Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 30
Í8 30 38et T8ÍJ0A .15 flUOAaUTMMn .GlgAiaWJDflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 f Greifarnir á sviðinu við Arnarhól. Morgunblaðið/Börkur „Gleymum þessu sumri aldrei" -segir einn Greifanna, sem léku á tónleikunum á Arnarhóli í fyrrakvöld „VIÐ höfum fengið slíkar móttökur síðustu mánuði að það er öruggt að við gleymum þessu sumri aldrei," sagði Felix Bergs- son, einn Greifanna frá Húsavík, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hljómsveitin var ein þeirra, sem f ram komu á rokktónleikun- um á Arnarhóli í fyrrakvöld. „Rokktónleikarnir á Arnarhóli tókust alveg stórkostlega, vægast sagt og það sem upp úr stendur er að þetta er fjölsóttasta rokk- hátíð setn haldin hefur verið á íslandi fyrr og síðar," sagði Ólaf- ur Jónsson, forstöðumaður Tónabæjar, en hann sá um skipu- lagningu tónleikanna. „Fjöldi fólks, sem á hlýddi var á milli 20 og 30 þúsund að því er mér taldist til og held ég að svona hátíð hafi aldrei farið jafn vel fram. Krakkarnir hegðuðu sér vel og ölvun var tiltölulega lítið áberandi. Þessi hátíð tók töluverð- an undirbúning og gekk upp hundrað prósent eins og allt Reykjavíkurafmælið hefur gert hingað til. Við byrjuðum á hljóm- sveitum framtíðarinhar og enduðum á þeim elstu og reynd- ustu. Ég held að nýja hljóðkerfíð hafi endanlega sannað ágæti sitt með því að halda fyrir fólki vöku um allt Stór-Reykjavíkursvæðið." Lögreglan í Reykjavík sagði rokktónleikana hafa farið vel fram og áætlaði að þar hefðu verið samankomnir á bilinu 15-20.000 manns. Einhver ölvun hefði verið eftir tónleikana en engin vand- ræði á fólki. Kvartanir yfir hávaða hefðu borist víða að úr Reykjavík og Kópavogi, enda barst hljóð sérlega vel í hægviðrinu á mið- vikudagskvöld. „Þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir, meiri háttar eigin- lega og við erum mjög ánægðir með þær viðtökur sem við feng- um," sagði Felix Bergsson. „Við æfðum mikið fyrir hljómleikana og tvo síðustu dagana lokuðum við okkur inni í bílskúr vegna undirbúningsins. Stemmningin var hreint ótrúleg, mest upp við sviðið, en klappað og sungið upp allan hól," sagði Felix. „Ég er ánægður með tónleik- ana og fannst ég ná til fólksins," sagði Bubbi Morthens í gær, en hann kynnti þarna hljómsveit sína MX-21. „Hljóðið á sviðinu var slæmt og dálítið kalt, en þetta var mjög gaman. Þetta hefði gjarnan mátt standa lengur og hver hljóm- sveit mátt leika í klukkutíma, fyrst við vorum að þessu á annað borð. Þessir tónleikar voru með þeim stærstu sem ég hef leikið á hérlendis. Það er langt siðan ég hef stigið á svið og rokkað, en það er voðalega gaman, því rokk- ið hefur lengi verið ríkjandi í mér og er partur af mínu lífsmynstri." Þeir Felix og Bubbi voru sam- mála um að framtak sjónvarpsins með beinni útsendfingu hefði ver- ið hið bezta. Þúsundirnar sem fylgdust með tónleikunum. „Karatemeistarinn 2 hluti", í Stjörnubíó STJÖRNUBÍÓ frumsýndi 22. ágúst kvikmyndina „Karatemeistarann, 2. hluta". Hún er bandarísk, gerð af sömu aðilum og gerðu „Karatemeistarann" 1984. John Avildsen er leikstjóri og með helstu hlutverkin fara Noriyuki Morita og Ralph Macchio. Myndin var frumsýnd í júni sl. í Bandaríkjunum. I fréttatilkynn- ingu frá Stjörnubíó kemur m.a. fram að myndin er, eins og fyrri myndin, um Daníel og karatekennara hans Miyagi. Þeir fara í heimsókn til æskuslóða Miyag- is á japönsku eyjunni Okinawa, þar sem gamlir óvinir reyna að gera upp gamlar skuldir. Myndin er að mestu tekin á Okinawa, eri þar sem eyjan er undirlögð hernað- Sýningin Kæra Reykjavík í Kaupmannahöfn Jónshúsi. "*" 14. ÁGÚST sl. opnaði Tryggvi Arnason myndlistarmaður grafíksýn- ingu i Galleri Knabro í Knabrostræti. Sýninguna nefnir hann Kæra