Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR BL ÁGÚST 1986 Ölvun við akstur: 106 ökumenn teknir í ágíist FYRSTU tvær vikurnar í ágúst voru 106 ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Nú stendur sem hæst átak lög- reglu og Umferðarráðs gegn ölvunar- akstri. Lögreglan hefur haldið uppi stöðugu eftirliti og mikill áróður hef- ur verið S fjölmiðlum gegn ölvunar- akstri. Herferðinni verður haldið áfram. Siglufjörður: Þokkaleg- ur afli báta Loðnan ennþá treg SKJÖLDUR kom hér inn í gær með 65 tonn eftir aðeins sex daga. Minni bátarnir hafa aflað vel á færum, verið með upp í fjögur tonn í róðri. TriIIur hafa verið með eitt til tvö tonn, en þurft að sækja nokkuð langt, 35-40 mflur út. Loðnuveiðin er enn fremur treg. Hrafninn landaði í gær um 600 tonn- um og Skarðsvík landar 600-700 tonnum í dag. Yfir tuttugu skip eru nú á loðnumiðunum, en þau hafa þurft að sigla allt að 36 stundir með aflann. Frést hefur þó að einhver skip hafí fiskað nær landi. Síldarverk- smiðjur ríkisins hafa nú brætt um 5 þúsund tonn af loðnu. Starfsmenn loðnubræðslunnar kiæðast nú snjóhvítum sloppum, enda starfið orðið hreinlegt í verksmiðj- unni, sem er talin sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu. Að sögn Gísla EHassonar verksmiðjustjóra er von á kvikmyndatökumönnum frá BBC í ágúst og ætla þeir að gera stutta fréttamynd um verksmiðjuna. Matthías Unnið í Hlíðarfjalli Morgunblaðid/Jóhanna Ingvarsdöttir Undanfarið hefur verið unnið við endurbætur á skíðalyftunni í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri. Auk tækja á jörðu niðri hefur þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-GRÓ, verið notuð við verkið. Myndin er tekin í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum dögum og sér yfir Akureyri og Eyjafjörð. - Atvinnuástandið í júlí: 0,5% atvinnuleysi SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júlímánuði voru samtals 14.205, að því er segir í skýrslu félagsmálaráðuneytisíns. Jafngildir það því að 660 manns haf i verið atvinnulausir í mánuð- inum og er það 0,5% af áætluðum mannafla. Atvinnuleysisdögum fækkaði í heild frá fyrra mánuði um 600, en þrátt fyrir það var um nokkra fjölg- un að ræða á atvinnuleysisdögum á flestum svæðum að undanskildu Vesturlandi og Norðurlandi vestra og eystra. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í mánuðinum er nokkuð undir með- altali síðustu þriggja ára, en það er rúmlega 15.000. í Reykjavík voru atvinnuleysis- dagarnir 3.718 og samsvarar það níu fleiri atvinnulausum Reykvík- ingum en í júní. Á Akureyri fækkaði atvinnuleysisdögum um 454 og fækkaði atvinnulausum Akur- eyringum" um fjóra samkvæmt þéssu. Hlutfallslega jókst atvinnu- leysi mest á Þingeyri, en þar fjölgaði atvinnuleysisdögum úr eng- um í 65 á milli mánaða. Mest fækkaði atvinnuleysisdögum hins vegar á Hofsósi og aðliggjandi hreppum, úr 180 dögum í engan. h- LÝKUR Á MORGUN! REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.