Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Evrópumeistaramótfrjálsíþróttamanna: ísland hef ur hlotið þrenn gull-, ein silf ur- og ein bronsverðlaun DAGANA 26.—31. ágúst nk. fer fram í Stuttgart í V-Þýskalandi Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum. Þetta er í 14. sinn sem slíkt mót verður haldið. Keppnis- greinar eru 42, 24 í karlaflokki og 18 í kvennaflokki. Líklegt er talið að 33 þjóðir muni nú taka þátt í þessu móti og keppendur verði á bilinu 1300—1400. Það var árið 1926, sem Ungverj- inn dr. Szilard Stakowitz fékk hugmyndina fyrstur manna að halda Evrópumeistaramót í frjáls- um íþróttum, en Alþjóða frjáls- íþróttasamþandið lagði ekki bless- un sína yfir þá hugmynd fyrr en árið 1933. Ári síðar var fyrsta Evr- ópumeistaramótið haldið í Torino á ítalíu, og var þá einungis keppt i karlaflokki. 15 pjóðir sendu kepp- endur, hvorki Bretar né Sovét- menn voru með svo einhverjir séu nefndir, sem áttu þó góða íþrótta- menn. Þjóðverjarnir hlutu flest verðlaun, en sennilega hefur finnski spjótkastarinn Matti Járvin- en unnið besta afrekið þegar hann kastaði spjótinu 76,66 m og setti heimsmet. Árið 1938 var keppt á tveimur stöðum, karlar kepptu í París en konurnar kepptu á sínu fyrsta móti í Vín í Austurríki. Þjóðverjar unnu sem fyrr flesta sigra, eða 12 alls. Lutz Long, sá sem keppti við Jesse Owens um gullið í lang- stökki á Ólympíuleikunum i Berlín, varð þó bara þriðji í sinni grein, bæði í Torino og í París. Hollend- ingurinn Martinus Osendarp, sem háði einnig keppni við Owens í Berlín, vann bæði spretthlaupin í París, hljóp 100 m á 10,5 sek. og 200 m á 21,2 sek. Aftur sigraði Járvinen; nú kastaði hann spjótinu 76,87 m. I Vín vann pólska stúlkan Stan- islawa Walasiewicz (Stella Walsh) athyglisverðustu afrekin, en hún sigraði í 100 m og 200 m hlaupi á tímanum 11,9 sek. og 23,8 sek. og varð önnur í langstökki með 5,81 m. Hollenska stúlkan Fanny Koen var þarna að hefja frægðar- feril sinn, en í Vín vann hún til þronsverðlauna í báðum sprett- hlaupunum. Gunnar meistari Vegna seinni heimsstyrjaldar- innar var ekkert Evrópumeistara- mót haldið 1942, en 1946 var það haldið í Osló. íslendingar sendu þá í fyrsta sinn keppendur — 10 talsins — og unnu jafnframt sinn fyrsta Evrópumeistaratitil. Gunnar Huseby vann þetta glæsilega afrek þegar hann þeytti kúlunni 15,56 m. Næsti maður, D. Goryainov frá Sovétríkjunum, var með 15,25 m. Finnbjörn Þorvaldsson varð 6. í 100 m hlaupi á 10,9 sek. Einn keppandinn náði að verja titil sinn frá 1938. Það var Bretinn Sydney Wooderson, sem sigraði í 5.000 m hlaupi. Hann hlaut tímann 14:08,6 min. í 5. sæti í þessu hlaupi varð þá lítt þekktur Tékki, Emil Zatopek, síðar heimsþekktur langhlaupari. Þjóðverjar tóku ekki þátt í þessu móti og heldur ekki árið 1954. Sovéskar konur létu mikið að sér kveða, unnu til 12 verðlauna af 27 mögulegum. Gunnar og Torf i með tvö gull Árið 1950 var mótið haldið í Brussel í Belgíu. íslendingar sendu • Örn Clausen f tugþrautarkeppni. Hann vann silfurverðlaun f þeirri grein á Evrópumeistaramótinu eftir mikið einvígi um sigurinn við Frakkann Ignace Heinbrich. STUTTGART 1986 10 manna hóp, sem í stuttu máli sagt stóð sig frábærlega vel, eins og frægt er orðið. Að mótinu loknu voru tveir Evrópumeistaratitlar í höfn og ein silfurverðlaun fyrir utan önnur úrslitasæti. Gunnar Huseby endurtók sigurinn frá Osló — kast- aði kúlunni 16,74 m sem var Norðurlandamet. Þessi kastlengd Gunnars stóð óhögguð sem Is- landsmet allt til ársins 1967, er Guðmundur Hermannsson tók við, en það er önnur saga. Annar í kúluvarpinu í Brussel varð A. Prof- eti ítalíu með 15,16 m. Á þessu sést, að Gunnar hefur slegið and- stæðinga sína algerlega út af laginu, slíkir voru yfirburðir hans. Þá gerði Torfi Bryngeirsson sér lítið fyrir og vann lang- stökkskeppnina — stökk 7,32 m, sem var nýtt íslandsmet. Torfi keppti einnig í stangarstökki, en úrslitakeppnin fór fram samtímis í þessum stökkgreinum, svo að hann varð að gera upp viö sig í hvorri greininni hann ætti meiri möguleika og valdi langstökkið. Örn Clausen háði frækilegt einvígi í tugþraut við Frakkann Ignace Heinrich. Frakkinn hafði betur, en Örn setti íslandsmet, hlaut 