Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Mótmæli sljórnarand- stæðinga halda áfram Islamabad, AF. AÐ MINNSTA KOSTI einn maður lét lífið í bardögum milli lögregiu og stjórnarandstæðinga i Pakistan í gær. Lögreglan beitti táragasi og kylfum til að dreifa mannfjölda sem safn- ast hafði í mörgum héruðum og borgum landsins til að mótmæla stefnu stjórnarinnar. Her landsins hefur verið kvadd- ur á vettvang þar sem óeirðir hafa verið síðustu vikuna, en nokkur röskun vai-ð á samgöngum þegar mótmælendur rifu upp járnbraut- arteina og reistu götuvígi. Nú hafa 27 manns týnt lífi í óeirðum í Pakistan síðan á mið- vikudag og nokkrir tugir særst. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu því í gær að halda áfram mótmælum gegn stjóminni og ítrekuðu að markmiðið væri að bola forseta landsins Zia Ul-Haq frá völdum. Hópur manna réðst einnig að ýmsum stjórnarbygging- um í Islamabad, en aðeins smávægilegar skemmdir urðu á þeim. Skarst í odda milli lögreglu og mótmælenda í Sind-héraði með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið í skotbardaga. Mótmælend- ur köstuðu grjóti og öðru lauslegu að lögreglu, sem svaraði með því að beita táragasi og kylfum. Tveir lögreglumenn særðust í bardögun- um. í mótmælagöngu kvenna í Dadu særðist ein lítil stúlka þegar hún varð fyrir táragaskúlu. Um fimm þúsund manns tóku einnig þátt í mótmælaðgerðum í Lahore, en lög- reglan reyndi ekki að koma í veg fynr þær. I Karaehi brutust út átök þegar um 500 ungmenni réðust á bensín- stöð og köstuðu gijóti að strætis- vögnum, en fljótlega tókst að dreifa þeim. Benazir Bhutto, leiðtogi Þjóðar- flokks Pakistans, er enn í haldi sem og margir helstu ráðgjafar hennar. Einnig var skýrt frá því í gær að stjórnin hygðist sækja fjóra frammámenn í flokknum til saka fyrir að hafa hafið skothríð á fólk, sem safnast hafði saman til stuðn- ings stjórninni. Þar létu flórir lífið, en sjónarvottar segja að þeir hafi fallið í átökum við lögreglu. 225 milljón ára gamlir fuglar í Texas í Bandaríkjunum hafa fundist steingervingar af fuglum, sem taldir eru 225 milljón ára gamlir. Eru þetta elstu steingerðu fuglar, sem fundist hafa. Fuglunum hefur verið gefið tegundarheitið „Protoavis" (frumfygl- ið). Margir vísindamenn telja að fundur þessi styrki kenningar um að fuglar hafi þróast af risaeðlum. Áströlsku fjárlögin lögð fram: Pakistan: Símamynd/AP Lögreglumenn í Pakistan beija mótmælanda áður en þeir handtóku hann í gær. Israelar enn bjartsýnir um árangur viðræðna Tel Aviv og Jerúsalem, AP. Mikill niðurskurður og skattalækkunum frestað Canberra, Sydney, Ástralíu, AP. ÁSTRALSKA ríkisstjórnin lagði í fyrradag fram fjárlög fyrir næsta fjárhagsár og gætir þar miklu meira aðhalds en búist hafði verið við. Samkvæmt þeim verður útgjöldum haldið í skefjum, skattalækk- unum frestað og hemill hafður á launahækkunum. Talsmenn stjórn- arandstöðunnar, Frjálslynda flokksins, hafa farið hörðum orðum um fjárlögin en ýmis stórblöð og aðrir fjölmiðlar segja, að þannig sé komið í efnahagsmálunum, að róttækra ráðstafana sé þörf og lofa stjórn Verkamannaflokksins