Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. AGUST 1986 55 Heimsmet Beyer UDO Beyer frá Austur-Þýska- landi setti í gœrkvöldi nýtt heimsmet í kúluvarpi á frjálsí- þróttamóti í Austur-Berlín. Hann bœtti eldra metið um tvo sentimetra, kastaöi 22,64 metra. Gamla heimsmetið átti landi hans Ulf Timmermann og setti hann það í fyrra. Beyer setti heimsmetið í sinni briðju tilraun og voru aðstæður í Austu-Berlín ekki sem bestar, rigning og því blautur kasthringurinn. Þetta var síðasta mót, hans fyrir Evrópu- meistaramótið í Stuttgart sem hefst í næstu viku. Beyer sem nú er 31 árs, kastaði í fyrstu til- raun 22,24 metra og síðan 22,58 • Udo Beyer f rá Austur-Þýska- landi setti nýtt heimsmet í kúluvarpi, kastaði 22,64 m. metra. Þetta var í þriðja sinn sem þessi sterki kúluvarpari setur heimsmet. Úlfar annar og fer á NM ÚLFAR Jónsson endaði í öðru sæti á Doug Sanders-mótinu í Skotlandi sem lauk í gær. Úlfar lék völlinn á pari í gær, 71 ftöggi, en Skotinn sem sigraði í mótinu lék á 68 höggum. Úlfar stóð sig eins og hetja á þessu móti og skorið er mjög gott hjá honum. Lék á 66-70-70-71 og er því alls á 7 undir pari vallarins. Skotinn lék á 71-69-65-68 og lék alls á 273 höggum sem er 11 högg- um undir pari vallarins. Jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu Spán- verji og Norðmaður og léku þeir á 281 höggi. Úlfar heldur í dag til Danmerkur þar sem hann verður með íslensku sveitinni sem keppir á Norður- landamótinu í golfi sem hefst nú um helgina. Kvennaknattspyrna: Leikið gegn Sviss í kvöld Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo landsleiki við Svisslendinga og fer fyrri leik- urinn fram í kvöld kl. 19.00 á Laugardalsvelli. Síðan verður leikið á Akranesi á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Sigurbergur Sigsteinsson hefur valið eftirtalda 16 leikmenn fyrir leikina: Markverður eru þær Erna Lúðvíksdóttir, Val og Vala Úlfljóts- dóttir, ÍA. Aðrir leikmenn: Arna Steinsen, KR, Ásta B. Gunn- laugsd., UBK, Ásta M. Reynis- dóttir, UBK, Erla Rafnsdóttir, UBK, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Halldóra Gylfadóttir, ÍA, Ingibjörg Jónsdóttir, Val, Laufey Sigurðar- dóttir, Berg. Gladbach, Magnea Magnúsdóttir, UBK, Karítas Jóns- dóttir, ÍA, Katrín Eiríksdóttir, ÍBK, Kristín Arnþórsdóttir, Val, Svava Tryggvadóttir, UBK, Vanda Sigur- geirsdóttir, ÍA. ísland lék við Sviss á síðastliönu ári og gerði þá jafntefli í fyrri leikn- um, 3:3, og vann seinni leikinn 3:2. Þessir tveir landsleikir við Sviss- Maraþonið: Skráningu lýkurídag SKRÁNING þátttakenda í Reykjavíkurmaraþon hefur geng- ið vel, en sfðasti skráningardagur er í dag. Skráningu í hlaupið átti að Ijúka í gær, en ákveðið var að fram- lengja tímann um einn dag. Þegar hafa um þúsund manns skráð sig í hlaupið, sem er helmingi meiri þátttaka en í fyrra. Skráning ferfram hjá Ferðaskrif- stofunni Úrval í Pósthússtræti. lendinga eru síðustu verkefni kvennalandsliðsins á þessu ári. Landsleikirnir við Færeyinga unn- ust báðir, en fyrirfram var vitað að landsleikirnir við V-Þjóðverja sem fram fóru í júlíyrðu mjög erfið- ir, enda töpuðust þeir báðir. Svisslendingar eiga mjög gott og leikandi lið og er því spennandi að sjá íslenska liðið spreyta sig við það svissneska. Sleppur Þróttur? ÞRÓTTUR vann í gær Einherja, 2:1, í 2. deildinni og var leikið fyrir austan. Með þessum sigri virðast Þróttarar ætla að hanga í deildinni en Einherji hinsvegar búinn að missa af lestinni í 1. deild. Daði Harðarson skoraði úr víta- spyrnu í fyrri hálfleik og Sigurður Hallvarðsson bætti öðru marki við rétt eftir hló áður en Hallgrímur Guðmundsson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Hörkuleikur á Vopnafirði þar sem heimamenn voru óheppnir að skora ekki strax á fyrstu mínútu leiksins og ef allt