Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. AGUST 1986 ]Mto$ifiiMtattfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Fjármögnun By gg- ingarsjóðs ríkisins E nn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vexti á þeim : skuldabréfum, sem lífeyrissjóðir : eiga að kaupa af Byggingarsjóði - ríkisins. í nýsamþykktum lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins I segir, að lánskjör af skuldabréf- um þessum skuli miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður al- mennt á fjármagnsmarkaði. Lögin taka gildi hinn 1. septem- ber næstkomandi, þannig að fyrr en síðar þarf að taka af skarið í þessu efni. Framkvæmd laganna er í höndum félagsmálaráðherra, sem fer með húsnæðismál. Ríkis- stjórnin hefur ákveðið, að vextir af lánum Byggingarsjóðs ríkisins verði 3,5% á ári, eins og þeir eru nú, og hún hefur jafnframt til- kynnt, að þeir 'verði ekki hærri meðan ríkisstjórnin situr. Sé litið til þeirra kjara, sem ríkissjóður býður á spariskírteinum sínum, kemur í Ijós, að þau eru nú al- mennt á bilinu 8-9%. Þarna er því 4,5-5,5% vaxtamunur, ef ætl- unin er að miða við vextina á spariskírteinum ríkissjóðs. Þeir vextir ráðast af samkeppni á fjár- magnsmarkaðnum. Hefur ríkis- sjóður legið undir nokkru ámæli fyrir að viðhalda háu vaxtastigi í landinu með því að bjóða þessi kjör. Um það var samið milli i aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga i febrúar, að skuldabréf lífeyrissjóða yrðu boð- t, in Byggingarsjóði ríkisins „með ekki lakari kjörum en ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmark- aði hverju sinni" eins og það var orðað. Ekki fer á milli mála, að það er lífeyrissjóðum kappsmál, að fá sem hæsta vexti af þeim skuldabréfum, sem þau selja hin- um opinbera sjóði. Sækja þeir einnig fast að fá 8-9% vexti af þessum bréfum, sem þeir þurfa ekkert að hafa fyrir að selja; en ríkissjóður tekur ákvörðun um vexti á spariskírteinum með hlið- sjón af samkeppni um sparifé landsmanna. - Fjölmenn nefnd vann að því að gera tillögur um húsnæðismál á grundvelli kjarasamninganna í febrúar. I áliti nefndarinnar er á það bent, að verði „mismunurinn á vöxtum á teknum lánum og veittum hjá Byggingarsjóði ríkis- ins meiri en 2-3% til lengdar, muni lánakerfið sligast." Hér er vísað til þess, að ríkissjóður þarf að greiða niður vaxtamuninn. í áliti nefndarinnar segir: „Þannig sýna dæmi, sem tekin hafa verið um 5-6% vaxtamun til langs tíma, að slík niðurgreiðsla krefðist sífellt meiri ríkisframlaga og lán- töku hjá lífeyrissjóðum. Þetta gæti aðeins staðið mjög skamma hríð og hlyti að kalla á gagngera endurskoðun þessara mála og breytingu á lögum." Töluverðar vonir eru bundnar við þá breytingu á húsnæðislög- unum, sem gerð var á síðasta þingi. Miklu skiptir, að þar sé ekki tjaldað til einnar nætur. Þær vaxtatölur, sem að framan eru raktar, sýna, að menn standa strax í upphafi frammi fyrir þeirri hættu, sem nefndin skilgreinir í áliti sínu. Það ætti að vera kapps- mál öllum, sem stóðu að breyting- um á húsnæðislögunum, að sigla fram hjá þessum hættuboðum í upphafi ferðar. Tíminn til að finna bestu leiðina styttist óðum. Ákvarðanirnar, sem þarf að taka, snerta viðkvæma þætti eða eins og aðilar kjarasmamninganna í febrúar voru sammála um, þá er það meðal brýnustu verkefna um þessar mundir að leita leiða til úrlausnar á þeim greiðsluvanda húsbyggjenda, sem nú eiga í erf- iðleikum „og jafnframt fínna varanlega lausn á