fyrir hugrekki. Ráðuneytisstjóri ísraelska utanríkisráðuneytisins sagðist ekki álíta að endir væri bund- inn á viðræður Israela og Sovétmanna þrátt fyrir ófrið- legar yfirlýsingar hinna síðarnefndu að undanförnu. Samtök gyðinga í Banda- ríkjunum tilkynntu á miðviku- dag að þau myndu angra sovéska sendiráðsstarfsmenn í Washington á ýmsan hátt, til þess að þrýsta á að gyðingar í Sovétríkjunum fái frelsi til þess að flytjast til fyrirheitna landsins. David Kimche, ráðuneytisstjóri, skýrði afstöðu Israela við heim- komu sína frá Helsinki. „Ég held ekki að sú staðreynd að við reifuð- um málefni gyðinga í Sovétríkjun- um muni leiða af sér algjört sambandsleysi milli landanna. Ég er þess fullviss að Sovétmenn vissu vel að við myndum færa þau mál í tal,“ sagði Kimche í viðtali við ísraelska sjónvarpið. Gyðingasamtök í Bandaríkjun- um hyggjast trufla sovéska stjórn- arerindreka í Bandaríkjunum á ýmsan hátt, til þess að minna á að enn eru um 400.000 gyðingar í Sovétríkjunum, sem ekki fá að flytjast úr landi til ísrael. Hyggj- ast þeir m.a. hringja viðstöðulaust í sendiráðið svo ógjömingur verði að ná símasambandi við það. Einn- ig munu þeir elta sendiráðsstarfs- menn, „á sama hátt og gyðinglegir andófsmenn eru eltir í Sovétríkjun- um“. Kiaus Citron, fulltrúi Vestur- Þjóðveija á ráðstefnunni, sagði á blaðamannafundi í gær, að fagna bæri sérstaklega þeirri yfirlýsingu Olegs Grinevsky, fulltrúa Sovét- manna, að stjórn hans gæti fallist á lágmarkseftirlit með heræfingum, sem ella kynnu að vekja tortryggni Paul Keating, fjármálaráðherra, sagði þegar hann kynnti fjárlögin, að skattahækkanir og útgjalda- lækkun væru nauðsynlegar til að örva ástralskt efnahagslíf, sem orð- ið hefði fyrir miklum hnekki vegna verðfalls á heimsmarkaði. Sagði hann, að hallinn á fjárlögum síðasta fjárhagsárs, sem lauk 30. júní sl., hefði verið 3,5 milljarðar dollara (í Bandaríkjadollurum) en nú væri að því stefnt, að hann yrði 2,2 milljarð- ar fram til sama tíma að ári. Útgjöld til ýmissa opinberra framkvæmda yrðu því skorin niður um nærri 1,8 milljarða dollara. Söluskattur á ýmsum munaðar- varningi, t.d. víni og glæsibifreið- um, verður hækkaður og einnig á bensíni og olíu. Sagði Keating, að reynt yrði að sjá svo til, að almenn- ar launahækkanir, sem verða um áramót, verði tveimur prósentum minni en verðbólgustigið eða um það bil þær sömu og á síðasta fjár- hagsári. Gert hafði verið ráð fyrir tekjuskattslækkun 1. septembernk. en Keating sagði, að henni yrði frestað til 1. desember. Staðið verð- annarra þjóða manna. Breska stjómin hefur einnig tekið í sama streng. Öryggisráðstefnunni lýkur eftir fimm vikur og er nú unnið kappsamlega að því að ná sam- komulagi um lokaályktun. Öryggismálaráðstefnan á rætur sínar að rekja til Helsinki-sátt- ur þó við að lækka hámarkstekju- skattinn úr 49% í 40%. Um framlög til varnarmála sagði Keating, að þau myndu hækka um 1% miðað við verðbólgu. John Howard, leiðtogi stjómar- andstöðunnar, sagði um fjárlögin, að þau væm „mesta skattaáþján sögunnar". Væri það vissulega fagnaðarefni ef unnt yrði að lækka