Reykjavík og sáu margir reykvískir listunnendur hana á Kjarvalsstöð- um í fyrrasumar. Gleður nafnið og myndirnar margan Reykvíkinginn og aðra þá, sem fjarri eru höfuðborginni á merkisafmælinu, en vildu gjarnan hverfa heim um stund, enda sýningin haldin í tilefni af afmælinu. Á sýningunni eru 22 myndir, all- ar unnar með silkiþrykki og allar sýna þær gömul hús og stemmn- ingu í Reykjavík. Ljóðrænn texti listamannsins fylgir hverri mynd og má þar skynja æskuminningar Tryggva, sem fæddur er við Tjörn- ina og hefur lengst af búið í gamla bænum. Óvenjuleg litasamsetning myndanna vekur athygli, ekki sízt Dana, sem hafa litaskyn svo ólíkt því íslenzka. Tryggvi Árnason á sér ekki lang- an feril sem myndlistarmaður, þótt fæddur sé 1936. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1983, en var áður starfsmað- ur Verzlunarbankans. Fyrsta einkasýning hans var á Kjarvals- stöðum í fyrra eins og áður sagði, en í sumar sýndi hann í Gallerí- Laxdal á Akureyri nokkrar mynd- anna úr Kæru Reykjavík og einnig nýrri myndir unnar með mezzotintu og landslagsmyndir með svonefndu eollograph. Lýkur þeirri sýningu nú um helgina. Afar vönduð sýningarskrá er til sölu á sýningunni og var hún gefin út með styrk frá menntamálaráðu- neytinu og lögð á það áherzla að vinna hana heima. Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra skrifar formála og árnar listamann- inum heilla. í skránni er ljósmynd af gamla miðbænum í Reykjavík, vettvangi grafíkmyndanna, en þær eru allar litprentaðar ásamt með hinum hugljúfu textum Tryggva. Eigulegasta bók og vel unnin af List-Gallerí í Reykjavík. Segir í umsögn um listamanninn, að hann hafi gefið gömlum Reykvíkingum nýja innsýn í borgina sína. „Eitt er að horfa, annað aðsjá." Sýning Tryggva Árnasonar í Galleri Knabro verður opin út ágústmánuð. G. L. Ásg. Morgunblaðið/Amór Sumarbústaðurinn gjöreyðilagðist í eldinum. Sumarbústaður eyðilagðist í eldi SUMARBUSTAÐUR í Hvassa- hrauni, skammt fyrir austan Kúagerði, brann til kaldra kola í fyrrinótt. Bústaðurinn, sem var einlyft timburhús, var mannlaus þegar eldurinn braust út. Lögreglunni í Keflavík var til- kynnt um eldinn laust eftir klukkan þrjú umrædda nótt og var slökkvi- liðið í Hafnarfirði kallað á staðinn. Mikill eldur var þá í húsinu og gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans, en bústaðurinn var þá ónýtur af eldi og reyk. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur málið til meðferðar. armannvirkjum, varð að taka hluta hennar á Hawai- eyjum. Þrettán ára söludrottning: Seldi fjögurhundr- uð fimmtíu og eitt afmælismerki Guðrún Eva Guðmundsdóttir, 13 ára Reykjavíkurmær, varð sölu- drottning á afmælismerki Reykjavíkurborgar. Guðrún seldi alls 451 merki á þremur dögum. Sölukóngur varð Sigurður Kristjánsson, en hann seldi 797 afmælismerki. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Guðrún hafa selt mest á Kjar- valsstöðum og í heimahverfi sínu Fossvoginum, en þar gekk hún í hús og bauð merkið til sölu. Flestir hefðu verið mjög jákvæðir og al- mennilegir en einstaka maður brást illur við og sagðist ekki vilja hafa svojia „drasl" í barminum. Guðrún er gamalreynd sölustúlka þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur margsinnis selt merki og annan varning fyrir meðal annars Björg- unarsveit Ingólfs og Slysavarnafé- Iagið og undanfarin ár hefur hún alltaf unnið Viðeyjarferð hjá Slysa- varnafélaginu. Hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að vitað væri um að rúmlega 10.000 merki hefðu selst, en að enn væru um 2.000 merki útistandandi. Ætlunin væri að veita öllum sem selt hefðu yfír 200 merki viðurkenningu og að sölukóngi og söludrottningu yrðu veitt sérstök verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.