Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Atvinnuástandið í júlí: •• Olvun við akstur: 106 ökumenn teknir í ágúst FYRSTU tvær vikurnar í ágúst voru 106 ökumenn teknir vegna gnins um ölvun við akstur. Nú stendur sem hæst átak lög- reglu og Umferðarráðs gegn ölvunar- akstri. Lögreglan hefur haldið uppi stöðugu eftirliti og mikill áróður hef- ur verið í fjölmiðlum gegn ölvunar- akstri. Herferðinni verður haidið áfram. Siglufjörður: Þokkaleg- ur afli báta Loðnan ennþá treg SKJÖLDUR kom hér inn í gær með 65 tonn eftir aðeins sex daga. Minni bátarnir hafa aflað vel á færum, verið með upp í fjögur tonn í róðri. Trillur hafa verið með eitt til tvö tonn, en þurft að sækja nokkuð langt, 35-40 mílur út. Loðnuveiðin er enn fremur treg. Hrafninn landaði í gær um 600 tonn- um og Skarðsvík iandar 600-700 tonnum í dag. Yfir tuttugu skip eru nú á loðnumiðunum, en þau hafa þurft að sigla allt að 36 stundir með aflann. FVést hefur þó að einhver skip hafi fiskað nær landi. Síldarverk- smiðjur ríkisins hafa nú brætt um 5 þúsund tonn af loðnu. Starfsmenn loðnubræðslunnar klæðast nú snjóhvítum sloppum, enda starfið orðið hreinlegt í verksmiðj- unni, sem er talin sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu. Að sögn Gísla Elíassonar verksmiðjustjóra er von á kvikmyndatökumönnum frá BBC í ágúst og ætla þeir að gera stutta fréttamynd um verksmiðjuna. Matthías SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júlímánuði voru samtals 14.205, að því er segir í skýrslu félagsmálaráðuneytisins. Jafngildir það því að 660 manns hafi verið atvinnulausir í mánuð- inum og er það 0,5% af áætluðum mannafla. Atvinnuleysisdögum fækkaði í heild frá fyrra mánuði um 600, en þrátt fyrir það var um nokkra fjölg- un að ræða á atvinnuleysisdögum á flestum svæðum að undanskildu Vesturlandi og Norðurlandi vestra og eystra. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í mánuðinum er nokkuð undir með- altali síðustu þriggja ára, en það 3 er rúmlega 15.000. I Reykjavík voru atvinnuleysis- dagarnir 3.718 og samsvarar það níu fleiri atvinnulausum Reykvík- ingum en í júní. Á Akureyri fækkaði atvinnuleysisdögum um 454 og fækkaði atvinnulausum Akur- eyringum' um fjöra samkvæmt þessu. Hlutfallslega jókst atvinnu- leysi mest á Þingeyri, en þar fjölgaði atvinnuleysisdögum úr eng- um í 65 á milli mánaða. Mest fækkaði atvinnuleysisdögum hins vegar á Hofsósi og aðliggjandi hreppum, úr 180 dögum í engan. REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.