Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 56
SEGÐU RMARHÓLL PEGAR mÐÚTAÐBORÐA SÍMI18833-------- .ffh FIMMTUDAGUR 21. AGUST 1986 VERÐ I LAUSASOLU 40 KR. Fjögur félög í Haf narfirði semja við bæinn: Hópur bæjar- starfsmanna fær 10% hækkun FÉLAGAR í fjórum verkalýðsfélögum í Hafnarfirði, sem vinna hjá bænum eða stofnunum hans og fyrirtækjum, fengu allt að 10% sérstaka launahækkun frá 1. ágúst sl. Samningur um þetta, sem gerður var milli Hafnarfjarðarbæjar og félaganna fjögurra í síðustu viku og gildir til áramóta, tekur til á annað hundrað starfsmanna. „Mest um vert þykir mér, að gert er ráð fyrir að á næsta samn- ingstímabili, sem á að hefjast 1. janúar 1987, geri þessí félög sam- eiginlegan rammasamning við bæinn, eins og hefur gefíst vel í jk£traumsvík," sagði Sigurður Tr. Sigurðsson, varaformaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firðí, í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær. Hlíf er eitt félaganna, sem gerðu samninginn en hin eru Verkakvennafélagið Framtíðin, Féiag járniðnaðar- manna og Félag byggingariðnað- armanna í Hafnarfirði. „Þá er það einnig nýlunda í þess- um samningi, að gert er ráð fyrir __ _>að allir fái sérstaka desemberupp- bót, en slíks hefur aðeins hluti bæjarstarfsmanna notið hingað til," sagði Sigurður. „Þessi uppbót er tveggja vikna laun samkvæmt byrjunarþrepi 17. launaflokks, en það gerir nú 8.456 krónur. Þessi upphæð er innifalin í þeim tæpu 10%, sem við teljum til launahækk- unar," sagði hann. Guðríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar, kvaðst vera ánægð með þann árangur, sem náðst hefði með þessum samningi við bæjarfélagið, enda hefði ekki veitt af að lagfæra kjör hinna lægst launuðu í Hafnarfirði. Konur í Framtíðinni, sem fengu með þess- ""um hætti 9-10% kauphækkun til viðbótar við ASÍ/VSI-samninginn frá í febrúar, eru á milli 60 og 70 en að auki fékkst 3% launahækkun til Sóknarkvenna, sem vinna á elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Þær konur munu einnig vera á milli 60 og 70. Sigurður Tr. Sigurðsson kvað mikla vinnu nú vera framundan við undirbúning þess sameiginlega rammasamnings, sem stefnt væri að á næsta samningstímabili. Hann sagði ekki ákveðið hvort sá samn- ingur yrði gerður til viðbótar væntanlegum heildarsamningi Al- þýðusambands íslands og samtaka atvinnurekenda eða hvort samið yrði alfarið innanbæjar. Ekki náðist í Guðmund Árna Stefánsson, bæjarstjóra í Hafnar- fírði, til að fá umsögn hans um þennan samning. Fyrir fáum vik- um tókst samkomulag um tals- verðar kauphækkanir til opinberra starfsmanna í bænum, félaga í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar- bæjar. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Bitíðítakt Ekkert raskar ró hrossanna þar sem þeir bíta grænt grasið. Ríkisstjórnm ræðir fjárlög á Þingvöllum SÉRSTAKUR ríkisstjórnarfund- ur um fjárlög næsta árs verður haldínn á Þingvöllum i dag. Þar munu ráðherrar og nokkrir emb- ættismenn fara yfír þau drög að fjárlögum, sem fyrir liggja. Arlega er haldinn sérstakur ríkisstjórnarfundur um fjárlögin en síðan er fjárlagafrumvarp fjár- málaráðherra rætt í ríkisstjórninni eftir þörfum þar til það hefur ver- ið lagt fram í þingi og afgreitt þaðan. Þetta mun vera fyrsti vinnu- fundur ríkisstjórnarinnar af þessu tagi, sem haldinn er á Þingvöllum. Vextir afurðalána lækka VEXTIR afurðalána í doUurum lækka í dag um 0,5%, úr 8,25% í 7,75%. Þá lækka einnig lán í SDR úr 8% í 7,75%. Búast má við að vextir afurðalána í pundum og þýskum mörkum lækki einnig þegar líður á árið. Það kann svo að hafa áhrif á aðra vexti hér á landi. Sjá nánar Viðskiptablað, B-l. Skreiðarútflutningur: Farmur til Nígeríu án