Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 50
fð 50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 é^ )<em h\ngc& sem. .skiptinoru." áster... .. .ad vita að hún vili /.ir.i /7a£a fiskinn TM Reg. U.S. Pat Otf.-all rlghts reserved O 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcale \~ Mamma. — Ég get ekki sofnað fyrir tíkarspenun- um! Maðurinn minn verður leiður að hafa ekki fengið tækifæri til þess að hitta HÖGNIHREKKVISI l » Pd þyieFTlR /MEIRi 6V1XAUVKTAREVPI. Hvalkjöt er hollt Edda Magnúsdóttir matvæla- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins skrifar: „Vegna viðtals í morgunútvarpi þriðjudaginn 12. ágúst sl. við annan af ritstjórum Gestgjafans um gæði hvalkjöts og matreiðslu á því langar mig að leiðrétta það sem þar var sagt, þ.e. að hvalkjötið væri vítamín- og bætiefnalaust. Til að bera saman næringargildi hvalkjöts við annað kjöt valdi ég nautakjöt (sirloin steik) og eru meðfylgjandi tölur fengnar úr nær- ingarefnatöflum úr bókinni Composition of Foods, útg. 1975 af United States Department of Agriculture. Við samanburð á næringargildi hvalkjöts og nautakjöts kemur í ljós að i þessum tveimur kjöttegundum er efnainnihaldið nokkuð líkt, þ.e. prótein u.þ.b. 20%, fita 6-7% og kolvetni engin. Fitusýrusamsetning þessara tveggja tegunda er hins vegar ólík. Hvalfita inniheldur mun meira af ómettuðum fitusýrum en nautafita og er því heilsusamlegri. B-vítamínin eru svipuð í hvalkjöti og nautakjöti og steinefhin líka nema hvað járn er meira í hvalkjöti en í flestu öðru kjöti og tífalt á við nautakjöt, enda er talað um að því dekkra sem kjöt sé þeim mun járn- ríkara sé það. Því má segja að sá munur sem er á bætiefnainnihaldi þessara tveggja kjöttegunda sé hvalkjötinu í vil. Þess vegna getum við fengið okkur ódýrt og gott hvalkjöt í mat- inn, fullviss um hollustu þess og væri ekki úr vegi að Gestgjafinn kæmi með nýjar uppskriftir til að fara eftir við matreiðslu á þessu ágæta hráefni." Samanburður á næringarrfnainnihaldi í hvaikjöti og .autakjöti - miðað er við 100 g af ætum hluta. Vatn l Orka Protein Hvalkjöt Nautakjöt 70,9 156 70,9 152 20,6 21,1 f ita _\__ ' ,5 E ,7 Kolv. Stein- efni g Ca me Fe mg K mg Bl mg Níasin mg_____ 1,0 1,0 12 12 111 199 30X 3,2 2 10 0,09 0,08 0,09 0,19 1,7X 5,1 xTölur yfir járn (Fe) £ hvalkjöti eru úr bókinni Heit Science, 3rd ed. eftir Lawrie, R.A (1985) og tölur yfir níasín eru fengnar úr Food com osition and Nutrition Tables 1981/82. Víkverji skrifar Sumarsýningar þær sem Nor- ræna húsið hefur gengist fyrir um árabil eru jafnan skemmtileg tilbreyting í langdegi sumarsins. Sýningin sem nú stendur yfir er þó með hressilegasta móti, en þarna eru sýnd verk fjögurra málara okk- ar af yngri kynslóð sem segja má að séu þegar búnir að finna sér örugga sillu í íslenskri myndlist. Þetta eru þeir Einar Hákonarson, sem er aldursforsetinn, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þorgils Friðjóns- son og Kjartan Ólason. Fyrir áhugasaman leikmann með tiltölulega hefðbundna myndsýn og sem skoðar þar af leiðandi myndir einatt með því hugfari hvernig þær fari á stofuveggnum héima, verða verk Einars Hákonarsonar óhjá- kvæmilega minnisstæðust. Einar er greinilega að feta sig inn í nýtt tímabil um þessar mundir og það verður fróðlegt að fylgjast með honum á þeirri leið. Gunnar Örn verður æ villtari eftir því sem hon- um vegnar betur í Ameríkunni. Helgi Þorgils er einhver sérstæð- asti myndlistarmaður okkar um þessar mundir, nýlistarmaður eða hug-myndlistarmaður eins og það er kallað í sýningarskrá — en með ótvíræða teiknihæfileika og málar stórar og mikilfenglegar myndir með skírskotunum í gömul klassísk málverk. Það er engu líkara en í Helga sé kominn réttborinn arftaki Kjarvals, því hugmyndaheimurinn sem blasir við í sjálfu málverkinu hjá Helga er á sinn hátt stundum glettilega skyldur þeirri goðsagna- veröld sem gamli meistarinn átti til að draga upp í sumum verkum sínum. Heimspekin og hugmynda- fræðin á bak við málverk þessara tveggja listamanna er hins vegar allt annars eðlis. Unglingurinn í hópnum er Kjartan Ólason og það eru lítil unggæðismerki á máttug- um og allt að því dulúðugum verkum hans. Það mun vera megintilgangur sumarsýninga Norræna hússins að gefa ferðamönnum, erlendum sem innlendum, kost á því að sjá það helsta sem er á döfinni í íslenskri myndlist. Aðrir