Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 19
MÖRGUNBlAÐÍÐ, PIMMTUDAGUR 21.!ÁGÍ5ST 1986 19 Þrjár bæk- ur frá kilju- klúbbnum NÝLEGA sendi Uglan — íslenski kíljuklúbburínn annan bóka- pakka sinn út til áskrifenda. I lionum eru þrjár nýjar bækur: íslensk úrvalsævintýri, Trúðarn- ir eftir Graham Greene og Stríð og friður eftir Leo Tolstoj, annað bindi. Hallfreður Örn Eiríksson hafði umsjón með útgáfu íslenskra úr- valsævintýra, en þau hafa að geyma tuttugu ævintýri af ýmsum gerðum. Flest eru þau sígild og nokkur þeirra hafa verið hljóðrituð eftir sagnafólki og hafa aldrei birst áður á prenti. Bókin er 158 blaðsíður að stærð. Trúðarnir er meðal þekktustu skáldsagna Graham Greene og kemur nú út í fýrsta sinn á íslensku í þýðingu Magnúsar Kjartanssonar. Sagan gerist á Haítí um það leyti sem Papa Doc verður einræðisherra þar og geymir magnaðar svip- 1 Dagblaðið Tíminn: Opnar ritstjórnarskrif- stofur á 3 stöðum úti á landi myndir frá þessari eyju í Karíba- hafi. Eftir henni var á sínum tíma gerð kvikmynd með Richard Burton og Elizabeth Taylor í aðalhlutverk- um. Bókin er 359 blaðsíður að stærð. Annað bindi af hinu mikla verki Tolstojs, Stríð og friður, er 203 blaðsíður að stærð, en fyrsta bindið kom í fyrsta pakka íslenska kilju- klúbbsins sfðastliðið vor. Bækurnar eru unnar í Prentstofu G. Benediktssonar. Verð alls pakk- ans er sem fyrr 498 krónur og gerir áskriftarkerfi íslenska kiljuklúbbsins þetta verð mögu- legt. Áskrifendur éru nú 4.400 talsins. (Fréttatilkynning') DAGBLAÐIÐ Tíminn auglýsti nýverið eftir blaðamönnum til starfa hjá blaðinu, sem búsettir væru á eftirfarandi stöðum: Egil- stöðum, ísafirði og Akureyri. Nfels Arni Lund ritstjóri Tímans var af því tilefni inntur eftir því hvort fyrir dyrum stæðí breyting á ritstjórnarstefnu blaðsins og það ætlaði að einbeita sér f rekar en hingað til að f réttum af dreif- býlinu. Níels sagði að ætlunin væri að fastráðnir blaðamenn hefðu skrif- stofuaðstöðu á þessum stöðum og myndu þeir sjá um frétta- og greinaskrif í sínum landsfjórðungi f samráði við fréttaritara blaðsins og væri það einnig hugmyndin að þeir tækju ljósmyndir fyrir blaðið. Að sögn Níelsar er ekki ætlunin að breyta ritstjórnarstefnu blaðsins á neinn hátt. „Tíminn hefur ávallt lagt áherslu á það að sinna bæði dreifbýli og þéttbýli, en það er ljóst, að í landsmálablöðunum er mest fjallað um atburði er gerast í ná- grenni blaðanna, þ.e.a.s. í Reykjavík. Okkur þykir því ástæða til að taka fastar á málum á lands- byggðinni og er þetta liður í þessari viðleitni." Þessir þrír blaðamenn koma sem hrein viðbót við ritstjórn blaðsins og hafa í för með sér aukin út- gjöld, og var Níels spurður hvort staða Tímans væri það góð, að blað- ið gæti leyft sér slík aukaútgjöld. Níels kvaðst vera bjartsýnn á út- komuna, ef litið væri til reynslu síðustu sjö mánaða „og afkoma Tímans hlýtur að vera góð, úr því að stjórn blaðsins hefur ákveðið að stíga þetta skref." Níels vildi einnig taka það skýrt fram, að fjárhagur Tímans væri alveg óháður þeim skuldum, sem NT skildi eftir sig. „Það dæmi kemur ekki inn á Tímann," sagði Níels. f Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Um óhóf sagði Osear Wilde: „Ekki er þörf á að drekka allt vínið úr tunnunni til að komast að því hvort það sé af gömlum árgangi!" Meðfylgjandi réttur telst vart til óhófs, enda er aðaluppistaðan fslenskt fiskmeti. Þetta er mjög f ljótlagaður réttur og bragðgóður með ágætum. Þetta er Bakaður sjávarréttur 300 gr rækjur, 300 gr hörpudiskur eða smálúða skorin í bita, 1 bolli mayonaise, 1 matsk. matarolía, '/2 paprika græn, 1 lítili laukur, 1 matsk. worchestershire-sósa, 'A tsk. salt, 1 matsk. smjörlíki, 2 matsk. brauðmylsna, 'A tsk. paprikuduft. Mataroíían er hituð í potti og eru saxaður laukurinn og niðurskorin paprikan látin krauma í feitinni að- eins þar til laukurinn er orðinn glær. 2. Því næst er blandað saman may- onaise, lauk og papriku, worchest- ershire-sósu, salti, rækjum og fiski eða hörpudiski og sett í eldfast mót. 4. Smjörlíkið er hitað í potti og brauðmylsnan steikt létt í feitinni. Hún er síðan sett yfir fiskinn í mót- inu og paprikudufti stráð yfir. 5. Bakað í ofni í 15—20 mín. við 200 gráða hita. Borið fram með sjávarréttinum hrásalat og gróft brauð. Gæði þessa réttar fara að sjálf- sögðu eftir hráefninu. Þess vegna skal þess gætt þegar rækjur eru keyptar að þær séu fallega bleikar, það er merki þess að þær séu nýjar. Hafi þær fengið hvítan lit eru þær gamlar og er þá oft af þeim vont fiskbragð. Einnig ætti að foiðasl rækjur og önnur fryst matvæli f plastumbúðum sem íssalli hefur safnast fyrir í. Hann er tákn þess að matvælin séu þurr og hafi misst eðlilegan raka og þá oft vegna slæmra geymsluskilyrða. í MUNCHEN BióRffto Daganna apt. til 25.sQ Á hátíðinni í fyrra komu 7. milljónir manna víðsvegar að úr heiminum saman, drukku 5'/z milljón lítra af þýskum gæðabjór, átu meðal annars 629.520 kjúklinga og skemmtu sér hreint stórkostlega vel. í ár gefst þér kostur á að slást í hópinn undir leiðsögn hinns kunna útvarpsmanns Arthúrs Björgvins Bollasonar, sem er öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Verð aðeins krónur 29.700 með hóteli og morgunmat. Athugið takmarkað sætaframboð OTC^THC \ íi'.'W.s.-.'!'.'.;'...! Umboð a Islandi tyrir OINERS CLUB FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 international
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.