greiðslutryggingar Landsbankinn tilkynnti viðskiptamönn- um sínum að ábyrgðin væri þeirra LANÐSBANKI Islands hefur sent skeyti til þeirra viðskipta- manna sinna sem eiga skreið um borð í skipi á leið til Nígeríu á vegum íslensku umboðssölunnar hf. og tilkynnt þeim að þessi út- flutningur væri á þeirra eigin ábyrgð vegna þess að bankanum hefði ekki borist fullnægjandi greiðslutrygging f rá kaupendum ytra, en bankarnir eiga veð í skreiðinni vegna afurðalána. Fram hefur komið hér í blaðinu að um er að ræða 40 þúsund pakka af skreið. Björgvin Vilmundarson banKa- stjóri Landsbankans staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Allt að 2500 grafa viðbót við Foss- vogskirkjugarð Tekin í notkun að ári ÞESSA dagana er verið að Ijúka við stækkun á Fossvogskirkju- garðí út í Öskjuhlíðina til vesturs. Er gert ráð fyrir að eftir um það bil ár verði hægt að taka í notkun um 2.000 grafa við- bót við núverandi garð, að sögn Ásbjörns Björnssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur. Kirkjugörðunum var úthlutað viðbótarlandi, hálfum þriðja hekt- ara, í Öskjuhlíð fyrir nokkrum árum en þá reyndist landið of grunnt og ekki grafartækt, að því er Ásbjörn sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Þá var ákveðið að leyfa húsbyggjendum að aka mold úr lóðum sínum í landið en þegar átti að fara að hefja undirbúning að frágangi þessarar viðbótar við garðinn reyndist hafa komið of mikið stór- grýti með moldinni. Á síðasta ári tókst samkomulag við Reykjavík- urborg um skiptingu kostnaðar við að flytja grjótið burtu, nokkur hundruð bflhlöss," sagði hann. í vor var lokið við skipulagn- ingu garðsins og verkið síðan boðið út. Ætlunin var að því yrði lokið fyrir 1. september en nú er talið vafasamt að það takist, þvi enn á eftir að ganga frá götum og gangstígum. „Það er á að giska eitt ár þangað til hægt verður að fara að nota þennan hluta garðs- ins," sagði Asbjörn. Hann sagði að í garðinum myndu rúmast 2.000-2.500 graf- ir. í Reykjavíkurprófastsdæmi eru árlega grafnir um 1.000 einstakl- ingar en þar sem ýmsir eiga frátekin grafstæði við hlið maka sinna og astvina í eldri hlutum garðsins og í nýja kirkjugarðinum í Gufunesi taldi hann að þessi við- bót myndi duga talsvert lengur en í tvö ár. Hann sagði að bankinn hefði ekki gefið leyfi fyrir þessum útflutningi og reyndar ekki frétt af honum fyrr en búið var að skipa skreiðinni út. Hann sagði að bankinn hefði sent viðskiptamönnum sínum skeyt- ið til að þeim væri það alveg ljóst að þeir yrðu að standa í skilum með þau afurðalán sem á skreiðinni hvíldu, hvort sem þeir fengju vör- una greidda eða ekki. Halldór Guðbjai'nason banka- stjóri Útvegsbanka Islands sagði að Útvegsbankinn hefði ekki sent sínum viðskipamönnum sérstaka tilkynningu varðandi þennan skreiðarútflutning eins og Lands- bankinn. Hluti eigenda skreiðarinn- ar og útflytjandinn eru í viðskiptum þar. Halldór sagði að öllum aðilum, þar á meðal Seðlabanka, Lands- banka, Útvegsbanka, viðskipta- ráðuneyti og flestum eða öllum eigendum skreiðarinnar hefði verið ljóst með hvaða hættí skreiðin væri flutt út. Um næstu mánaðamót rynnu út innflutningsleyfi fyrir skreið í Nígeríu og gætu liðið ár og dagar þar til þau fengjust aftur. Eigendur skreiðarinnar og útflytj- endur hefðu viljað koma skreiðinni inn í landhelgi Nígeríu áður en leyf- in rynnu út til að lokast ekki inni með hana, þó ekki hefði verið búið að ganga frá greiðslutryggingu. Skreiðin væri í raun í höndum út- flytjandans þar til henni yrði skipað upp og það yrði væntanlega ekki gert fyrr en menn hefðu fullvissu fyrir greiðslu, en á meðan væri unnið að því að fá tryggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.