Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 21 Hörmungum Úganda ætlar seínt að linna. 27 manns hafa látist úr > svarta dauða í Uganda ÚGANDA hefur mátt þola margar hörmungar á undanförnum árum: einræðisherra, innrás, borgarastyrjöld og efnahags- hrun. Fáa hefði þó órað fyrir því að þetta land, sem eitt sinn var auðugasta land álfunnar og reyndar nefnt „Perla Afriku", ætti eftir að verða svarta dauða að bráð, sjúkdómi, sem í hugum flestra heyrir fortíðinni til. Þessa skæða sjúkdóms, sem barst til íslands árið 1402 og lagði allt að þriðjung þjóðarinnar að velli, hefur ekki orðið vart lengi, ef marka má alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina (WHO). Sjúk- dómurinn berst yfirleitt með rottum, þó svo að þær séu í raun ekki smitberinn, heldur flær sem á þeim lifa. Enn sem komið er hafa aðeins 27 manns látist svo vitað sé, en 252 aðrir hafa verið skráðir með sjúkdóminn í Nebbi-héraði, sem er skammt frá landamærum Úg- anda við Zaíre. Samkvæmt heilbrigðisráðherra landsins, Dr. Ruhakana Rugunda, var fyrsta tilfeliis plágunnar vart í apríl og gripu stjórnvöld þegar til aðgerða til þess að hefta út- breiðslu hennar. Ráðuneytið tilkynnti að sjúkdómurinn virtist einskorðast við landamærabæinn Paidha, en á hann herjar rottufar- aldur. Handan landamæranna í austurhluta Zaíre hafa borist óstaðfestar fregnir af enn frekari tilfellum sjúkdómsins. Heilbrigð- isfulltrúar beggja ríkja hafa mikið samstarf vegna þessa máls og hefur landamærum ríkjanna verið lokað í bili. I yfirlýsingu frá heil- brigðisráðuneyti Uganda sagði að ekki væri um að ræða meiri hátt- ar sjúkdómsfaraldur og að stjórn- völdum Úganda myndi takast að halda honum í skefjum. Svarti dauði er mjög smitandi. Fyrstu einkennin eru langvarandi hiti, verkir í höfði og útlimum, auk almenns slappleika. Dauði getur fylgt í kjölfarið skömmu síðar, jafnvel nokkrum klukku- stundum eftir að fyrstu einkenna verður vart. Vegna verkjanna og sótthitans héldu margir íbúar Nebbi-héraðs að göldrum væri um að kenna og tilkynntu því ekki um veikindi sín til sjúkrahúss. Vegna þessa hafa yfirvöld sett sig í samband við alla ættbálkahöfð- ingja og beðið þá um að láta hreinsa allar hugsanlegar gróðr- arstíur sóttarinnar og að koma öllum þeim sem mögulega gætu verið haldnir henni til sjúkrahúss. Mikið magn fúkkalyfja hefur verið sent frá Kampala til svæð- anna, sem veikinnar hefur orðið vart á, en einnig hafa allar tiltæk- ar birgðir af DDT verið sendar, svo freista megi að drepa flærn- ar. Skordýraeitrið DDT var mjög mikið notað til skamms tíma, en er nú víðast hvar bannað. Margir umhverfísverndarsinnar hafa mótmælt notkun DDT, þar sem þeir telja það muni hafa langvar- andi áhrif á vistkerfi héraðanna. Yfirvöld vona hins vegar að með eitrinu verði hægt að útrýma flónni á tiltölulega skömmum tíma, en með litlum neikvæðum áhrifum á vistkerfið, þegar til langs tíma er litið. NAMSKEIÐ MS. DOS STYRIKERFI EINKATOLVA Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn aö hafa starfsmenn meö þekkingu á innviöum og búnaöi tölvukerfisins. Tilgangur MS. DOS- námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýrikerfisin og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Timi og staður: 1.-4. sept. kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leidbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. Stiórnunarfélaa Islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.