Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 4
-i, 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Embætti ríkissaksóknara: Ekki ástæða til frekari aðgerða í máli O. John- son og Kaaber RÍKISSAKSÓKNARI sér ekki ástæðu til frekari aðgerða gegn kaffi- brennsiu O. Johnson & Kaaber hf., eftir ítarlega rannsókn á kaffiinn- flutningi fyrirtækisins og verulegum afslætti, sem fyrirtækið fékk frá heildsala í Rrasilíu á árunum 1980 og 1981. Niðurstaða ríkissak- sóknara er sú, að af hálf'u fyrirtækisins hafi ekkert athugavert verið við nýtingu fyrirtækisins á þessum afslætti, bókhaldi þess eða gjald- eyrisskilum. Hins vegar er talið að brot, sem fyrirtækið kann að hafa framið með röngum skýrslugjöfum til Verðlagsstofnunar sé fyrnt, að sögn Jóhatans Sveinssonar, saksóknara. Að kröfu ríkissaksóknara vs hafin rannsókn á þessu máli 23. janúar síðstliðinn og bárust rann- sóknargögn embætti ríkissaksókn- ara 9. maí sl. Að sögn Jónatans Sveinssonar voru niðurstöður at- hugana þær, að rannsóknin hefði leitt í ljós, að O. Johnson og Kaa- ber hefði fengið á árunum 1980 og 1981 afslætti vegna kaffikaupa að upphæð rúmlega 1,4 milljónir doll- ara, eða um 56 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. I bréfi frá embætti saksóknara til Rannsóknarlögreglu ríkisins seg- ir m.a.: „Firmað notaði meginhluta þessara fjármuna til greiðslna á hinum erlendu kaffikröfum, en nokkur hluti afsláttargreiðslanna var seldur í íslenskum gjaldeyris- bönkum. Rannsóknin leiddi því í Ijós, að greindir afslættir nýttust firmanu að fullu með löglegum hætti." Síðan segir í bréfi ríkissaksókn- ara: „Hins vegar leiðir rannsóknin í ljós, að forráðamenn firmans hafa látið undir höfuð leggjast að gera verðlagsyfirvöldum grein fyrir þess- um afsláttum jafnskjótt og þeir nýttust firmanu. Þá kemur í ljós, að forráðamenn fírmans hafa, í þeim tilfellum þegar afslættir nýtt- ust til lækkunar á verði einstakra kaffisendinga, sent verðlagsyfir- völdum verðútreikninga sem reistir voru á brúttóverði kaffísins án til- lits til fenginna og nýttra afslátta. Slíkir verðútreikningar voru svo í nokkrum tilvikum notaðir til rök- stuðnings hækkunarbeiðnum firmans á brenndu og möluðu kaffi. Verðlagsyfírvöldum er svo ekki gerð grein fyrir þessum afsláttum fyrr en á árinu 1985, og þá að frum- kvæði Verðlagsstofnunar. Með greindri launung og röngum skýrslugjðfum hafa forráðamenn fírmans, eftir því sem best verður séð, orðið uppvísir að broti sam- kvæmt 52. grein laga númer 56/1978 um verðlag, samkeppnis- hömlur og fleira, samanber 15. kafla almennra hegningalaga," seg- ir ennfremur í bréfi embættis" ríkissaksóknara til RLR. Loks segir í bréfi ríkissaksókn- ara: „Hin ætluðu brot eru framin á árunum 1980 og 1981. Viðurlög við brotum þessum, ef sönnuð þætti, geta hæst orðið 4 mánaða fangelsi, samanber 146. grein al- mennra hegningalaga. Hin opin- bera rannsókn málsins hefst á fyrri hluta ársins 1986 og em þá liðin rúm 4 ár frá því ætlaðari brotastarf- semi lauk. Með vísan til núgildandi ákvæða laga um fyrningu saka, samanber 81. grein almennra hegn- ingalaga, samanber lög númer 