fjármögnunar- vanda þeirra, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð." Hættan af Greenpeace Frá því var skýrt í Morgun- blaðinu í gær, að í Noregi hefur verið unnin skýrsla um áhrif baráttu Greenpeaee-samtakanna í Bandaríkjunum gegn norskum sjávarafurðum þar vegna hval- veiða Norðmanna. í stuttu máli er það niðurstaða Alf Hákon Ho- el, höfundar skýrslunnar, að þessi barátta hafi engan árangur borið. Hann bendir á þá staðreynd máli sínu til stuðnings, að útflutningur Norðmanna á físki til Banda- ríkjanna hafi aukist um 246% á árunum 1980 til 1985. Á þessum árum hefur baráttan gegn hval- veiðiþjóðum verið áköfust í Bandaríkjunum, eins og íslending- um er kunnugt. Þá er ekki síður athyglisvert að kynnast þeirri niðurstöðu Norð- mannsins að sáralitlar líkur séu á því, að æðstu stjórnvöld í Banda- ríkjunum taki ákvarðanir um viðskiptabann á vinaþjóðir vegna hvalveiða. Þar komi bæði til álita pólitískt mat þeirra á nauðsyn vin- samlegra samskipta við þessar þjóðir og sú staðreynd, að slíkt bann sé í raun óframkvæmanlegt. Kaupendum í Bandaríkjunum sé jafn mikið kappsmál að fá fisk og seljendum að losna við hann. Þessi skýrsla bendir eindregið til þess, að þeir, sem verða skot- spónn samtaka á borð við Green- peace, hvort heldur stjórnmála- menn á atkvæðaveiðum í Bandaríkjunum eða þjóðir á hval- veiðum mikli fyrir sér áhrif þeirra. Hallgrímskirkja vígð í haust í þriðja og síðasta sinn: Rúmlega fjörutíu i byggingarsögu að Hallgrímskirkja er í hugtim margra orðin tákn Reykjavíkur. Vígslu hefur kirkjan híotið tvisv- ar, og er stefnt að því að hún verði vígð í þriðja og síðasta sinn, þann 27. október er 312 ár verða liðin frá láti sálmaskáldsins. Blaðamaður og Ijósmyiidari Morgunblaðsins heimsóttu Hallgrímskirkju í síðustu viku og fylgdust með byggingarvinn- unni á lokasprettinum. Hermann Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, hefur í röskan aldarfjórðung verið í fararbroddi við byggingu kirkj- unnar. Hann segir sjálfur að það hafi verið fyrir velvilja vinnuveit- anda síns, Lífeyrissjóðs samvinnu- manna, að honum tókst að sinna kirkjubyggingunni jafnhliða ábyrgðarmikilli stöðu. Og loksins sér hann hilla undir lok þessa langa dagsverks. „Sjáðu bara þessa áætl- un. Hérna er tölvan á verkfræðistof- unni búin að setja lokapunktinn á alla þættina og gefa okkur grænt fjós á vígsluna," segir Hermann þegar hann gefur sér tíma til að setjast niður með blaðamanni í erli dagsins. Allt í kringum okkur eru iðnaðarmenn á þönum, og oftar en einu sinni er samtalið rofið þegar einhver á brýnt erindi við formann- inn. „Ég reyni aðeins að vera fjöður í miklu úrverki. Aldrei dytti mér í hug að líta á kirkjuna sem mitt verk, heldur hef ég reynt að virkja og vekja þann samhug sem fylgt hefur byggingu þessa góða húss. Við eigum þessa kirkju að miklum hluta að þakka frjálsum framlög- um, og þeim ótölulega fjölda sem hefur sparað okkur útgjöld með ýmsum hætti. Vinna mín hefurekki síst verið í því fólgin að ganga um með betlistafinn. En kirkjunnar menn eru vanir því að biðja, og við vitum að sá sem knýr á fyrir honum mun upplokið verða." Gefa kirkjunni aleiguna Engum dylst að íslendingar hafa mætur á Hallgrími Péturssyni. Fólk af eldri kynslóð ólst upp með verk- um sálmaskáldsins og er því hlýtt til guðshússins sem rís undir nafni hans. Hermann sagði að hann hefði veitt viðtöku fjórum íbúðum eldri kvenna, sem vildu gefa kirkjunni aleiguna. „Ég minnist sérstaklega