Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 BETRI ÁRANGUR MEÐ ÁTLAS COPCÖ Öruggur búnaöur fyrir: 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiönaö 4. Léttan iðnaö Afköst 73-377 l/s Vinnuþrýstingur 8-20 bar ATLAS COPCO er stærsti framleiöandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaöi fyrir þrýstiloft. Fyrirtækiö þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ¦¦¦¦ Fyrirtæki með framleiöslu er ¦¦¦¦¦BHi fltla&Copco try99ir Þér bætta arðsemi og JblasCopco góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur OJ LANDSSMIÐJAN HF. ^^psOLVHÓLSGOTU 13 - REYKJAVÍK r SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23 Alltaf á föstudögum MÉiiS Leður Rætt við Pétur Sigurjónsson hjá Iðntækni- stofnun um eiginleika þess og meðferð. Áreynsla, strit, púl, puð Seinni hluti greinar um áhrif áreynslu á líkamann. „Ég vil gera fólki bylt við" Viðtal við Sjón um kvæðasafn hans og fleira. Jurtafæði Rætt við Gunnhildi Emilsdóttur. Fótsnyrting Rætt við Kristínu Steingrímsdóttur sem ver- ið hefur við fótsnyrtingarnám í Kaup- mannahöfn. IMtogtttriMtoftf ft Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina AF ERLENDUM VETTVANGI Sovétmenn á Svalbarða hafa í reynd viðurkennt stjórn og lögsögu Norðmanna á eyjunni. SAMBÝLIÐ Á SVALBARÐA NORSKI eyjaklasinn Svalbarði hefur verið í fréttum undanfarið vegrna ágreinings um lögsögu á fiskimiðunum umhverfis eyjarn- ar. Er það ekki í fyrsta sinn sem eyjarnar valda milliríkjadeilum, þar sem deilt var um það í rúm 300 ár, hver ætti að ráða þar ríkjum. Þótt Svalbarða sé fyrst getið í íslenzkum annálum þegar sagt var frá fundi eyjanna árið 1194, er saga Svalbarða yfitieitt aðeins rakin til ársins 1596. í júní það ár „fundu" hollenzku land- könnuðirnir Willem Barents og Jacob van Heemskerk eyjarnar, og 14 árum síðar hófust þar hval- veiðar í stórum stíl. í fyrstu voru það enskir og hollenzkir hvalfang- arar sem lögðu þangað leið sína, en síðar bættust Frakkar, Þjóð- verjar, Danir og Norðmenn í hópinn. Bretar hættu þessum veiðum fljótlega og smám saman hættu hinar þjóðirnar einnig. Arið 1800 höfðu hvalveiðar við Sval- barða verið lagðar endanlega niður, enda hafði þá hvalnum ver- ið svo til útrýmt á þessum slóðum. Sem dæmi um veiðarnar má nefna að á árunum 1669 til 1778 komu hollenzk hvalveiðiskip 14.167 sinnum til eyjanna og veiddu þar alls 57.590 hvali. Þótt margar þjóðir hafi gert kröfu til yfirráða á eyjunum á sínum tíma, svo sem Bretland, Holland, Noregur, Svíþjóð, Dan- mörk, Rússland og Bandaríkin, héldust þær lengst af sem nokk- urskonar einskismanns-land, eða terra nullius, ein og það er kallað. Það var ekki fyrr en komið var fram á tuttugustu öldina að efnt var til fjölþjóðaviðræðna að frum- kvæði Norðmanna um yfirráða- réttinn. Þessar viðræður leiddu loks til þess að Norðmönnum tókst að tryggja sér yfirráðin á eyjunum með samningi sem undirritaður var 9. febrúar 1920. Undirþennan samning rituðu fulltrúar Bret- lands, Bandaríkjanna, Frakk- lands, ítalíu, Japans, Hollands, Danmerkur og Svíþjóðar auk Norðmanna. Norðmenn tóku svo formlega við yfirstjórn á eyjunum 14. ágúst 1925, þegar norski fáninn var dreginn að húni í Longyear-byen. Voru eyjarnar lýstar sýsla í norska ríkinu og þar skipaður sérstakur sýslumaður. Sérstæður samningur Samningurinn um Svalbarða er að ýmsu leyti sérstæður, ekki sízt fyrir þau skilyrði sem sett voru fyrir yfirráðum Norðmanna. í fyrsta lagi eru skattlagningu á eyjunum takmörk sett; í öðru lagi er öll hervæðing þar algerlega bönnuð; og í