Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 45
'MoSöíftJBLÍÍÐÍt). tlSÍMTODAGUR 21. ACÚST 1986 45 Sara er lifandi eftir- mynd móður sinnar Romy Schneider Leikkonan Romy Schneider var aðeins 43ja ára er hún lést. Dánarorsökin var sögð hjartaáfall, en allir sem hana þekktu, vissu að orsök þess að hjartað brast voru ótal vonbrigði, ástarsorgir og tak- markalaus tilfinningatogstreita. Hver skýjaborg hennar á fætur annarri hafði hrunið til grunna og þrátt fyrir velgengni sína á sviðinu, vinsældir og virðingu var langt frá því að henni liði vel. Ástarmálin voru í rúst. Mennirnir yfirgáfu hana allir, fyrst franski leikarinn, Alain Delon, sem hún elskaði mjög heitt — síðan þýski leikhússtjórinn Harry Mayen, sem var 15 árum eldri en hún. Eftir þann skilnað flutti Romy aftur til Frakklands og tók með sér son þeirra Meyen, David. Þegar hún svo loks giftist einkaritara sínum, Daniel Biasini, vantaði ekki viðvar- anirnar. Hann var 10 árum yngri en hún og þótti flestum ráðahagur- inn algert glapræði. Engu að síður áttu þau saman dótturina, Söru, og um stund virtist hamingjan ætla að verða þeim hliðholl. En þá gerð- ist það, eina ferðina enn, Romy var skilin eftir ein og yfirgefin, er eigin- maðurinn hljópst á brott með yngri konu. Eftir það veiktist Romy alvar- lega, hún lá á spítala mánuðum saman og gekkst undir fjöldann allan af aðgerðum. Á meðan bjuggu bðrnin hjá foreldrum Daniels Bias- ini. Þá gerðist það dag einn, er sonur hennar kom heim úr skólan- um, að hann ætlaði að klifra yfir girðinguna, sem umkringdi hús Biasini hjónanna. Yfír komst hann ekki, hann datt niður af grindverk- inu og lést samstundis. Eftir þann hörmulega atburð voru örlög Schneiders ráðin. Hún hellti sér út í drykkju og eiturlyf og tíu mánuð- um síðar var hún 611. Eftir dauða hennar var Söru litlu komið fyrir hjá afa sínum og ömmu. Hún þykir hreint ótrúlega lík móður sinni, er hlý, viðkvæm og blátt áfram í allri framkomu. Samband hennar við föður sinn er líka mjög náið og segist hún vona að hann muni kvænast aftur, því hana langi til að eignast einhver systkini. „Það er enginn vafi á því að Sara hefur erft fleira en útlitið frá móður sinni" segir faðirinn, Daniel Biasini. „Hún hefur listræna hæfileika, er feiki- góður dansari og syngur eins og engill. Enn sem komið er hefur hún þó fengið frið fyrir þeim, sem eru á höttunum eftir hæfileikafólki — en spurningin er ekki hvort, heldur hvenær hún fer að troða upp" bæt- ir hann við. Svo trúlega verður þess ekki langt að bíða uns nafn Söru Biasini verður á hvers manns vör- Lady of Paris Vorum að taka r ¦ uppnyjarvorur Lady of Paris Laugavegi 84. 2. hæð. Sími 12858. VELDU ÞER Þær eru sláandi líkar mæðgurn- ar í útlíti sem og innræti þvi verður ekki neitað. Romy Schneider og Sara Biasini. Samband þeirra feðginanna er með eindæmum gott — Sara ásamt föður sínum, Daniel Bias- ini. bæjarfulltrúarnir engan veginn sæst á neina þá hugmynd, sem upp kom. Það var ekki fyrr en einn at- hugull nefndarmaður benti á, að trúlega byggju í þeirra bæ ein- hverjar myndarlegustu konur veraldar, sem hreyfing komst á málið. Það var satt, kvenmennirnir í Eastbourne voru afskaplega bú- sældarlegir, höfðu svolítið mikið af öllu. Um þetta voru allir sammála. Nokkrum konum var því safnað saman í skyndi og þær ljósmyndað- ar í bak og fyrir. Síðan var gefinn út fjöldinn allur af ferðabæklingum, auglýsingar hannaðar og fleira í þeim dúr. Slagorðin, sem notuð voru gengu öll út á öriæti bæjarbúa og velmegun og hversu vel allt væri þar útilátið meira að segja kvenfólkið væri meira og myndar- legra en gengi og gerðist í örðum bæjum. Við birtum til gamans „sýn- ishorn" af þessu stolti íbúa East- bourne og tökum heilshugar undir með bæjarstjórninni. COSPER COSPER Er þér kalt? Það er engin furða, þú situr á ístertunni minni. Kjúktingur er hoiiur, góður og síðast en ekki síst ódýr matur. Við viljum að ailir borði kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og velji sér kjúklingadag. Hér birtist spennandi uppskrift úr samkeppni ÍSFUGLS, veldu þér kjúklingadag og reyndu uppskriftina. KJUKLINGUR MEÐ ANANAS SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR "JÓHANNA G. R. ÓLAFSS'Ó'N (Fyrir4-5.) 2 kjúklingar (frá ísfugl) 1 lítil dós ananas í eigin safa (t.d. Del Monte) 1 bollisneiddir nýirsveppir 1 bolli rifinn ostur (26%) 1 dl rjómi í sósuna Krydd: salt.svartur pipar og karrý. Kjúklingarnir eru kryddaðir og ofnsteiktir. Þá eru þeir hlutaðir sundur og settir í ofnfast fat. Ananas er skorinn í bita og sett yfir kjúklingabitana. Þá er búin til sósa úr kjúklingasoðinu + ananassafa, gjarnan bökuð upp og rjóma bætt út í ásamt sveppunum. Nokkru af sósunni er svo hellt yfir kjúklingabitana og ananas og osti dreift yfir. Bakað í ofni uns osturinn er vel bráðinn. Borið fram með frönskum kartöflum, góðu hrásalati og afganginum af sósunni. Tilbrigði: Til að gera sósuna enn betri má setja eitt lítið box af rjómaosti meö ananasbragði. Þá er haft minna af rjóma eða honum alveg sleppt. Verðiykkuraðgóðu! ísfugl Sími: 666103 Gorr-Houi OGÓDÝRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.