20/1981, mundi sök sú er hér um ræðir, ef sönnuð þætti, fyrnast á tveimur árum. Með vísan til þess hefur verið ákveðið að eigi verður höfðað opinbeit refsimál á hendur forráðamönnum greinds firma og er því eigi af ákæruvaldsins hálfu krafist frekari aðgerða í þessu máli." Atli Dam, Steingrímur Hermannsson og Jonathan Motzfeldt á Þingvöllum í gær. MorgunblaðM/Einár Faiur Grænlendingar minnka kröfur um hlut í loðnuafla Fundur Steingríms Hermannssonar, Jonathans Motzf eldts og Atla Dams á Þingvöllum í gær FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingrímur Hermannson, átti í gær fund á Þingvöllum með Iandstjórum Færeyja og Grænlands, þeim Atla Dam og Jonathan Motzfeldt. Taldi Steingrímur fundinn hafa verið í senn gagnlegan og ánægjulegan. „Þessi þrjú lönd eiga mjög margt sameiginlegt. Þótt við vinnum að sjálfsögðu náið saman í Norður- landaráði eru önnur mál sem koma til kastanna á svona fundum." Aðspurður hvort „lítið Norðurlandaráð" hefði myndast sagði Steingrímur: „Við skulum kalla þetta „Leiðtogafund Norður-Atlants- hafsins", eins og Motzfeldt orðaði það." Aðal umræðuefni fundarins voru Steingrímur taldi að_ enn bæri sjávarútvegsmálin. Meðal annars nokkuð í milli því að íslendingar bar skiptingu loðnustofnsins milli íslendinga, Grænlendinga og Norð- manna á góma. Lýsti Motzfeidt því yfir að Grænlendingar væru nú fúsir til þess að lækka kröfur sínar um 12% loðnukvótans niður í 10%. „Þetta er hin pólitíska niður- staða. Grænlendingar ætla hins yegar að bjóða vísindamönnum frá Islandi og Noregi að rannsaka stofninn til að geta metið veiðiþol- ið", sagði Motzfeldt. og Norðmenn hefðu ekki viljað veita Grænlendingum svo stóran skerf sem þeir óskuðu eftir. Þá var ákveð- ið að vísindamenn myndu rannsaka karfastofninn sem löndin veiða öll úr. Steingrímur sagði að mikið hefði verið rætt um mótbyrinn sem hval- veiðar og selveiðar þjóðanna hafa mætt. „Grænlendingar hafa um nokk- uit skeið kynnt selveiðar sínar í Bandaríkjunum með góðum ár- angri. Vilja þeir gjarnan reka áróður fyrir hvalveiðunum að auki og ræddum við um samvinnu land- anna á þessu sviði. Þá ætlum við að fara fram á stuðning hinna Norð- urlandanna við stefnu okkar." Sagði hann að löndin þrjú ætluðu einnig að móta sameiginlega stefnu til að reka fyrir Alþjóðlega hval- veiðiráðinu. I september verður fundur í Reykjavík um ferðamál landanna þriggja. Steingrímur taldi að mikið hefði áunnist í því að bæta sam- göngur milli íslands og Grænlands, en auka þyrfti möguleika erlendra ferðamanna á íslandi til að heim- sækja frændþjóðir okkar. Ákveðið var að þeir Steingrímur, Atli og Jonathan hittust aftur að ári í Færeyjum. Hirðisbréf biskups komið út: Kirkjan öllum opin Ástæða til að hamra á því að kirkjan er samfélag við Krist sem öllum stendur opið, sagði herra Pétur Sigurgeirsson, biskup BISKUPINN yfir íslandi hefur sent frá sér hirðisbréf sem ber yfirskriftína „Kirkjan öllum opin" og er stílað til presta og safnaða landsins. Hirðisbréf hafa verið gefin út af sér- hverjum íslenskum biskupi og í því er fjallað um starfshætti íslensku kirkjunnar á stefnu- mótandi hátt án þess