Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 20
20 •V MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. AGUST 1986 Neytendur, kart- öflur og frelsi eftirAgnar Guðnason Mikið hefur verið skrifað og rætt um verð á kartöflum og öðrum garðávöxtum á undanförnum dög- um. Neytendasamtökin efndu til blaðamannafundar til að koma á framfæri gagnrýni á þetta háa verð sem verið hefur á kartöflum síðan innflutningur hófst í júlí. Ég geri ráð fyrir að flestir geti tekið undir þessa gagnrýni forystumanna Neytendasamtakanna að innfluttar kartöflur og innlendar hafa kostað mikið undanfarið. Verð á innfluttum kartöflum Verð á kartöflum frá Kýpur, Spáni og ítalíu var alltof hátt hér á landi í júlí sl. Hvað þá verðið á ársgömlum kartöflum, sem tveir innflytjendur létu sig hafa að flytja inn. Jöfnunargjaldið sem ákveðið var að leggja á innfluttar kartöflur skýrir ekki nema lítinn hluta af þessu háa verði. Samkvæmt innflutningsskýrsl- um frá því í júlí sl. var verðútreikn- ingur í heildsölu á einu kg af nýjum kartöflum þannig: Tollverð.............................18,95 kr. Jöfnunargjaldið...................9,45 kr. Annar kostnaður.................4,70 kr. Heildsöluálagning.............30,90 kr. Heildsöluverð....................64,00 kr. Heildsöluálagning var 48% eða rúmlega þrisvar sinnum hærri en jöfnunargjaldið, sem Neytendasam- tökin kenna þetta háa verð. Á sama tíma og íslenskir neyt- endur borguðu 100 kr. fyrir 1 kg af nýjum kartöflum frá Kypur, kost- uðu samskonar kartöflur í Skotlandi frá 14 kr. og upp f kr. 32 hvert kg. Verulegs misskilnings gætti hjá forystumönnum Neytendasamtak- anna varðandi ástæðuna fyrir þessu háa verði. Jöfnunargjaldið sem lagt var á innfluttar kartöflur töldu þeir að hefði orsakað þettá háa verð og því hefur jafnvel verið kennt um hækkun vísitölunnar sem hefur síðan leitt til kauphækkana. Hækk- un visitölu vegna jöfnunargjaldsins reyndist vera 0,01-0,02% í vísitölu framfærslukostnaðar. Þrátt fyrir þetta sem hér er sagt er ég hjartanlega sammála forráða- mönnum Neytendasamtakanna að það eigi ekki að hækka verð á inn- fluttum garðávöxtum með tollum eða sköttum. Neytendur eiga að geta keypt garðávexti á skaplegu verði svo ekki þurfi að spara kaup á þeim. Það verður jafnframt að skapa innlendum framleiðendum aðstöðu til að framleiða garðávexti á sem hagstæðustu verði. Verð á innlendum kartöflum Formaður Neytendasamtakanna telur að kartöflubændur beri einir ábyrgð á þessu háa verði sem verið hefur á kartöflum undanfarnar vik- ur. Ef forystumenn Neytendasam- takanna hafa ekki gert sér grein fyrir að hverju stefnir í versluninni, þyrftu þeir endilega að komast í kennslustund hjá frú Thatcher eða aðdáendum hennar hér á landi. Það stefnir í það hér hjá okkur með þessu aukna frelsi i versluninni að bilið breikki sífellt milli þess verðs sem framleiðendur fá og þess verðs sem neytendur greiða fyrir vörurn- ar. Það þarf ekki að fara lengra en til Danmerkur til að komast að raun um að svona geti einnig farið hjá okkur. Á síðastliðnu hausti fengu jóskir kartöflubændur 0,60 d.kr. fyrir eitt kg af 1. flokks kartöflum. Samskonar kartöflur voru seldar í Kaupmannahöfn á sama tíma á 1,60 d.kr. og upp í 6,40 d.kr. á kg. Föstudaginn 15. ágúst sl. reikn- aði einn heildsalinn framleiðendum 45 kr. fyrir hvert kg af gullauga og rauðum íslenskum. Þessar kart- öflur seldi hann á 57,50 kr. í 10 kg kössum, en 61,50 kr. í plast- pokum. Þennan sama dag var smásöluverð á gullauga frá 72 kr. og upp í 88 kr. hvert kg. Nú er það ekki svo gott að bónd- inn fái þetta verð greitt á stundinni. Hann fær í fyrsta Iagi borgað fyrir kartöflurnar sem heildsalinn seldi þennan dag eftir 60 