Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. AGÚST 1986 + Halla Bjarnadóttir Hæli - Afmæliskveðja Halla Bjarnadóttir á Hæli fædd- ist 21. ágúst 1916 að Stóru-Más- tungu í Gnúpverjahreppi og verður ^ví 70 ára í dag. Það mun hafa verið við kirkju sumarið 1920 á Stóra-Núpi, er ég sá Höllu fyrst. Mæður okkar tóku tal saman eftir messuna en við slepptum ekki hönd þeirra, enda mun þetta hafa verið fyrsta ferð okkar á mannamót og því margt að óttast. Þetta samtal varð nokkuð langt og við börnin horfðum undr- unaraugum hvort á annað en ekkert orð var sagt. Mér hlýtur þó að hafa litist mjög vel á þessa litlu stúlku, því að móðir mín sagði mér, að ég ifiefði spurt sig, þegar við héldum heim frá kirkjunni, hvort hún héldi ekki að Halla yrði seinna meir kon- an mín. Þar sem við vorum jafnaldra lágu leiðir okkar á ný saman haustið 1926, þegar við vorum 10 ára og komum í Ásaskóla, sem var heima- vistarskóli. Þar sem þetta var fyrsta skipti sem við, Jþessi 7 börn, sem þá hófu nám í Asaskóla, fórum að heiman til þess að dvelja og gista, þá vorum við eins og hræddir smá- fuglar og litum tortryggnum augum hvert á annað. En þessi ótti hvarf fljótt og Unnur Kjartansdóttir Jcennarinn okkar og ráðskonan, frænka hennar, Guðrún Haralds- dóttir eyddu öllum kvíða og í staðinn fundum við brátt að við vorum komin á gott og hlýlegt heimili, þar sem við áttum góða leikfélaga og um leið var þar notið hollrar leiðsagnar og tilsagnar á mörgum sviðum mannlegs lífs, sem hefur dugað betur en flest annað, sem numið var síðar á lífsleiðinni. Halla skar sig strax nokkuð úr hópnum fyrir það hvað hún var prúð og hæversk. Ég man enn hvað hún var brosmild og svo hafði hún þetta mikla og þykka, hörgula hár, sem hefur prýtt hana alla ævi. Líklega hefur það verið næsta vetur þegar við vorum 11 ára, að Halla fékk að bjóða okkur bekkjar- systkinum sínum einn sunnudag á útmánuðum heim að Stóru-Más- tungu í síðdegiskaffi. Ég sá strax að heimilið var einstaklega hlýlegt og jafnframt að Halla bjó þar við mikið ástríki foreldra sinna, þeirra Þórdísar Eiríksdóttur frá Votumýri á Skeiðum, sem var einstaklsga góðleg kona og bauð af sér mjög góðan þokka, og Bjarna Kolbeins- sonar, sem fæddist og var uppalinn í Stóru-Mástungu en var þá, og þó einkum síðar, rómaður búhöldur og frumkvöðull margra nýmæla á sviði landbúnaðar. Bjarni bjó alltaf stórt og hafði mörg járn í eldinum. Hann var, þegar þetta var, nýlega búinn að virkja Tunguá skammt frá bæn- um og raflýsa öll bæjarhúsin, og má nærri geta hvílíkt ævintýri það var fyrir okkur börnin að sjá raf- ljósadýrðina þarna í fyrsta sinn á ævinni. Þegar við vorum að ljúka við kökuát og kræsingar var brátt farið að hugsa til heimferðar. Þá kom Bjarni ferðbúinn til að kveðja okkur, en hann var að leggja af stað á beitarhúsið, sem var fyrir innan Fjall eins og það heitir, og er um klukkustundar gang frá bænum og yfir nokkurt fjalllendi að fara. Halla vildi þó ekki kveðja hann, því að hún vildi fara þessa beitar- húsaferð með pabba sínum, og þó að ég væri ungur að árum skynjaði