7297 stig eftir þágildandi stigatöflu. Guðmundur Lárusson varð 4. í úrslitum 400 m hlaups á 48,1 sek. í undanrás hljóp hann á 48 sek. sléttum, sem var nýtt íslandsmet. íslenska boðhlaupssveitin varð 5. í 4x100 m boðhlaupi, sömuleiðis á nýju íslandsmeti 41,7 sek. Þá varð Haukur Clausen 5. í 100 m hlaupi á 10,8 sek. og Ásmundur Bjarna- son 5. í 200 m hlaupi á 22,1 sek. Bretar létu mikið að sér kveða í Brussel, hlutu átta gullverðlaun. Tékkinn Emil Zatopek var líka i miklum ham, vann bæði 5 og 10 km hlaup með yfirburðum. Tímarn- ir voru 14:03,0 og 29:12,0 mín. Hollenska konan Fanny Blankers- Koen (gift þjálfara sínum Jan Blan- kers) bar sigur úr býtum í þremur hlaupalengdum, 100 m, 200 m og 80 m grind. Hún fékk timana 11,7, 24,0 og 11,1 sek. 5. Evrópumeistaramótið var haldið í Bern í Sviss 1954. Nú létu Sovétmenn verulega að sér kveða, hlutu 16 gullverðlaun. Þrjú heims- met voru sett á þessu móti — Sandor Rozsnyoi Ungverjalandi hljóp 3.000 m hindrunarhlaup á 8:49,6 mín., sovéski sleggjukastar- inn Mikhail Krivonosov kastaði sleggjunni 63,34 m og landi hans Vladimir Kuts hljóp 5000 m á 13:56,6 mín. Þá vann ítalski kringlukastarinn, Adolfo Consolini, fyrstur manna það frækilega afrek að hljóta Evrópumeistaratitil í þriðja sinn. Hann varð einnig 5. í sinni grein 1938 og 6. 1958. ís- lendingar áttu nokkra unga keppendur á þessu móti, m.a. Vil- hjálm Einarsson. Bestum árangri íslendinga náði Ásmundur Bjarna- son í 200 m hlaupi — komst í undanúrslit. Ásmundur var reynd- astur íslendinganna, keppti í • Einu Evrópumeistarar íslendinga í frjálsiþróttum utanhúss. Mynd- in var tekin við heimkomuna frá Brússel 1950 er Torfi Bryngeirsson (t.v.) sigraði í stangarstökki og Gunnar Huseby i kúluvarpi. Gunnar vann einnig í Osló 1946. Brussel við góðan orðstír eins og áður hefur verið getið um. Vilhjálmurvinnur brons íslendingar sendu 9 keppendur á Evrópumeistarmótið í Stokk- hólmi 1958. Vilhjálmur Einarsson (silfurverðlaunamaðurinn frá Mel- bourne 1956) vann það ágæta afrek við erfiðar aðstæður, að ná þriðja sæti í þrístökki, stökk 16,00 m. Þar sigraði pólski snillingurinn Jószef Szmidt (síðar heimsmethafi og fyrstur manna til að stökkva yfir 17 m í þrístökki). Szmidt stökk 16,43 m í Stokkhólmi. Annar varð þáverandi heimsmethafi, Oleg Ry- akhovskij Sovétríkjunum, stökk 16,02 m. Pólverjar stóðu sig vel á þessu móti, hlutu 8 gullverölaun, þótt það dygði ekki gegn Sovét- mönnum, sem hlutu 11 gullverð- laun. Stjarna þessa móts var sovéski Asíubúinn, Sergej Popov. Hann hljóp maraþonhlaup á 2 klst. 15,17 mín., sem var rúmum tveimur mín. betri árangur en nokkru sinni hafði náðst í maraþonhlaupi. Popov var rúmlega fimm og hálfri mínútu á undan næsta manni í mark. Pól- verjinn með erfiða nafnið Zdzislaw Krzyszkowiak (síðar heimsmethafi í hindrunarhlaupi og Ólympíu- meistari 1960) vann sigur í báðum langhlaupunum 5 og 10 km. Næst var komið að Júgóslövum að halda Evrópumeistaramót. 1962 var það haldið í Belgrad. Á því móti voru tvö heimsmet jöfnuð. Italinn Salvatore Morale hljóp 400 m grindahlaup á 49,2 sek. og Tam- ara Press Sovétríkjunum varpaði kúlunni 18,55 m. I tugþraut var geysihörð keppni en að lokum fór Vasily Kuznetsov Sovétríkjunum með sigur af hólmi og hlaut sinn þriðja Evrópumeistaratitil. íslendingar áttu þátttakendur á þessu móti. Vilhjálmur Einarsson varð 6. i þristökki með 15,62 m og Valbjörn Þorláksson varð í 10. saeti í tugþraut. Á mótinu í Belgrad varð fyrst áberandi hin taktíska keppni í lengri hlaupagreinum. Tími sigur- vegaranna í t.d. 800 m og 5.000 m hlaupi var mjög slakur miðað við fyrri árangur. Ekki má skilja við Evrópumeist- aramótið í Belgrad án þess að minnast á sovéska heimsmet- hafann í hástökki, Valerij Brumel, en hann bar ægihjálm yfir aðra hástökkvara um árabil. Hann stökk 2,21 m í Belgrad, en næsti maður, Svíinn Stig Pettersson, stökk 2,13 m. Árið 1966 varð Búdapest í Ung- verjalandi fyrir valinu sem móts- staður. Þar kepptu Austur-Þjóð- verjar fyrst sem sjálfstæð þjóð og létu strax mikið að sér kveða, hlutu flest gullverðlaun allra þátttöku- þjóða. í Búdapest náðist ágætur árangur í mörgum greinum. Mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.