fjárlagahallann en ljóst væri líka, að það ætti að gera með því að auka skattana, ekki með því að skera niður opinber útgjöld og bmðl. Margir ástralskir fjölmiðlar fara lofsamlegum orðum um fjárlög Verkamannaflokksins en vara þó við of mikilli bjartsýni á árangur- inn. í The Sydney Moming Herald sagði, að fjárlögin kæmu illa við marga þrönga sérhagsmunahópa en væm aftur á móti fagnaðarefni fyrir atvinnu- og fjármálalífið. Ef dæmið gengi upp myndi gengi ástr- alska dollarans komast í jafnvægi, vextir lækka og ríkisstjómin jafnvel lifa af næstu kosningar. Ef ekkert yrði af vaxtalækkun, yrði heldur málans árið 1975, en í honum er þess krafist að skýrt sé frá öllum heræfingum, sem fleiri en 25.000 hermenn taka þátt í. Citron, vest- ur-þýski fulltrúinn, sagði, að vest- rænar þjóðir gætu alls ekki fallist á að lækka þessa tölu aðeins niður í 18.000 hermenn eins og Varsjár- bandalagslöndin legðu til. NATO- ríkin gætu kannski fallist á að hafa töluna 10.000, ekki 6.000 eins og tillaga þeirra er um, en mestu skipti að skýra fyrr frá þeim heræfingum, sem halda ætti. ekkert af auknum hagvexti og dag- ar stjórnarinnar þar með taldir. The Sydney Daily Telegraph og The Australian tóku í svipaðan streng og sagði síðarnefnda blaðið, að á þessari stundu a.m.k. ætti ríkis- stjórnin hrós skilið fyrir hugrekki. Efnahagserfiðleikarnir í Ástralíu stafa aðallega af því, að á heims- markaði hefur orðið allnokkurt verðfall á ýmsum hráefnum, sem vega þungt í útflutningi lands- manna. Fyrir skömmu tók Paul Keating, fjármálaráðherra þannig til orða, að Ástralíu biði það eitt að verða að „bananalýðveldi" ef ekki yrði gripið í taumana. Fjárlög- in, sem lögð voru fram í fyrradag, verða ekki að lögum fyrr en þingið hefur samþykkt þau. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 9 skýjaö Amsterdam 11 19 skýjað Aþena 21 37 heiðskirt Barcelona 26 skýjað Berlín 10 16 skýjað Brussel 12 21 skýjað Chicago 14 27 skýjað Dublin 9 19 heiðskírt Feneyjar 27 heiðskirt Frankfurt 10 18 rigning Genf 16 22 heiðskírt Helsinki 12 18 skýjað Hong Kong 26 28 rigning Jerúsalem 17 28 heiðskirt Kaupmannah. 12 17 rigning Las Palmas 25 léttskýjað Lissabon 18 26 heiðskírt London 11 20 heiðskirt Los Angeles 25 36 heiðskírt Lúxemborg 15 skýjað Malaga 27 heiðskirt Mallorca 29 léttskýjað Miami 25 30 rigning Montreal 16 25 skýjað Moskva 10 22 heiðskírt New Vork 22 27 léttskýjað Osló 10 18 heiðskirt Paris 11 18 skýjað Peking 19 28 heiðskirt Reykjavík 9 léttskýjað Ríóde Janeiro 12 20 skýjað Rómaborg 21 34 heiðskírt Stokkhólmur 10 17 skýjað Sydney 7 20 heiðskírt Tókýó 24 29 heiðskírt Vínarborg 18 29 skýjað Þórshöfn 10 hálfskýjað Öryggismálaráðstefnan í Stokkhólmi: Fagna yfirlýsingu um aukíð eftirlit Stokkhólmi, AP. FULLTRÚAR frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins á Öryggismálaráð- stefnunni í Stokkhólmi hafa margir orðið til að fagna þeirri yfirlýs- ingu Sovétmanna, að þeir væru tilbúnir til að fallast á eftirlit með heræfingum. Ríkir nú nokkur bjartsýni á, að um þetta megi ná sam- komulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.