daga. Heildsalarnir hafa tekið að sér góðgerðarstarfsemi fyrir hönd bændanna og lána kaupmönnum andvirði þeirra garðávaxta sem þeir kaupa í allt að 70 daga. Þetta eru vörur sem kaupmaðurinn selur Agnar Guðnason „Neytendur eiga að geta keypt garðávexti á skaplegxi verði svo ekki þurf i að spara kaup á þehn. Það verður jafn- framt að skapa innlend- um framleiðendum aðstöðu til að framleiða garðávexti á sem hag- stæðustu verði." oftast innan þriggja daga frá því að hann tekur við þeim. Þessi greiðvikni bænda með milli- göngu heildsala er einstök. Ég held að það þyki sjálfsagt í flestum lönd- um að smásalinn greiði garðávexti innan 8 daga frá móttöku. Víða munu garðávextir vera staðgreiddir af kaupmönnum. Það er mjög skiljanlegt að fyrstu íslensku kartöflurnar sem koma á markaðinn séu nokkuð dýrar, t.d. 300-400 kr. hvert kg. Strax fer verðið lækkandi og það á að lækka vikulega eða jafnvel örar og ná lág- marki þegar upptökustörf eru hafin með fullum afköstum að haustinu. Eðlilegast er að láta verðlags- nefnd búvara ákvarða verðið til bænda og fimmmannanefnd sem skipuð yrði samkvæmt búvörulög- unum ákveða heildsöluverðið. Hvort kerfið er betra, einkasala eða frjáls samkeppni? Mér finnst aðeins farið að örla á því að menn sakni gömlu einkasöl- unnar. Það er hægt að viðurkenna að ýmislegt fór úrskeiðis hjá Græn- metisverslun landbúnaðarins gegnum árin, eins og gerist á svo mörgum sviðum. Það sjónarmið var ríkjandi í tfð fyrri forstjóra að hafa kostnað við reksturinn sem allra minnstan og útvega neytendum sem ódýrastar kartöflur. Þess var yfirleitt gætt í innflutningi að kaupa aðeins 1. flokks kartöflur af viðurkenndum afbrigðum. Þetta brást einstaka sinnum, sérstaklega eru mér minnisstæðar lélegar kartöflur frá Suður-Ameríku, en það ár var er- fitt að fá kartöflur á hefðbundnum mörkuðum okkar. Stóra áfallið kom þegar yfir 2.000 tonn voru flutt inn af finnsku kartöflunum, sem reynd- ust æði misjafnar að gæðum. Nokkra sök á þessum innflutningi átti Sambandið og hefði því átt að bera hluta af tapinu og skömmun- um. Þrátt fyrir frelsið er ennþá verið að plata ofaní neytendur lélegar innfluttar kartöflur, sbr. frétt í Morgunblaðinu 15. þ.m. um sölu- mennsku á Snæfellsnesi. Þar hafa jafnframt verið brotin lög með því að selja ómetnar kartöflur. Einkasala á garðávöxtum þarf ekki endilega að þýða lélegri þjón- usta við neytendur. Sama má segja um frjálsa verslun. Ekki þarf hún í öllum tilvikum að vera betri þjón- usta við neytendur. Oftast mun þetta frelsi var all dýrt svo ekki sé meira sagt. íslendingar eru það fáir að ein heildverslun, sem rekin væri með sameiginlegum hagsmun- um framleiðenda og neytenda, er ákjósanlegasta leiðin. Þrátt fyrir það mun aldrei verða snúið til baka og tekin upp að nýju einkasala á kartöflum eða öðrum garðávöxtum. Aðhald í verslun með garðávexti í lögunum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum, sem samþykkt voru í fyrra, er gert ráð fyrir frelsi í verslun með garð- ávexti. Framleiðendur mega selja hverjum sem er og hver sem er má flytja inn þegar innflutningur er heimilaður. Með þessum lögum hefði átt að takmarka þann fjölda sem hefur leyfi til að versla með garðávexti í heildsölu. Það ættu ekki aðrir að hafa heimild til að selja verslunum, mötuneytum og veitingahúsum en afurðastöðvar og heildsalar, sem hafa fullnægjandi aðstöðu og hafa hlotið samþykki stjórnvalda. Eftirlit með sölu kartaflna og annarra garðávaxta verður nær óframkvæmanlegt nema með ærn- um tilkostnaði með því fyrirkomu- lagi, sem nú ríkir. Því miður hefur þetta frelsi í versluninni ekki leitt til þess að betri vara hafa átt for- gang á markaðnum. Mötuneyti og veitingahús hafa keypt