einnar konu sem ætlaði að gefa okkur íbúð sína. Þegar ég kom til hennar dró hún upp stóran bunka af spariskírteinum ríkissjóðs. Þetta gaf hún okkur með þeim orðum að hún hefði lagt þessa peninga fyrir til elliáranna en fyndi ekki fyrir þá betri not." Naglhreinsa timbur í sumarfríinu Þennan sólbjarta dag eru ötulir sjálfboðaliðar að naglhreinsa timb- ur við hlið byggingarinnar. Þor- steinn Bjarnason úr Borgarnesi heyrði auglýst eftir sjálfboðaliðum og var ekki seinn að ákveða hvern- ig hann myndi verja sumarfríinu sínu. Hann dreif sig til Reykjavíkur og hóaði í bróður sinn Sæmund. „Þorsteinn er litli bróðir minn," segir Sæmundur þegar hann er spurður um aldur „ég er 74 ára og hann 69 ára." Sæmundur fluttist til borgarinnar þar sem hann vann lengst af í verslun Sláturfélags Suðurlands. Þorsteinn afgreiðir bensín í Borgarnesi. „Foreldrar okkar höfðu miklar mætur á Hall- grími, og við erum undir áhrifum \ ~**sr ¥ Byggingarpaliarnir gnæfa enn við Ioft í kirkjuskipinu. frá þeim. Eftir föður okkar liggja mörg handrit að Passíusálmunum sem hann skrifaði eftir minni," seg- ir Þorsteinn. „Mér hefur alltaf fundist þetta fallegt hús, sem á rætur í íslenskri menningu og nátt- úru. Stjórnvöld hefðu mátt sjá sóma sinn í því að veita meiri peningum til þess, í stað þess að eyða þeim í óþarfa hluti. En það er gaman að nú hillir undir að kirkjan klárist." Aldrei byggt annað eins hús Inni í kirkjuskipinu vinnur her iðnaðarmanna að því að rífa burt byggingapallana, múra veggina og leggja steinflísar á gólfið. Albert Finnbogason hefur verið bygginga- meistari kirkjunnar undanfarin 8 ár. Raunar lærði Albert sína iðn í kirkjunni - hjá fyrirrennara sínum, Halldóri Guðmundssyni. „Það hefur verið ákaflega gaman að taka þátt í þessu verki. Ég held að aldrei verði byggt annað eins hús á ís- landi. Ekki er laust við eftirvænt- ingu nú, þegar árangurinn er að koma í ljós," segir Albert og bendir upp í hvelfíngarnar hátt yfír höfðum okkar. Hann lýsir því hvernig burð- arvirki þeirra er smíðað, einangrað, steypt, múrað og að lokum húðað með málningu. Auk kórsins yfír altarinu eru 9 stórar hvelfingar í skipinu og 18 smærri til viðbótar. Ósjálfrátt koma gotneskar kirkjur meginlandsins upp í hugann, þar sem voldugar súlur bera uppi bygg- inguna og steinninn setur mestan svip á umhverfið. Höfundur kirkj- unnar, Guðjón Samúelsson húsa- meistari ríkisins, lét ekki eftir sig nákvæmar teikningar af innra útliti hennar. Eiga því margir þátt í því að móta hina endanlegu mynd. Margt ógert þótt byggingunni ljúki „Þegar að vígslunni kemur verða hornsteinar guðshússins til staðar: Altari, skírnarfontur og predikunar- stóll," segir Hermann. „Kristin kirkja er í raun byggð utan um þessa þrjá þætti. En margt verður ógert því að fegra kirkjuna." Hann „Nú bíður okkar gott dagsverk við ; míniini augum er þjóðarhelgidómu Þorsteinsson formaður sóknarnefndí á einni af steinflísunum sem Norðmi mætti gólfið í kirkjunni. tekur sem dæmi að til að byrja með verða lausir stólar á kirkjugólfinu. Stefnt er að því að finna verðuga arftaka þeirra, bekki sem samrým- ast heildarmyndinni. Að mörgu þarf að hyggja, til að varðveita uppruna- legan stíl kirkjunnar. Menn eru sammála um að láta suma þætti bíða þar til kirkjan hefur verið vígð. Reynslan getur skorið úr um hváð henti byggingunni best. Hentar vel til tónlistarflutnings Hallgrímskirkja er hönnuð með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.