þriðja lagi er þegnum allra aðildarríkja að samningnum tryggður sami réttur til að nýta auðlindir í jörðu og landhelgi Sval- barða svo lengi sem þeir fara að norskum lögum. Vegna sístnefnda skilmálans hafa margir viljað halda því fram að allir hafi jafnan rétt til að stunda fiskveiðar og olíuleit út af ströndum Svalbarða. Þessu neita Norðmenn algerlega og segja að heimildir til að nýta auð- lindir eyjanna samkvæmt samn- ingnum takmarkist af landhelgi eyjanna, sem er 4 mílur, en nái ekki út í efnahagslögsöguna, sem er 200 mflur. Sú efnahagslögsfií?a hafí ekki verið komin til sögunnar þegar samningurinn var gerður fyrir rúmum 66 árum. Stærð eyj- anna sem mynda Svalbarða er alls 62.051 ferkflómetri, og er Spitsbergen, eða Vestspitsbergen eins og hún heitir, langstærsta eyjan, um 39 þúsund ferkílómetr- ar. Spitsbergen er jafnframt eina eyjan sem er í byggð og búa þar nú um 4.000 manns. Fjölmennast- ir eru Rússar, um 2.500, en hinir eru flestir Norðmenn. Báðar þjóðirnar stunda þarna námugröft og flytja heim þaðan um hálfa milljón tonna af kolum árlega. Ekki er þó talið að kola- vinnslan gefí mikinn arð heldur sé hún frekar stunduð sem yfír- skin. Svalbarði hefur mikla hernaðarlega þýðingu þótt öll her- væðing þar sé bönnuð. Stafar það af nálægð eyjanna við helztu sigl- ingaleiðir sovéska flotans frá flotahöfnum á Kolaskaga út á Atlantshaf. Er trúlegt að hvorki yfirvöld í Noregi né í Sovétríkjun- um kæri sig um að hinn aðilinn hafí einn búsetu á eyjunum. Sovétríkin hafa haldið réttind- um sínum á Svalbarða samkvæmt samningnum frá 1920 og keyptu Sovétríkin kolanámur á Svalbarða af Hollendingum (í Barentsburg) og af Svíum (í Pyramiden). Bandaríkjamenn og Bretar seldu hinsvegar Norðmönnum réttindi sín. Lengi vel reyndu Sovétmenn að halda Norðmönnum á Sval- barða burtu frá athafnasvæðum sínum þar, og það var ekki fyrr en fyrir 11 árum að þáverandi og nýendurkjörinn sýslumaður á Svalbarða, Leif Eldring, neyddi Sovétmenn til að heimila sér að kanna þyrluflugstöð Rússa á Spitsbergen. Síðan hafa sam- skiptin batnað til muna og er nú svo komið að sovézku athafna- svæðin á Svalbarða eru einu sovézku yfírráðasvæðin í heimin- um sem unnt er að heimsækja fyrirvaralaust og án vegabréfs- áritunar. Baríst í síðari heimsstyrjöldinni Þótt samningurinn frá 1920 banni alla hervæðingu og hern- aðaraðgerðir á Svalbarða hefur ekki alltaf verið jafnfriðsælt þar. Þannig kom til nokkurra hernað- araðgerða á eyjunum í síðari heimsstyrjöldinni. í ágúst og sept- ember 1941 kom þangað liðsafli Bandamanna til að eyðileggja þar útvarpsstöðvar, orkuver, birgðir af kolum og olíu og fleira. Fluttu Bandamenn þá alla íbúana á brott, Rússana til Sovétríkjanna og Norðmennina til Skotlands. Þetta sama haust komu Þjóðverj- ar upp veðurathugunarstöð í Longyearbyen. Næsta vor fóru tvö skip, „Isbjörn" og „Selis", frá Englandi til að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu námunum á sitt vald. Ekki tókst þá betur til en svo að þýzkar flugvélar sökktu báðum skipunum áður en þau komust á leiðarenda. I júlí 1942 var fámenn sveit norskra hermanna send til Sval- barða frá Englandi og tókst sveitinni að ná á sitt vald bæjun- um Barentsburg, Longyearbyen og Sveagruva auk þess sem veð- urathugunarstöð Þjóðverja var eyðilögð. Var það til þess að Þjóð- verjar sendu öfluga flotadeild á vettvang og lögðu alla helztu námubæina í rúst. Þeir voru svo reistir úr rústum á ný að styrjöld- innilokinni. (Heimild: The Economist m.m.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.