörborgurum 17. október. Þátttaka var þann- ig, að 17 af 26 húseigendum neyttu atkvæðisréttar, en 21 af 31 tómthúsmanni. Húseigendur greiddu yfirleitt atkvæði á dönsku, en tómthúsmenn á íslensku. „Magna Charta“ á frumriti af erindis- bréfi bæj arstjórnar Kosningu í þessa fyrstu bæjarstjórn Reykjavíkur hlutu: Jón Thorstensen landlæknir úr hópi húseigenda og Jón Snorrason á Sölvhól úr hópi tómthúsmanna. Kjörborgar- ar, sem tóku sæti í bæjarstjórn án kosningar, voru húseigendurnir Einar Helgason trésmiður, sem nú var orðinn kjörborgari og Thomas H. Thomsen sem áður var nefndur. Formaður bæjarstjórnarinnar var Stefán Gunn- laugsson bæjarfógeti og var hann sjálfkjörinn. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn er haldinn laugardaginn 26. nóv- ember 1836, en áður hafi verið gefið út erindisbréf, sem fyrr segir. Það mun hafa hrifið menn sem dæma má af því að Stefán Gunnlaugsson skrifaði með stórgerðri rit- hönd sinni á frumrit bæjarstjórnar „Magna Charta". Þetta er sem kunnugt er latneska heitið á skuldbindingar- skjali því gagnvart kirkju, aðli og borgurum, sem Jóhann landlausi Englandskonungur var neyddur til að undirrita árið 1215. Skjal þetta, Frelsisskráin mikla, eins og það hefur verið nefnt á okkar tungu, hefur haft yfir sér tölu- verðan ljóma, og veldur ekki sízt hið tilkomumikla nafn. Hins vegar er það álit manna nú orðið, að pólitísk þýðing þess hafi verið töluveit ofmetin. Ekki verður heldur sagt, að crindisbréfið hafi verið sérstök frelsisskrá. í raun hafði bæjarstjórnin mjög lítil völd. Á þessum fyrsta bæjar- stjórnarfundi undirritaði Jón Snorrason eiðstaf sem bæjarfulltrúi. Fátt annað var gert, nema rætt var um launauppbót næturvarðar. Því máli var frestað. Fyrsta fundargerðin á íslensku frá 1843 Fundargerð þessa fyrsta fundar bæjarstjórnar var rituð á dönsku og reyndar voru þær að miklu leyti á dönsku allt fram yfir 1850. Sú fyrsta sem rituð var á íslensku er frá 13. maí 1843. Ekki er skráð hvar fundurinn fyrsti var haldinn er trúlega hefur það verið í Aðalstræti 9. Þetta vai' hið gamla forstjórahús Innréttinganna, nefnt Bergmannsstofa, en var nú orðið embættisbústaður bæj- arfógeta. Árið 1846 var bæjarfulltrúum fjölgað í sex. Skipuðu þá bæjarstjórn einn tómthúsmaður og fimm borgarar. Árið 1872 var bæjarfulltrúum fjölgað í níu og síðan um aldamótin í ellefu. Árið 1908 urðu þeir fimmtán sem þeir ei-u enn þann dag í dag, að undanskildu tímabilinu 1982 til 1986, er þeir voru 21. Fyrstu leynilegu kosning- arnar voru 1903 og hlufallskosningar með núverandi sniði voi-u teknar upp árið 1906. Fyrsti borgarstjórinn var Páll Einarsson 1908 til 1914, en hann varð þá bæjarfógeti á Akureyri og síðar hæsta- réttardómari. Hann var reyndar einnig fyrsti bæjarstjór- inn í Hafnarfirði áður en hann varð borgarstjóri í Reykjavík. Á árunum 1914 til 1932 var Knud Zimsen borgarstjóri. Liigum var breytt árið 1915 þannig að fram- vegis skyldi borgarstjóri kosinn almennri kosningu, en því var síðar breytt og hefui- borgarstjórn kosið borgar- stjóra síðan. Knud var kosinn árið 1920 og gegndi starfi til ársloka 1932. Jón Þorláksson var borgarstjóri til 1935. Pétur Halldórsson til 1940, þá Bjarni Benediktsson, Gunn- ar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Birgir Isl. Gunnarsson, Egill Skúli Ingibergsson og Davíð Odds- son. „Magna Charta" stendur ritað með stór- gerðri rithönd Stefáns Gunnlaugssonar bæ jarf ógeta hér á erindisbréf i f yrstu bæjarst jórnarinnar í Reykjavík, en f yrsti bæjarst jórnarfundurinn var haldinn 26. nóvember 1836. Talið er að Stef án haf i ritað þetta í hrif ningu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.