Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 1. deild kvenna: Stórsigur Blikastúlkna — ÍA sigraði KR í jöf num leik TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Breiðablik vann Hauka, 7—0, á mánudagskvöld og Skagastúlk- urnar sigruðu KR, 3—1, á þriðju- dagskvöld. UBK — Haukar7:0 Yfirburðir UBK voru miklir eins og tölurnar bera með sér. Staðan í leikhléi var4—0. Mörk Breiðabliks gerðu Erla Rafnsdóttir 2, Lára Asbergsdóttir, Magnea Magnús- dóttir, Svava Tryggvadóttir, Sigríð- ur Sigurðardóttir og Asta María Reynisdóttir eitt mark hver. ÍA-KR3:1 Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi án þess að mark væri skorað. Kristín Reynisdóttir skor- aði fyrsta mark ÍA á 55. mín. og Sæunn Sigurðardóttir bætti öðru markinu við stuttu síðar. Helena Ólafsdóttir svarði fyrir KR en síðasta orðið í leiknum átti Karítas Jónsdóttir er hún skoraði þriðja mark ÍA eftir að hafa komist inní sendingu varnarmanna KR. - KMJ. Getrauna-spá MBL. « ¦ Z c 3 o> o z h. 0 >. ¦ ¦o c 3 U) o a o • Q. >i (B "O C «5 ¦ 1 o Q. X Ul >¦ ¦ ¦o c 3 (0 Q. 1 O) O 0 V->t (0 ¦o c 3 U) SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Man. Utd. 2 1 X X 2 1 2 2 Aston Villa — Tottenham X X 2 1 2 1 2 2 Chariton — Sheff. Wed. 2 X 1 X 2 1 2 2 Chelsea — Nonwich 1 1 1 t 1 s 0 0 Everton — Nott'm Forest 1 1 1 1 1 6 0 0 Leicester — Luton X 2 X 2 X 0 3 2 Man. City — Wimbledon 1 X 2 1 X 2 2 1 Newcastle — Liverpool 2 2 2 2 2 0 0 5 Southampton — QPR 1 1 2 1 X 3 1 1 Watford — Oxford 1 1 1 1 1 5 0 Q West Ham — Coventry 1 1 1 1 X 4 1 0 Spennandi leikir eftir í 1. deild — deildin opin í báða enda ÞEGAR þrjár umferðir eru eftir í 1. deild f knattspyrnu, eiga fjögur lið tölfræðilega möguleika á ís- landsmeistaratitlinum, eitt lið er svo gott sem fallið og fjögur önn- ur geta fallið, en aðeins eitt siglir lygnan sjó. Úrslitin á toppnum eru engan veginn ráðin og fallbarátt- an er í algleymingi. Valsmenn byrjuðu illa og töp- uðu tveimur fyrstu leikjunum, en síðan hefur verið um að ræða nær samfellda sigurgöngu og er Valur nú með eins stigs forystu. Liðið hefur eflst með hverjum leik og aðeins tapað 4 stigum síðan Þorgrímur Þráinsson hóf að leika með tiðinu á ný í 8. umferð, en hann hafði verið frá vegna meiðsla. Aftasta vörn er aðall liðsins, and- stæðingarnir hafa einungis náð að skora 6 mörk hjá Val í sumar. Sóknarmennirnir hafa einnig verið skæðir, en leikmenn Vals hafa skorað næst flest mörk í deildinni. Valur á eftirtalda leiki oftir: Víðtr-Vatur Valur-KR l'A-Valur Framarar voru taldir líklegastir íslandsmeistarar fyrir mót, byrjun- in hjá þeim lofaði góðu og þeir voru komnir með góða forystu rétt eins og í fyrra. En þeir misstu flug- ið í fríinu um verslunarmannahelg- ina og hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum, sem þykir lítið í þeirra herbúðum. Um leið hafa þeir misst forystuna í deildinni og verða nú að treysta á að einkum Valur og ÍBK tapi stigi eða stigum á sama tíma og þeir sjálfir komist á sigurbraut á ný. Fram á eftirtalda leiki eftir- ÍBV-Fram Fram-Víöir KR-Fram Keflavík hefur komið einna mest á óvart í sumar. Liðinu var ekki spáð sérstaklega góðu gengi, en Hólmbert Friðjónsson, þjálfari, hefur enn einu sinni sannað hæfni sína og náð því besta út úr leik- mönnum sínum. Liðið er í þriðja sæti og á álíka mikla möguleika á titlinum og Fram. Keflavík á eftirtalda leiki eftir: kr-íbk ÍBK-ÍA Þór-ÍBK Möguleikar ÍA á titlinum byggj- ast á því að liðin, sem eru fyrir ofan í stigatöflunni, tapi leikjunum sem eftir eru, en ÍA vinni sína. Langsóttur möguleiki, en von er meðan er. ÍA er með gott lið, sem hefur mikið styrkst við endurkomu Péturs Péturssonar. ÍA á eftirtalda leiki eftir: ÍA-UBK ÍBK-ÍA ÍA-Valur KR siglir lygnan sjó um miðja deild og er hvorki í botn- né topp- baráttu. Leikir KR, sem eftir eru, skipta samt miklu máli um endan- lega röð efstu liða, því KR-ingar eiga eftir aö leika gegn þremur efstu liðunum og þess vegna geta