myndlistarunnend- ur ættu hins vegar ekki að láta slíkt fæla sig frá því að sjá þessa fjör- legu sýningu áður en henni lýkur nú um næstu helgi. Verðfall það sem orðið hefur á eldislaxi á helstu mörkuðum erlendis hlýtur að vera frammá- mönnum fiskeldis hér á landi nokkurt áhyggjuefni. í einhverjum tilfeilum munu áhrif verðfailsins þegar vera farin að lýsa sér í því að útlendingar sýna nú minni áhuga á því að ráðast í stórframkvæmdir á þessu sviði með innlendum laxeld- ismönnum. Sennilega getum við þakkað for- sjóninni fyrir það að verðfallið á eldislaxi kemur nú á þessari stundu — áður en allir sem vettlingi geta valdið eru komnir út í laxeldi í ein- hverri mynd. Skynsamlegast hlýtur nú að vera að eftirláta þeim stöðv- um sem nú þegar eru komnar á einhvern rekspöl, þróunarstarfið í kringum þessar nýju og áhættu- sömu atvinnugrein. Á bak við þær flestar standa traustir og fjársterk- ir aðilar og þess umkomnir að taka á sig þau áföll og barnasjúkdóma sem óhjákvæmilega hljóta að herja á svo unga grein. Af hálfu stjórnvalda hefur orðið undarlegur dráttur á stefnumörkun fyrir fiskeldið. Þar á bæ hljóta menn þó að hafa áhuga á að ekki komi til offjárfestingar í þessari grein, eins og ýmsum öðrum sem hafa siðan verið að sliga lands- menn. Stjórnvöld eiga til dæmis eftir að gera það upp við sig í eitt skipti fyrir öll hvort skipa eigi fisk- eldinu á bás innan landbúnaðar- ráðuneytisins eða sjávarútvegs- ráðuneytisins. Þar getur verið um verulegt álitamál að ræða. Af einhverjum ástæðum virðist þróunin í laxeldi hér á landi ætla að verða á nokkuð aðra lund en viða erlendis, því helstu stöðvarnar sem hér eru í uppsiglingu verða margar mjög stórar á alþjóðlegan mælikvarða. í Noregi hins vegar eru flestar stöðvarnar tiltölulega litlar með í kringum 100 tonna framleiðslu á ári. Víkverji var fyrr á þessu ári á vesturströnd Kanada og fékk þá að kynnast lítillega áformum manna í British Columbia í laxeldi, en meðfram strönd BC er eitthvert álitlegasta laxeldissvæði í heimi. Fróðlegt var að kynnast þar sjónarmiðum eins af yfirmönnum BC Packers, sem er helsti útflytj- andinn á Kyrrahafslaxi. Hann sagði að þeir hjá BC Packers fylgdust náið með framvindunni í laxeldi en hefðu engin áform uppi um að fara sjálfir út í laxeldi að svo komnu máli. Ástæðan var sú að hans sögn að menn þar töldu laxeldið meira í ætt við búrekstur en útveg. Þessi maður sá fyrir sér margar litlar laxeldisstöðvar í einkaeigu og sem heimilisfólk á viðkomandi laxabúi annaðist af sömu alúð og tilfinningu og ef um væri að ræða kýr, svín eða alifugla. Hlutverk BC Packers var að framleiða fóður handa laxabúunum og að kaupa síðan lax- inn af laxabúunum og selja. Ef þetta er raunhæf mynd af laxeldi framtíðarinnar, þá eru ís- lendingar greinilega á rangri braut, þvi varla eru aðstæður svo gjör- ólíkar hér á landi og á vesturströnd Kanada að stórrekstur borgi sig hér en smábúskapur þar vestra. Og ef þetta er laxeldi framtíðarinnar, þá á þessi atvinnuvegur greinilega heima innan landbúnaðarráðuneyt- isins. En það er einnig ástæða til að velta því fyrir sér hvort markaður fyrir eldislax hafi ekki verið of- metinn og hvort verðfallið nú sé ekki staðfesting á því. Er raunhæft að ætla að flestir þeir sem aldrei hafi neytt lax áður þyki hann yfir- leitt Iostæti þegar þeir bragða hann í fyrsta sinn og má stækka markað- inn með þeim hætti, því varla munu þeir sem þegar hafa dálæti á laxi borða hann mikið oftar en þeir gera nú? Segir ekki sagan að jafnvel hundarnir í Borgarfirði hafi farið í felur þegar þeir heyrðu minnst á lax hér á árum áður? Svo leitt var fólk og hundar þar um slóðir á þessu góðmeti yfir háveiðitímann. Lax er líkt og rjúpan — lostæti sem mesti glansinn fer fljótlega af þegar það er of oft á boðstólum. Er ef til vill skynsamlegri stefna í fiskeldi að hægja eitthvað á áform- unum í laxeldi en í þess stað leggja stóraukna áherslu á eldi á verðmæt- um sjávarfiski, svo sem skelfiski ýmiss konar, flatfiski o.fl.? Þekk- ingin á þessu sviði er hins vegar að miklu leyti innan stofnana sjáv- arútvegsins, svo ef þetta verður ofan á, kann að vera skynsamleg- ast að fella fískeldið almennt undir sjávarútvegsráðuneytið. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað stefnu fiskeldismálin taka hér á landi í ljósi nýrra við- horfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.