mjög lélegar kartöflur. Þótt nægilegt framboð hafi verið á úrvals vöru. Það ætti að banna sölu beint frá framleiðendum til smásalans eða beint til neytenda. Sala verður að eiga sér stað frá afurðastöð eða heildverslun. Neytendur ættu að krefjast þess að garðávextir, sem þeim standa til boða, séu rétt merktir og vel merktir svo þeir geti treyst því að garðávextir f 1. flokki séu gæðavara. Hðfundur eryfirmatsmaður garðávaxta. Utitaflið: Skákmótin hafa vakið athygli útlendinga FJOLMORG fyrirtæki hafa tekið þátt í eins konar firmakeppni við útítaflið i Reykjavik á góðviðris- dögum i sumar og fjöidi áhorf- enda hefur fylgst með orrustun- um, ekki síst erlendir ferðamenn. Við höfum áður sagt frá úrslitum í þrem fyrstu mótunum, en hér á eftir eru úrslit í sjö næstu. Nafn skákmanns er í sviga á eft- ir heiti fyrirtækis. INNRITUN ISTARFSNAM Tvær nýjar námsbrautir Bókhaldsbraut Skrifstofubraut 1) Verslunarreikningur Skjalameðferö 401. 3ei*n. 5) Bókfærsla II A-t-B Bók405 60t. 5ein. D Vélritun I 405A40t. 3ein. 5) Vélritunll 405B40t. 3ein. 2) Bókfærsla I Bók205 60t. 5ein. 6) Bókfærsla III Bók813 40t. 4ein. 2) Bókfærsla I Bók205 60t. 5ein. 6) Ritvinnsla 401. 3ein. 3) Rekstrarhagfræði Rek 203 401. 3 ein. 7) Tölvubókhald 401. 3) Verslunarreikningur 401. 7) Viöskiptaskjöl Skjalavarsla Tímastjórnun 401. 4) Tölvur 203 + 403 601. 6ein. 8) Kostnaðarbókhald Kos213 40t. 3ein. 4) (slenska 40 t 3ein. 8) Viðskiptaenska 401. Tilgangur með brautum þessum er að bjóða upp á sérhæft nám Frekari upplýsingar ásamt innritun er á skrifstofu fyrir fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem leggja vilja stund á sór- skólans í SÍma 688400 og 688597. • hæft og hagnýtt nám sem tengist þeirra áhugasviði. «,,., _ •» ¦¦ _i ¦ -« _ a M Skolinn verður settur miðvikudaginn 10. septem- Hægt verður að Ijúka brautarnáminu á einum vetri en lengst á þremur misserum. ber kl. 14.00. Námsbrautirnar eru sjálfstætt áfangakerfi sem tengjast einnig öldungadeild að hfuta til. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. Á fjórða mótinu sigruðu Flugleið- ir h/f (Róbert Harðarson) með 6 V2 vinningi, í öðru sæti varð Ragnar Björnsson h/f (Þorsteinn Þorsteins- son) með 6 vinninga og í þriðja sæti Hvalur h/f (Birgir Sigurðsson) með 4 vinninga. Á fimmta mótinu sigraði Hoffell h/f (Sævar Bjarnason) með 6 vinn- inga, Hvalur h/f (Þorsteinn Þor- steinsson) fékk 5 V2 vinning og ísal h/f (Þórarinn Guðmundsson) 5 vinninga. Olíufélagið h/f (Sævar Bjarna- son) sigraði á sjötta mótinu með 6 vinningum, f öðru sæti varð ísspor h/f (Elvar Guðmundsson), einnig með 6 vinninga og í þriðja Halldór Karlsson, smíðastofa (Sverrir Gestsson) með 5 vinninga. A sjöunda mótinu sigruðu Flug- leiðir h/f (Róbert Harðarson) með 6 vinningum, Guðmundur Arason. Smíðajárn h/f (Sigurður Daði Sig- fússon) varð í öðru sæti með 5 V2 vinning og í þriðja sæti varð Olíufé- lagið h/f, Esso (Mile) með 5 vinn- inga. Áttunda mótinu lauk með sigri fyrirtækisins Guðmundur Arason. Smíðajárn (Jón G. Viðarsson), sem hlaut 6 '/2 vinning, í öðru sæti varð Skefjungur h/f (Þráinn Vigfússon) með 5 V2 vinning og í þriðja Tíma- ritið Skák (Jóhann Þórir Jónsson) með 5 vinninga. Á níunda mótinu sigraði ísal h/f (Þráinn Vigfússon) með 6 vinning- um, Sindrastál h/f (Jón G. Viðars- son) varð í öðru sæti, sömuleiðis með 6 vinninga og í þriðja sæti ísspor h/f (Sigurður Daði Sigfús- son) með 5 vinninga. Gullkistan (Þráinn Vigfússon) sigraði á tíunda útiskákmótinu með 6 vinningum, í öðru sæti varð Velt- ir h/f (Jón G. Viðarsson), einnig með 6 vinninga og í þriðja sæti varð Hvalur h/f (Þorsteinn Þor- steinsson) með 5 V2 vinning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.