þeir haft mikil áhrif á, hverjir verða Islandsmeistarar. KR á eftirtalda leiki eftir: KR-ÍBK Valur-KR KR-Fram Þór er um miðja deild og endar þar líklega, þó tölfræðilegir mögu- leikar á falli séu fyrir hendi. Leikir liðsins hafa hins vegar áhríf á topp og botn og víst er að Þórsarar gefa ekkert eftir til mótsloka. Þór á eftirtalda leiki eftir: FH-Þór UBK-Þór Þór-ÍBK Víðir lék í 1. deild í fyrsta skipti í fyrra og hefur sannað tilverurétt sinn í deildinni í ár. Liðið hefur leik- ið vel í sumar, en er engu að síður í botnbaráttunni. Víðismenn eiga eftir tvö af þremur toppliðunum og geta því sett strik í reikning efstu liða. Víðir á eftirtalda leiki eftir: Víoir-Valur Fram-Víðir Víðir-ÍBV FH er í þriðja neðsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir, en var í því efsta að loknum þremur um- ferðum. FH-ingar eiga eftir að leika gegn botnliðunum og sætið í 1. deild er því í þeirra eigin höndum. FH á eftirtalda leiki eftir: FH-Þór ÍBV-FH FH-UBK Leikmenn UBK hafa skorað fæst mörk í 1. deild í sumar og liðið er í næst neðsta sæti deildar- innar. Breiðablik lék í 2. deild í fyrra og hefur átt erfitt uppdráttar í ár. Erfiðir leikir eru framundan, en þó fallið blasi við, er of snemmt að afskrifa liöið. UBK á eftirtalda leiki eftir: ÍA-UBK UBK-Þór FH-UBK Eyjamenn eru svo gott sem fallnir og ekkert nema kraftaverk getur haldið þeim í 1. deild. Þeir geta náð FH að stigum, tapi Hafn- firðingarnir sínum leikjum, en markatala ÍBV er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En eins og aðrir leikir, sem eftir eru, skipta leikir ÍBV miklu máli bæði á toppi og botni. ÍBV á eftirtalda leiki eftir: ÍBV-Fram ÍBV-FH Viöir-ÍBV Staðan í 1. deild Valur 15 10 2 3 27:6 32 Fram 15 9 4 2 30:11 31 ÍBK 15 10 1 4 22:17 31 ÍA 15 7 3 5 26:16 24 KR 15 5 7 3 17:10 22 Þór 15 5 4 6 18:25 19 Víðir 15 4 4 7 16:19 16 FH 15 4 3 8 20:31 15 UBK 15 3 3 9 12:31 12 ÍBV 15 1 3 11 14:36 6 Markahæstu menn eru: Guðm. Torf ason, Fram 15 Valgeir Barðason, ÍA 9 Sigurjón Kristjánsson, Val 8 Ámundi Sigmundsson, Val 6 Grétar Einarsson, Víði 6 Guðm. Steinsson, Fram 6 Ingi Björn Albertsson, FH 6 Óli Þór Magnússon, ÍBK 6 Meistaramót hjá Púttklúbbi Suðurnesja Meistaramót Púttklúbbs Suð- urnesja var haldið í Leirunni fyrir nokkru. Spilað var í þremur flokk- um, eldri flokki, yngri flokki og kvennaflokki. Úrslit í yngri flokki: 1. Jóhann Hannesson. 2. Jón Kr. Olsen. 3. Jón Kristinsson. Úrslit í eldri flokki: 1. Vilhjálmur Halldórsson. 2. Jóhann Friðriksson. 3. Ragnar Magnússon. Þetta er fimmta mótið í röð hjá púttklúbbnum sem Vilhjálmur Halldórsson sigrar í. Kvennaflokkur: 1. Hrefna Sigurðardóttir. 2. Þuríður Þorgeirsdóttir. 3. Alís Fossárdal. Tvísýn og skemmtileg keppni var í öllum flokkum. Mótsstjórar voru Ketill Vilhjálmsson og Vil- hjálmur Þorgeirsson. Getraunir af stað á ný Næstkomandi laugardag verð- ur leikin fyrsta umferð í ensku knattspyrnunni á þessu keppnis- tímabili. Þá verður jafnframt fyrsta leikvika hjá íslenskum get- raunum á nýju starfsári. Seðlum hefur nú þegar verið dreift til umboðsmanna um alit land. Sú nýbreytni verður nú tekin upp að viðskiptavinum gefst nú kostur á nýjum seðli þar sem hann kýs sjálfur hversu margar raðir hann kaupir. Þessi seöill kemur til með að spara þeim vinnu sem hafa áhuga á að spila mikið og auka þannig vinningsmöguleikana. Seðillinn fæst eingöngu hjá sér- stökum sölumönnum íþrótta- og ungmennafélaga auk þess hjá að- alskrifstofu íslenskra getrauna. Nú fyrir fyrstu leikviku flytur aöalskrifstofan í íþróttamiðstöð- inni sig milli húsa í Laugardalnum og verður nú í miðhúsi hennar. Fyrirtækið er nú komið í sitt eigið húsnæöi í fyrsta sinn i sögu þess. Þar verður góð aðstaða fyrir þá sem vilja koma í Laugardalinn, fá sér seðil og fylla hann út á staðn- um. Að þessu tilefni verður við- skiptavinum þoðið upp á kaffi og með því á laugardaginn 23. ágúst milli 9.00-14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.