Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 27
Ö8ei T8Ú0Á .IS flUOAOUTMMlT .aiaAiaH'JOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 0S 27 Ný þraut eftir höfund „töfrateningsins “ Enn flóknari en sú fyrri! ENN KANN að finnast fólk sem rembist við að finna lausnina á „töfrateningi" Rubiks, en þó hafa Iíklega flestir komið honum fyrir á góðum stað. Emo Rubik, sá er átti hugmyndina að hon- um, er þó síður en svo sestur í helgan stein, þó svo hann hafi svo sannarlega efni á þvi. Nú hefur hann hannað nýtt leikfang, ef svo má að orði komast, því flestir þeir sem fengist hafa við „töfrateninginn“ em vafalítið sammála um að glíman við hann sé síst leikur einn. „Töfrateningur" Rubiks byggð- ist á 26 minni teningum, sem voru samtengdir, en var hægt að snúa lárétt og lóðrétt. Fletir þeirra voru í sex skærum litum, en gald- urinn var að láta hverja hlið stóra teningsins vera í sama lit. Stærð- fræðingar reiknuðu út að hægt væri að raða teningnum saman á 43.252.003.274.489.856.000 vegu. Skyldi því engan undra þó erfítt væri að koma honum heim og saman. Vegna vinsælda teningsins er Rubik prófessor nú einn ríkasti og um leið vinsælasti maður heimalands síns, Ungverjalands. Hinn upprunalegi teningur seldist í um 100 milljónum eintaka, en talið er að a.m.k. 50 milljónir eft- irlíkinga hafí verið seldar. Þa má nefna útgáfu fjölda bóka, sem ijölluðu um það eitt hvernig hægt væri að leysa þrautina. Rubik, sem er 42 ára gamall, segist ekki hugsá um það eitt að græða peninga, en hann er einn fárra milljónamæringa í Ungvetjalandi. í Ungveijalandi er máttur framtaksseminnar og einkaframtaksins viðurkenndur, þrátt fyrir að landið sé að öllu leyti leppríki Sovétríkjanna. Rubik á þijár bifreiðir, þar af einn Mereedes Benz. Hann hyggst enn- fremur flytja inn í gamalt hús, sem hann hefur látið gera upp í besta hverfí Búdapest. Hann var- ar sig þó á því að sýna auð sinn of mikið og lét því koma fyrir sundlaug í kjallaranum, en ekki utanhúss. Frægð hans eykst að sama skapi og auðlegð. Bráðlega mun hann koma fram í auglýsingum víða um heim, til þess að kynna hina nýju uppfinningu sína, sem hann segir að sé flóknari, skemmtilegri og töluvert list- rænni. Meðal leikfangaframleiðenda er nokkur eftirvænting eftir hinni nýju þraut, en þeir telja að hún muni hleypa nýju lífí í iðnaðinn, sem hefur verið í lægð að undan- förnu. Fyrirtækið Matchbox, sem er þekktast hér á landi fyrir leik- fangabíla sína, mun framleiða hina nýju þraut og dreifa henni um víða veröld. Það hefur þegar ráðið 2.000 verkamenn í Kína til að framleiða þrautina og er gert ráð fyrir að setja hana á markað í haust, en vitaskuld mun mest Erno Rubik sýnir hér stoltur ýmsa möguleika hinnar nýju þraut- ar sinnar. seljast fyrir jólin. Talið er að hún muni kosta sem svarar 400 íslenskum krónum út úr búð í Bandaríkjunum, sem er svipað verð og var á teningnum góða. Nýja þrautin, sem nefnist á ensku „Rubik’s Magic“, eða Rub- iksgaldur, sé því snarað á íslensku, er handhæg þraut, sem byggist upp á átta gegnsæum plastferningum, sem hægt er að snúa á alla kanta. Á femingunum eru þrír ótengdir hringir, sem era í öllum regnbogans litum á svört- um granni. Með því að færa ferningana til er hægt að sam- tengja hringina og það er þrautin. Rubik prófessor segir að meðan lausnarinnar er leitað komi hin fegurstu form í ljós og að það sé hægt að skemmta sér við það eitt. Það er ef til vill eins gott, því sé þessi þraut eitthvað í líkingu við þá fyrri (eða þyngri), mun víst ekki veita af þeirri sárabót! Byggt á grein The New York Times. Frakkland: Nýtt ráð- herra- embætti París, AP. JAQUES CHIRAC, forsætisráð- herra Frakklands, skipaði á þriðjudag Bernard Bosson, 38 ára gamlan lögmann, Evrópu- málaráðherra og er það nýtt ráðherraembætti í Frakklandi. Einnig gerði Chirac nokkrar aðr- ar minni háttar breytingar á stjórn sinni. Bosson hefur gegnt embætti ráð- herra, sem fer með málefni bæjar- og sveitarstjórna, frá því að hægri menn komust til valda á þjóðþinginu í kosningunum í mars. Embættið, sem Bosson fær nú, hefur verið til í einni eða annarri mynd í nokkur ár, en í stjóminni, sem Chirac myndaði 20. mars var enginn sérfræðingur um málefni Evrópu. Þeim málum sinnti Jean- Bernard Raimond, utanríkisráð- herra. Boeing 747-400: British Airways kaupir 28 vélar BREZKA flugfélagið British Air- ways hefur gert samninga við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar um smíði 28 farþegaflugvéla af gerðinni Boeing 747-400, en þær bera 412 farþega á þremur far- rýmum. Kaupsamningurinn er sá stærsti sem gerður hefur verið í sögu flugsins, en hann er að jafnvirði 170 milljarða ísl. króna. British Airways gerði bindandi kaupsamning um 16 þotur og er kaupverð þeirra um 2,3 milljarðar dollara. Þoturnar verða knúnar áfram af Rolls Royce-hreyflum, sem smíðaðir era í Bretlandi. Fyrsta flugvélin verður afhent félaginu á næsta ári. Fyrsta flugvélin þessarar teg- undar var seld í nóvember sl. Síðan hafa verið gerðir bindandi kaup- samningar um 53 þotur af þessu tagi og flugfélög hafa tryggt sér forkaupsrétt að 34 til viðbótar. fierra GARÐURINN AÐALSTFÆTI9 S: 122 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.