Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGUST 1986 Rýmingar Fordjörfun sálar, sa la g foreyðing þjóðar Matar- og kaffístell á gjafverði Ýmsir keramikmunir «^30-40% AFSLÆTTI! Höfðabakka 9 Opið frá kl. 9 -18 opið í hádeginu. íku' o§5 1 ó ÞeS ,ið wPP eftir Hólmstein Brekkan Margt hefur verið skráð og skraf- að um hvalveiðar íslendinga í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að fjölyrða um veiðarn- ar sem slíkar en í umræðunni um hvalmálið undanfarið hefur margt athyglisvert komið upp á yfirborðið sem vert er að líta á nánar. Menn hafa verið óhræddir að láta í ljós skoðun sína á ósýnilega risan- um í vestri og sýnist sitt hverjum. Flestir virðast þó þeirrar skoðunar að kúgun til undirgefni sé óþolandi og lái þeim enginn. En gáfust fyrir- svarsmenn okkar íslendinga upp fyrirfram? Kveifarskapur eða stjórnkænska Hvalmálið, eins og það kemur fyrir, er aðeins toppurinn á ísjakan- um. Spurningin er um sjálfstæði íslands og sjálfsákvörðunarrétt þjóðar í sínum eigin málum. Oft í gegnum tíðina höfum við íslendingar þurft að berjast við margfalt ofurefli fyrir viðurlífi okk- ar. Alla tíð hafa orustur okkar og aðgerðir einkennst af drengskap og heiðarleika, þar sem einarðlega og af festu hefur verið haldið fram réttlæti baráttunnar. Aldreigi höf- um við gripið til beinna aðgerða. Nýfenginn sigur okkar er 200 mílna fiskveiðilandhelgin, sem við eigum að heita að hafa yfir óskorðað vald, eða hvað? Er kannski fiskveiðum og nýtingu lögsögu okkar stjórnað frá skrifborði í landbúnaðarráðu- neyti Bandaiíkjanna? Það hefur verið vegið að fjöreggi þjóðarinnar og því verður að svara. Hvalmálið hefur sýnt okkur hvar íslenskir stjómmálamenn draga mörkin fyrir sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Markalínan er ekki í gegnum skrifstofu Bandaríkjafor- seta eins og halda mætti, heldur nær hún rétt að teygja sig upp á skrifborðið hjá viðskiptaráðherra Bandaríkjanna Malcolm Baldridge. Lesandi góður, hvar dregur þú mörkin? Það sem einkennt hefur aðgerðir íslenskra stjórnvalda er fát og reiðuleysi. Enginn af þeim mönnum sem ráðnir eru af þjóðinni, til þess að gæta hags hennar í orði og verki, hefur þorað að setja hnefann í borðið og segja, hingað og ekki lengra. Ekki er ég að bera á menn læpuskap heldur aðeins að hvetja fólk til umhugsunar. Vilji þjóðar I skoðanakönnun sem gerð var fyrr á árinu voru 80% þeirra sem tóku afstöðu fylgjandi hvalveiðum. Eftir að Bandaríkjamenn hófu þvingunaraðgerðir á hendur Islend- ingum þann 28. júlí sl. hefur þjóðin þjappað sér saman að vernda lýð- ræðið, ísland, þankafrelsi okkar og réttinn til sjálfsákvarðana. Fyrirsvarsmönnum þjóðar sem vita hug hennar og gera reitt sig á fuilkominn stuðning fólksins þeim á ekki að geta mistekist. En hvað skeður? Þann 28. júlí sl. hefst ein sú undarlegasta atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu sem um getur. I stað þess að sýna festu og hvika ekki frá yfirlýstri stefnu þá er hlaupið upp til handa og fóta. Öllum fyrri áformum pakkað saman og hent upp í hillu. Hópur manna er sendur til Bandaríkjanna til svo- kallaðra „samningaviðræðna" sem í raun voru allt annað. Með því að undirrita svokallað „samkomulag" við Bandaríkjamenn höfum við Is- lendingar viðurkennt það á alþjóð- legum opinberum vettvangi að við höfum ekki vald, né ráðum yfir okkar eigin lögsögu. Undirgefnisárátta íslenskra stjórnmálamanna í garð Banda- ríkjanna er alveg með eindæmum eins og berlega hefur komið í ljós á undanförnum vikum. Ef undir- gefnisáráttunnar á eftir að gæta áfram, þá er þess ekki langt að bíða að landhelgi íslands færist úr 200 mílum í 200 metra. Örvænting og örbirgð Við íslendingar þurfum ekki að líta langt til að sjá þjóð sem stend- ur á barmi örvæntingar. Grænlend- ingar okkar ágætu nágrannar hafa orðið hrikalega fyrir barðinu á mis- skildum og öfgakenndum náttúru- verndarsjónarmiðum. Ekki hefur aðeins verið vegið að Grænlending- um, heldur hefur fótunum verið kippt undan þeim og menning