hefði verið með felldu hefðu þeir átt að geta skorað ein þrjú mörk fyrir hlé. Það tókst ekki og Þróttarar virðast komnir á skrið. Urslit í 4. deild ÞRIR leikir voru í úrslitakeppni 4. deildar i' gærkvöldi. Afturelding tryggði sér endanlega sigur í sínum ríðli og leika f 3. deild að ári er þeir unnu Hauka 1:0 í Hafn- arfirði. Bolungarvík og Leiknir skildu jöfn fyrir vestan, hvoru liði tókst að skora þrjú mörk i leiknum. HSÞ-b vann Hvöt með tveimur mörkum gegn engu í hinum riðlin- um og eru þeir nú með forystu í riðlinum. Akvörðunin oq valdið hlýtur að vera hjá KSI — segir Jim Barron, þjálfari ÍA „ÉG SKIL ekkert í stjórnarmönn- um þessara félaga. Svo virðist sem þeir geri sér ekki grein fyrir, að knattspyrnuleikur fer fram á vellinum og þar ráðast úrslitin, en ekki á fundum einhvers staðar úti ibæ," sagði Jim Barron, þjálf- ari ÍA, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins vegna Péturs- málsins svonefnda. „Ég er þjálfari og vel liðið hverju sinni úr ákveðnum hópi leikmanna, sem eru í ÍA. Við fengum bréf frá KSÍ varðandi Pétur Pétursson, þar sem segir að hann sé löglegur með okkur. KSÍ væri ekki að senda okk- ur bréf um að Pétur sé löglegur til þess eins að menn í héraði dæmdu hann ólöglegan. Ákvörð- unin og valdið hlýtur að vera hjá KSÍ og því skil ég ekkert í þessum kærum. Við lékum okkar besta leik í sumar í undanúrslitum Mjólkur- • Jim Barron bikarkeppninnar og svo eyðileggja Valsm.enn ánægjuna með því að kæra. Ekki leikmennirnir, ekki lan Ross, þjálfari, heldur stjórnar- menn. Eg hef átt ánægjuleg samskipti við Val og þess vegna kom þessi kæra mér mjög á óvart. Áhorfendur vilja sjá góða leik- menn og menn eins og Pétur efla þá sem fyrir eru. Valur notaði Sævar Jónsson í fyrra og FH Janus Guðlaugsson. Þá var allt í lagi. Pétur hef ur veriö einn af lykilmönn- um landsliðsins, en var ekki í neinu liði. Þá kom hann til okkar og sagð- ist vilja leika með ÍA. Landsliðið á mikilvæga leiki fyrir höndum í haust og það hlýtur að vera allra hagur, að leikmennirnir séu í sem bestri leikæfingu. Því ættu menn að gleðjast yfir því að Pétur leiki, þar sem hann er löglegur, í stað þess að vera síkvartandi. Kærumál eins og þessi gera ekkert annað en skemma fyrir þeim sem kæra," sagði Jim Barron. ROYAL ANTWERP FOOTBALL CLUB /it^tJ^^é^. Athugasemd frá Val vegna ummæla formanns KSÍ Vegna ummæla sem formað- ur KSI Ellert B. Schram viðhafði í Mbl. síðastliðinn laugardag vill Knd. Vals taka fram eftirfar- andi: 1. Það getur vart talist sæma stöðu Ellerts B. Schram sem formanns KSÍ að gefa yfirlýs- ingar af því tagi sem gert var varðandi óútkljáö kærumál. Það er dómstóla að segja þar álit sitt en ekki formanns KSÍ. Hafi hann skoðun á málinu getur hann látið hana í Ijós er dómur er genginn en ekki fyrr. Það er alrangt hjá formanni KSI að félagaskipti Péturs Péturssonar séu sambærileg við félagaskipti Péturs Ormslev, Janusar Guðlaugs- sonar og Sævars Jónssonar. Því til stuðnings er birt hór á síðunni Ijósrit af samkomulagi ÍA og Ántwerpen þar sem kemur skýrt fram að Pétur telst leikmaður Antwerpen en fær einungis tímabundið leyfi til að spila með ÍA frá 2. ágúst til 15. okt. Engin slík skilyröi voru til staðar varðandi fé- lagaskipti Péturs, Sævars og Janusar. Auk þess skapa framkvæmdir KSÍ í slíkum málum ekki fordæmi heldur niðurstööur dómstóla. 3. Það er líka alrangt hjá for- manni KSÍ að stjórn KSf hafi verið veitt lagalegt og form- legt umboð til að kveða á um hvenær leikmenn eru hlut- gengir eftir keppnisþátttöku erlendis og að KSI taki fyrir- fram ábyrgð á hlutgengi þeirra. Ef svo er til hvers er þá dómstóll KSÍ? Knattspyrnudeild Vals. lP um precision hjörulids- krossar <l<lNG REV NS1> pjÓM1 USTA pEI<|( FÁLKINN SUOURLANDSBR AUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.