að um tílskipun sé að ræða til þeirra sem með málefni hennar fara. Hirðisbréfið er því einskonar ráðlegging, hvatning og upp- örvun til lærðra jafnt sem leikra og á rætur sínar að rekja allt tíl Páls postula, en af þeim 13 bréfum sem eftir hann liggja má kalla þrjú þeirra hirðisbréf. Bréfið er í bókarformi, 148 blaðsíður að lengd og skiptist í 23 kafla. A blaðamannafundi sem hald- inn var á Biskupsstofu í gær sagði herra Pétur Sigurgeirsson að yfirskrift bréfsins, Kirkjan öllum opin, væri það sem hann hefði viljað láta ganga í gegnum ritið sem rauðan þráð. „Það er ástæða til að hamra á því að kirkjan er ekki lokað samfélag, heldur samfélag við Krist sem er öllum opið. Og einnig má skilja þessa yfírskrift bókstaf- legri merkingu," sagði biskup. Ræddi hann síðan stuttlega þann skilning sumra að einungis „góð- ar manneskjur" gætu tilheyrt kirkjunni en þá skoðun taldi hann byggða á misskilningi og vitnaði í orð Krists sem sagðist vera dyrnar sem alltaf stæðu opnar, og sagði biskup kirkjuna eiga að þjóna hlutverki í dag. Síðan rakti hann í stuttu ináli innihald hirðisbréfsins, þar sem komið er víða við. Meðal annars gat hann hugmyndarinnar um þrjú biskupsdæmi í landinu, í Reykjavík, Skálholti og á Hólum, þar sem biskupinn í Reykjavík hefði áfram núverandi embættis- heiti og færi með ýmisleg sameiginleg málefni kirkjunnar og stuðlaði að einingu hennar. Gat hann þess að þjóðin hefði vaxið og hlutverk kirkjunnar stækkað, og orðið stöðugt fjöl- þættara. Þá rakti hann þau viðhorf sem hann setur fram í bréfinu um samskipti ríkis og kirkju, en þau mál hafa að nokkru leyti verið í brennidepli að undanförnu. Kvaðst hann gera greinarmun á ríkiskirkju og þjóðkirkju og vildi ekki líkja kirkjunni við aðrar op- inberar stofnanir, því samkvæmt stjórnarskránni starfaði kirkjan sjálfstætt á grundvelli kenninga sinna og hefði sjálfsforræði í köllunarstarfi sínu en sagði þó að auka þyrfti þetta sjálfsforræði hennar. Hins vegar lagði hann áherslu á að ríki og kirkja ættu samleið og ættu að starfa sam- an, og minnti á að um 97% landsmanna játa evangelísk- lútherska trú. I hirðisbréfínu er að finna kafla sem nefnist „Ekki spegil- mynd heldur salt og ljós" og er þar fjallað um það hlutverk kirkj- unnar að móta þjóðlífíð en endurspegla það ekki. I fram- haldi þess kafla er síðan fjallað um friðarmál og hlutverk kirkj- unar á þeim vettvangi. Þá fjallaði Biskup lítillega um fóstureyðingar og sagði einungis stigsmun, en ekki eðlismun, vera á þeim og barnaútburði þeim er tíðkaðist hér á öldum áður. Biskup gat þess að lokum að brátt væru 1.000 ár frá því að kristni var lögtekin á íslandi og Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson. vildi í því sambandi nefna hug- mynd, sem reyndar er ekki ný af nálinni, um kristið musteri á Þingvöllum, þeim helga stað, þar sem mætti setja og slíta Alþingi. Allmörg ár eru síðan hirðisbréf var síðast gefíð út, eða u.þ.b. aldarfjórðungur, skömmu eftir að dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tók við embætti, og bar það yfírskriftina „Ljós yfír land".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.