þeirra lögð í rúst. Vonleysi þjóðar- innar er svo til_ algert. Eigum við íslendingar kannski eftir að standa í sömu sporum og Grænlendingar standa í dag? Góð aðsókn á endurmenntunar- námskeið Kennaraháskólans ENDURMENNTUN Kennarahá- skóla íslands hefur í sumar staðið fyrir margskonar nám- skeiðum. Alls hafa verið eða verða haldin 25 námskeið í sum- ar. Finun þeirra standa yfir vikuna 18. - 22. águst. Að sögn Rósu Bjarkar Þorbjarn- ardóttur, endurmenntunarstjóra, hefur þátttakan á námskeið sum- arsins verið mjög góð. Alls hafa um 900-1.000 kennarar sótt þau en starfandi kennarar eru tæplega 3.000. Sérstaklega var ásóknin mikil í tölvumenntunarnámskeiðin og komust þar færri að en vildu. Eftirtalin námskeið standa yfir í þessari viku: Stærðfræði fyrir kennara 6-12 ára barna: Fjallað verður almennt um stærðfræðinám í yngri bekkj- um grunnskólans og verður megináherslan lögð á breytta kennsluhætti og notkun hjálpar- gagna. Umsjón með námskeiðinu hefur Guðný H. Gunnarsdóttir. Álitamál: Rætt verður um mis- munandi viðhorf til náms, kennslu og uppeldis og hvernig þau birtast í kennslufræði, kennsluaðferðum og námsgögnum. Dæmi verða sótt í kristinfræði, líffræði, heimspeki og samfélagsfræði. Umsjón með námskeiðinu hafa þau Erla Krist- jánsdóttir og Ólafur H. Jóhannes- son. Námskeið fyrir heimilisfræði- kennara efri bekkja grunnskóla: Kynnt verður nýtt námskeið í heimilisfræði fyrir 7.-9. bekk. Umsjón með því hafa þau Aðal- heiður Auðunsdóttir og Anna Guðmundsdóttir. Mynd- og handmennt í yngri bekkjum grunnskóla: Fjallað verð- ur um hlutverk mynd- og hand- menntar í skólastarfi og bent á leiðir til að tengja og nýta þessa grein í almennri bekkjarkennslu. Umsjón með námskeiðinu hafa þeir Bjarni Daníelsson og Þórir Sigurðsson. Fræðsla um fíknivarnir — ný viðhorf: Meðal annars verður fjall- að um gildismat og hvernig hægt sé að byggja upp sjálfsöryggi ungl- inga og þol til að standast hóp- þrýstinginn. Dr. Ulla Marklund, sálfræðingur við uppeldisstofnun Gautaborgarháskóla, verður aðal- leiðbeinandi námskeiðsins. ORÐSIFJAR ARNARHOLL HverfisgataS-lÚ Tel: 18833 Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson The Concise Oxford Dictionary of English Etymology. Edited by T.F. Hoad. Oxford 1986. Etymologia — orðsifjafræði — um uppruna og þróun orða. Þessi bók grundvallast á Oxford Diction- ary of English Etymology, sem C.T. Onions setti saman og út kom 1966. Sú bók hefur síðan verið talin höfuð heimild um uppruna enskra orða. Tilgangurinn með þessari bók er að rekja uppruna algengra og not- aðra enskra orða, og getur því verið handhæg uppflettibók ásamt venju- legum enskum orðabókum, þar sem uppruna er ekki sérstaklega getið. Orðaskýringum er sleppt á þeim orðum, sem hafa svo til engum breytingum tekið í ensku, og hver maður skilur. Orðsifjafræði er forn fræðigrein, stunduð til forna og skýringarnar vildu oft verða undarlegar, sbr. Orðabók Jóns Grunnvíkings. Forn og fræg skýring á Venus, var sú að orðið væri dregið af lat. sögn- inni venire, „quia ad omnes venit" (af þvf að hún kemur til allra). Með rannsóknum A.F. Pott: „Etymologische Forschungen" (1833-36) komu upp nýjar rann- sóknaraðferðir um uppruna og þróun orða. Þar komu til áhrif róm- antfkurinnar og þeirra Grimms- bræðra. Bækur varðandi orðsifja- fræði ráku hver aðra og þessum efnum voru gerð góð skil í hinum stóru orðasöfnum og orðabókum Grimms-bræðra, Littré ogMurrays. Saga orðanna eykur skilning á tungumálinu og mörg eru þau orð, sem verða ekki fullkomlega skilin án upprunans. Því eru bækur sem þessi mjög nauðsynlegar og notkun þeirra brýn. Málið verður aldrei lært, e.t.v. á þar við að því meira sem menn átta sig á málinu, því augljósara verður hversu lítið menn kunna. Rilke sagði einhvern tímann, að menn mættu vera ánægðir ef tækist að setja saman nokkrar ljóðlfnur sem mættu kallast góðar. En bækur sem þessi eykur skilninginn og einnig skilninginn á því sem vant er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.