ég það, hve þessi samfylgd feðgin- anna á beitarhúsið var þeim báðum mikils virði. Höllu var svo fylgt í skólann í bítið morguninn eftir. Æskuárin liðu og fyrr en varði vorum við orðin fullvaxið fólk. Halla var bráðþroska og var strax á 17, 18 ára aldri orðin falleg og um- svermuð stúlka. Einar bróðir minn var einn þeirra sem vöndu komur sínar að Stóru-Mástungu um þessar mundir og þarf ekki að orðlengja það, að þau felldu hugi saman og opinberuðu trúlofun sína veturinn '34-*35, en þá var Halla 18 ára gömul. Tveimur árum síðar, þann 12. júlí 1937, giftu þau sig, og þann sama dag gengu þau einnig í hjónaband Steinþór bróðir minn og Steinunn Matthíasdóttir og hófu þeir bræður þá búskap hvor á sínum helming jarðarinnar, en móðir mín lét af stjórn heimilisins eftir að hafa gegnt húsmóðurstörfum á Hæli frá 1906 eða í 31 ár. Það var langt í frá að vera vanda- laust verk sem beið þeirra ungu kvennanna að taka við heimilis- stjórn á Hæli af móður minni, sem af langri reynslu hafði náð næsta óvenjulega glæsilegum árangri í að byggja upp glaðvært og gjöfult risnuheimili, sem allir sem kynntust löðuðust að. En þetta fór einstak- lega vel. Konunum lærðist að vinna hlið við hlið og byggja upp sam- býli, sem um áratuga skeið var til fyrirmyndar um samhjálp, reisn og höfðingsskap. Það kom sér vel að Halla var bæði vel verki farin og vinnusöm, því að heimili þeirra Einars og Höllu varð fljótt vinmargt og gesta- gangur óvenju mikill. Einar bauð öllum sem knúðu dyra, eða komu á hlaðið, til stofu og Halla veitti góðgerðir með hlýju brosi og rausn og sá ég hana aldrei öðruvísi en fagnandi er gesti bar að garði, jafn- vel þó að vinnuálagið við slíkar gestamóttökur væru stundum næsta yfirþyrmandi. Mér finnst þegar ég lít til baka yfir lífsleið Höllu á Hæli, að hún hafi notið mikillar hamingju þrátt fyrir ýmislegt mótlæti og linnulítið og þrotlaust vinnuálag um hálfrar aldar skeið. Þannig misstu þau Halla og Ein- ar fyrsta barnið sitt, sem var drengur, en síðan eignuðust þau 4 efnisdrengi og eina dóttur sem öll hafa verið foreldrum sínum til gleði og sóma. Þau eru: Gestur Einars- son, forstjóri grænmetisverslunar landbúnaðarins, Ágætis, kvæntur Valgerði Hjaltested og eiga þau þrjú börn; Bjarni Einarsson, hrepp- stjóri og bóndi á Hæli, kvæntur Borghildi Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn; Eiríkur Einarsson, kennari að mennt, kvæntur Magneu Viggósdóttur. Þau búa í New York og eru barnlaus; Ari Einarsson, bóndi á Hæli, kvæntur Þórdísi Bjarnadóttur og eru þau nýlega gift; Þórdís Einarsdóttir, fóstra í Reykjavík, og á hún eitt barn. En þyngsta raunin hjá Höllu var Nýjargerðir -\fr -«* ? ? E ? L n D H H 0 G s ? EUORLINE ELDHÚS JL Byggingavörur kynna nýjar gerðir eldhúsinnréttinga frá breskum framleiðendum. Þetta eru smekklegar og stílhreinar innréttingar. Verðið er mjög hagstætt og greiðsluskilmálar við allra hæfi. Komið og skoðið uppsett kynningareldhús í nýrri verslun okkar að Stórhöfða. E3 BYGGINGAVÖRUR Stórfiöfða,Sími671100 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.